Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/ómar Össurarson Trollið tekið í Smugunni VEIÐIN er alltaf mjög misjöfn í Smugunni, ýmist í skipverjar á fyrstitogaranum Vestmannaey að búa ökla eða eyra. Síðustu daga hefur veiðin verið mjög sig undir að leysa frá pokanum, en þeir komu heim mikil og hafa skipin verið að fá stór hol. Hér eru fyrir skömmu eftir góðan túr í Smuguna. Dregið úr seiðadrápi og brottkasti fisks „Notkun seiðaskiljunnar er stórt skref fram á við“ „AÐALATRIÐIÐ er að mikið seiða og smáfiskadráp átti sér stað við úthafsrækjuveiðamar og undan því varð ekki vikizt að taka á þeim vanda. Slík hefði verið mikið ábyrgð- arleysi. Ég tel það hafa verið gert með skynsamlegum hætti með því að skylda notkun seiðaskiljunnar. Hinn hin leiðin er að loka stórum veiðisvæðun, en það teldi ég mun verri kost. Með þessum hætti er stig- ið stórt skerf fram á við í bættri umgengni um auðlindina," segir Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í samtali við Verið. Skipstjómarmenn á nánast sér- hveiju skipi í úthafsrækjuflotanum hafa sent sjávarútegsráðherra til- mæli þess efnis að undanþága verði veitt frá notkun skiljunnar yfir vetr- armánuðina. Telja þeir mikla slysa- hættu stafa af notkun hennar í vondum veðmm og segja að ekki sé um það spurning hvort slys verði heldur aðeins hvenær. Framkvæmdin könnuð betur „Við munum að sjálfsögðu að gefnu þessu tilefni kanna fram- kvæmd reglugerðarinnar betur og leita upplýsinga um reynslu annarra þjóða,“ segir Þorsteinn. „En ég vil minna á, að það hafa ekki verið gerðar athugasemdir við ráðuneytið fram til þessa. Ákvarðanir um notk- un seiðaskiljunnar vom teknar eftir ítarlegt samráð við samtök útvegs- manna og sjómanna og enn sem komið er hafa ekki færð nein rök fyrir því að hverfa frá þeim ákvörð- unum sem teknar vom um notkun hennar. Það fer ekki á milli mála að stórt skref var þar tekið fram á við til bættrar umgengi um auðlind- ina. Dregið úr úrkast á fiski og seiðadrápi Það var í febrúar á þessu ári sem ákvörðun var tekin um að rækjuveið- ar án seiðaskilju yrðu bannaðar á þremur tilteknum svæðum fyrir Norðurlandi. Þá lá fyrir það álit að hægt væri að draga mjög vemlega úr drápi á karfaseiðum með notkun skiljunnar við rækjuveiðamar og stöðva mest allt úrkast af þorski og öðram fisktegundum, sem hefur ver- ið umtalsvert. Enginn vafí er á því að seiðadráp við ræjuveiðar hefur haft áhrif á viðgang karfastofnanna. Náið samráð haft Þegar Fiskistofa og Hafrann- sóknastofnun tóku ákvörðun um að seiðaskiljan skyldi notuð við allar úthafsrækjuveiðar, lágu fyrir ítrek- aðar vísbendingar frá skipstjórnar- mönnum um nauðsyn þess að nota skiljuna. Það hefði verið fullkomið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við þeim vísbendingum með því að nota seiðaskiljuna. Síðan ákveðið að hún skyldi notuð við allar veiðar með til- tekinni aðlögun. Um það var haft náið samráð við öll hagsmunasam- tök, sem vom samála um að svo bæri að gera. Ekkert þeirra hefur tekið málið upp með sama hætti og skipstjómarmennimir gera nú. A þessum lista em stór og öflug skip og skip, sem hafa notað seiðaskilju um nokkurt árabil á úthafsveiðum og við höfum aldrei heyrt að skip- stjórar þeirra hafí verið að stefna áhöfnun sínum í lífshættu," segir Þorsteinn Pálsson. Mjög góð rækjuveiði á Flæmska hattinum - Veiðin orðin 600 tonnum meiri en allt síðasta ár VEIÐI er nú með ágætum hjá ís- lenskum rækjuskipum á Flæmska hattinum. Níu rækjuskip em þar á veiðum samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa en tvö á leiðinni heim, þau Blængur NK og Sigurfari ÓF. Rækjuaflinn er nú þegar orðinn a.m.k. 600 tonn- um meiri en á síðasta ári. Að sögn Ármanns Ármannssonar, framkvæmdastjóra Ingimundar hf. í Reykjavík, hefur verið góð rækju- veiði hjá Helgu II RE á Flæmska hattinum að undanfömu. Skipið landaði á Nýfundnalandi þann 23. ágúst og hefur fengið um 60 tonn af rækju það sem af er þessari veiði- ferð og segir Ármann að fjögur til sjö tonn af rækju fáist nú á sólar- hring. Iðnaðarrækja sé unnin af rækjuvinnslum hér heima en Japans- rækjan fari beint á markað í Japan. Nýtt skipíjúní Helga II RE hefur verið á Flæmska hattinum síðan í maí en er væntanleg til íslands þann 24.september en skipið verður þá afhent Samherja hf. á Akureyri. Ingimundur hf. er nú með fullkom- ið rækjuvinnsluskig í smíðum í Noregi og segir Ármann verkið ganga vel en skipið verði ekki af- hent fyrr en í júní á næsta ári. 3.000 á þessu ári Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hafa íslensk skip nú veitt um 3.000 tonn af rækju á Flæmska hattinum