Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 8
ImJlllK wm KNATTSPYRNA Bayem heldur sínu striki Leikmenn Bayern Miinchen halda sínu striki í Þýskalandi — lögðu nágranna sína í 1860 Munch- en 2:0 á Olympíuleikvanginum fyrir framan 70 þús. áhorfendur í 1. deildinni um helgina. Christian Zi- ege skoraði fyrra mark þeirra á 74. mín. og síðan bætti Christian Nerl- inger marki við. Bayem Múnchen hefur nú sigrað í fjórum fyrstu leikjum sínum, eitt liða, og menn brosa því breitt í herbúðum félagsins þessa dagana. Framheijanum Júrgen Klinsmann var þó ekki hlátur í huga á laugar- dag þrátt fyrir sigur liðsins. Hann Otto Rehhagel Geri það sem nauð- synlegt er SÚ ákvörðun þjálfara Bayern Munchen, Ottos Rehhagels, að taka Jiirgen Klinsmann út af í leiknum gegn 1860 Munchen vakti mjög blendnar tilfinning- ar iijá framheijanum snjalla. Víst er að þetta hefðu ekki allir þjálfarar gert en Franz Beckenbauer, forseti félags- ins, styður hins vegar þjálfara sinn. Hann sagði Rehhagel vera að gera góða hluti með liðið og hann væri þjálfari fram í fingurgóma. Allir leik- menn yrðu að hlýða skipunum hans, jafnvel þó það gæti snert stoltið. Klinsmann fór af leikvelli á 74. mínútu með semingi og var hinn versti þegar hann settist niður í varamannaskýlið og fjargviðraðist heil ósköp. Skömmu eftir kom Rehhagel aðvífandi og settist hjá honum og þeir töluðu saman góða stund. Hvað þeim fór á milli vildi Rehhagel ekki hafa eftir við blaðamenn að leikslokum, sagði aðeins; „það er hemaðar- leyndarmál.“ Klinsmann rauk út í leigubfl að lokinni sturtu og vildi ekki ræða við blaða- menn. Þýska blaðið Bild segir að Klinsmann hafi sagt þegar hann kom útaf; „þessi skipting er algjört mgl, enginn reynir að koma mér inn í leikinn, þetta gengur ekki svona, ef ég fæ ekki boltann get ég ekk- ert gert, það er ljóst.“ Rehhag- el á þá að hafa sagt við hann; „blessaður slakaðu á og dragðu andann djúpt að þér nokkmm sinnum, ef við eigum eitthvað órætt þá ræðum við saman í rólegheitunum, ekki með neinum æsingi." Eftir leikinn sagði Rehhagel að ef hann þyrfti að gera sams- konar breytingar á liði sínu í næstu leikjum myndi hann ekki hika við að gera þær. „Ég geri það sem mér þykir nauð- synlegt að gera hveiju sinni.“ Jurgen Klinsmann óhress með að hafa verið skipt út af var nefnilega tekinn út af eftir 72 mínútur, þegar enn var markalaust — og trúði vart eigin augum, meira að segja svo að lið Bayem var ein- um leikmanni fleira á vellinum í tíu sekúndur. Klinsmann var ekki sá eini af stjömum Múnchenarliðsins sem fékk að hvíla þó nokkm áður enn leikurinn var úti því Frakkinn Papin og austurríski landsliðsmað- urinn Andres Herzog vom líka kall- aðir af velli af Rehhagel þjálfara áður en leiktíminn var úti. Thomas Hássler skoraði sigur- mark Karlsmhe í 1:0 sigri á fyrmm félagi sínum Köln. Markið skoraði hann á 82. mínútu. Annars er það helst um leikinn að segja að leik- menn Kölnar léku sinn besta leik á tímabilinu þrátt fyrir að þurfa að bíta í það súra epli að tapa. Annar Þjóðveiji sem lék um tíma á Ítalíu en hefur nú snúið aftur heim í boltann, Andreas Brehme, skoraði mark Kaiserslautem gegn Stuttgart og kom liðinu yfir. En leikmenn Stuttgart vom ekki af baki dottnir Fredi Bobic jafnaði sex mínútum fyrir leikslok. Martin Da- hlin kom Gladbach yfir á 19. mín- útu gegn meistumm Bomssia Dort- mund, en það dugði skammt því Stefan Reuter jafnaði á 54. mínútu úr vítaspymu og Ricken tryggði meistumnum sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu með marki á 80. mínútu. Stoke í botnbaráttu Reuter STOKE City, sem Þorvaldur Örlygsson og Láms Orri Sigurðsson leika með í ensku 1. deildinni, hefur gengið illa það sem af er keppnistímabilinu og er nú í næst neðsta sæti með aðeins fjögur stig. Liðið tapaði 0:1 fyrir Oldham á heimavelli um helgina og er myndin úr þeim leik — Þorvaldur er með knöttinn en Norðmaðurinn Gunnar Halle sækir fast að honum. Oldham hefur 8 stig en Willwall er efst í deildinni með 13. Lárus Orri hefur nýlega gert nýjan við Stoke til þriggja ára en Þorvaldur vill fara frá félaginu, semur nú til einnar viku í senn. KORFUBOLTI Haukarfá liðsstyrk HAUKAR hafa fengið nokkurn liðsstyrk fyrir átökin í körfunni í vetur. Pálmar Sigurðsson er genginn til liðs við sitt gamla fé- lag og annar bakvörður, Sigurður Jónsson, sem lék með Leikni í vetur en áður með KR, er einnig kominn heim á ný. Þá hefur Berg- ur Eðvardsson bæst í hóp Hauka, en hann