Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BOWIE SNYR AFTUROG AiTUR Fáir tónlistarmenn hafa haft önnur eins áhrif á nútíma popptónlist og David Bowie, sem hefur að auki verið iðinn við kvikmyndaleik og — málaralist. Arni Matthíasson komst að því að ný plata er væntanleg frá Bowie, aukinheldur sem hann lék nýverið í kvikmynd og hélt málverkasýningu. SAGA Bowies er merkileg um margt og ekki síst hve Qol- hæfur hann hefur verið, sem sannast meðal annars af því að hann er einn fárra poppara sem náð hafa að hasla sér völl á leiksviðinu, en Bowie þykir liðtækur leikari hvort sem er á sviði eða hvíta tjaldinu. Fjölbreytt reynsla Hinn ungi Bowie var snemma ákveðinn í að verða heimsfrægur og segja má að hann hafi stefnt mark- visst að því allt frá því hann hóf þátttöku í hljómsveitum á unglings- árum. Samhliða tónlistinni reyndi hann fyrir sér í sjónvarpi, dvaldi í búddaklaustri um hríð, vann á aug- lýsingastofu og starfaði með lát- bragðsleikurum. Öll sú reynsla átti eftir að koma að góðum notum þeg- ar hann komst á samning 1969 og sendi frá sér fyrsta lagið sem sló í gegn, Space Oddity. Eftir það var leiðin greið á toppinn og á leiðinni sendi hann frá sér breiðskífur sem iðulega eru taldar með því besta sem sett var saman á áttunda áratugnum. Ekki skemmdi að Bowie nýtti sér leikhúsþjálfunina í ystu æsar og líka reynsluna af auglýsingastofunni, klæddist afkáralegum búningum, þaulskipulagði alla sviðsframkomu og gaf misvísandi yfirlýsingar um kynhneigð sína. Margir telja yfirlýs- ingar þessar hafa verið sölumennsku, en þær fengu byr undir báða vængi þegar Angie fyrrverandi eiginkona . hans gaf út endurminningar sínar fyrir nokkrum árum. Þar segist hún meðai annars hafa komið að Mick Jagger og Bowie saman í bólinu. Persónur og leikendur Meðal tóla sem Bowie greip til á leiðinni uppávið var að hann bjó til persónur og sögu í kringum þær og gætti þess að kasta þeim áður en fór að slá í hugmyndirnar. Þannig var með Ziggy Stardust, sem var persóna á samnefndri plötu og The Thin White Duke, tákngerving heróínfíkn- ar hans. En þær voru fleiri og Bowie fannst tími til kominn að finna sér nýja persónu eftir Aladin Sane, Diamond Dogs, Young Americans og aukin- heldur afspyrnu vonda tónleikaskífu, Station til Station. Þegar hér var komið sögu var Bowie þó sennilega þeim upp á svið hámenningar, en Bowie ræni hins vegar þáttum úr æðri listum og finni þeim grófgerð- ari og jarðbundnari sess. Andstæð- umar séu hins vegar lykillinn að árangri. Eftir fyrra tímabil samstarfs- ins með Eno var tími kominn á nýjan Bowie. Sá kom, sá og sigraði með Scary Monsters, þar sem meðal annars brá fyrir gamalkunnum persón- um af fyrri plötum, og enn kom kúvending, Let’s Dance, sem seldist í bíl- förmum, enda þétt dans- tónlist vinsæl um þær mundir. Eftir það var sem blómatími Bowies væri lið- inn, því þó plöturnar kæmu enn út og hann léki í stöku kvikmyndum, höfðu færri áhuga á að hlusta eða horfa. í þröngum bás Bowie kveðst telja að níundi áratugurinn hafi verið tímabil stöðnunar og leiða. Hann hafi verið upptekinn af því að falla í kramið og uppskar gríðarlegar vin- sældir fyrir vikið, með Let’s Dance, en brátt rann upp fyrir honum að vinsældirnar mörkuðu honum þröng- an bás. Þorri almennings gerði ein- hlítar kröfur til hans um að fara troðnar