Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 8
MIOVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Óryggis- og upplýsingakerfi lögleitt í íslenska flotanum Navtex-kerfið sendir út upplýsingar um veður og ýmis öryggismál LÖG UM fjarskiptabún- að og fjarskipti íslenskra skipa voru sett í fyrra. í þeim felst m.a. að öll fiskiskip lengri en 24 metrar skuli búin svo- kölluðum Navtex- öryggisviðtækjum. Einnig þau fiskiskip undir 24 metrum að lengd sem sækja út fyrir 40 sjómílur og allt að 100 sjómílum frá landi. Samkvæmt upplýsing- um frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík er hér ekki beint um neyðarþjónustu að ræða, heldur tilkynningar um neyðarkall á öðrum tíðnum og upplýsingar varðandi leit og björgun, siglinga- og veðuraðvaranir, auk þess sem þar koma fram veðurspár. Eins og er eru þessar tilkynningar á ensku en heimild er fyrir því að senda þær út á annarri tungu. Ef sent er út á þjóðtungu verður að senda út á annarri tíðni en nú er gert og er það í undirbúningi sam- kvæmt upplýsingum frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík. Þann l.febrúar 1992 var gangsett nýtt hnattrænt neyðar- og öryggisfjar- skiptakerfi (GMDSS) fyrir sjófarendur að frumkvæði Alþjóða Siglingamála- stofnunarinnar. Kerfið mun verða í þróun til l.febrúar 1999, en þá verður það lögleitt að fullu. Á þessu þróunar- tímabili er ýmis tækjabúnaður, sem skilyrtur er fyrir kerfið tekinn í notkun samkvæmt fyrirfram ákveðnum tíma- setningum. Meðal annars er svokallað Navtex- varðviðtæki, en það var lögleitt á al- þjóðavísu í öllum farþegaskipum og kaupskipum yfir 300 brúttótonnum frá I. ágúst 1993. Reglur um fjarskipti og fjarskiptabúnað íslenskra skipa frá II. maí 1994 kveða á um að öll far- þega- og flutningaskip skuli búin Nav- tex varðviðtæki frá gildistöku reglu- gerðarinnar og fiskiskip lengri en 24 metrar eigi síðar en 1. ágúst 1995. Reykjavíkurradíó með stærsta þjónustusvæðlð Alþjóðlega Navtex-þjónustan dreif- ir tilkynningum frá strandstöðvum á sömu tíðni og hefur þeim verið úthlut- að ákveðnum útsendingartímum til að forðast truflanir frá hver annarri. Keðja strandstöðva um allan þeim sendir út Navtex-tilkynningar og er Loftskeytastöðin í Reykjvík ein af þeim og þjónustusvæði hennar með þeim stærstu í þessu kerfi. Gert er ráð fyrir að útbreiðslusvæði hverrar stöðvar sé um 250-400 sjómílur út frá sendistað. Almenn örygglsþjónusta Navtex er í raun kerfi til radíó-fjar- ritasendinga á öryggistilkynningum til allra skipa frá ákveðnum strand- stöðvum. Viðtaka tilkynninganna er sjálfvirk og prentast út á strimli á blaðskrifara sem innbyggður er í við- tækið. Viðtækið er lítið og nett og verður að teljast ódýrt miðað við ýmsan annan tækjabúnan um borð í skipum. Algengt verð er í kringum 70-80 þúsund krónur. Meðal þeirra tilkynninga sem Nav- tex-kerfið sendir út eru tilkynningar um siglingahættur, storm- og ísvið- varanir, tilkynningar um neyðar- og hjálparköll, veðurspár og veðurlýsing- ar og tilkynningar varðandi hafnsögu- þjónustu. Þá sendir kerfið einnig út tilkynningar um óreglu eða bilanir á radíóleiðsögumerkj asendingum. Tilkynningará íslensku innan skamms Eins og sakir standa eru tilkynning- ar einungis sendar út á ensku. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að senda út á þjóðtungu hvers lands en vegna þrengsla á hinni alþjóðlegu tíðni verða innlendar tillkynningar að fara fram á annarri tíðni. Samkvæmt upplýsing- um frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík styttist í að sent verði út á íslensku. Mun þá lögboðin Navtex-notkun auka mjög á öryggi og veita nauðsynlegar upplýsingar sem hingað til hefur oft þurft að nálgast með ærinni fyrirhöfn. Má þar nefna tilkynningar frá Ha- frannsóknarstofnun um lokun veiði- svæða, reglugerðir frá sjávarútvegs- ráðuneyti, vöntunarlista Tilkynninga- skyldunnar o.s.frv. Fleygja miklu af sfld í hafið TALSMENN danskra sjómannasam- taka eru æfír vegna þess að síldarsjó- menn fleygja mikið af síld í hafið í Skageraksundinu við strendur Dan- merkur. Þetta kemur fram í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. Formaður sjómannafélagsins í Hirst- hals, Mogens Larsen, sendir í Fiskaren neyðaróp til sildarsjómanna og hvetur þá til að fleygja ekki síld í hafið undir 100 faðma dýpi við strendur Danmerk- ur. í greininni kemur einnig fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem grípa verði til slíkra neyðarópsaðgerða. Hér er um að ræða svokallaða „matj- es“síld en hún er afar verðmæt og fá sjómennirnir um 50-60 krónur fyrir kílóið. Aðeins má koma með takmarkað magn af matjessíld að landi í Dan- mörku á hveiju ári vegna markaðsað- stæðna. Hafa bátarnir því gripið til þess ráðs að henda umtalsverðu magni í hafið til að geta komið í land með leyfilegt magn. Þúsundir kílóa af úldlr.nl síld Mogens segir í greininni margar kvartanir hafa borist frá humarbátum og ferskfísktogurum á landgrunninu og séu þeir að fá þúsundir kílóa af dauðri síld í veiðarfæri sín. Segir hann þessa úldnu síld skemma aflann sem bátarnir fá. Hann segist vel skilja að sjómennirnir þurfí að grípa til þessara ráða vegna kvóta- og markaðssjónarm- iða en hinsvegar verði allir sjómenn að taka tillit til hvers annars. Hann segist sannfærður um að þetta neyð- aróp mæti skilningi hjá síldarsjómönn- um og þeir hendi ekki meiri síld í haf- ið undir 100 faðma dýpi. FÓLK Til starfa í Mósambik • JÓHANN Þorsteinsson líf- fræðingur fer til starfa á veg- um Þróunarsamvinnustofn- unar í Mósambik í lok október eða byijun nóvember. Verkefni hans er að færa gæðamál og eftirlit við veiðar og vinnslu Mósambikmanna í betra horf með því að koma upp kennslu, þjálfun og nauðsynlegri að- stöðu til mats og eftirlits. Markmiðið er að auka magn neysluhæfs físks innan SADC- ríkjanna og einnig gæði og magn fiskafurða til útflutnings en Jóhann segir að töluverður hluti afla skemmist. Hann verður með aðsetur í Maputo, höfuðborg Mósambik, en hann segir að gert sé ráð fyrir að önnur strandriki í SADC- bandalaginu komi inn í verk- efnið síðar meir. Jóhann er 47 ára gamall. Hann lauk prófí í líffræði frá Háskóla íslands árið 1973 og stundaði síð- an framhalds- nám í lífefna- og gerlafræði í Lundúnum. Að námi loknu vann hjá hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, fyrst í Reykjavík frá 1974 og síðan sem útibússtjóri í Vestmannaeyjum 1978-87. Hann var fímm ár hjá Sjávar- afurðadeild Sambandsins, meðal annars við gæðaeftirlit. Jóhann hefur unnið hjá Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna frá 1992, fyrst við tækni- og gæðamál í eftirlitsdeild og skoðunarstofu, síðan tvö ár sem deildarstjóri skelfiskdeild- ar og nú síðast við tæknimál. Jóhann er kvæntur Kolbrúnu Guðmundsdóttur og á þijú börn. Hann segir að verkefnið í Mósambik sé spennandi. „Ég held að það sé hægt að gera góða hluti þama, ef heima- menn hafa áhuga eins og mér virðist þeir hafa.