lék með Grindvíkingum. Haukar virðast ætla að vera sterkir í vetur og sigruðu Njarð- vík 91:70 á sunnudaginn en á sama tíma mættust UMFG og Keflavík og lauk þeim leik 74:105. Haukar eru að leita að erlendum leikmanni þannig að þeir ætla sér stóra hluti í vetur. Birgir til Breiðabliks BIRGIR Mikaelsson sem lék með KR sl. keppnistímabil í körfu- knattleik hefur tilkynnt félags- skipti yfir til nýliða úrvalsdeild- arinnar, Breiðabliks. Frá þessu var gengið fyrir helgina. Bragi Magnússon, sem lék með Val í fyrra en þar áður Haukum, hefur einnig gengið til liðs við Blika svo og Steinar Hafberg, Hauka- maður. Fjórar sterkar til liðs við ÍR FJÓRAR sterkar stúlkur hafa gengið til liðs við körfuknatt- leikslið IR. Þetta eru þær Linda Stefánsdóttir og Þóra Gunnars- dóttir, sem báðar léku með Val í fyrra en þar áður með ÍR-ing- um, og Anna Dís Sveinbjörns- dóttir úr Grindavik hefur einnig ákveðið að leika með ÍR í vetur svo og Grindvíkingurinn Hafdís Sveinbjörnsdóttir. IR-stúlkur verða því greinilega með gott lið í vetur. Elínborg Herbertsdóttir hefur gengið til liðs við Keflvíkinga á nýjan leik, eftir eins árs dvöl hjá KR, og Júlía Jörgensen, sem lék með Keflvíkingum, er farin til Grindavíkur. Lærisveinar Toshacks góðir BRASILÍUMAÐURINN Bebeto skoraði tvö mörk þegar La Coruna lagði Valencia að velli, 3:0, á laugardagskvöld í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar. Leikmenn liðsins undir stjórn Johns Toshacks fóru á kostum og sýndu að þeir eiga eftir að veita Real Madrid og Barcelona harða keppni. Deportivo missti naum- lega af spænska meistaratitlinum tvö síðustu leiktímabil. Yfirburðir Coruna-manna voru svo miklir að þeir hefðu hæg- lega getað verið búnir að skora sex mörk gegn Valencia áður en Javier Manjarin skoraði fyrsta markið á 30. mín. Þar með hélt hann upp á að í sl. viku var honum tilkynnt að hann myndi leika sinn fyrsta lands- leik fyrir Spánvetja gegn Kýpur á miðvikudaginn. Bebeto skoraði annað markið sjö mín. síðar, eftir frábæran undirbún- ing fyrirliðans Francisco Gonzalez. Bebeto gulltryggði síðan sigur La Coruna á 59. mín., eftir að hafa leikið á þijár vamarleikmenn og markvörðinn Andoni Zubizarreta. Leikur La Coruna var mjög góður — hraðinn var mikill hjá leikmönn- um liðsins. Þeir eiga greinilega eftir að gera góða hluti í vetur undir stjórn Toshacks, sem tók við stjórn- inni í sumar. Mikill fögnuður braust út á áhorf- endapöllunum í La Coruna, þegar Brasilíumaðurinn Mauro Silva kom inná sem varamaður — lék sinn fyrsta leik eftir átta mánuði á sjúkralista. Real Madrid hóf titilvömina í spænsku deildinni með stæl og vann nýliða Rayo Vallecano 5:1. Staðan var 1:0 í hálfleik og kom Jose Ama- visca meistumnum á bragðið eftir hálftíma leik en þeir fóru almenni- lega í gang í seinni hálfleik og kom- ust í 4:0 áður en nýliðunum tókst að minnka muninn. Ivan Zamorano frá Chile, sem var markakóngur á Spáni á liðnu keppnistímabili, er meiddur og lék ekki með frekar en danski leikstjórnandinn Michael Laudrup sem sinnti kalli þjóðar sinnar vegna Evrópuleiks Dana og Belga á morgun. Það vakti athygli að Argentínumaðurinn Fernando Redondo sat á bekknum, en hann stóð sig illa í æfingaleik á dögunum. Þetta var í fyrsta skipti sem Re- dondo er á bekknum síðan hann kom til Real Madrid. Barcelona vann Valladolid 2:0 en var heppið að lenda ekki undir í fyrri hálfleik. Hins vegar sáu Gica Popescu sem kom frá Tottenham og Ivan De La Pena til þess með góðum mörkum að Barcelona fékk öll þijú stigin. Angel Cuellar, mið- heijinn sem Barcelona keypti frá Real Betis, meiddist á hné í leiknum og mun verða frá keppni í nokkrar vikur. Real .Sociedad komst í 1:0 gegn Atletico Madrid en síðan tóku heimamenn völdin í sínar hendur og unnu 4:1. Rússinn Valery Karpin skoraði fyrir gestina um miðjan fyrri hálfleik en Serbinn Milinko Pantic jafnaði með glæsilegu skoti úr auka- spymu. Búlgarinn Lyuboslav Penev bætti síðan tveimur mörkum við í seinni hálfleik, þar af öðru úr víta- spyrnu, og Argentínumaðurinn Di- ego Simeone innsiglaði góðan sigur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Athletic Bilbao lék einnig vel í 4:0 sigri gegn Racing Santander en Espanol varð að hafa heldur meira fyrir 3:1 sigri gegn nýliðum Sala- manca og Real Zaragoza varð að sætta sig við aðeins 1:0 sigur heima gegn Oviedo. SVIÞ./ENGLAND: X 12 211 2X2 112X ITALIA: X11 X 2 X 1X1 2111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.