Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA tfgraiWbiMfr 1995 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER BLAÐ D FOLX ¦ GtföJÓATÞóró'arsonþjálfariKR verður fertugur á fimmtudag í næstu viku - daginn sem KR-ingar mæta Everton í Evrópukeppninni á Laug- ardalsvelli. Hann mun þegar hafa látið boð út ganga til vina og kunn- ingja þess efnis að hann verði að vinna á afmælisdaginn, og geti því ekki tekið á móti þeim í hefðbund- inni veislu... ¦ KRISTINN Björnsson starfs- bróðir Guðjóns hjá Val heldur upp á fertugsafmælið degi á undan KR- þjálfaranum. Gárungarnir höfðu á orði eftir viðureign liðanna í 1. deild- inni í vikunni að Guðjón hefði þegar fært Kristni afmælisgjöfina! Vals- menn sigruðu sem kunnugt er í leiknum og eru eftir það nánast ör- uggir með að sleppa við fall. ¦ BO Johansson fyrrum landsliðs- þjálfari íslands í knattspyrnu er sterklega orðaður við landsliðs- þjálfarastarfið hjá Evrópumeistur- um Dana í knattspyrnu. Hann þjálf- ar nú finnska liðið HJK Helsinki og þess má geta að í fyrra gerði hann Silkeborg að Danmerkur- meisturum. ¦ ROiVDEY Rooúisonkörfuknatt- leiksmaður sem leikið hefur með Njarðvíkingum undanfarin ár er væntanlegur til landsins í dag. ¦ ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Marco Delvecchio hjá Inter Milan varð í gær fyrsti knattspyrnumað- urinn í 1. deildinni á ítalíu til að vera dæmdur fyrir að reyna að físka vítaspyrnu. Hann lét sig detta í leik gegn Vicenza og var fyrir það dæmdur í eins leiks bann og 65 þúsund króna sekt. ¦ MERLENE Ottey verður ekki meðal keppenda á síðasta stigamóti alþjóðafrjálsíþróttasambandins í Mónakó um helgina. Hún tognaði lítillega í hné á mótinu í Berlín á föstudaginn og þarf að taka sér tveggja^ vikna frí. ¦ OVÍSTer hvort spænski kylfing- urinn Jose Maria Olazabal verður með í Ryder-keppninni sem hefst í næstu viku. Hann hefur átt við meiðsli að stíða á fæti og segist ekki vilja vera með nema hann sé alveg heill. Hann gefur ákveðið svar á sunnudaginn. ¦ NICK Faldo er einnig meiddur, gömul meiðsli í úlnlið tóku sig upp í vikunni og flaug kappinn strax til Bandaríkjanna til að fara í með- ferð, en hann verður búinn að ná sér fyrir keppnina. ¦ MAURIZIO Gaudino fékk í gær leyfi til að leika með America • í Mexíkó, en Eintracht Frankfurt lánaði hann í eitt ár. MONICA Seles hefur litlu gleymt í þá 28 mánuði sem hún hefur verlð frá keppni í tennls. Hún er komln í undanúrsllt á US Open og mætlr þar Conchltu Mart- inez frá Spáni. Evrópumeistar- ar hjá fötluðum FATLAÐ A íþróttafólkið okkar, sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í Frakklandi, bætti tveimur Evrópumeistaratitluin í safhið í gær. Pálmar Guðmundsson sigraði i 200 metra skrið- sundi í flokki hreyfihamlaðra, synti á 4.23,17 mínútum og er það heimsmet í hans flokki. Birkir R. Gunnarsson varð einnig Evrópumeist- ari, synti 400 metra skriðsund í fiokki blindra á 5.02,38 mínútum. . . Sigrún H. Hrafnsdóttir varð þriðja í 50 metra baksundi þroskaheftra, synti á 40,19 sekúndum og Bára B. Erlingsdóttir varð fjórða á 42,45 sekúndum. Gunnar Þ. Gunnarsson lilaut einnig bronsverðlaun, synti 50 metra baksund á 35,84 sekúndum í