Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 B 7 HESTAR Sigurinn flaug með skeifunni Dramatík í lokin á Kjóavöllum Valdimar Kristinsson skriíar Keppni B-flokksgæðinga á meta- mótinu á Kjóavöllum var held- ur dramatísk í lokin er Spuni frá Syðra-Skörðugili, hestur Guðmars Þórs Péturssonar, missti undan sér aðra fram- fótarskeifuna. Voru þeir á góðri leið'með að tryggja sér sigurinn þegar þetta gerðist og urðu að hætta keppni. Kom það því í hlut Kveiks frá Artúnum og Alexanders Hrafnkelssonar að hampa bikarnum en Feldur frá Laugarnesi og Erling Sigurðsson héldu öðru sætinu frá forkeppninni. Það vakti reyndar nokkra undrun hversu langt þeir Feldur og Erling náðu með jafngallað hægatölt og raun er á. Að vísu er klárinn með afbragðs gott brokk og fer vel á því auk þess sem yfirferðartöltið. er prýðilegt. Klárhestarnir voru frekar stirðir af stað í úrslitunum en liðkuð- ust heldur þegar á leið og sýndu flest- ir góða spretti. Athygli vakti til dæm- is svífandi og hreyfingamikið brokkið hjá Loga sem Snorri Dal sat og svo að sjálfsögðu yfirferðin hjá sigurveg- aranum Kveiki. Goði frá Voðmúla- stöðum og Sævar Haraldsson voru drjúgir í úrslitum og unnu sig úr áttunda sæti í þriðja sætið en miklar sviptingar urðu á röð þeirra er þátt tóku í úrslitunum. A yfírferðinni stökk hesturinn Árni-frá Uppsölum, sem Hulda Gústafsdóttir sat, inn í hringinn en dómarar létu þau ekki gjalda þess þar sem orsökin var ung- ur piltur sem veifaði litskrúðugri regnhlíf rétt utan við völlinn og brá þeim brúna við þetta. Segja má því að mikið hafi verið að gerast í úrslit- um í B-flokknum. Morgunblaðið/Valdimar Kristin3son VERÐLAUNAHAFAR í B-flokki frá vlnstri talid Alexander og Kveikur, Erling og Feldur, Sævar og Goðl, Hrafnkell og Glæs- ir, Árni og Hulda, Logl og Snorri og Súsanna og Þráður. Á myndina vantar Guðmar Þór og Spuna sem mlsstl skelfu í úrslitunum og höfnuðu þeir því i áttunda sæti. Valdimar Kristinsson skrifar Frjálsræði og nýjungar ífyrirrúmi Frjálslega var farið með keppnis- reglur á metamótinu á Kjóa- völlum sem haldið var um helgina og eitt gleggsta dæmið þar um var að enginn keppenda mætti með reið- hjálm á höfði eins og reglur kveða á um. Að sögn Orra Snorrasonar, eins af aðstandend- um, var einn tilgangurinn með mótinu fyrir utan að reyna við metin, eins og nafnið ber með sér, að bregða örlítið frá þessu hefð- bundna og reyna ýmsar nýjungar. Hvað hjálmanotkun viðkæmi, sagði Orri að vissulega hefði hjálmareglan verið í fullu gildi en hinsvegar hafi legið fyrir að ekki yrði tekið á því þótt knapar mættu ekki til leiks með hjálm á höfði. Niðurstaðan varð sú, að sögn Orra, að enginn keppenda hafi mætt með hjálm og megi líta á þessa niður- stöðu sem óformleg mótmæli kepp- enda gegn hjálmaskyldu. í forkeppni töltkeppninnar voru tveir keppendur inni á vellinum í senn og einn dómari dæmdi. Til- laga um að leyf-a þetta fyrirkomu- lag kom fram á síðasta ársþingi H.I.S. en var felld, en að sögn Orra virtist þetta koma vel út. Athygli vakti að