það sem af er þessu ári. Þessi tala mun væntanlega hækka eitthvað þar sem afla er venjulega landað erlendis og útgerðarmenn hafa mánaðarfrest til að skila inn aflatölum. Á síðasta ári veiddust um 2.400 tonn af rækju á Flæmska hattinum að verðmæti rúmlega 240 milljóna króna. í fyrra var veitt þar meira og minna allt árið, utan janúar, apríl og maí. íslenskir þingmenn ræða við Evrópuþingmenn Ekki samið tvíhliða við Norðmenn um Síldarsmugu FIMM fulltrúar úr utanríkismáia- nefnd Alþingis eru nú staddir í Bmssel í boði Evrópuþingsins og er þetta liður í tvíhliða samskiptum Alþingis og Evrópuþingsins. Fulltrúar utanríkismálanefndar áttu í gær viðræður við sjávarút- vegsnefnd Evrópuþingsins að við- stöddum sendiherra íslands hjá Evr- ópusambandinu, Hannesí Hafstein, og fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB, segir í fréttatilkynningu. Á fundinum gerðu fulltrúarnir grein fyrir helstu hagsmunum íslendinga í sjávarútvegi. Sérstaklega var gerð grein fyrir mikilvægi þess fyrir ísland að ESB veiti tollaundanþágur vegna síldar- viðskipta landsins við Svía og Finna, en fyrir inngöngu þessara þjóða í ESB ríkti fríverslun með físk milli Islands og þeirra. Á fundinum vöktu íslensku þing- mennirnir athygli á nýgerðum út- hafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Ræddu þeir mikilvægi þess að semja um fiskveiðistjórnun á út- hafskarfamiðum á Reykjaneshrygg og í Síldarsmugunni á milli Islands og Noregs. Fram kom í máli fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB, eftir fyr- irspurn frá íslensku fulltrúunum, að framkvæmdastjórnin hyggst ekki semja tvíhliða við Norðmenn um veiðar í Síldarsmugunni. Slíkur samningur yrði að byggjast á sam- þykki allra aðila. Fulltrúar utanríkis- málanefndar fögnuðu þeirri yfirlýs- ingu. Þjóðverjar óánægðir Þýski Evrópuþingmaðurinn Birg- itte Lenghagen kom á framfæri sjón- armiðum þýskra útgerðarmanna varðandi tvíhliða samning íslands og ESB um gagnkvæma skiptingu á aflakvótum fyrir karfa og loðnu, en samningurinn var gerður í kjölfar EES-samningsins. Telja Þjóðveijar að karfínn gangi ekki á þau svæði, sem þeim sé úthlutað til veiða og því sé nauðsynlegt að úthluta þýsk- um skipum nýjum svæðum til að veiða á. Fulltrúar utanríkismálanefndar í ferðinni em Lára Margrét Ragnars- dóttir, Siv Friðleifsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Össur Skarphéð- insson. Þórður Bogason, ritari utan- ríkismálanefndar, er einnig með í för. Reuter Evrópuþingmenn í Brasilíu SENDINEFND frá Evrópuþing- inu átti í vikunni fund með Henrique Cardoso, forseta Brasil- íu (á miðri mynd í ýósum jakkaföt- um). Sendinefndin er á ferð um ríki viðskiptabandalagsins Merc- osur, en þau eru, auk Brasilíu, Argentína, Paraguay og Uruguay. Hugleiðingarhópurinn VES verði evrópsk stoð NATO Brussel. Reuter. ATLANTSH AFSB AN D ALAGIÐ (NATO) er að mati Hugleiðingar- hópsins svokallaða kjarni evrópskrar varnarsamvinnu og ætti að vera það áfram að ríkjaráðstefnunni lokinni, þrátt fyrir vilja nokkurra aðildar- landa til að ESB reki sjálfstæðari öiyggis- og varnarstefnu. Þetta kemur fram í skýrslu Hug- leiðingarhópsins svokallaða, sem formaður hópsins, Carlos Westen- dórp, kynnti fréttamönnum á þriðju- dag. Meirihluti hópsins kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að „Vesturevrópusambandinu (VES) beri að þróa evrópska öryggis- og vamarsamvinnu tii þess að verða hin evróþska stoð NÁTO.“ Ekki á einu máli En meðlimir hópsins em ekki á einu máli um það hvernig tengslum VES og ESB annars vegar og VES og NATO hins vegar skuli háttað. Samkvæmt skýrslunni er minni- hluti þeirrar skoðunar, að VES eigi að halda sjálfstæði, þar sem það sé eina leiðin til að viðhalda því eðli þess, að vera samstarfsvettvangur ríkisstjórna, óháð öðmm yfirþjóðleg- um stofnunum. Nokkur ríki, sem eiga fulltrúa í hugleiðingarhópnum, eru mótfallin samruna VES og NÁTO, að því sem Westendorp sagði fréttamönnum. Þetta era ríkin fímm, sem eru aðilar að ESB en hafa aðeins áheyrnarað- ild að VES; írland, Svíþjóð, Finn- land, Danmörk og Austurríki. Lokaniðurstaða skýrslunnar er þó sú, að meirihluti aðildarríkjanna er fylgjandi sammna VES í ESB sem einu leiðinni til að koma á sameigin- legri evrópskri öryggis- og varnar- stefnu. Menn sættust á að fullveldi þjóð- ríkisins var lykilatriði í öryggismál- um og að ákvarðanir yrðu að vera teknar einróma. Ekkert ríki ætti hins vegar að vera þvingað til að taka þátt í hemaðaraðgerðum, né heldur ætti einu ríki að vera mögulegt að hindra slíkar aðgerðir, sem önnur ríki hafa samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.