Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Islendingar ætla að sækja um að halda Evrópumeistaramót nú eru úr Ieik en þeir voru greini- lega andlega búnir undir að svona gæti farið og því var áfallið fremur vægt. Á blaðamannafundi eftir leik- inn sagði Tommy Svensson þjálfari að hann myndi tilkynna innan tveggja vikna hvort hann hygðist halda áfram sem landsliðsþjálfari, en bæði knattspyrnusambandið og Ieikmenn hafa beðið hann um að vera áfram. Það bar annars helst til tíðinda að þegar þjóðsöngvar þjóðanna voru leiknir héldu Svisslendingar á stór- um hvítum borða þar sem á var letr- að „STOP IT CHIRAC“ eða hættu þessu Chirac og voru með þessu að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka. í fyrsta riðli unnu Frakkar stór- sigur á Adserbaídsjan, 10:0 og er í öðru sæti því Pólveijar og Rúmenar gerðu markalaust jafntefli. Rúmenar eru þó enn í fyrsta sæti en Pólverjar virðast vera að dragast aftur úr. Þeir voru jafnir Frökkum að stigum fyrir leiki kvöldsins. Það voru átta leikmenn sem gerðu mörk Frakka í leiknum. Tryggvi M. Þórðarsson, keppnis- stjóri alþjóðarallsins sem hefst á morgun telur raunhæfan mögu- leika á að halda stórmót í rallakstri hérlendis. Sótt verði um að halda Evrópumeistaramót á næstu árum til alþjóða bílaíþróttasambandsins og þegar hafi verið lagður grunnur að því. Á hveiju ári er haldinn fjöldi móta í Evrópukeppninni, sem laða að sér 80-150 keppendur. . „Við ætlum að sækja um að fá að halda rall, sem yrði liður í Evr- ópumeistarakeppni árið 1997 eða 1998. Sjá hvaða viðbrögð við fáum. í ár heimsækir okkur Finninn Jack Grunholm, sem tekur út rallleiðir fyrir alþjóða bílaíþróttasambandið, en hann kemur hingað sem gestur LÍA. Hann fær þannig fyrstu kynni af rallinu, áður en við sækjum form- lega um,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. „Þaðjafnastekk- ert á við persónuleg tengsl við þá sem skipta máli í rallheiminum, hvort sem við erum að kynna rallið fyrir ökumönnum eða skipuleggj- endum. Vissulega tekur tíma að ná þeim staðli að komast í Evrópu- meistarakeppni. Helsta vandamál okkar er að fá nægilega mikið af starfsmönnum og' aukinn skilning yfirvalda. Þá þurfa bílaumboðin að taka betur undir með okkur. Hekla hf. hefur sýnt gott fordæmi og að- stoðar okkur með bíla fyrir keppnis- stjórn, sem aka á undan og eftir rallinu til að gæta öryggis keppenda og áhorfenda." „Ferðamálanefnd Reykjavíkur- borgar hefur veitt okkur styrk til kynningar á rallinu og markaðs- setning fyrir næstu keppni hefst strax í nóvember, m.a. á Norður- löndum. Þá kynnum við ísland og rallið á RAC-rallinu í Englandi, sem er liður í heimsmeistaramótinu. í þeirri keppni keppast borgir við að fá að taka þátt í rallinu. Keppnis- leiðir eru í miðjum bæjum, á götun- um eða í almenningsgörðum. Sér- leiðin hjá okkur í Öskjuhlíð er vísir að því sama, en mig dreymir um að fá sérleið einhvern tímann í mið- borginni. Við byrjuðum of seint að kynna rall þessa árs, en fengum samt hundruð fyrirspurna frá kepp- endum og áhugafólki um rall. Ég hef trú á að rallið geti orðið stór póstur í ferðamennsku hérlendis og utan venjulegs ferðamannatíma. Þeir sem koma eyða miklum pen- ingum, keppendur aka á þriðja þús- und kílómetra og áhorfendur leigja bíla til að elta rallið. Ég held að augu þeirra sem stjórna í ferða- mannabransanum séu að