Morgunblaðið - 08.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.1995, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D 203. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Spánar Stjóniin sætir rannsókn Madrid. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Spánar fól í gær dómara að rannsaka ásakanir um að stjórn Sósíalistaflokksins hefði heimilað drápsherferð gegn bask- neskum aðskilnaðarsinnum á síðasta áratugi. Dómarinn á að úrskurða hvort ástæða sé til að ákæra Felipe Gonzalez forsætisráðherra og þijá aðra atkvæðamikla sósíalista . Fyrr um daginn hafði ríkissak- sóknari Spánar lagt til við hæstarétt að Jose Barrionuevo, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði yfirheyrður vegna málsins. Hins vegar taldi hann ásakanirnar um aðild Gonzalez „ekki nógu sterkar til að réttlæta vitna- stefnu“. Barrionuevo bauðst strax til að bera vitni í málinu án þess að þingið ryfi þinghelgi hans. Þessi skjótu viðbrögð innanríkisráðherr- ans fyrrverandi ollu vangaveltum um að hann yrði gerður að blóra- böggli í málinu. Aður höfðu spænsk dagblöð birt leyniskýrslu, sem leyniþjónusta hersins er sögð hafa skrifað til að undirbúa blóðugar aðgerðir gegn aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA. Birting skýrslunnar er talin reiðar- slag fyrir stjórnina, sem hafði neitað að skjalið væri til. Taiið er að reyn- ist skýrslan ófölsuð geti hún orðið til að Gonzalez neyðist til að segja af sér eftir þrettán ár við völd. ■ Gonzalez í vanda/18 ASHTON Calvert, sendiherra Ástralíu í Japan, gæðir sér á áströlskum hrísgrjónum í Dai- ei-stórmarkaðnum í Tókýó. Sala á innfluttum hrísgrjónum er nú hafin í fyrsta skipti í jap- önskum verslunum. Innflutn- ingur á hrísgrjónum hefur til Grjónamúr- inn rofinn þessa verið bannaður og eru áströlsku grjónin meðal þeirra fyrstu sem til landsins berast. Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu er GÁTT-samkomuIagið en Japanir reyndu fram á síð- ustu stundu í samningaviðræð- unum að fá undanþágu fyrir áframhaldandi innflutnings- banni. Reuter Sprengjutilræði í Lyon Friðarviðræður hefjast í Genf NATO eykur sóknarþungann Sarajevo, Pale, Genf. Reuter, The Daily Telegraph. Slóvakía Leyni- þjónust- an sökuð um aðild Bratislava. Reuter. HÁTTSETTUR lögreglumaður, sem stjómað hefur rannsókn á ráninu á syni Michel Kovac, forseta Sióvakíu, greindi blaða- mönnum frá því í gær að hann teldi hugsanlegt að öryggis- þjónusta landsins tengdist rán- inu. Er blaðamannafundur Jar- oslavs Simunics var hálfnaður var hann boðaður í símann og skýrt frá því að hann ætti ekki lengur að starfa að rannsókn málsins. Simunic sagði að reynt hefði verið að hindra rannsókn hans og að vitnum í málinu hefði verið hótað. „Sumir þeirra er ég yfirheyrði voru síðar beittir þrýstingi ... og eru hræddir," sagði Simunics. Hefði hann hætt að gefa yfirmönnum sín- um daglega skýrslu um rann- sóknina til að vernda vitni. Syni Kovacs var rænt í síð- ustu viku skammt frá höfuð- borginni Bratislava og smyglað til Austurríkis þar sem ræn- ingjamir hentu honum út fyrir framan lögreglustöð. Kovac yngri er eftirlýstur fyrir fjársvik í Þýskalandi. Bandamaður Meciars Simunic sagði að hann teldi hugsanlegt að leyniþjónusta Slóvakíu tengdist málinu en yfirmaður hennar, Ivan Lexa, er bandamaður Vladimirs Mec- iars forsætisráðherra, sem á í harðri deilu við Kovac. „Meðan á rannsókninni stóð varð ljóst að menn og bifreiðar, sem hugsanlega tengjast leyni- þjónustunni, voru á staðnum er ránið átti sér stað,“ sagði hann en tók þó fram að hann gæti ekki sannað þessa fullyrðingu. BÍLSPRENGJA sprakk fyrir