slóðir, sem hann segir að hafí svipt sig allri löngun til að gera tilraunir í tónlistarsköpun sinni. „Ég uppgötvaði að ég var BOWIE sem Andy Warhol í kvikmynd Schnabels. BOWIE vinnur að gerð myndlistar sinnar, í þessu tilviki svo kallaðs snúningsmálverks, en hann hefur einnlg kann- að möguleika tölvutækninnar eins og sjá má á myndinni hérviðhliðina. TÖLVUUNNIN sjálfsmynd af einum persónuleíkan- um sem skýtur upp koll- inum á Outside. . vinsælasti popptónlistarmaður heims; plötur hans seldust í gríðar- legu upplagi og honum bauðst hlut- verk í kvikmyndum, þar á meðal The Man Who Fell to Earth, sem fékk prýðilegar viðtökur. Allt sem hann snerti varð að gulli, en eðlislæg skyn- semi sagði honum að nóg væri kom- ið af léttmeti; rétt væri að snúa sér að veigameira efni. Hann hélt til Berlínar með Brian Eno og þar settu þeir saman plötuþrennu sem telst helstu verk Bowies, Heroes, Lodger og Low. Tónlistin var þó full tormelt til að seljast vel, þó fyrsta platan hafí gengið að óskum. Andstæður eru lykillinn Þeir Eno skildu um margt ósáttir og hittust ekki í fjórtán ár, en Eno mætti síðan í brúðkaup Bowie og fyrirsætunnar Iman árið 1992, og segir Bowie þá endurfundi hafa leitt í ljós að afstaða þeirra til tilrauna með popptónlist var keimlík, sem hvatti þá til að hefja samstarf að nýju. „Við vissum líka að við þyrftum að vinna með tónlistarmönnum sem sem gætu fallið að vinnubrögðum okkar,“ segir Bowie. „Ég þarfnaðist ævintýramanna, sæfara, sjóræn- ingja.“ Bowie segir samvinnu þeirra Enos gifturíka, þótt þeir séu ólíkir um margt. Þannig hafi Eno tilhneigingu til að finna sér viðfangsefni á „göt- unni“ eða úr lágmenningu og lyfta að vinna fyrir áheyrendur mína en ekki sjálfan mig. í upphafi ferilsins hafði ég svarið þess dýran eið að láta það aldrei gerast. Þetta var mannskemmandi og hafði slæmar afleiðingar fyrir einkalíf mitt. Ég hafði unnið bráðan bug á eiturlyfja- fíkn minni en var að stíga óheilla- skref til baka, þótt ég færi ekki jafn langt og ég hafði sokkið á áttunda áratuginum. A þessum tíma byijaði ég líka að drekka illa sökum þyng- lyndis og lítils sjálfsálits. Tólið sem dugði Ég var hundóánægður með allt sem ég gerði, sem hafði að lokum áhrif á verk mín. Let’s Dance er stór- góður gripur miðað við ákveðna teg- und tónlistar, en næstu plötur á eft- ir, Tonight og Never Let Me Down, sýndu að áhugaleysi mitt á eigin vinnu var að vera augljóst," segir Bowie og kveðst telja síðast nefndu plötuna „hræðilega". „Ég hefði ekki einu sitt átt að ómaka mig með því að fara í hljóðver til að taka hana upp,“ segir hann og hlær. „í sann- leika sagt efast ég oft um að ég hafi farið í hljóðver þeirra erinda, þegar ég spila hana.“ Lok níunda áratugarins voru því döpur ár fyrir Bowie-vini, en þó tók steininn úr þegar spurðist að hann hefði stofnað groddalega rafgítar- sveit, Tin Machine. Bowie lýsti því í viðtali fyrir skemmstu að hann hefði átakanlega þurft á því að halda að losna upp úr skorningunum og tæta í sundur mynd þá sem fólk gerði sér af honum, og Tin Machine hafi verið tólið sem þurfti. Plötur sveitarinnar seldust ekki neitt að ráði, reyndar svo illa að fréttnæmt þótti. En and- legt ástand kappans hafði braggast til muna og Bowie tók sér hlé, fann konu, Iman, og fór að mála af kappi. Hann hélt sýningu fyrir skömmu í London og lofar