opnast fyrir möguleikunum. Sem skipu- leggjendur verðum við líka að breyta skipulagi rallsins úr áhuga- mennsku í atvinnumennsku. Alveg eins og jeppaferðir á jökla hafa blómstrað, þá getur rallið og tor- færan saman orðið nýjasta aðdrátt- araflið fyrir útlendinga," sagði Tryggvi. Lukkan með Markalaust í Gautaborg og Svíar úr leik SVÍAR eru úr leik í Evrópu- keppninni í knattspyrnu því annaðhvort Svisslendingar eða Tyrkir komast áfram sem sig- urvegarar þriðja riðils og hitt liðið kemst trúlega einnig áfram sem eitt af sex bestu lið- unum sem verða í öðru sæti. að var sóknarmaðurinn Hakan Sukur, sem leikur með Torinó á Ítalíu, sem gerði bæði mörk Tyrkja gegn Ungveijum, það fyrra með skalla á níundu mínútu og síðan aftur með skalla á þeirri þrítugustu og fyrstu. Þar með eru Tyrkir svo gott sem komnir áfram í Evrópu- keppninni í fyrsta sinn og lá að von- um vel á Tyrkjum sem fögnuðu um allt land. Tyrkir eru nú með þrettán stig, einu stigi á eftir Svisslendingum, sem gerðu markalaut jafntefli í gær við Svía, og eiga einn leik til góða, eiga eftir að Ieika tvo leiki, gegn okkur íslendingum og Svíum, sem hafa ekki að neinu að keppa lengur. Svisslendingar eiga hins vegar að- eins eftir að leika við Ungveija. Svisslendingar byijuðu miklu bet- ur gegn Svíum í Gautaborg í gær og gerðu nokkrum sinnum harða hríð að marki heimamanna en í síð- ari hálfleik sóttu Svíar í sig veðrið en gekk fremur erfiðlega að skapa sér færi og vakti slök frammistaða Stefans Schwarz og Tomasar Brol- ins sérstaka athygli og var þeim síð- arnefnda skipt út af í síðari hálfleik. Martin Dahlin skoraði eitt mark fyrir Svía í seinni háfleik, en það var dæmt af vegna brots. Hann kom líka í veg fyrir að Mikael Nielson kæmi Svíum yfir í upphafi síðari hálfleiks því Nielson var í ákjósan- legu færi en Dahlin vissi ekki af honum, tók boltann af honum og ekkert varð úr. Jonas Thern og Kenneth Ander- son voru einna bestir í liði Svía sem ítalir eru komnir upp í annað sætið í fjórða riðli, á eftir Króötum og ítalir eiga einn leik til góða. Það var Fabrizio Ravanelli sem gerði eina mark leiks ítala og Litháa í gær, eftir þrettán mínútna leik og það dugði til þriggja stiga. Tékkar unnu gríðarlega mikil- vægan sigur á Norðmönnum í fimmta riðli. Norðmenn eru enn í fyrsta sæti en Hollendingar, sem unnu Hvít-Rússa í gær, eru stigi á eftir Tékkum þannig að baráttan þar verður mikil. Það var varamaðurinn Youri Mulder sem hélt liði sínu á floti því hann gerði eina mark leiks- ins og vonir Hollendinga um að kom- ast áfram gætu því enn ræst. Það var þó ekkert bjart yfir mönnum í leikhléi. Markalaus fyrri hálfleikur og frekar slakur leikur. En það voru engar breytingar gerðar og það blés mönnum baráttu í bijóst að frétta að Tékkar væru 1:0 yfir gegn Norð- mönnum. Hollendingar skoruðu strax eftir hlé, en voru rangstæðir og Winter var síðan rekinn af veili þannig að útlið var allt annað en bjart þar til Muider skoraði. Austurríkismenn skutust upp fyr- ir íra með 3:1 sigri á þeim í gær- kvöldi og eru nú í öðru sæti, á eftir Portúgölum. Þjóðveijar gerðu sér grein fyrir því að þeir máttu varla við því að tapa fyrir Georgíumönnum og það stóð heldur ekki til því þýskir unnu öruggan 4:1 sigur. Þeir eru enn í öðru sæti, hafa aukið forystu sína á Georgíumenn og eru aðeins þremur stigum á eftir Búlgörum sem