Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 3
TENNIS HALANDAIÞROTTIR Magnús Ver sigraði 2 C MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 C 3 URSLIT IÞROTTIR IÞROTTIR Frjálsíþróttir Meistaramót öldunga fór fram á Laugar- dalsvellinum 1. og 2. september - nöfn, félög (flokkar) og árangur. 100 m hlaup kvenna: Árný Heiðarsdóttir, Óðni (40).......13,41 Linda Róbertsdóttir, HSH (35).......14,42 Langstökk kvenna: Árný Heiðarsdóttir, Óðni (40)........5,27 Linda Róbertsdóttír, HSH (35)........2,89 Kúluvarp kvenna: Unnur Sigurðardóttir, FH (30)........9,82 Anna Magnúsdóttir, HSS (45)..........9,85 Kringlukast kvenna: Unnur Sigurðardóttir, FH (30).......36,58 Anna Magnúsdóttir, HSS (45).........24,62 100 m hlaup karla: Aðalsteinn Bemharðss., UMSE (40) ...11,68 Kristján Gissurarson, UMSB (40).....11,96 Trausti Sveinbjömsson, FH (45)......13,09 400 m hlaup karla: Aðalsteinn Bernharðss., UMSE (40) ...54,69 Trausti Sveinbjörnsson, FH (45).....63,44 Guðmundur Hallgrímsson, UÍA (55) ...67,03 1.500 m hlaup karla: Hafsteinn Sveinsson, HSK (65) met5:36.45 5.000. m.lilaup.karla:........... Halldór P. Þorsteinsson, Á (35)..20:17.14 Vöggur Magnússon, ÍR (45)........19:42.15 Ólafur K. Pálsson, JR............19:53.17 Langstökk karla: Kristján Gissurarson, UMSB (40)......5,40 Páll Olafsson, FH (45)...............5,00 Karl Torfason, UMSB (60).............4,65 Kúluvarp karla: Elías Sveinsson, ÍR (40)............10,08 Jón H. Magnússon, IR (55)...........10,38 Bjöm Jóhannsson, ÍBK................10,27 Kringlukast karla: Elías Sveinsson, lR (40)............28,70 Halldór Matthiasson, UMFA ..........29,02 Páll Ólafsson, FH...................28,16 200 m hlaup kvenna: Linda Róbertsdóttir, HSH (35).......31,35 Ámý Heiðarsdóttir, Óðni.............28,99 800 m hlaup kvenna: Linda Róbertsdóttir, HSH (35).....3:22,74 Þrístökk kvenna: Árný Heiðarsdóttir, Óðni (40) met...10,35 Spjótkast kvenna: Unnur Sigurðardóttir, FH (30).......40,06 Anna Magnúsdóttir, HSS (45).........18,24 Sleggjukast kvenna: Unnur Sigurðardóttir, FH (30) met..23,94 Anna Magnúsdóttir, HSS (45) met....22,90 200 m hlaup karla: Aðalsteinn Bemharðsson, UMSE (40)24,68 TraustiS.veinbjömsson,.FH.(45)..........27,23 Guðmundur Hallgrímsson, UÍA (55) ...28,70 800 m hlaup karla: Sighvatur D. Guðmundsson, ÍR (40)2:23.63 TraustiS.veinbjörnsson,.EH.(45).2:35.18 Halldór Matthíasson, UMFA.......2:38.98 Guðm. Hallgrímsson, UÍA (55) met 2:56.51 lO.OOO.m.Jhlaup.Itarla:......... Siguijón Andrésson, ÍR (50) met....43:13.42 Gunnar Snorrason, UNÞ..........43:23.02 Hafst. Sveinsson, HSK (65) met.41:37.25 Þrístökk karla: Trausti Sveinbjörnsson, FH (45)...10,53 Páll Ólafsson, FH............... 10,30 Guðmundur Hallgrímsson, UÍA (55)...9,56 Karl Torfason, UMSB (60) met......10,03 Stangarstökk karla: SigurðurT. Sigurðsson, FH (35).....4,60 Halldór Matthíasson, UMFA (45).....3,11 Sleggjukast karla: Elias Sveinsson, lR (40)..........32,92 Kristján Gissurarson, UMSB........32,84 Jón Ó. Þormóðsson, ÍR (50)........39,94 Lóðkast karla: Kristján Gissurarson, UMSB (40) 15,089,76 ElíasHveinsson,.