Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA PtnrgmnMaW^ 1995 FRJALSIÞROTTIR Engin met íúrhellinu ÚRHELLI gerði vonir manna um met á alþjóð- lega Rieti mótinu í frjáls- íþróttum að engu. Það eina sem lífgaði upp á sál- ina hjá þeim fáu áhorfend- unum sem hættu sér út í regnið var að Bandaríkja- maðurinn Micheal John- son sigraði í 200 metra hlaupinu á 20,09 sekúnd- um en þó að það sé fjarri tíma hans á heimsmeist- aramótinu í Gautaborg, 19,79, er það engu að síður þriðji besti tími ársins. Á myndinni hér til hliðar kemur Johnson fyrstur í mark. Norðmaðurinn Geir Möen, sem varð þriðji, er lengst til hægri og á milli þeirra er Jeff Williams frá Bandaríkjunum, en hann varð annar. Stangarstökkið, þar sem Sergei Bubka var mættur til leiks, féll niður vegna bleytunnar. KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER BLAÐ C Tólf úr 1. deild í leikbann Aganefnd Knattspyrnusambandsins kom sam- an í gær til að úrskurða um leikbönn og fengu tólf leikmenn fyrstu deildar eins leiks bann. Fram, sem berst við fall í aðra deild, verður án Vals Fannars Gíslasonar gegn Akranesi á föstudaginn. KR-ingar leika án Izudin Daða Dervic gegn Vestamanneyingum, sem leika án Dragan Manojlovic í baráttu liðanna um Evrópu- sæti. Valsmenn, sem þurfa stig til að koma sér af hættusvæðinu, fara til Grindavíkur án Harðar Más Magnússsonar og Steward Beards en neðsta lið deildarinnar, FH, sem enn á fræðilegan mögu- leika á að halda sæti sínu í deildinni verður án Petr Mrazek gegn Keflvíkingum en af Suður- nesjamönnum verða Helgi Már Björgvinsson og Óli Þ6r Magnússon í banni. Breiðablik er enn í fallhættu og leikur án Gústafs Ómarssonar og Rastislav Lazorik gegn Leiftri frá Ólafsfirði en þar á bæ verða Gunnar Már Másson og Nebojsa Corovic fjarri góðu gamni. Tveir leikmenn þriðju deildar fengu iengri bönn vegna brottvísana. Axel Gomez markvörður Leiknis úr Reykjavík fékk fjögurra leikja bann og Jósef Hreinsson úr Fjölni þrjá leiki. Þar sem aðeins er eftir einn leikur í þriðju deild munu þessir leikmenn missa af fyrstu leikjum liða sinna næsta sumar. Grótta og Reynir komin í 3. deild Seinni leikir í undanúrslitum fjórðu deildarinnar í knatt- spyrnu fóru fram í gærkvöldi. Grótta vann KS 2:1 á Siglufirði en Seltirningar unnu einnig fyrri leik- inn 2:1 og tryggðu sér því sæti í þriðju deild næsta keppnistímabil ásamt Reyni frá Sandgerði, sem gerði 1:1 jafntefli við Sindra á Hornafirði en fyrri leikurinn fór 2:0, Sandgerðingum í vil. „Þetta var frábær leikur og bar- átta í mínum mönnum þrátt fyrir að þeir væru undir í leikhléi," sagði Helgi Ragnarsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Við gerðum tvö mörk strax eftir hlé og það dugði. Ég veit ekki með framhaldið hjá mér, það er að minnsta kosti gott að fá sumarfrí núna og þegar ég kem niður úr skýjunum athuga ég mál- ið. Þriðja deildin leggst vel í mig, það er nægur mannskapur og ung- ir strákar. Það er vonandi að þessi úrslit bjargi fótboltanum á Nesinu, þar var ekki hátt risið fyrir, því við þurftum að spila heimaleiki okkar á öðrum völlum vegna að- stöðuleysis," sagði Helgi, sem þjálfað hefur liðið í tvö ár en fyrir tveimur árum kom hann HK úr þriðju í aðra deild. „Fyrst og fremst var þetta jafn baráttuleikur, við vorum í betri færum en þeir náðu að jafna á síð- ustu mínútu," sagði Guðmundur Hilmarsson, þjálfari Reynismanna, eftir leikinn. „Reynisliðið á eftir að spjara sig í þriðju deild og gæti það jafnvel í annarri deild ef miðað er við hvernig sum liðin þar spila. Við erum með bland af ungum og reyndum leikmönnum," bætti hann við en reiknar ekki með að þjálfa liðið áfram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur kemur Reyn- ismönnum upp í þriðju deild því það gerði hann einnig fyrir þremur árum og hélt þeim þá þar í eitt ár en liðið