“ Jóhann Þoisteinsson Fitzpatrick hættir hjá FAO • JOHN Fitzpatrick, deildar- stjóri físktæknideildar FAO í Róm, matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, lætur nú af því starfi fyrir aldurs sakir eftir tæplega aldarfjórðungs starf. Fitzp- atrick er mörgum íslendingum að góðu kunnur, en margir þeirra hafa unnið undir hans stjórn og með honum að sjáv- arútvegsmálum innan FAO undanfarin ár. John segir í samtali við Verið að ánægjulegt hafi verið að starfa með Islend- ingum að þessum málum. „Þeir eru afar hæfir til starfa við uppbyggingu sjávarútvegs og margir þeirra hafa orðið góðir vinir mínir. Mig langar til Jol>" að koam á Fitzpatrick framfæri þökkum til þeirra fyr- ir ánægjulegt samstarf, en um leið þykir mér leitt að enginn íslendingur skuli nú starfa á þessum vevttvangi,“ segir John Fitzpatrick. Jóhann Sigurjóns í forsæti ráðstefnu um sjávarspendýr • JÓHANN Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrann- sóknastofnunar, er annar tveggja forseta ráðstefnu um þátt sjávarspendýra í vistkerfí sjávarins, sem nú er haldin í Nova Scotia í Kanada. Það er alþjóða hafrannsóknaráð- ið og Fiskveiðinefnd Norð- vestur-Atlantshafsins, sem bjóða til ráðstefnunnar og er G. B. Stanson frá sjávarút- vegsráðuneyti Kanada hinn forseti ráðstefnunnar. Þáttak- endur eru flestir frá ríkjum við Norður-Atlantshafið, Kanada, íslandi og Noregi auk.fjölmargra annarra þjóða. 50 erindi og veggspjöld verða kynnt á ráðstefnunni og er þar fjallað um beinar athuganir á fæðuvali sjávarspendýra, reiknilíkön um áhrif umhverf- isþátta á vöxt og viðgang þessara dýra og áhrif sjáv- arspendýra og fiskveiða á fiskistofnana, bæði bein og óbein. Auk Jóhanns taka þátt í ráðstefnunni þeir Erlingur Hauksson, Gísli Víkingsson og Gunnar Stef- ánsson frá Hafrannsókna- stofnun þátt í ráðstefnunni og flytja erindi byggð á eigin rannsóknum og annarra vís- indamanna stofnunarinnar. Meðal íslenzku erindanna má nefna fæðuval og hegðun lan- greyðar, fæðuval hnísu og heildarafrán hvala á íslands- miðum. Jóhann Sigurjónsson Skotuselskmnar í satay-rjóma Skötuselurinn er ekki fallegur á að líta en allir vita að kvikindið er lierramannsmatur. Guðmundur Sigurðsson LTilal VII IMItÍI matreiðslumaður á veitingastaðnum L<iViráii’ili Lilli.1 Madonnu við Rauðarárstíg segir að bestu bitar skötuselsins séu kinnarnar og kynnir okkur hér yúffengauppskríft. Guðmundur þekkir skötuselinn vel, enda hefur hann verið kokkur til sjós. 700-800 gr skötuselskinnar 4 dl ijómi 1 dós sataya-sósa (207 gr hnetusósa, fæst í Nótatúni) heilhveiti salt og pipar ferskt salat Skötuselskinnunum er velt upp úr heilhveiti og þær steiktar á pönnu og kryddaðar. Þegar fiskurinn er u.þ.b. fullsteiktur eru hann tekinn af pönnunni og rjómanum hellt á pönnuna og u.þ.b. helmingi af satay-sósunni. Þegar suðan er komin upp er fiskurinn aftur látinn á pönnuna og soðinn í sósunni í u.þ.b. 1 mín. Með þessu eru horin hrísgijón og ferskt salat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.