ÍR.15,Q8...........8,84 Jón Ö. Þormóðsson, lR (50) met 11,3414,38 Spjótkast. .karla:................ Gunnar Árnason, UNÞ (40)..........44,16 Elías Sveinsson, IR...............41,38 Sigurður Þ. Jónsson, HSH (45).....44,30 Handknattleikur Viðarsmótið ÍBV-ÍH............................21:17 FH-Grótta.........................24:20 ÍH - Grótta.......................22:16 FH-ÍBV............................27:18 ■FH sigraði í mótinu, vann alla þijá leiki sína, ÍBV hafnaði í öðru sæti, ÍH f þriðja og Grótta rak lestina. IMFL-deildin Atlanta - Carolina................23:20 ■Eftir framlengdan leik. Green Bay-St Louis................14:17 Indianapolis - Cincinnati.........21:24 JacksoNville-Houston.............. 3:10 New Orleans - San Francisco.......22:24 New England - Cleveland...........17:14 Philadelphia - Tampa Bay.......... 6:21 Pittsburgh - Detroit..............23:20 Chicago - Minesota................31:14 Miami - NY Jets...................52:14 Oakland - San Diego...............17: 7 Seattle - Kansas City.............10:34 Wsahington - Arizona..............27: 7 Denver - Buffalo..................22: 7 Morgunblaðið/Ásdís ARNAR Sigurðsson tennismaðurinn ungi sem gekk svo vel í Frakklandi á dögunum og sigraði þar meðal annars á sterku unglingamóti. Amar sigraði á sterku unglinga- móti í Frakklandi Amar Sigurðsson tæplega 14 ára úr Kópavogi sigraði á sterku unglingamóti í Frakklandi á dögun- um. Hann lék þijá leiki mótinu, allt gegn ^heimamönnum og sigraði þá alla. í átta manna úrslitum tapaði hann í fyrsta settinu 3-0 en snéri síðan taflinu við og lagði mótheija sinn 6-2 og 6-1 í næstu settum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Þar lagði Amar andstæðing sinn í tveimur settum, 6-3, 6-1. í úrslitum þurfti Amar aðeins tvö sett til að tryggja sér sigur, 6-2 og 7-5. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessu móti og ekki skemmdi árangurinn fyrir,“ sagði Arnar í samtali við Morgunbiaðið í gær. „Það var reyndar mjög tæpt í átta manna úrslitum, en mér tókst að knýja fram sigur í þremur settum,“ bætti Arnar við. í sömu ferð tók Arnar þátt í öðru móti og komst í fjögurra manna úrslit, þar sem hann tapaði 0-6, 4-6. „í því móti tapaði ég fyr- ir áttunda sterkasta tennismanni í París í unglingaflokki, hann er mjög góður spilari." Arnar, sem verður 14 ára í nóv- ember, hefur æft hjá Tennisfélagi Kópavogs í fimm ár og kvaðst ótrauður stefna á atvinnumennsku í íþróttinni. Hann bjóst ekki við að taka þatt í fleiri mótum utanlands á þessu ári. Auk Amars tóku þátt í mótunum Gunnar Einarsson, íslandsmeistari í einliðaleik karla, Hrafnhildur Hannesdóttir, íslandsmeistari í ein- liðaleik kvenna, og Stefanía Stef- ánsdóttir. Gunnar lék á tveimur mótum en tapaði á því fyrsta í fyrstu umferð en komst í þriðju umferð á hinu. Hrafnhildur lék í þremur mótum og náði bestum ár- angri á fyrsta mótinu, komst í þriðju umferð. Stefanía tók einnig þátt í þremur mótum og komst i undanúr- slit í einu þeirra. Ofangreind ungmenni fóru á veg- um Tennissambands íslands í þessi mót í Frakklandi og