utan skóla gyðinga í Ville- urbanne, úthverfi Lyon í gær. Ellefu særðust í sprengingunni, þar af einn alvarlega. Vitni sögðu litlu hafa munað að verr færi þar sem sprengjan sprakk skömmu áður en 600 börn áttu að yfirgefa skólann. Bílnum hafði verið lagt í fimm- tán metra fjarlægð frá aðalinn- gangi hans. Franska útvarpið sagði lögreglu hafa handtekið mann er hljóp af vettvangi eftir að sprengjan sprakk. Jacques Chirac Frakklands- forseti segist telja mestar líkur á því að heittrúaðir múslimar beri ábyrgð á nýlegum sprengjutilræðum í Frakklandi. Frönsk blöð segjast hafa heimildir fyrir því innan lög- reglunnar að múslimar séu að undirbúa „heilagt stríð“ gegn Frökkum. Er talið hugsanlegt að markmiðið sé að fá Frakka til að láta af stuðningi við stjórn- völd í Alsír. HERÞOTUR Atlantshafsbandalags- ins (NATO) héldu uppi stöðugum árásum á stöðvar Bosníu-Serba í gær og hafa ekki verið farnar jafn- margar árásarferðir á einum degi til þessa. Árásirnar beinast nú einn- ig að birgðaflutningaleiðum Serba og samgöngumannvirkjum. Sprengj- um var varpað á herstöð við Lukavica skammt frá Sarajevo-flug- 'velli og skotfærageymslu í bænum Jahorinski Potok í grennd við Pale, höfuðvígi Bosníu-Serba. Bosníu- Serbar neita enn að færa þungavopn sín í 20 km fjarlægð frá Sarajevo líkt og Sameinuðu þjóðirnar krefjast og talsmaður SÞ sagði ekkert benda til að þeir hygðust gera það í bráð. Alls hafa flugvélar NATO tekið um 2.100 sinnum á loft frá því að- gerðirnar hófust en ganga má út frá því að þriðja hvert flugtak tengist ekki beinum loftárásum heldur stuðningsaðgerðum við árásarvél- arnar. Yfirmenn NATO og SÞ segja að ef Serbar verði ekki við kröfum Sam- einuðu þjóðanna verði árásirnar hertar á næstu dögum. Bernard Janvier, yfirmaður friðargæsluliðs- ins í Bosníu, sagði að árásunum yrði haldið áfram þar til Serbar gæfust upp. Sjónvarp Bosníu-Serba hélt því ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, ítrekaði í gær tilboð stjórnar sinnar til Þjóðverja um að láta kjarnorkuvarnir Frakka ná einn- ig til Þýskalands. Harin hvatti í ræðu til að tekin yrði upp „samhæfð fæl- ingarstefna“ ríkjanna tveggja. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra fram í gær að eitt hundrað óbreytt- ir borgarar hefðu fallið í sprengju- árásum NATO til þessa en þær tölur hafa ekki verið staðfestar. Stjórn Bosníu-Serba fordæmdi loftárásirnar og sagði þær „glæp- samlegar“ og ástæðulausar, þar sem Serbar væru reiðubúnir til friðarvið- ræðna. Stjórn Serbíu gaf einnig út mjög áþekka yfirlýsingu og sagði árásirnar ógna friðarviðræðum. Fundur í Genf Fyrsti fundur utanríkisráðherra Króatíu, Bosníu og „Júgóslavíu“ (Serbíu og Svartfjallalands) frá því að átökin hófust hefst í Genf í dag. Richard Holbrooke, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna og sérleg- ur sendimaður Bandaríkjastjórnar í Bosníu, stýrir fundinum og mun leggja áherslu á að deiluaðilar sam- þykki friðartillögur Bandaríkja- stjórnar. Borís Jeltsín Rússlandsforseti gagnrýndi loftárásirnar harðlega í gær og hótaði að endurskoða afstöðu sína til samstarfs við NATO. Emb- ættismenn NATO sögðu yfirlýsingar Jeltsíns engu breyta og væri þeim líklega fyrst og fremst ætlað að styrkja stöðu forsetans í Rússlandi. Þýskalands, sagði í útvarpsviðtali að þetta væri „athyglisverð" hug- mynd, sem yrði að íhuga nánar. Flestir sérfræðingar stjórnar- flokkanna í öryggismálum tóku einnig vel í hugmyndir Juppés og sögðu kjarnorkuvarnir nauðsynlegar Þjóðveijum í framtíðinni. ■ Gagnrýni Rússa/17 Þjóðverjum boðnar kjamorkuvarnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.