sumir knapa sem þátt tóku í gæðingakeppninni voru með písk en slíkt er óleyfilegt sam- kvæmt gildandi reglum. Þá var keppendum leyft að skrá sig inn í nýjar greinar og var eitthvað um að hestar tækju bæði þátt í 150 og 250 metra skeiði auk gæðinga- skeiðs þegar upp var staðið. Sagði Orri tilganginn með þessu hafa verið þann að leyfa mönnum að spila svolítið eftir því hvernig stemmningu hrossin þeirra voru 5 meðan á móti stóð. Gæðingaskeið- ið var með sama sniði og tíðkast á skeiðmeistaramótunum í Evrópu þar sem tíu efstu fara í sérstaka úrslitakeppni. Fram kom í máli Orra að það 'væri ekki Andvari sem stæði að mótinu heldur þrír einstaklingar í félaginu, auk sín væru það þeir Haukur Eiríksson og Ágúst Haf- steinsson, hinsvegar hefði Andvari lánað svæði sitt undir mótið. Taldi hann allar líkur á að framhald yrði á þessu mótahaldi og þá líklegt að það verði með svipuðu sniði og skeiðmeistaramótin næst þegar það verður haldið. SIGURBJÖRN og Snarfari tryggja sér sigurinn í 150 metrunum með dyggri aðstoð Hinriks Bragasonar sem hleypir hesti sínum Koli frá Stóra-Hofi undir til að tryggja þeim sem best- an tíma. EKKI var neinum vafa undirorpið hver var bestur A-flokks gæðinga á metamótinu. Blær frá Mlnniborg sem Páll Bragi Hólmarsson sat var hinn öruggi sigurvegari og var sigri þeirra aldrei ógnað. Engin met í hættu ÞRÁTT fyrir fjóra spretti og góða viðleitni tókst ekki að höggva nærri íslandsmetum í skeiðgreinum kappreiða á Metamótinu á Kjóavöllum. Vantaði reyndar allnokkuð á að það tækist. Aðeins vantaði herslumuninn hjá Ósk frá Litladal að henni tækist að slá metið í 250 metrunum á Lokaspretti íVarmadal helgina áður en nú var hún í einhverju óstuði en tryggði sér þó sigur á elleftu stundu. Skeiðaði Ósk aðeins síðasta sprettinn af fjórum og þá á 22,21 sek. sem er feiknagóður tími. Næst henni kom Snarfari frá Kjalarlandi sem Sigurður Marínusson sat að þessu sinni í 250 metrunum á en Sigurbjörn sat hann 150 metrunum og sigr- aði á 14,08 sek. og svo var Sigurður á honum í gæðingaskeiði og sigraði þar. Það hefur því verið í mörgu að snúast hjá Snarfara þessa helgi. Fjórir sprettir í 150 metrunum og 22,92 sek. hinsvegar 250 metrunum og svo þrír sprettir í gæðingaskeiði. Samtals hefur hann því skeiðað um tvo kílómetra um helgina en aðeins einn sprettur fór forgörðum hjá þessum mikla vekringi sem er að öllum líkindum einn örugg- asti kappreiðavekringur sem uppi hefur verið hér landi. En það er líka spurning hvað sé hóflegt að leggja á einn hest á ekki lengri tíma. Snar- fari virðist fara mjög létt í gegnum þessa miklu raun og eitt er víst að ekki eyðir hann mikilli orku í djöfla- gang á ráslínu. Mikil gróska virðist í skeiðinu um þessar mundir og margir ungir knap- ar sem eru að hasla sér völl eða hafa gert á síðustu árum. Eru þessir ungu menn líklegir til að brjóta á bak aftur einveldi Sigurbjörns Bárð- arsonar sem verið hefur illsigrándi síðustu árin, í það minnsta hafa þeir áhugann til þess arna. Nóg virðist til af vekringunum, þannig að gera