Lúxemborg, en sambandið fékk nýlega styrk úr Grand Slam sjóði sem Alþjóða tenn- issambandið veitir forstöðu. Sjóður- inn var stofnaður árið 1985 með styrk frá Wimbledon mótinu en nú er svo komið að framlög berast líka í sjóðinn frá Opna bandaríska mót- inu og Opna franska mótinu. Sjóð- urinn er til þess ætlaður að styrkja unga og efnilega tennisleikara og auka um leið möguleika þeirra á að keppa á mótum víðsvegar um heiminn. | ikil krafta- og átakastemmn- ing ríkti á Hálandaleikunum á Selfossi á laugardag. Magnús Ver ■■■■ Magnússon stóð Sigurður uppi sem sigurveg- Jónsson ari og Islandsmeist- skrifar frá ari með 28 stig. „Ég Selfossi hcf alltaf gaman af svona keppni. Það er ekki nóg að vera bara sterkur, maður þarf á tækni að halda og vera meðvitaður um hreyfingarnar," sagði Magnús eftir að sigurinn var í höfn. Áhorf- endur voru fjölmargir sem fylgdust með kraftakörlunum og létu vei í sér heyra þegar spenna var í keppn- inni. Ánnar í keppninni varð Hjalti Úrsus Árnason með 19,5 stig, Bjarki Viðarsson varð þriðji með 17,5 stig, Jón Siguijónsson fjórði með 14 stig, Torfi Ólafsson fimmti með 13,5 stig og Auðunn Jónsson sjötti með 10,5 stig. Ölfusá vakti upp keppnishrollinn Keppnin fór fram á túni vestan Ölfusárbrúar neðan við Hótel Sel- foss en nálægð árinnar gaf keppn- inni vissan ógnvekjandi tón sem greinilega vakti upp keppnishroll meðal kraftamanna og reiptogs- karla og kvenna. Að venju kastaði Karl Björnsson bæjarstjóri fyrsta kastinu 'í keppninni en fékk undan- þágu frá Skotapilsinu. Einn liðurinn í keppninni var reiptog milli fyrir- tækja þar sem keppt var um titilinn Sterkasta fyrirtækið á Selfossi. Eftir snarpa undankeppni stóð byggingafyrirtæki Eggerts og Pét- urs uppi sem sterkasta fyrirtækið á Selfossi. Þeir fclagar héldu upp á sigurinn með því að skora á Há- landakappana í reiptog og varð það hin snarpasta viðureign sem lauk með sigri kraftakarlanna. Fastur liður í miðbæjar- stemmningunni „Ég er mjög ánægður með keppnina, það var frábært veður, frábærir áhorfendur og þetta var frábær keppni sem er orðinn fastur liður í miðbæjarstemmningunni á Selfossi,“ sagði Andrés Guðmunds- son, forsvarsmaður Hálandaleik- anna á Selfossi. Það var greinilegt að fólk kunni að meta keppnina og naut þess að slaka á í áhorfendabrekkunni og njóta sólarinnar sem skein glatt. Ein áletrunin á keppnisbolum reiptogs- manna vakti athygli en þar stóð: Ef það er eitthvað sem þú ekki get- ur, talaðu við Eggert og Pétur. KNATTSPYRNA Hópferðir á Evrópuleiki ÍAogKR BOÐIÐ verður upp á ferðir á Evrópuleiki ÍA og KR í Bretlandi. Skagamenn leika í næstu viku í Skotlandi og KR-ingar hálfum mánuði síðar í Englandi. Akurnesingar mæta Raith Rovers í Skot- landi á þriðjudaginn kemur og er fyrirhuguð dagsferð á vegum Samvinnuferða Landsýn- ar. Það er háð þátttöku hvort af verður, að sögn Willums Þórs Þórssonar hjá SL, en um 100 manns þarf til að ferðin verði að veru- leika. Flogið verður á þriðjudagsmorgni til Glasgow, ekið í rútu til Edinborgar þar sem leikurinn fer fram um kvöldið, eftir leik verð- ur ekið til baka og flogið