töpuðu sínu fýrsta stigi er þeir heimsóttu Albaníu oggerðu 1:1 jafntefli. Hristo Stoichkov kom gestunum yfir strax á áttundu mínútu en heimamenn Sýning hjá Higuita jöfnuðu átta mínútum síðar og þar við sat. Þjóðveijar lentu 1:0 undir í leiknum á 28. mínútu en jöfnuðu fýrir hlé og gerðu síðan þijú mörk í síðari hálfleik. Áttundi riðillinn var spennandi þar til úrslit leikja í gær Iágu fyrir. Skotar tóku á móti Finnum og sigr- uðu 1:0 á sama tíma og Rússar unnu Færeyinga 2:5, eftir að hafa verið 2:1 undir. Rússar fóru ekki í gang fyrr en eftir klukkustundar leik og gerðu fjögur mörk síðasta hálftímann. Grikkir unnu San-Mar- ínó 0:4. Scott Booth gerði eina mark leiks Skota og Finna og kom það strax á tíundu mínútu. Rússar eru efstir með tuttugu stig og Skotar hafa jafn mörg stig en Finnar og Grikkir eru með fimmtán stig hvor þjóð. Markverðir voru í sviðsljósinu á Wembley í gær þegar Englendingar og Kólumbíumenn skildu jafnir í markalausu jafntefli. Rene Higuita, markvörður Kólumb- íu, skildi áhorfendur eftir gapandi á 22. mínútu þegar hann varði skot Jamies Redknapps á undraverðan hátt, stakk sér fram og undir bolt- ann en sveiflaði síðan fótunum upp og varði með hælunum. Enskir áhorfendur sögðu að það hefði ver- ið ótrúlegasta markvarsla í sögu Wembleys. Línuvörðurinn var að vísu búinn að veifa á rangstöðu en Higuita þvertekur fyrir að hafa tekið eftir því. David Seaman í marki Englands varði tvívegis glæsilega. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði enski þjálfarinn Terry Venables um atvikið. „Ég væri alveg til í að sjá meira af svona tilþrifum - svo framarlega sem það er ekki í mínu liði.“ Paul Gascoigne lék sinn fyrsta landsleik í átján mánuði en honum, Redknapp og Alan Shearer var skipt út af á 75. mínútu og inn á komu Robert Lee, John Barnes og Teddy Sheringham. Shearer átti snemma skot í stöng en þessum mikla marka- skorara hefur ekki tekist að setja mark í sjö landsleikjum. DANIR voru heppnir gegn Belgum f gær, fengu varla mark- tækifærl í lelknum en unnu samt 3:1 í Belgíu. Hér sækir Marc Rieper aö Luc Nilis hinum belgíska. í Belgíu DANIR unnu mikilvægan 3:1 sig- ur á Belgum í Belgíu, þar sem heppnin hjálpaði mikið til við mörk Danana því færi þeirra voru ekki mikið fleiri en mörkin. Á 19. mínútu missti markvörð- ur Belga boltann klaufalega frá sér inn í vítateig og Michael Laudrup skoraði. Tveimur mínút- um síðar voru danskir áhorfendur enn að fagna þegar skot utan víta- teigs fór í höfuðið á Mikkel Beck og breytti svo snarlega um stefnu að markvörðurinn var varnarlaus í hinu horninu. Þrátt fyrir að Belgar ættu fjölmörg færi, tókst þeim ekki að skora nema eitt mark og Danir bættu við marki í síðari hálfleik. Danir unnu báða leikina og eru komnir með 17 stig í öðru sæti á meðan Belgar hafa 11 en Spán- veijar eru enn á toppnum með 22 stig. Mikilvægi leiksins liggur í því að reglur segja að ef tvö lið eru jöfn að stigum og annað liðið vinnur báða innbyrðis leiki lið- anna, skuli það fara ofar á töfl- una. Það þýðir að Danir eru ör- uggir með að komast í úrslita- keppnina í Englandi næsta sumar því bæði þeir og Belgar eiga tvo leiki eftir og þó svo Belgar næðu þeim að stigum myndur þeir sitja eftir með sárt enni. RALLAKSTUR Dönum VIKINGALOTTO: 12 14 26 32 35 37 + 29 39 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.