má ráð fyrir harðnandi keppni á næsta ári ef hlúð verður að þessari vandasömu kappreiðagrein sem skyldi. FOLK ¦ RAGNAR Hinríksson hyggst fara með Djákna frá Efri-Brú á skeiðmeistaramótið sem haldið verður í Vilhelmsborg í Dan- mörku síðustu helgina í september. ¦ DJAKNI hefur verið í feikna stuði síðustu dagana eftir frekar slappt sumar. Sigraði í gæðinga- skeiði á mótinu í Varmadal á dög- unum og varð annar í 150 metrun- um á Kjóavöllum um helgina. ¦ BÚIST er við mikilli þátttöku íslendinga í skeiðmeistaramótinu. Reiknað er með að íslendingar bú- settir í Þýskalandi og Svíþjóð muni fjölmenna auk þeirra sem búa í Danmörku. ¦ RIKKE Jensen heimsmeistari í 250 metra skeiði mun einnig mæta til leiks með hinn rúmlega tvítuga Baldur frá Sandhótum sem náði sínum besta spretti á HM í Fehral- torf í Sviss. ¦ STYRMIR Snorrason eigandi Baldurs hafði reyndar lýst því yfir að klárinn hefði farið sinn síðasta sprett á opinberu móti og kæmi ekki oftar fram en greinilega hefur orðið breyting þar á. ¦ EIRÍKUR Guðmundsson tamningamaður sem starfað hefur á Stóðhestastöð Ríkisins í Gunn- arsholti frá 1987 er hættur störfum og er nú að leita sér að aðstöðu fyrir tamningastarfsemi á Suður- landi. ¦ VIGNIR Siggeirsson fyrrum samstarfsmaður Eiríks á stöðinni hefur keypt 30 hesta hús á Stokks- eyri og hyggst reka þar hestamið- stöð. Skýrar línur á toppnum Blær frá Minniborg var hinn ör- uggi sigurvegari í A-flokki gæð- inga. A því lék enginn vafi, hann hafði yfirburði í fimi, fegurð og krafti, bestur í þeim þrem gangtegundum sem sýndar eru í úrslitum. Sömuleið- is voru Þokki frá Hreiðarsstaðakoti og Erling Sigurðsson öruggir með annað sætið, þannig voru línurnar afar skýrar á toppnum. Málið varð öllu flóknara þegar neðar dró og voru þrjú hross, Sandra frá Stafholtsveggjum sem Auðunn Kristjánsson sat, Eiríkur rauði sem Sigurbjörn sat og Prins sem Sigurður Sigurðarson sat, jöfn í þriðja til Skíðaþjálfari óskast Skíðadeild Hugins á Seyðisfirði vantar þjálfara. Upplýsingar gefur Björg í síma 47-21301 og 47-21260. fimmta sæti. Samkvæmt tillögu Sig- urbjörns sem ekki er mikið fyrir að láta hlutkesti ráða sínum stað, kepptu þeir um sætin með einum skeið- spretti og skyldi sá er fyrstur var hljótá þriðja sætið. Ekki færði þessi hugmynd Sigurbirni þriðja sætið þótt góð væri. Alls tóku tuttugu og fimm gæðingar þátt í A-flokkskeppninni og mátti þar sjá margan góðan sprettinn en gæðingakeppnin fór fram á beinni braut, þ.e.a.s. for- keppnin, og virtist það falla í góðan jarðveg hjá keppendum, en áhorfend- ur ekki alveg eins sáttir margir hverj- fa Knattspyrnuþjálfarar ^ Knattspymudeild ÍR auglýsir eftir þjálfurum fyrir næsta keppnistímabil í 2.-7. flokki karla og 3.-5. flokki kvenna, auk knattspymuskóla. Umsóknir sendist stjórn knattspyrnudeildar ÍR, Skógarseli 12, fyrir 10. september nk. Nánari upplýsingar gefur Kristinn H. Gunnarsson í síma 587 5452 eða Halldór Bergmann í síma 557 5013. Stjórn knattspyrnudeildar ÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.