Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÚR FÖRÐUNARFRÆÐI Á FRY STITOG ARA Morgunblaflið/LIney SigTirflardðttir • EFTIR fjörutíu daga útivist kom togarínn Stakfell í heima- höfn með nær fullfermi eða 205 tonn. Aflaverðmætið er rúmar 45 milljónir og háseta- hluturinn er þá um hálf milljón króna. Með Stakfellinu í þessum Smugutúr var nítján ára Þórs- hafnarstúlka sem hafði nýlok- ið námi í listförðunarfræði í Danmörku, Tinna Kristbjörg Ilalldórsdóttir. Aðspurð sagði Tinna að háseta vinna á frysti- togara væri óneitanlega tölu- verð andstæða við listförðun en vistin á Stakfellinu líkaði henni svo vel að hún ætlar annan túr enda þekkir hún ekki sjóveiki. Hásetahlutnum sínum hefur hún þegar ráð- stafað því námið í Danmörku var dýrt. Tinna varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í fyrra og hún hygg- ur á framhaldsnám eftir ára- mótin. Tinna er hér á mynd- inni með Jóni Hermannssyni, sem er móðurbróðir hennar. Það er ekki nýtt í sögu Stak- fellsins að hafa konur sem háseta og að sögn karlkyns kollega þeirra hafa þær staðið sig vei. Lengst var Þóra Liija Reynisdóttir á Stakfellinu en hún var þar háseti í rúm tvö ár. Þegar aðrir hásetar voru spurðir að því hvað þeim fynd- ist um það að hafa kvenfólk um borð þá voru þeir sammála um að því fylgdi heimilíslegur blær að hafa konur um borð og þær mættu gjarnan vera fleiri. Þeir karimenn á Stakfellinu, sem fréttaritari ræddi við voru sammála um að umhirða mannanna yrði ósjálfrátt betri, bæði á þeim sjálfum og umhverfinu og annar andi yfir samfélaginu um borð þar sem konur koma við sögu heldur en þar sem hið dæmigerða karlasamféiag er alisráðandi. Að þeirra dómi ætti að fjölga konum um borð svo að tvær konur yrðu á hverri vakt;„ konur - upp með sjópokann! “ Nýir möguleikar með beinhreinsivél Brennsluhvatar DEB í 20 ferjur í Kanada BRENN SLUH V AT- Eldsneytissparnaðurinn 4,2% í níu sjóferðum AR þeir sem David Butt, eigandi DEB- þjónustunnar á Akra- nesi, hefur þróað og stuðla að eldsneytissparnaði skipa, hafa gefið góða raun í skipum í Kanada. Umboðsaðili DEB-þjónustunnar í Kanada hefur gert samning við The British Columbia Ferry Corporation um smíði á brennsluhvötum í 20 ferj- ur sem fyrirtækið mun festa kaup á. The British Columbia Ferry Corporation rekur stærsta stað- bundna feijuflota í heimi og elds- neytiseyðsla hans er um 130 millj- ónir lítra á ári. Sparaði 22.000 lítra í níu sjóferðum Umboðsaðili DEB-þjónustunnar, Hawbolt Industries, hefur gert samning um að setja um áttatíu brennsluhvata í tuttugu feijur á næstu tveimur árum. Brennsiuhvat- arnir verða væntanlega settir í fyrstu feijuna fyrir lok þessa árs. David Butt segir að einnig hafi Hawbolt Industries komið fyrir brennsluhvata í kanadískum út- hafsveiðitogara. Eftir níu sjóferðir hafi eldsneytissparnaðurinn verið 4,2% eða um 22.000 lítrar af elds- neyti og útgerðin hafi nú pantað um þijátíu brennsluhvata í um ijór- tán skip. „Kanadísku útgerðar- mennirnir voru vantrúaðir á brennsluhvatana í fyrstu en hafa nú greinilega öðlast á þeim tröllatrú enda segja þessar tölur sitt. Það er leiðinlegt að hafa þurft að selja framleiðsluleyfið til Kanada en ég gat ekki framleitt brennsluhvatana hér heima vegna peningaskorts. íslendingar eru margir ennþá mjög vantrúaðir á brennsluhvatana,“ segir David. Sextán skip í Flórída fá brennsluhvata David segir að þar að auki hafi brennsluhvati verið settur í rækju- skip í Flórída. Þaðan hafi nú borist staðfesting á 9% eldsneytissparnaði og