Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1
FJÁRMÁL Launajöfnuöu'r og hagvöxtur/4 fffl.l U AUGLÝSINGAR Eureka í markaös- sókn/6 TORGID Hvernig Stöö 2 var verölögö /8 - IKtflngiiiiHftMfr VmSKIPn/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 BLAÐ B Flugleiðir FLUGLEIÐIR stefna að því að undirrita samning við bandaríska fyrirtækið International Lease Finance Corporation um leigu á nýrri Boeing 757-200 vél fyrir lok þessa mánaðar. ILFC er stærsti leigusali flugvéla í heiminum og hefur keypt mörg hundruð þotur á síðustu árum, aðallega frá Bo- eing og Airbus. Nýherji MIKIÐ hefur selst af Trust tölvum þeim sem Nýherji hóf nýlega sölu á hér á landi. AIls hafa nær 200 tölvur af öllum stærðum og gerð- um selst á fyrstu söludögunum. Að sögn Ingimars Arndals, sölu- sljóra hjá Nýherja, er þetta mun meiri sala en búist var við. Hlutabréf FTSE-HLUTABRÉFAVÍSITAL- AN í Lundúnum komst upp í 3.557,7 stig í gær og hefur hún aldrei verið hærri. Aður hafði vísi- talan komist hæst í 3.540,7 stig þann 22. ágúst síðastliðinn. Hækk- uninni í gær olli blanda mikilla viðskipta, spákaupmennska og góð staða á Wall Street. SÖLUGENGIDOLLARS Kr. 67,00 66,50 66,00 65,50 65,00 64,50 64,00 l 63,50 63,00 62,50 62,00 Síðustu fjórar vikur 66,09 i—-—i--------------1---------------1--------------1 .ágúst 16. 23. 30. 6.sept. Ný vidskiptavog gengis , .' - L ' Gjald- Land miðill Bandaríkin USD Eldri vog Mis- 31.8.95 Nývog munur Inn- flutnings- vog 18,0 23,4 5,4 24,6 22,2 Út- flutnings vog V Bretland GBP 8,0 Þýskaland DEM 25,6 Danmörk 13,3 13,3 9,5 8,2 8,0 4,7 4,1 3,8 2,8 2,2 1,7 1,6 1,3 1,2 1,0 0,0 0,0 5,3 -12,3 7,4 2,2 8,0 -10,8 4,1 -4,3 -0,3 -2,8 -5,1 1,6 1,3 1,2 0,4 -0,8 -0,4 15,0 12,8 8,9 11,5 5,1 5,5 2,2 2,1 3,6 1,9 1,6 1,7 1,7 0,9 1,0 11,6 13,8 10,1 4,8 10,8 3,9 6,0 5,5 2,0 2,4 1,9 1,4 1,0 1,5 1,0 N-Ameríka 18,0 24,7 6,7 26,3 23,1 Evrópa 76,0 67,1 -8,9 2,2 0,0 62,2 11,5 100,0 72,1 Japan 6,0 Samtals 100,0 Heimild: Seðlabanki l'slands, Hagfræðisvið 8,2 100,0 100,0 Seðlabankinn tekur upp nýja gengisvog krónunnar og rýmrí vikmörk Gengiðgetur sveiflast um alltað6% SEÐLABANKINN hefur tekið upp nýja gengisskráningarvog íslensku krónunnar og ákveðið að gengið geti nú sveiflast um 6% frá miðgengi bankans í báðar áttir í stað 2,25%. Gengisvog krónunnar hefur frá árinu 1992 verið samansett af banda- ríkjadollar með 18% vægi, evrópsku mynteiningunni (ECU) með 76% vægi og japönsku jeni með 6% vægi. Hin nýja gengisvog er samsett úr 16 myntum þar sem vægi þeirra er byggt á hlutdeild viðkomandi landa í vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 1994. Eins og sést á töflunni hér til hliðar hefur vægi dollarans aukist nokkuð frá eldri vog _en vægi þýska marksins minnkað. Áformað er að endumýja gengisskráningarvogina framvegis einu sinni á ári, Rýmri vikmörkum er ætlað að mæta þeim sveiflum sem breytingar á gjaldeyristekjum og fjármagns- straumum geta valdið á gjaldeyris- markaði svo ekki þurfi að koma til óhóflegar sveiflur í vöxtum. Á hinn bóginn telur bankinn mörkin ekki svo rúm að stefna stöðugleika í gengis- málum hafí glatað merkingu sinni. Norska krónan tekin inn Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir að undirbúningur að þessum breytingum hafi staðið yfir frá því sl. haust. „Núverandi gengisvog hefur gengið svolítið á skjön við hinar raunverulegu tölur í inn- og útflutningi. Við teljum það skynsamlegt að breyta um gengisvog og taka ECU út úr m.á. vegna þess að við sjáum að norska krónan verð- ur ekki inn í ECU. Það er slæmt að hún sé ekki inn í gengisvoginni því Noregur er mikilvægur samkeppnis- aðili á fiskmörkuðum. Jafnframt hef- ur vægi dollarans verið að aukast svo og vægi japanska jensins. Þá höfum við einnig tekið tillit til þjón- ustuviðskiptanna eins og ferðaþjón- ustu enda eru þau orðin mjög mikil- væg. Við teljum þetta réttari gengis- vog en þá eldri og hún muni gera okkur kleift að halda jafnvægi í gengismálum." Varðandi rýmkum vikmarka sagði Birgir ísleifur að þegar gjaldeyris- markaður hefði verið settur á fót hefðu vikmörkin verið ákveðin þröng til að leggja áherslu á að ekki væri verið að hverfa frá fastgengisstefnu. „Við höfum aldrei nálgast vikmörkin þrátt fyrir að þau hafi verið þröng þannig að við teljum ástæðulaust að hafa þessa varúðarreglu lengur. Einnig hafa aðrar þjóðir horfið frá þessum þröngu vikmörkum þar sem það hefur sýnt sig að spákaupmenn freistast fremur til að ráðast að gjaldmiðlum Jsegar gengið nálgast vikmörkin. Eg legg hins vegarv áherslu á að það alls ekki í okkar huga að nota þessi víðu vikmörk heldur munum við halda okkur sem næst miðgenginu." ¦sMfe. Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga FORYSTAIFJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslahds • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.