féll þegar hann sleppti af þvíhendinni. Úrslitaleikur liðanna um sigur í deildinni verður á hlutlausum velli um næstu helgi. Graham ætlar ekki að áfrýja GEORGE Graham, fyrrum framkvæmdastjóri Ars- enal, ætlar ekki að áfrýja tólf mánaða banni frá öllum afskiptum að knattspyrnu, sem hann hlaut fyrir að þiggja ólöglegar greiðslur vegna félags- skipta. „Ég hef ekki botnlausa sjóði til að mæta kostnaði við áfrýjun," sagði Graham í fréttatilkynningu, sem lögfræðingar hans birtu. „í öðru lagi er ég hræddur um að fá ekki réttláta málsmeðferð og að lokum vil ég reyna að lifa áfram eðlilegu lífi og setja punkt fyrir aftan þennan kafla í lífi mínu." Sem kunnugt er var Graham rekinn frá Arsenal í febrúar þegar fram komu ýmis atriði, sem renndu stoðum undir ásakanir um hinar ólöglegu greiðslur sem hann fékk fyrir sölur Norðmannsins Pals Lyders- ens og Danans Johns Jensens til Arsenal. Enska knattspyrnusambandið rannsakaði málið og var Gra- ham fundinn sekur fyrir að þiggja ólöglega rúmar 43 milljónir fyrir kaupin. í júlí sl. dæmdi sambandið hann íiólf mánaða bann frá knattspyrnu og alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti það síðar. Graham hafði þó gert vel fyrir félagið því undir hans stjórn vann það sex titla á átta árum, þar á meðal Evrópubikarinn 1994. Gould vill Le Tissiertil Wales HINN nýi þjálfari welska landsliðsins í knatt- spymu, Bobby Gould, vill gjarnan fá hinn snjalla leikmann Southampton, Matthew Le Tissier, í landslið sitt. Gould segir að Le Tiss- ier sé einn þeirra manna sem geti lyft welska landsliðinu úr öskustónni. Áður hafði skoska knattspyrnusambandið lýst yfir sama áhuga. Le Tissier hefur leikið með enska landsliðinu í óopinberum leikjum, en þrátt fyrir það hefur hann ekki fyrirgert rétti sínum tíl þess að leika með öðrum breskum landsliðum. Le Tissier er ættaður frá Guernsey, eyju í Ermasundi og þar af leiðir að hann getur vai- ið með hvaða landsliði á Bretlandseyjum hann vill leika, jafnvel er talið líklegt að haini geti verið gjaldgengur með franska landsliðinu. Terry Venables sem gekk einu sinni enn framhjá Le Tissier vil val á enska lands! iðinu í síðustu viku þegar hann vaidi hópinn fyrir leikinn gegn Kolumbíu í kvöld segist ekki láta sér detta í hug að leggja stein i götu Le Tiss- iers. Hans sé valið og hann verði að fá gera það sem hann langi mest tíl. Joe Royle hældi Guðna Bergssyni JOE Royle, framkvæmdastíóri enska úrvals- deildarliðsins Everton, hældi Guðna Bergssyni landsliðsfyrirliða og leikmanni Bolton Wander- ers, á blaðamannafundi sem KR-ingar héldu i fyrrakvöld er Royle kom til landsins í þeim til- gangi að fylgjast með KR i leiknum gegn Val. Royle kvaðst hafa horft á leik Bolton gegn Newcastle á dögunum, þar sem Guðni og félag- ar höf ðu betur gegn toppliðinu, og Guðni skor- aði einmitt glæsilegt mark. Royle sagði mjög vel hafa verið staðið að markinu og að enski landsliðsmaðurinn Les Ferdinand, sem New- castle keypti fyrir 4 mi Ujónir punda frá QJPR í sumar, hefði átt erfitt uppdráttar gegn íslend- ingnum. „Bergsson var mjög góður gegn New- castle. Hann lék það vel gegn Ferdinand að enginn á eftír að gæta hans betur í vetur," sagði Royle. Óþekkturspilari sló Stich út BYRON BLACK, 25 ára bóndasonur frá Zimbabwe sem er í 70. sæti á heimslistanum í tennis, gerði sér lítið fyrír í fjórðu umferð á Opna bandaríska mótínu og sló Michael Stích frá Þýskalandi út úr keppninni en Stích er raðað i 8. sæti sama lista. Black vann fyrstu tvær loturnar 6:4 en Stich svaraði fyrir sig með 3:6 og 2:6 áður en Black kláraði næstu 6:3. Black hefur sérstakan stil þvi hann spilar bak- og forhönd með báðum höndum og viður- kennir að það takmarki möguleika hans. KNATTSPYRNA: NOKKRAR STÓRÞJÓÐIR í VANDA í EVRÓPUKEPPNINNI / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.