annarri síðar á þessu ári. Poppgagnrýnendur hafa hamast að Bowie fyrir að vera listauppskafn- ingur sem sé að selja myndir út á nafnið, en þeir sem gerst þekkja segja myndir Bowies síst lakari myndum marga sem hampað er meira, þó stundum skorti í þær frumleika. Þrátt fyrir listastússið hefur Bowie ekki gefist upp á tónlistinni, sendi frá sér prýðilega plötu fyrir nokkrum árum, Black Tie White Noise, sem seldist ekki ýkja vel, og brá sér svo eins og áður sagði til Berlínar fyrir skemmstu með Eno til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þrenningunni. Heiðni og líkamslist Eno lét tónlistarmennina bregða sér í ýmis nýstárleg hlutverk fyrir nýju plötuna, Outside. Þannig átti Bowie að gera sér í hugarlund að hann væri spámaður og kalla út fregnir í samfélagi þar sem allir fjöl- miðlar heyrðu sögunni til, á meðan t.d. trommarinn átti að ímynda sér að hann væri fyrrverandi meðlimur rokkhljómsveitar frá Suður-Afríku og leika eingöngu forboðna tóna. Píanóleikaranum var hins vegar sagt að hann tilheyrði litlum hryðjuverka- hóp og ætti að hvetja félaga sína til frekari dáða. Bowie lagði hins vegar til texta, sem flalla um ásta og dauða, heiðinn átrúnað sem hefur skotið upp kollin- um í aldarlok og sömuleiðis sk. lík- amslist þar sem líkami listamannsins er listaverkið sjálft, með tilheyrandi sjálfpíslum og furðum. Hann skóp nýja persónu fyrir plötuna, einka- spæjarann Nathan Adler, sem er að rannsaka grimmdarlegt morð á 14 ára gamalli stúlku, Baby Face að nafni, en líkami hennar hefur verið ristur upp í þágu hrollvekjandi list- sýningar. Heimur Adlers er dimmur, tæknivæddur og grimmur. Bowie kveðst telja að brot af stemmningunni á Diamond Dogs sé að finna á nýju plötunni, en hún var til eftir að hann ákvað að gera söng- leik úr framtíðarsýn Orwells (nú fort- íðarsýn eða hvað), 1984. Mótspyrna ekkju skáldsins og eiganda höfundar- réttar að verkinu, varð hins vegar til þess að hann saltaði söngleikinn. Bowie bregður fyrir sig „cut-up“ aðferðinni við skrif sín á nýjan leik á Outside, á sama hátt og hann gerði um miðjan áttunda áratuginn, en þá er samfelldum texta sundrað og raðað upp á nýjan leik. Pilturinn fylgist þó með tímanum og lagði skærum og Iími, en fékk þess í stað ónefndan vin sinn til að hanna tölvu- forrit sem gerði sama gagn á mun styttri tíma. Samstarfið fyrir Outside gekk svo vel að eftir að búið var að velja á breiðskífu voru 25 klukkustundir af tónlist eftir, sem Bowie segist ætla að gefa út síðar. Hugmyndin er að gefa út eina skífu á ári til 1999, sem allar myndu fyalla um Adler og ver- öld hans, en hringnum yrði síðan lokað með skrautlegum söngleik sjálft aldamótaárið. Dauður fiskur I miðjum klíðum tók Bowie sér svo hlé frá upptökum til að leika Andy Warhol í kvikmynd Julians Schna- bels, Buiid a Fort, Set It on Fire, sem fjallar um listamanninn Jean-Michel Basquiat. Bowie hafði samið lag um Warhol sem birtist á Hunky Dory og segir hann hafa minnt á „dauðan fisk“ með vaxgrímu. Kappinn er nú að hefja tónleika- ferð um Bandaríkin með Nine Inch Nails til að fylgja útáfu Outside eft- ir, og því fer ekki á milli mála að David Bowie er í fullu fjöri þótt hann eigi aðeins tvo í fimmtugt. Þó þrótt- urinn ergi hatursmenn geta aðdáend- ur glaðst í nokkur ár enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.