heim. Ferðin — flugið, rútuferðin og miði á völlinn — kostar 15.600 með flugvallarsköttum. Upplýsingar eru gefnar hjá SL í Reykjavík og á Ákranesi. Stjóm knattspyrnudeildar KR stendur fýrir ferð á leikinn gegn Everton ytra fimmtudag- inn 28. september. Farið verður miðvikudaginn 27. september og komið til baka að kvöldi sunnudags 1. október. Áætlað verð á flugi til Liverpool, miða á ieikinn og gistingu í fjórar nætur í tveggja manna herbergi er um 37.000 krónur. Þess má geta að hópnum verða tryggðir 150 miðar á leik Everton og Newcastle, sem fram fer á sunnudeginum. Sama dag tekur Manchester United á móti Liverpool á Old Trafford og reyna KR-ingar að útvega miða á þann leik fyrir þá sem vilja það frekar. Þess má og geta að stutt er til Bolton þar sem Guðni Bergsson og félagar taka á móti QPR í úrvalsdeildinni daginn áður, laugar- daginn 30. september. Upplýsingar um ferðina fást á skrifstofu knattspyrnudeildar KR. Drengjalandsliðið Gústaf A. Bjömsson hefur valið 22 manna æfinga- hóp í drengjalandslið KSÍ til undirbúnings fyrir Evrópukeppni drengjalandsliða, sem fer fram í haust. Leikið verður gegn Irum 26. september og Norðmönn- um 28. september næstkomandi og fara báðir leikirn- ir fram í Dublin. Markverðir eru Konráð Konráðsson, ÍR, Magnús Pétursson, Stjömunni, Níels Reynisson, UMFA, og Símon Símonarson, Fram. Aðrir leikmenn eru Eggert Stefánsson og Bjarni Þór Pétursson, Fram, Björgvin Vilhjálmsson, KR, Harald Haraldsson, Fjölni, Hans Sævarsson _og Jens Sævarsson, Þrótti, Jóhann Hreið- arsson og Ágúst Guðmundsson, Val, Tryggvi Björns- son, Víkingi, Bjarni Hall, Gróttu, Guðmundur Steinars- son og Þórarinn Kristjánsson, Keflavík, Reynir Leós- son, IA, Þorleifur Árnason, KA, Ingi Heimisson og Jóhann Þórhallsson, Þór, Stefán Gíslason, Austra, og Baldur Bett, Aberdeen. FRJALSIÞROTTIR Stórþjóðir í vandræðum NÚ er farið að líða að lokum riðlakeppni Evrópumeistara- mótsins í knattspyrnu, en aðal- keppnin fer fram í Englandi á næsta sumri. Eftir leiki kvölds- ins verða komnar skýrar línur í nokkra riðla og forráðamenn landsliða geta farið að panta farseðla fyrir sfn lið. Nokkrar af stærri þjóðum í evrópskri knattspyrnu eiga þó enn nokk- uð í land að tryggja sér farseðl- ana og jafnvel þurfa einhverjar að bíta í það súra epli að missa af keppninni og sitja heima og fylgjast með henni í sjónvarpi. j^jóðverjar verða að leika til sig- urs gegn Georgíumönnum í kvöld á heimavelli til þess gerá sér vonir um að komast í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Englandi á næsta sumri. Búlgarar eru efstir í 7. riðli, en Þjóðveijar og Georgíu- menn koma þar á eftir og berjast um annað sætið. Þjóðveijar hafa einu stigi meira og leik inni og ljóst að þetta er lykilleikur fyrir báðar þjóðir. Berti Vogts þjálfari hefur átt í vandræðum með að fá alla þá bestu með vegna meiðsla og gulra spjalda, en nú en hins vegar útlit fyrir að það sé að rætast úr. Jurgen Klins- mann verður með landsliðinu í kvöld, en á tímabili leit út fyrir að hann gæti ekki leikið með vegna meiðsla sem hann hlaut í byijun keppnis- tímabilsins. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að Klinsmann sé að verða góður að meiðslunum og geti spilað með okkur, hann er mikilvægur fyrir liðið, sem verður að vinna þennan leik,“ sagði Vogts. Matthias Sammer og Stefan Reut- er frá meistaraliðinu Dortmund geta ekki leikið með vegna leikbanna og Heiko Herrlich er frá vegna meiðsla á fæti. Mario Basler leikmaður Werden Bremer verður heldur ekki með vegna meiðsla og veikinda. Vogts hefur enn ekki upplýst hver verður með Klinsmann í framlínunni og eru Stefan Kúntz eða Ulf Kirsten leikmaður Leverkusen taldir líkleg- astir, en Kirsten hefur átt í basli upp á síðkastið vegna skaddaðrar hásin- ar. ítalir þurfa líka að sigra Króatar eru í efsta sæti fjórða riðils með 19 stig eftir stórsigur á Eistlendingum um helgina, 7:1. Þeir hafa leikið átta leiki en ítalir eru í öðru sæti með 13 stig úr sex leikjum og til þess að halda í vonina um að komast áfram til Englands að ári verða þeir tvímælalaust að leggja Slóvena að velli í kvöld. Slóvenar eru í næstneðsta sæti riðilsins með átta stig úr sjö leikjum. Litháar eru með 13 stig eins og Italir en hafa leikið einum leik fleiri. Saccchi þjálf- ari ítala þarf á baráttuliði að halda í leikinn gegn Slóvenum til að ná fram hagstæðum úrslitum, ítalska liðið hefur ekki verið sannfærandi í riðlakeppninni fram til þessa. Sacchi hefur tekið ákvörðun um að stilla Roberto Baggio ekki upp í byijunarl- ið sitt og mun, að mati Zdenko Verd- enik þjálfara Slóveníu, gera sínum mönnum enn erfiðara fyrir. Leikur- inn muni ekki snúast um einn mann hjá ítölunum eins og kannski væri með Baggio innanborðs. Fyrri leikur þjóðanna fór 1:1. Barátta Hollendinga og Tékka Norðmenn hafa svo gott sem tryggt sér farséðillinn til Englands en Tékklendingar og Hollendingar beijast um annað sætið. Tékklend- ingar hafa tólf stig úr sjö leikjum en Hollendingar ellefu eftir jafn- marga leiki. Noregur og Tékkar mætast í Tékklandi í kvöld og Norð- mönnum nægir jafntefli, þá eru þeir komnir áfram, en Tékkar verða helst að sigra. Hollendingar taka á móti Hvít- Rússum í dag og þurfa að sigra til að missa ekki af lestinni. En þeir eiga í vandræðum eins og Þjóðveijar með að manna lið sitt. Sóknarmaður- inn Patrick Kluivert hjá Ajax sem skoraði sigurmark liðsins gegn AC Milan í vor í úrslitum Evrópukeppn- innar leikur ekki með. Hann var tekinn úr hópnum eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu á sunnu- daginn. Þjálfari Hollendinga, Guus Hiddink, hefur kallað í Youri Mulder frá Schalke 04 til að leysa Kluivert af hólmi. Þá er reiknað með því að Rene Eijelkamp frá PSV leiki í fremstu víglínu, en hann lék síðast með landsliðinu í mars 1993 og hef- ur enn ekki skorað mark í fimm land- sieikjum sínum. Einnig hefur verið kallað í Richard Witschge til að leysa Wim Jonk af á miðjunni, Orlando Trustfull tekur stöðu Clarence Seed- orfs á kantinum. Fyrri leikinn sigr- uðu Hollendingar 1:0 og mikil pressa Til sigurs! Reuter ÞJÓÐVERJAR verða að leíka til sigurs gegn Georgíumönnum í Níirnberg í kvöld til að komast í þægilega stöðu fyrir