Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -b mm Brandarabanki Myndasagnanna! HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyfið því að gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandarabankans — Brandarabankinn; besta heilsu- bót sem völ er á — Mesta og besta ávöxtunin xXx Kæri brandarabanki! Mig langar að senda brand- ara. Sigurrós Harpa Sigurðar- dóttir, Sóleyjargötu 1, 300 Akranes. - Þjónn! Það er heyrnartæki í súpunni minni. - Ha? xXx Skurðlækninrinn reyndi að róa hræddan sjúkling: Vertu alveg rólegur. Hnífurinn er alls ekki svo beitt- ur. xXx - Þjónn! Það er kakkalakki í súpunni minni. - Merkilegt, venjulega eru það flugur. xXx Guðrún Jónsdóttir, Bakkaseli 30, 109 Reykjavík: Einu sinni var strákur sem hét Kalli. Hann átti vin sem hét Halli. Einu sinni spurði Halli Kalla hvemigpáfagauknum hans liði. Kalli sagði að honum liði ekki alltof vel. - Nú, hvað er að honum? spurði Halli. - Einu sinni var ég að hella bensíni á kveikjara ogþað hellt- ist bensín á borðið. Páfagaukur- inn drakk það, fór á 200 km hraða niðrí bæ, beint upp í Breiðholt, 20 hringi í kringum ljósastaur, niðríbæ ogsvo flaug hann aftur inn í búrið sitt og datt á bakið. - Og var hann dauður? spurði Halli. - Nei, hann var bensínlaus, svaraði Kalli. xXx Hæ, hæ! Ég heiti Elín Egils- dóttir, 7 ára, Ásvallagötu 24, 101 Reykjavík. Einn brandari: Læknirinn: Reykið þér? Konan: Nei, aldeilis ekki. Læknirinn: Árans vandræði, þér hefðuð nefnilega haft svo fjári gott af því að hætta að reykja. xXx Einn frá Hjördísi Ernu Þor- geirsdóttur, Hæðarseli 15, 109 Reykjavík: Tvær mannætur sátu upp í tré þegar ríddari geystist fram- hjá. Þá sagði önnur mannætan: - Æi, nei, ekki dósamatur aftur. xXx Gátur frá Bjarka Þór Run- ólfssyni, Háaleitisbraut 155, 108 Reykjavík: I. Ég er hús með öngum tveim, í mér liggja bræður fimm: í hörðum kulda hlífí ég þeim, þó hríðin verði köld og grimm. xXx II. Ég er bæði elstur og yngstur af öllum í heiminum. xXx III. Fótlaus um flestar nætur, en fær þess oftast á daginn betur. xXx IV. Ég er fullt hús matar en fínnast hvergi dyr á. xXx I. Vettlingar. II. Tíminn. III. Skór. IV. Egg. Geimfar, til jarðar snú HVAÐA leið, 1, 2, 3 eða 4, á geimfarið að velja til þess að koma áhöfninni, þremur geimförum, heilum á húfi til jarðar á ný eftir frækilega ferð til tunglsins? Ef í nauðir rekur getið þið athugað með Lausnirnar frægu. Friðardúfa í hendi LEGGIÐ tvö hvít blöð í stærðinni A4 saman. Síðan leggið þið vinstri hönd ykkar ofan á efra blaðið og strikið með blýanti meðfram höndinni eins og sýnt er á myndinni. Þið látið litla fmg- ur vísa örlítið út á við. Þegar þið klippið dúfuna út eigið þið að klippa út smá horn á þumalfingrinum (á blöðunum - ekki þumalfíngrinum ykkar!) eins og sést á myndinni, það er gogg- urinn. Límið blöðin saman eftir bakhluta dúfunnar. Þar sem ör merkt A er setjið þið tvinna á milli áður en þið límið blöðin sam- an. Beygið blöðin í sundur að neðan (ör B) og nú er friðardúfan tilbúin að hanga í tvinnanum og snúast ef hreyfing er á loftinu. Ekki veitir af að búa til frið- ardúfur á tímum þegar stríð ógna lífi og limum milljóna karla, kvenna og barna á alltof mörgum stöðum í heiminum. Verum þakk- lát, krakkar, að eiga heima í landi sem ekki er undirlagt af stríði og öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Hugsum jafnframt hlýtt til þeirra barna, kvenna og karla sem þurfa að líða vegna þeirrar skelfingar sem stríð er. Og hvemig væri nú, frið- elskandi böm, að hengja friðar- dúfuna upp úti í glugga í herberg- inu ykkar til þess að ákalla friðinn. Lausnir •jjia aeuinu p;o| jijjo Au y jnpjBf |!t BUI05J PB BUBJBJUIiaS JUiÍJ J9 JSB[|OH OQO •SBpnuuiA uui -quiajjs jijjo jjjs pqiunaq v uui jse -uio3[ qb ssacj |ij np[Bq qb o_fs 3o jjie jauinu uin[3[if[ v jjbc} jnjoj-Tqq/fq ÖBET7ÍR KBMU/e. HONUM PA I hUG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.