Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ ^Fiskverð heima Þorskur KrYkg Faxamarkaður 110 30. v 131~v 132. v 133. v 134. vi 35.v Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 170,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 18,5 tonn á 69,69 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 67,5 tonn á 89,61 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 152,4 tonn á 84,22 kr./kg. Af karfa voru seld 32,7 tonn. í Hafnarfirði á 66,07 kr. (0,31), ekkert á Faxagarði, en á 85,29 kr. (32,41) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 77,2 tonn. í Hafnarfirði á 60,87 kr. (2,11), á Faxagarði á 40,00 kr. (0,71) og á 71,94 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (74,41). Af ýsu voru seld 35,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 79,75 kr./kg. Sept. 35. vika Kr./kg 180 160 140 -120 -100 80 - 60 40 Þorskur m—mmm Karfi m—mmm UfSÍ Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 234,9 tonn á 125,79 kr./kg. Að auki seldi eitt skip afla sinn, 99,8 tonn á 93,00 kr./kg. Samtals voru seld 126,5 tonn að þorski á 102,28 kr./kg. Af ýsu voru seld 98,9 tonná 106,15 kr./kg, 32,9 tonn af kolaá 132,94 kr./kg og 18,9tonn af karfaá 114,31 kr. hvert kíló. Verulegir ónýttir möguleikar í veiðum og vinnslu á búrfiski ^^mmmmmmma^mm^amamm búraveiðar hófust „ Vantar frumkvæði S,IsS ?9?2.hvS stjórnvalda til að gera p53"'v v"’'v-'jr " ° fiskur og miklar vonir verðmæti úr búranum“ voru bundnar yið veið; arnar þegar buramið fundust suður af landinu. Nú á seinni tímum hefur hinsvegar farið litl- um sögum af búraveiðum og segja skipstjórar og fiskverkendur að ákveðið frumkvæði hafi vantað frá stjómvöldum til að gera verðmæti úr búranum. Sérstakar aðferðir þurfi við veiðamar og rannsóknum á þeim hafi ekki verið nægilega sinnt. Fyrir nokkrum árum fundust búramið undan Suðurlandi og þokkalegur afli fékkst. Miklar von- ir vom bundnar við þessar veiðar enda búrinn verðmæt og góð af- urð. Skip hafa hinsvegar lítið ein- beitt sér að búraveiðum að undan- fömu enda segja þeir sem til þekkja að besti veiðitíminn sé á hrygningartímabili búrans í febr- úar og mars. Veiðar á búra hófust fyrir alvöru við ísland haustið 1992 þegar tog- arinn Klakkur veiddi nokkuð af búra suður af landinu. Búri hefur fengist á stóru svæði undan Suður- landi, allt frá Rósagarðinum fyrir suðaustan landið, að Vestmanna- eyjum, og allt niður á 600 faðma dýpi. Tímafrekar veiöar Gjafar VE er eitt þeirra skipa sem hvað mest hafa sinnt búra- veiðum og segir Agnar Guðnason skipstjóri að þetta séu mjög tíma- frekar veiðar sem krefjist mikillar þolinmæði. „Það virðist vera að einungis fáist búri í einhveiju magni í febrúar og mars en það er verkefni sem rannsaka ætti bet- ur en til þess þarf þá að veita styrki.“ Agnar segir að þegar vel hafí veiðst af búra sé gott upp úr því að hafa því þeir selji kílóið á um 250 krónur. Logi Þormóðsson, framkvæmda- stjóri Tros hf. í Sandgerði, hefur verið einna ötulastur íslenskra físk- verkanda við búravinnslu. Hann segist lítið hafa fengið' af búra á þessu ári, síðast um tvo til þijú tonn af heilfrystum búra fyrir verslunarmannahelgi en um tólf tonn í heildina. Hann segir það miður að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á rannsóknir á búra, því þetta sé verðmætur fiskur. Verðugt rannsóknarverkefnl „Þetta eru flóknar veiðar sem krefjast mikillar þolinmæði því oft er búrinn á miklu dýpi. Þess vegna vilja fáir eyða í þetta miklum tíma. Búrinn er verðugt rannsóknarverkefni sem ætti að styrkja. Til dæmis mætti nota í þetta skip sem búið er að leggja og ekki er í notkun,“ segir Logi. Danmörk Logi segir að skipstjórar sem mesta reynslu og þekkingu hafi öðlast á veiðunum í upphafi, hafí margir hveijir hætt sjómennsku eða snúið sér að öðrum verkefnum. Því sé nauðsynlegt að rannsaka möguleikana og öðlast meiri reynslu. „Ég hef trú á því að þarna séu möguleikar sem ætti að nýta betur, líkt og nú er talað um mögu- leika í t.d. túnfískveiðum. Búrinn er stór og fallegur fískur og ég féll alveg kylliflatur fyrir honum þegar ég sá hann fyrst.