Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 6
FRETTIR 6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 'oVA' ;■> “-i' — SKÓLAR um land allt frá neðstu skólastigum til efstu eru að hefja göngu sína eftir gott sumarleyfi og er ekki laust við að sumir nem- endur gleðjist mjög á meðan aðrir sjá eftir sumarstarfinu eða hvíld- inni. Breyting fyrir yngstu bömin Mestu viðbrigðin eru þó fyrir börnin sem eru að hefja skóla- göngu og þurfa að aðlagast þeim kröfum og kvöðum sem lærifeður þeirra leggja á litlar herðar. Að mörgu er að huga og þótt með nokkurri einföldun megi segja að Á tíma- mótum í upp- hafi skóla- göngu fyrstu tvö árin felist aðallega í lærdómsríkum leikjum, lestri og skrift, þarf að kaupa skólatösku, stílabækur, pennaveski og annað það sem tilheyrir skólagöngu. Morgunblaðið/Kristinn Umhverfið er nýtt og félagarnir sömuleiðis, þannig að algengt er að krakkarnir séu nokkurn tíma að venjast skólanum og aukinni ábyrgð honum samfara. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í tvo grunnskóla, Hvassa- leitisskóla og Melaskóla, og festi á filmu krakka í yngsta hópnum, flest að stíga fyrstu sporin á langri skólagöngu. Þau báru sig furðu vel, vongóð og glöð, með nesti og ritföng í töskunum, þess albúin að læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna. Á þessum aldri er ónumin þekking gríðarleg, eins og þau munu brátt kynnast. Lærvöðvi sautján ára pilts fór 1 sund- ur á togara í Flæmska hattinum Beið í 16 tíma án verkjalyfja „KRÓKURINN losnaði allt í einu og skaust af rosalegu afli í fótinn á mér. Ég fékk svakalegt sár á lærið, vöðvinn fór alveg í sundur að aft- an,“ segir Ævar Smári Jóhannsson skipveiji á togaranum Ottó Wathne frá Seyðisfirði sem lenti í slysi þegar skipið var á rækjuveiðum á svonefnd- um Flæmska hatti austur af Nýfundnalandi rétt eftir miðnætti 26. ágúst sl. Venð var taka mn trolliö og not- uðu skipveijar krók, sk. pokagils, til að lyfta upp skiljunum sem flokka fiskinn frá rækjunni. Krók- urinn festist alveg niðri í dekki og tók Ævar Smári yfir króknum, en sá sem hífði tók ekki eftir því og hélt áfram að hífa, með 'fyrrgreind- um afleiðingum. Krókurinn var kol- ryðgaður, um tveggja sentímetra þykkur og alls um fimmtán sentí- metra langur að sögn Ævars Smára, sem verður átján ára í lok þessa árs. Dofinn lengst af Hann var borinn inn í skip og reynt að hlynna að honum eftir megni. Eftirlitsskip á vegum Evr- ópusambandsins var þarna á sigl- ingu nærri og leitaði skipstjóri Ott- ós Wathne aðstoðar þess. Um hálf- um öðrum tíma eftir slysið kom það á vettvang og var sænskur sjúkra- liði sendur yfir. „Hann veitti mér mikla hjálp og sá strax hvað þyrfti að gera, þ.e. að hafa samband við lækni í St. John’s á Nýfundna- landi, sem sagði honum til. Svíinn hreinsaði sárið með soðnu vatni og stöðv- aði blæðingu með því að loka sárinu með þykku límbandi," segir Ævar Smári. Óskað var eftir að- stoð þyrlu sem kana- díska strandgæslan veitti fúslega, en hins vegar var ekki flug- fært í fyrstu vegna þoku. Ævar Smári beið því í um sextán klukkutíma, áður en þyrla kom á vettvang, og fékk hann engin kvalastillandi lyf á meðan, fyrir utan asperín. „Lærið á mér þrútnaði allt upp og ég var svo dofinn lengst af að ég þurfti varla verkjatöflur, en það var þó óskaplegur léttir að vita af viðbrögðum Kanadamanna og að ég kæmist undir læknishendur hið fyrsta, mér leið strax miklu betur,“ segir hann. Þokan til trafala „Við vorum um 250 mílur frá landi þegar slysið varð, sem var heldur of langt að þeirra mati, auk þess sem þokan setti strik í reikn- inginn, en við sigldum til móts við þyrluna og vorum um 170 mílur frá landi þegar hún kom loks í fylgd stórrar Herkúlesar-flugvélar. Þá hafði þokunni létt að mestu. Þyrlan lét tvo menn síga niður, sem könn- uðu allar aðstæður, meðal annars hvort ekki væri hreint í kringum mig. Þeir settu mig síðan í spelkur og gáfu mér morfín, óluðu mig nið- ur í körfu og létu hífa mig upp. Flugið til St. John’s tók um hálfan annan tíma og á meðan fékk ég súrefni og næringu í æð,“ segir Ævar Smári. Hann var síðan flutt- ur á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í St. John’s. Búið er að gera fjór- ar aðgerðir á fæti Ævars og svæfa hann jafnoft. „Ég er svo ungur að það þurfti að fá leyfi foreldra minna til að gera aðgerðina, þannig að þau fengu strax nákvæmar frétt- ir af líðan minni,“ seg- ir Ævar. Hann segir aðgerðum nú lokið og sé útlitið gott að mati lækna, sem telji ekki að hann muni bíða varanlegt tjón af slys- inu. Óttuðust ígerð „Læknarnir höfðu miklar áhyggjur á að ég myndi fá ígerð í sárið, enda hættan mikil vegna fisksins og þess að krókurinn var haugryðg- aður. Sárið var sótthreinsað á hveij- um degi og allt gert að öðru leyti til að koma í veg fyrir ígerð, og ég held að það hafi tekist." Umboðsmaður Eimskips á Ný- fundnalandi hefur að sögn Ævars verið honum til halds og trausts og veitt ómetanlega hjálp. Hann segist eiga von á að fljúga frá St. John’s áleiðis til íslands 12. september nk. og meðan hafi hann það rólegt og einbeiti sér að því að ná bata. Ævar Smári hefur verið skip- veiji á Ottó Wathne í eitt ár. Skip- ið var búið að vera á veiðum í um 20 daga þegar slysið varð og veiða um 90 tonn af rækju, en aflabrögð hafa verið fremur lök. ÆVAR Smári Jó- hannsson segir að sér hafi liðið mun betur þegar ljóst var að kanadíska strandgæslan kæmi honum til aðstoðar. Húsfriðunarnefnd skipuð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur nýlega skipað húsfriðunarnefnd ríkisins til næstu 5 ára. Nefndin starfar samkvæmt þjóð- minjalögum og eiga sæti í henni tveir fulltrúar tilnefndir af þjóð- minjaráði, einn af Arkitektafélagi íslands og einn af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga auk þess sem þjóðminjavörður á sæti í nefndinni skv. stöðu sinni. Nefndina skipa Þorsteinn Gunn- arsson, arkitekt, formaður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, forstöðu- maður Minjasafnsins á Akureyri, varaformaður, Guðmundur Gunn- arsson, arkitekt, Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka- hrepps og Þór Magnússon, þjóð- minjavörður. Varamenn eru Katrín Fj'eldsted læknir, Sigríður Sig- urðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, Pétur H. Armanns- son, arkitekt og Guðrún Ögmunds- dóttir, borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.