úrsli- takeppnina í Englandi. Jiirgen Klinsmann, fyrirliði Þjóðverja, sést hér í skallatennis á æfingu Ifðsins í gær, og Berti Voghts þjálfari vonast að sjálfsögðu tll að hann skori. er á þeim að sigra sannfærandi i kvöld til að vera enn með möguleika á að komast í lokakeppni. Frakkar í basli Rúmenar eru efstir í 1. riðli með 17 stig eftir 7 leiki, en Frakkar og Pólverjar glíma um annað sætið. Bæði lið hafa 11 stig eftir sjö leiki. Frökkum hefur gengið illa að skora mörk og aðeins skorað sjö mörk í keppninni til þessa, unnið tvo leiki og gert fimm jafntefli. Þeir gera sér vonir um að geta hresst upp á þá hlið í leiknum gegn Aserbaídsjan í kvöld. Þjálfari Frakka, Aime Jacquet, veit að það er farið að hitna undir honum og eitt jafnteflið til viðbótar gæti þýtt að hann yrði að finna sér annað starf. Hann hefur stjórnað liðinu í 15 leikjum og reynt í þeim Qórtán mismunandi uppstill- ingar í fremstu víglínu. Nú er lík- legt að Reynald Pedros verði fremstur frekar en David Ginola, en Ginola lék ekki vel í síðasta landsleik. Með honum verða líklega Zinedine Zidane frá Bordeaux og Youri Djorkaeff hjá Paris St. Germain. Þessir eiga að tryggja markasúpu fyrir Frakka gegn As- erbaídsjan í Auxerre í kvöld. Níu met fuku hjá öldungunum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HAFSTEINN Sveinsson í 10.000 m hlaupi. Níu íslandsmet voru sett á Meist- aramóti öldunga í fijálsum íþrótt- um, sem fór fram á Laugardalsvellin- um um sl. helgi. Hafsteinn Sveinsson, hlaupari í HSK, setti tvö met í flokki 65 ára og eldri - fyrst í 1.500 m hlaupi, er hann kom í mark á 5.36,45 mín. og síðan í 10.000 m hlaupi á 41.37,25 mín. Árný Heiðarsdóttir, Oðni, setti met í þrístökki í flokki 40 ára, stökk 10,35 m, sem er mjög góður árangur. Árný náði einnig góðum árangri í lang- stökki og 100 m hlaupi. Unnur Sigurð- ardóttir, FH (30 ára flokki), og Anna Magnúsdóttir, HSS (45), settu met í sleggjukasti í sínum flokkum - 23,94 m og 22,90 m. Guðmundur Hallgríms- son, UÍA, setti met (55) í 800 m hlaupi, 2.56,51 mín., Sigurjón Andrés- son, ÍR, setti met í 10.000 m hlaupi (50) á 43.13,42 mín., Karl Torfason, UMSB, setti met í þrístökki (60), stökk^ 10,03 m, og Jón Ö. Þormóðs- son, ÍR, setti met í 50 ára flokki í lóðkasti - kastaði 11,34 kg 14,38 m. Úrslit á meistaramótinu eru hér til hliðar. URSLIT Lyftingar Glaumbarsmótið i kraftlyftingum: 82,5 kg flokkur: ....150 90 kg flokkur: Guðmundur Bragason 100 kg flokkur Björgúlfur Stefánsson ....175 ....200 110 kg flokkur: ....200 125 kg flokkur: Víkingur Traustason .210 .192,5 .160 +125 kg flokkur: ,I6n Benónv Revnisson ....230 ■Jón B. Reynisson gerði tilraun til að bæta íslandsmet Hjalta Árnasonar (246 kg), en tókst ekki að lyfta 246,5 kg. Hjólreiðar Fjallahjólabrunkeppni í Úlfarsfeili: Efstu menn urðu: Óliver Pálmason 5,59 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁRNÝ Heiðarsdóttir settl met í þrístökkl. Pjölnir Þorgeirsson..................6,07 Helgi Berg Friðþjófsson .............6,07 LEIÐRETTINGAR Rangt var farið með félagaskipti körfuknattleiksmannsins Braga Magnússonar