flokki þroskaheftra. Nói Björnsson áfram með Þór NÓI Björnsson mun þjálfa Þórsarar frá Akur- eyri næsta keppnistímabil eins og hann gerði á yfirstandandi tímabili. Þórsarar eru ánægðir með störf Nóa og var leitað til hans um að endurnýja samninginn sem gerður var fyrir þetta tímabil og féllst Nói á það. Liverpool og Blackburn beint RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að sýna leik Liverpool og Blackburn Rovers í beinni útsendingu laugardaginn 16. september en fyr- irhugað var að sýna beint frá leikjum 17. um- ferðar 1. deildarinnar hér heima. Þeim leikjum hefur hins vegar verið frestað til sunnudagsins 18. september og því brá RÚV á það ráð að sýna enska leikinn beint. Beinar útsendingar frá Englandi hefjast síðan af fulluni krafti laug- ardaginn 30. september. Erlendar stúlkur í 1. deildina FYRSTU deildar liðin í körfuknattleik kvenna virðast ætla að vera nokkuð sterk í vetur og þrjú þeirra hafa fengið erlendar stúlkur til liðs við sig. Þetta eru KR-ingar, Grindvíkingar og Breiðablik og ÍR er að leita að stúlku erlendis til að styrkja lið sitt. Rússar meistar- ar21 ársliða RÚSS AR tryggðu sér sigur í heimsmeistara- keppni 21 árs landsliða, sem fór fram í Argen- tínu. Þeir lögðu Spánverja að velli, 29:28, í úrslitaleiknum í Buenos Aries. Portúgalir, sem lögðu íslendinga að velli í undankeppninni, urðu í þriðja sæti með sigri á Norðmönnum 24:23. Sviar urðu í tólfta sæti. Seles er komin aftur |onica Seles hefur greinilega ekki gleymt miklu í tennis þá 28 mánuði sem hún var frá vegna hnífsstungunnar sem hún hlaut á móti í Þýskalandi. í gær sigraði þessi 21 árs gamla stúlka Jönu Novotnu frá Tékklandi 7:6 og 6:2 og tryggði sér þar með rétt til að leika í undanúrslitum. Þar mætir hún Conchitu Martinez frá Spáni sem sigraði Brendu Schultz- McCarthy frá Hollandi í gær. Mart- inez vann 3:6, 7:6 og 6:2. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Steffi Graf og Gabriela Sabatini. Seles átti í nokkrum erfiðleikum með uppgjafirnar framan af leikn- um í gær og var 40:15 undir í fyrsta settinu þegar staðan var 5:4 fyrir Novotnu. Hún náði þó að snúa leiknum sér í hag og í seinna settinu var aldrei spurning hvor væri betri. „Eg varð svo brjáluð út í sjálfa mig og ákvað að láta slag standa og negla eins og ég gæti, og það gekk eftir," sagði Seles en leikurinn stóð í 87 mínútur. „Seles hefur oft leikið betur, og ég reynd- ar líka," sagði Novotna eftir tapið. „Uppgjafirnar hjá henni voru ekk- ert sérstakar og hún gerði mistök á endalínunni, en þegar á þurfti að halda gerði hún frábæra hluti. Þegar ég átti möguleika á sigri hefðu flestar sent boltann yfir og beðið eftir að ég gerði mistök, en ekki Monica. Hún er komin á kreik aftur og hefur engu gleymt," bætti Novotna við. „Ég hitti hreinlega ekki völlinn í fyrra settinu. Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég var svo taugaóstyrk eða hvort þetta var bara einn af þessum dögum," sagði Seles en henni tókst aðeins að koma rúmum helming af uppgjöf- unum inn á vallarhelming and- stæðingsins. KNATTSPYRNA: SVÍAR ÚR LEIK í EVRÓPUKEPPNINNIEFTIR JAFNTEFLIVIÐ SVISS / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.