“ Logi segist selja búrann flakað- an til Ameríku en segir að einnig séu aðrir að selja búra í litlu magni í gámum á Frakkland en verð þar sé skrykkjótt. Verð á Ameríku hafi hins vegar haldist nokkuð stöðugt en hinsvegar sé gengi doll- arans sífellt að breytast. LítiA magn á lltlum svæAum Hermann Kristjánsson frá Vest- mannaeyjum og fyrrverandi skip- stjóri á Klakki var einn af braut- ryðjendum í búraveiðum við ísland þegar þær hófust í einhveijum mæli árið 1992. Hann telur að ekki sé mikið magn af búra á ís- landsmiðum en þó sé það ókannað. „Við byijuðum á þessum veiðum suður af Kötlutanga. Búrinn virtist koma á litla bletti sem hægt var að naga upp af í stuttan tíma. Það þurfti þolinmæði við þetta og nóg af henni. Síðan voru alltaf að finnast fleiri og fleiri blettir og nú hefur orðið vart við búra frá Kötlu- grunni og alveg að Rósagarðinum, í mismiklu magni þó.“ Hermann segir að alltaf hafí fengist eitthvað af búra, þó að besti tíminn hafí verið í febrúar og mars. „En ég held að það séu flestir hættir að reyna við búrann af einhveiju viti. Það er oft vondur botn þar sem búrinn heldur sig og hætt við að veiðarfæri skemmist. Menn halda sig kannski frá búran- um þessvegna," segir Hermann. Ekkl verlA rannsakaA sérstaklega Jakob Magnússon, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að ekki hafi tekist að ná í búra- sýni á þessu ári. Vanalega hafi verið gerðar ráðstafnir í Vest- mannaeyjum með sýni en ekkert hafí borist hingað til. „Það voru teknar saman upplýsingar um búr- ann fyrir um tveimur árum en ekki verið farið í sérstaka leið- angra vegna þessa. Það hefur hins- vegar verið mikill áhugi innan stofnunarinnar á að rannsaka búr- ann en það er geysilega dýrt að fá skip til verkefnisins og útbúa það á réttan hátt.“ Jakob segir að fyrir tveimur árum hafi verið farið á tveimur skipum á Reykjaneshrygg til rann- sókna. Ekki aðeins á búra heldur á úthafínu almennt. Þar hafí með- al annars fundist blálöngumið sem hafi síðar verið nýtt. „Þá varð vart við einhvern búra en aðeins í stykkjatali. Það er erfítt að nálg- ast búrann því hann virðist halda sig við tinda í hafínu þar sem erf- itt er að koma að veiðarfærum,“ segir Jakob. Magn Nýja Sjáland: Útflutningur sjávarafurða jan.-maí 1993-95 Nýja-Sjáland eykur útflutning NÝSJÁLENDINGAR juku út- flutning á sjávarafurðum á fyrrihluta þessa árs verulega, miðað við tvö síðastliðin ár. Fyrstu fimm mánuði ársins nam útflutningur þeirra nú tæplega 150.000 tonnum á móti 113.000 í fyrra, sem er tæplega þriðj- ungs aukning. Mest er aukning- in á sölu ýmiskonar skelfisks eða um 65%, en aukning í bolfiski er mun minni eða aðeins um 12%. f bolfiskinum er mest aukn- ing á unnum afurðum, en minna í ferskum afurðum og óunnum eða lítið unnum freðfiski. Þó hefur útflutningur á ferskum flökum rúmlega tvöfaldazt. Verdmæti Nýja Sjáland: Útflutningsverðmæti sjávar- afurða jan.-maí 1993-95 140 milljónir NS $ Mokveiði á háfnum ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá þremur dönskum fiskimönn- um fyrir skömmu. Þeir komu með tæplega 200 háfa að landi. Háfinum lönduðu þeir á fiskmarkaðnum í Esbjerg og fengu um tvær milljónir króna fyrir aflann. Stærsti háfurinn vág 115 kíló, en þeir félagar höfðu verið að veiðum nokkur lengi. Megnið af aflanum fengu þeir á fimm síðustu dögunum. Veiðar á háfi hér við land eru í algjöru lágmarki, en dæmi eru um að mikið af háfi hafi komið í veiðarfæri togskipa hér. Verð á háfnum er gott víða í Evrópu, en hann þarf sérstaka meðferð um borð í fiskiskip- unum til að henta á markaðina og er sú meðferð mismuandi eftir tegundum. Humarafli 1955-94 3.000 monv 2.000 1.000 ~|| Q ’55 1í . iiiiiiiiiui .ii .... .i8ÍSI§18§Si§§ililiIaliiiililii [IIIIIIIIIIIIIIIICIIIIIIIIIIIIIIIIIKI 1960 ’65 1970 75 1980 ’85 1990 ’94 __________________________|IL__ _________________________.illilllllll ______________..iiliiiiillllllllIglEEilÍ '55 1960 ’65 1970 75 1980 ’85 1990 ’94 20 10 VERÐMÆTI útfluttra sjávaraf- urða frá Nýja-Sjálandi hefur aukizt minna en magnið, en verulega þó. Fyrstu fimm mán- uði þessa árs var verðmætið um 20,8 milljarðar íslenzkra króna á móti 18 milljörðum í fyrra og nemur aukningin 15,6% milli tímabilanna. Bolfiskurinn skilar mestum verðmætum, 12,7 millj- örðum króna, en skelfiskur um 7 milljörðum. Athygli vekur að verðmæti útflutts smokkfisks þetta tímabil í ár er 4,3 milljarð- ar króna. Auk þess má nefna að útflutningsverðmæti humars er um einn milljarður króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.