Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUIMINIAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER VI QQ 1C ►Kavanagh lögmað- lil. LLm lu ur (Kavanagh Q.C. - A Family Affair) Bresk sjónvarps- mynd frá 1993 sem fjallar um metnað- arfullan lögmann sem fæst við saka- mál. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER VI Q<| III^Aðeins þú (Only nl. £1.111 You) Bandarísk bíó- mynd frá 1991. Rómantísk gaman- mynd um ungan brúðuhúsgagnahönn- uð og kynni hans af tveimur fögrum konum. VI QQJCMið dauðans dyr M. tí.4u (Where Sleeping Dogs Lie) Bandarísk bíómynd frá 1992 um ungan rithöfund sem flækist inn í heim fjöldamorðingja. Kvikmynda- eftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER VI 99 QC ►Systurnar (Pat and IVl. LLmUV Margaret) Bresk sjónvarpsmynd frá 1994. Systurnar Pat og Margaret hittast óvænt eftir langan aðskiinað. Önnur er orðin fræg leikkona en hin þjónustustúlka. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER VI 94 nc ►Kvikmyndin lifi (V’la IVI. L I.UU i’cinema) Frönsk sjónvarpsmynd um einn af frumkvöðl- um franskrar kvikmyndagerðar, Charles Pathé. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER | VI 9I 1(1 ►Risinn (Giant) James III. £ I. IU Dean er leikari mán- aðarins á Stöð 2 og verða sýndar þrjár af myndum hans. Við byrjum á Risan- um, epískri stórmynd um togstreitu milli tveggja kynslóða á búgörðum í Texas. Dean leikur Jett Rink, ungan ofbeldissegg sem eignast litla spildu lands og verður stórefnaður á auga- bragði. Kl. 0.30 ► Svik (Cheat) Myndin gerist seint á átjándu öld og fjallar um tvo fjárhættuspilara af aðalsættum, Rudolf og Victor, sem lifa hinu ljúfa lífi og vilja taka sífellt meiri áhættu. Rudolf er óseðjandi og þar kemur að hann ofbýður Victor. Þegar aðalsmennimir ungu kynnast systkinunum Corneliu og Theodor upphefst áhættuleikur sem endar með skelfingu. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER VI 91 QllÞ Leikur hlæjandi l»l. L l.uU láns (The Joy Luck Club) Hrífandi mynd sem gerð er eft- ir samnefndri metsölubók Amy Tan. Sögð er saga fjögurra mæðra sem hafa lifað tímana tvenna í Kína. Þær hafa komist í gegnum miklar þreng- ingar en stærstu vonir þeirra eru tengdar því að dætur þeirra megi lifa betra lífi. Dætumar eltast við amer- íska drauminn en vandamál þeirra virðast lítilsverð miðað við það sem eldra fólkið hefur mátt þola. VI 9Q Jl C ►Brellur 2 (F/X 2) III. CU.Qu Löggan fær brellu- kónginn Rollie Tyler til liðs við sig og hann leggur gildm fýrir geðsjúkan glæpamann. En það em maðkar í mysunni og lögreglumaður er drepinn á vettvangi. Rollie er eina vitnið en veit ekki hveijum er að treysta. Hann fær gamlan vin sinn, einkaspæjarann Leo McCarthy, til að hjálpa sér að leysa málið. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER VI 9(1 CC ► Með kveðju frá Ví- lll. tU.ilil etnam (Message from Nam) Fyrri hluti mjmdar um Suðurríkjastúlkuna Paxton Andrews sem kynnist efnilegum laganema í Berkley-háskólanum á sjöunda ára- tugnum. Námsmenn mótmæla Víet- nam-stríðinu hástöfum, unnusti henn- ar er kallaður í herinn og fellur í stríð- inu. Þetta verður Paxton innblástur til að gerast stríðsfréttaritari og fyrr en varir er hún sjálf komin í hringiðu stríðsins. Myndin er gerð eftir sögu metsöluhöfundarins Daniellu Steel og síðari hluti verður sýndur annað kvöld. VI QQ QC ►Fædd f Ameríku III. LU.lu (Made in America) Gamanmynd um sjálfstæða, unga blökkukonu sem eignast bam með hjálp sæðisbanka. Allt gengur eins og í sögu þar til dóttir hennar kemst að hinu sanna um uppruna sinn. Hún vill vita deili á föður sínum en það verða allir fyrir miklu áfalli þegar kappinn fínnst. Faðir stúlkunnar er óheflaður og dólgslegur bílasali sem er mjallahvítur í þokkabót. MANUDAGUR 11. SEPTEMBER « 99 9(1 ►Með kveðju frá Ví- . LLmLv etnam (Message from Nam) Síðari hluti spennandi og rómantískrar framhaldsmyndar um stríðsfréttaritarann Paxton Andrews. V| 99 CC ►Sommersby Sagan III. fcU.Ull um Sommersby-fjöl- skylduna gerist á tímum þrælastríðs- ins í Bandaríkjunum. Plantekrueig- andinn Jack Sommersby fór frá eigin- konu og komabarni til að beijast en snýr aftur sjö árum síðar. Áður var hann harðlyndur og ofbeldisfullur og því var ekki laust við að Laurel Som- mersby fyndi til téttis við burtför hans. Nú er hann kominn aftur og margt hefur breyst. Bönnuð börnum. ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER V| 99 1C ►Heiðursmenn (A III. Lvm I U Few Good Men) Tveir ungir sjóliðar hafa verið ákærðir fyrir morð á félaga sínum og sjóherinn vill umfram allt afgreiða málið hratt og hljóðlega. Sjóiiðarnir fá ungan lög- fræðing og honum virðist, við fyrstu sýn, þetta vera ofurvenjulegt mál. En samstarfskona hans ætlar sér ekki að láta hann komast upp með sínar venju- legu starfsaðferðir og áður en langt um líður er ungi lögfræðingurinn kom- inn á kaf í mál sem gæti kostað hann starfsframann. Bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER M99 i c ►tíi varnar giftum • Lv. 13 manni (In Defense of a Married Man) Laura Simmons er traust eiginkona, góð húsmóðir og frábær lögfræðingur. Hún þarf á öll- um þessum kostum sínum að halda þegar ótrúr eiginmaður hennar er sak- aður um að hafa myrt hjákonu sína. Laura verður að sinna skyldum sínum við Robert þótt allir telji fullvíst að hann sé sekur, meira að segja sonur hans. Bönnuð bömum. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER Kl. 22.001 ► Með augum morð- ingja (Through the Eyes of a Killer) Sálfræðilegur spennutryllir um Laurie Fisher sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með karl- menn í lífí sínu og er nýhætt með ein- um þeirra. Hún kynnist Ray Bellano, myndarlegum manni sem býðst til að gera upp íbúði sem Laurie hefur fest kaup á. Þau laðast hvort að öðru og heitar ástríður ná yfírhöndinni. Laurie vill fara hægt í sakimar en þegar hún reynir að ýta Ray frá sér kemur í ljós hvaða mann hann hefur að geyma. Stranglega bönnuð börnum. BIOIIM I BORGIIMIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Ógnir í undirdjúpum k k -k'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðarnefndi í essinu sínu. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið k k Tveir Englendingar kynnast smábæj- arlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notaleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. Tveir með öllu (sjá Sagabíó) Að eilífu Batman •k-k-k Dökk en ekki drungaieg og mun hressilegri en forverarnir. Auðgleymd en bráðfjörag á meðan á henni stend- ur. Meðan þú svafst k k Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. BÍÓHÖLLIN Kongó k'/i Brellumar era flottar, sömuleiðis kvik- myndatakan og tónlistin. Metsölubók- in hans Crichtons um demantanámur og náttúrahamfarir í Afríku hefur myndast illa og Ieikhópurinn er afleit- ur. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið (sjá Bíóborgina) „Die Hard 3“ kkk Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Brace Willis í gegndar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Að eilífu Batman (sjá Bíóborgina) Konungur Ijónanna kkk Frábærlega gerð Disneyteiknimynd um ljónsunga á hrakningi. Gamal- kunnir' Disneytöframir sjá um að skemmta ungum sem öldnum. HÁSKÓLABÍÓ Kongó k'A Brellumar era flottar, sömuleiðis kvik- myndatakan og tónlistin. Metsölubók- in hans Crichtons um demantanámur og náttúruhamfarir í Afríku hefur myndast illa og Ieikhópurinn er afleit.- ur. Franskur koss k k'h Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kline heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þess- ari nýjustu mynd Lawrence Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Jack og Sara k k Bretum gengur ekki hótinu skár en Bandaríkjamönnum að endurskapa sorgir og gleði mannlífsins á raun- sannan hátt. Myndin snertir áhorfand- ann furðu lítið þrátt fyrir hádrama- tískt efnið. Brúðkaup Muriel kkk Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Skógardýrið Húgó k k Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ „Major Payne“ k'A Damon Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sem tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. Johnny Mnemonic k k Sendlar framtíðarinnar nota á sér heilabúið eins og harðan disk í þess- ari vísindaskáldskaparmynd sem byggð er á góðri hugmynd en er lang- dregin og innantóm. Grafíkin vel unn- in. Don Juan DeMarco k k'A Johnny Depp fer á kostum í hlutverki elskhugans mikla Don Juan í smellinni og grátbroslegri mynd um ástina. Marlon Brando kryddar myndina en þáttur hans og Faye Dunaway er held- ur til baga. Heimskur heimskari kkk Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Dolores Claiborne kkk Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. Gleymum París kk'A Skemmtileg rómanttsk gamanmynd um raunir hjónalífsins í nútímanum. Ófáir brandarar stytta manni stundir og efnistökin eru alltaf geðþekk. Geggjun Georgs konungs kkk Nigel Hawthorne fer á kostum sem Georg III í skemmtilega kaldhæðnis- legri úttekt á erfiðu tímabili bresku konungsfjölskyldunnar fyrr á tímum. Merkilegt hvað lítið hefur í raun breyst í þessum dularfulla konungsgarði. Eitt sinn stríðsmenn kkk'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífi í fátækrahverfí á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatök- um, björtu hliðamar gleymast heldur ekki. SAGABÍÓ Ógnir í undirdjúpum (sjá Bíóborg- ina) Tveir með öllu k k'A Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. STJÖRNUBÍÓ Einkalíf kk Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af íslendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga. Fremstur riddara kkk Ævintýrið um konungshjónin í Came- lot fært í glæsilegan Hollywoodbúning þar sem afþreyingargildið er sett ofar öllu. Sean Connery og Julia Ormond frábær í hlutverkum sínum. Lífleg skemmtun. Æðri menntun k'A John Singleton lýsir lífinu í fjölþjóðleg- um háskóla en hefur ekki erindi sem erfiði því myndin er klisjukennd og óspennandi. Litlar konur k k k'A Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.