brennsluhvatar pantaðir í sextán skip útgerðarinnar. Umboðsaðili DEB-þjónustunnar í Flórída hefur hafið kynningu á brennsluhvötun- um á Thaílandi og Indlandi. Fyrirtækið, Advanced Power Sy- stems Int’l Inc, hefur selt mikið af varahlutum fyrir mótothjól og bíla til þessara landa og vonar að árang- ur þeirra á þeim sviðum geti nýst til að komast inn á skipamarkaðinn þar á bæ. Icelandic France flytur í nýtt húsnæði í París ICELANDIC France Aukin áherzla er lögð á sölu tilbúinna fiskrétta morgun nýja sölu- skrifstofu í Evry, sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá miðborg Parísar. SH hefur frá árinu 1988 rekið söluskrifstofu í Frakklandi og hefur hún lengst af verið starfrækt í Massy, sem er rétt utan miðborgar Parísar. A starfstíma skrifstofunnar hefur sala á markaðssvæði henanr aukizt mikið og nán- ast tvöfaldazt. Icelandic France er í dag stærsti einstaki seljandinn á frystum fiskflökum á Frakklandsmarkáði og vörumerkið Icelandic er samkvæmt nýlegri Gira-könnun (Gallup í Frakklandi) útbreiddasta vöru- merkið á markaðnum, þegar litið er til frystra bolfiskafurða. Söluskrifstofan sem Icelandic France rak í Massy var um 200 fermetrar að stærð og var pláss- og aðstöðuleysi farið að setja fyrir- tækinu skorður. Því var tekin ákvörðun um að kaupa hæð, sem er 400 fermetrar að stærð í ný- byggðu skrifstofuhúsnæði í Evry. Til að byrja með verður þetta hús- næði ekki nýtt að fullu af hálfu fyrirtækisins, því fjórðungur þess verðurleigður út. Vaxi starfseminni enn fiskur um hrygg, eru þar mögu- ■leikar á stækkun í framtíðinni. Hönnun tekur mlð af þörfum fyrirtækisins Vegna þess að um nýtt húsnæði er að ræða, tekur öll hönnum og vinnuaðstaða mið af þörfum Ice- landic France. Á nýju skifstofunni verður til dæmis komið upp eldhúsi svo viðskiptavinir geti smakkað á vörum fyrirtækisins. Þetta á sér- staklega við um unna og tilbúna fiskrétti, en fyrirtækið stefnir að aukinni sölu á þeim afurðum í Frakklandi. Er þá bæði um að ræða vörur frá íslandi og verksmiðju SH í Bretlandi. Skrifstofan er við torg, þar sem verið er að reisa nýjustu dóms- kirkju Frakklands og þykir hún mjög merkileg smíð. Einnig er stærsta verzlunarmiðstöð Frakka í nágrenninu. Við opnunina á morg- un verður völdum kaupendum boðið og verður þar vörukynning á afurð- um frá Íslenzkt-Franskt hf. og fisk- réttaverksmiðju SH í Bretlandi. Meðal gesta verður einnig stjórn fyrirtækisins, sem þar verður stödd vegna stjórnarfundar. Stjórnina skipa Brynjólfur Bjamason, Gunnar Ragnars, Jón Ingvarsson, Rakel Olsen, Ingimar Halldórsson og Lúð- vík Börkur Jónsson, sem er fram- kvæmdastjóri Icelandic France. Ofurlína frá Hampiðjwmi Beinhreinsuð ufsaflök seld til Suður-Ameríku komui nýju beinhreinsivélarinnar sem FTC gerir grein fyrir þessu í fréttatilkynningu: ÝMSIR nýir möguleikar til vinnslu fiskafurða og aukinnar nýtingar í fiskvinnslu og fiskbúð- um hafa opnast með til- kynnti í vor. Fyrirtækið „Tækninýjungar felast í hraða- stillingu, sem bætir grip vélarinnar í beinhreinsun, eykur öryggi og opnar möguleika á að ná smærri beinum en fyrri útfærslur. Enn- fremur er nýja vélin með tölvu- stýrðu átaki sem gerir vélina mun kröftugri við að ná stórum og föst- um beinum úr. Vélin er nú fáanleg í fjórum meginútfærslum sem henta mismunandi framleiðendum. Hrelnsar beinln úr 1,5 tonnum af ufsaflökum Fyrirtækið Marvik í Garðinum, sem hefur tekið beinhreinsivélina frá FTC í notkun, hreinsar beinin úr 1,5 tonnum af ufsaflökum á dag. Beinhreinsivélin ræður