Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1
BRANPARARJ LEIKI þrautir! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR6. SEPTEMBER 1995 Pennavinir KÆRI Moggi. Mig langar að eign ast pennavin á aldrinum 10-12 ára. Ég er sjálfur að verða 11 ára. Áhugamál mín eru: Skíði, sund, skátar og góð lög. Sindrí Bessason Hjallabraut 35 220 Hafnarfjörður Kæri Moggi. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára, stelpum eða strákum. Ég er 12 ára. Áhugamál mín eru meðal annars körfubolti, útivera, dýr, barnapössun og margt, margt fleira. Svara öllum bréfum. Ingibjörg Ragnarsdóttir Sólvallagötu 46 230 Keflavík Kæri Moggi! Ég heiti Dagný og raig lang- ar að eignast pennavini á aldrínum 11-13 ára, bæði stráka og stelpur (en helst stráka - en stelpur, þið meg- ið iíka skrifa). Áhugamál mín eru sund, tónlist (hipp- hopp tónlist og rapp), dýr, fótbolti, diskótek, pennavin- ír, bamapössun og sætir strákar. P.S. Svara öllum bréfum og mynd fylgi með í fyrsta bréfi ef það er hægt. Dagný E. Ómarsdóttir Borgarlandi 34 765 Djúpivogur Kæri Moggi. Mig langar að eignast penna- víni á aldrin- um 10-12 ára. Ég er sjálf 10 ára. Eg heiti Guðríður og áhuga- málin mín eru: íþrótt- ir, lestur, tónlist, strákar og flott föt. Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir bírtinguna. Guðríður Þorkolsdóttir Munaðarhó li 8 360 Hellissandur Kæri Moggi! Ég er stelpa sem langar að eignast pennavini á aldrin- um 9-11 ára, er sjálf 10 ára (mynd helst með fyrsta bréfi þarf ekki). Ahugamál: Barnapössun, körfubolti, góð tónlist, diskótek, teikn- ing, kettir, dans, söngur, skriftir, ferðalög um landið eða til útlanda. Hjördís E. Þorgeirsdóttir Hæðarscli 15 109 Reykjavík Kæri Moggi. Ég er stelpa sem langar að eignast pennavini á aldrin- um 9-11 ára (ég er sjálf 10 ára), mynd má fylgja fyrsta bréfi. Áhugamál barnapöss- un, körfubolti, dans, söngur, diskótek, skriftir, góð tónlist og teikning. Edda Þ. Hauksdóttir Hryggjarseli 7 109 Reykjavík Að synda er gaman - en f arið varlega THOMAS á heima í Noregi, en er í heimsókn hjá afa og ömmu á íslandi. Honum finnst gaman að skoða Myndasögur Moggans og hann skilur svo- litla íslensku. Hann fór í veiði- túr með afa sínum og ömmu og móðurbróður í Veiðivötn í sumar. Með kveðju frá Thomasi og ömmu hans Sigrúnu. Þannig hljóðar bréf sem fylgdi mynd af sundnámskeiði í Laugardalslaug og af strák sem teiknar flotholt, sem ný- búið er að kasta út í vatnið. Kærar þakkir fyrir, Thomas og amma Sigrún. Eins og komið hefur í ljós á átakanlegan hátt, nú síðast í sumar, getur verið hættulegt að fara óvarlega í sundlaugun- um eins og það er nú annars skemmtilegt og hollt að vera þar. Elsku börn, ekki vera með glannaskap í vatni, og þið sem ekki eruð flugsynd, verið með kút eða það sem er víst allra best, sérstök sundvesti. Góða skemmtun í sundlaug- unum en til þess að minna ykkur á öryggið í sundi birtum við tvær myndir frá honum Thomasi, sem er 7 ára - bráð- um 8. .'><.','." * fi . ?/¦- .Zsirn Með lögum skal land byggja ÞAÐ er nú einu sinni þannig, krakkar mínir, að alltaf eru til syartir sauðir í stórri hjörð. Mannfólkið er flest löghlýðið og vill ekki gera neitt af sér sem gæti skaðað annað fólk, en ekki allir þó. Við höfum sett okkur regl- ur til þess að fara eftir og gera okkur lífið þannig auð- veldara. Lögregluþjónarnir eru til þess að passa upp á að við förum eftir þessum reglum og þeir eiga líka að aðstoða okkur. Þeir eru mikið á lögreglubílum, stundum á mótorhjólum og sumir eru fótgangandi niðri í bæ. Þeir semjprjóta lögin (regl- urnar) of mikið eða of oft þurfa stundum að f ara í f ang- elsi og er meiningin sú, að við það verði viðkomandi duglegri að fara eftir reglun- um í landinu í framtíðinni. Það er aldrei gott að þurfa að læsa annað fólk inni, en stundum er ekki hægt að komast hjá því ef viðkomandi hlýða ekki reglum samfélags- ins. Hann Einar Geir Þor- steinsson, 5 ára, Kjarrmóum 36, 210 Garðabær, sendi okkur þessa fínu mynd af löggubíl, löggustöð og fang- elsi. Við þökkum þér fyrir fína mynd, Einar Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.