í blaðinu í gær. Hann var sagður á leið til Breiðabliks en hann er auðvitað á leið í Skallagrím. Þá var sagt að Kristín Rós Há- konardóttir hefði keppt í 200 metra ijórsundi í flokki þroskaheftra og sett íslandsmet. Kristín Rós keppir í flokki hreyfihamlaðra og setti metið í þeim flokki. Baggio á bekknum ROBERT Baggio verður ekki í byrjunarliði Itala £ landsleiknum gegn Slóvenum í kvöld í undan- keppni EM. Arrigo Sacchi, þjálf- ari Itala, telur Baggio ekki vera í nógu góðu formi og hefur því ákveðið að hann byiji á bekkn- um í kvöld. „í nútímaknatt- spymu skiptir það litlu máli hvað þú hefur gert fyrir þjóð þína í fortíðinni, réttara sagt skiptir það engu máli,“ sagði Baggio við bladamenn í gær. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu siðan i nóvember í fyrra að hann lék gegn Króöt- um. Það verða Gianfraneo Zola og Fabrizio Ravanelli sem verða í fremstu víglínu ítalska liðsins. Meiðsli hrjá Norðmenn NORÐMENN eiga í vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Tékkum í kvöld, en út úr þeim leik þurfa Norðmenn eitt stig til að tryggja sér farseð- ilinn í lokakeþpni EM á næsta ári. „Jostein Flo er meiddur og ég efast um að hann verði með. Þá em Mini Jakobsen, Alf-Inge Haaland og Bent Skammelsmd einnig meiddir en ég vona að þeir geti verið með,“ sagði Egil Olsen, þjálfari Noregs. Skuhravy ekki með SKÆRASTA stjarna tékkneska landsliðsins, Tomas Skuhravy, leikur liklega ekki með félögum sínum gegn Norðmönnum í kvöld og sama á við um leik- mann Ðortmund, Patrick Ber- ger. Hann hrökk úr skaftinu á síðustu stundu. „Eigi að síður er markmið okkar skýrt í leikn- um, sóknarleikur," sagði Dusan Uhrin, þjálfari Tékka. Ravelli ekki með Svíum THOMAS Ravelli stendur ekki á milli stanga sænska marksins í kvöld gegn Svisslendingum í Gautaborg, en þar hefur sænska landsliðið aldrei tapað leik. Hann meiddist á fæti fyrir skömmu og Tommy Svensson, landsliðsþjálfari segir Ravelli ekki hafa jafnað sig. Ravelli verður þó á varamannabekkn- um. Anders Limpar leikur held- ur ekki með Svium í kvöld því hann á einnig við meiðsli að striða. Svíar eiga enn smá mögu- leika á að komast til Englands í lokakeppni EM en til þess verða þeir skilyrðislaust að sigra Svisslendinga, en þeir eru > efstir í þriðja riðli með þrettán stig eftir sex leiki. Tyrkir standa best að vígi með tíu stig í finun leikjum, en Svíar hafa sjö stig að loknum sex leikjum. Hodgson vinsæll ROY Hodgson, landsliðsþjálfari Svisslendinga, er vinsæll í Svi- þjóð en hann þjálfaði Malmö FF fyrir nokkrum árum við góðan orðstír. Það hefur hins vegar lítið að segja og hjálpar honum lítið við að stilla upp landsliði sínu í kvöld. Þar eiga fjórir leik- menn við meiðsli að stríða, þar á meðal Stephane Chapuisat, leikmaður Dortmund, og Murat Yakin hjá Grasshoppers. SKÍÐADEILD Innritun á haustæfingar skíöadeildar IR verður laugardaginn 9. september kl. 11-13 og mánudaginn 11. september kl. 17-19, í ÍR-heimil- inu við Skógarsel. Nýir félagar velkomnir. Upplýsingar í símum 557-2206 og 557-5013. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.