ágæt- lega við að beinhreinsa flökin, jafn- vel flök sem eru 3 kg eða stærri. Með beinhreinsivélinni opnast möguleikar að bjóða söltuð ufsafl- ök í sinni eðlilegu lögun, en Mar- vík selur þannig flök á markað í Suður-Ameríku. Fiskbúðin Nethyi 2 hefur tekið í notkun beinhreinsivél í litlu borði sem auðvelt er að koma fyrir nán- ast hvar sem er. Þessi útfærsla af vélinni er nýtt þannig að flökunum er rennt yfir vélina sem hreinsar beinin úr flökunum með góðum árangri. Til að byija með er lögð áhersla á beinhreinsun ýsuflaka sem fara til áframhaldandi vinnslu í fullunnar vörur, svo sem fisk í sósu, fiskbita í raspi o.fl. Þegar fram líða stundir verður boðið upp á beinhreinsuð, heil ýsuflök og e.t.v. annað sem fellur vel að ósk- um viðskiptavina. Beinhreinsuð, reykt silungaflök Fagradalsbleikja við Vík tók nýju beinhreinsisvélina í notkun fyrir skömmu til að beinhreinsa silungaflök sem fara til reykingar. Reyktur silungur hefur þótt úrval- svara, en hefur hingað til einungis staðið kaupendum til boða með beinum. Neytendur eiga því kost á því í framtíðinni að kaupa bein- laus reykt silungaflök.“ HAMPIÐJAN hf. hefur hafið fram- leiðslu á sigurnaglalínu úr Dyneema ofurefni í sjö millimetra svera flétt- aða línu fyrir fiskiskip með beitn- ingarvélar. Dynex-línan frá Hampiðjunni er byltingarkennd afurð nýrrar tækni í plastefnum. Það er framleitt sem tólf og sextán þátta fléttað tóg úr óblönduðum Dyneema-þráðum sem fluttir eru inn frá Hollandi, og gegn- vættir með sérstakri heitri tjöru- blöndu. Línan hefur álíka slitstyrk og stálvír af sama sverleika en veg- ur aðeins um 1/6 af þyngd hans. Slitþol fiskilínunnar er allt að þremur tonnum en það fer mikið eftir gerð fléttingar, þéttleika og legu þátta. Hampiðjan framleiðir allt upp í 32 millimetra Dynex-tóg og hafa þau 57,6 tonna slitþol. Öfugþróun í fiskllínum Að sögn Arnar Þorlákssonar, sölustjóra kaðla og fiskilínu hjá Hampiðjunni, kom upp sú hugmynd fyrir nokkrum misserum að fram- leiða fiskilínu úr Dyneema-þráðum. Þá hafi vélvæddir línubátar ein- göngu notað sjö millimetra fiskilínu en kostnaðarsamanburður þótti þá Morgunblaðið/Sverrir ÖRN Þorláksson, sölustjóri kaðla og lína hjá Hampiðj- unni, heldur hér á sýnisliorni úr nýju Dyntex-ofurlínunni. vera óhagstæður. Þegar þróunin hafi orðið sú að línuskip tóku sí- fellt sverari fiskilínu um borð þá hafi verðbilið jafnast og hugmyndin að Dyneema-fiskilínunni komið aft- ur upp á yfirborðið. Örn segir að Sævar Brynjólfsson, annar eigandi Byrs VE, hafi komið að máli við Hampiðjumenn á sjávar- útvegssýningu í Kaupmannahöfn í sumar. Taldi hann það öfugþróun að sífellt væri aukinn sverleiki fiskilínu sem notuð væri um borð í íslenskum fiskiskipum. Tólf milli- metra lína væri rúmfrek og tæki allt að 40% meira pláss í rekkum um borð, tæki á sig mikinn straum og væri óhentugri á allan hátt. Krafðist hann þess að Hampiðjan hæfi þróun á grannri línu með aukn- um styrk sem svaraði kröfum fiski- skipa sem eru við veiðar á djúpslóð. Örn segir að þá hafi farið af stað umfangsmikil vöruþróun og hafi línan verið reynd í fyrsta skipti um borð í Byr VE í lok júlí á þessu ári, bæði venjuleg sigurnaglalína og lúðulína. Línan hafi þar sannað styrk sinn, hún hafi lagst vel og verið hentug í uppstokkarann og rekkana um borð. Nú þegar hafa tvö skip pantað ofurlínu frá Hampiðjunni, Byr VE og Kristrún RE, og að sögn Arnar hafa borist margar fyrirspurnir frá útgerðum beitningarvélabáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.