Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 19 ERLEMT Herinn setur mark sitt á kosningabaráttuna í Rússlandi Hershöfðingi í flokk með þj óðernissinnum VINSÆLASTI hershöfðingi Rúss- lands, Alexander Lebed, skildi her- búninginn eftir heima og klæddist jakkafötum með bindi þegar hann tilkynnti á mánudag að hann hefði gengið til liðs við þjóðernissinna sem stefna að sigri í þingkosningunum í desember. Lebed er hálffimmtugur og róm- dimmur mælskumaður, með andlit sem þykir líkjast bolabít, hundakyni sem er orðlagt fyrir kjark og seiglu. Hann er þekktasti frambjóðandinn í flokki Júrís Skokovs, Ráðstefnu rúss- neskra samfélaga. Skokov var einn af ráðgjöfum Borís Jeltsíns þar til úfar risu með þeim árið 1993. Hann er nú einn af höfuðandstæðingum forsetans og nýtur öflugs stuðnings nokkurra stórfyrirtækja. Fréttaskýrendur telja að lýðhylli Lebeds og tengsl Skokovs við stór- fyrirtækin geti tryggt flokknum mik- ið fylgi meðal Rússa sem minnast þess með ljúfsárum söknuði þegar Rússland var óvefengjanlega stór- veldi. Hermt er að rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafínn Alexander Solzhenítsyn hafí gerst ráðgjafi flokksins. „Útþenslustefna“ NATO gagnrýnd Forystumenn flokksins efndu til blaðamannafundar á mánudag og gagnrýndu hreyfingu Viktors Tsjemomyrdíns forsætisráðherra. Þeir sökuðu stjórn hans um að stuðla að spillingu í þjóðfélaginu, sóun auð- linda Rússlands, auðmýkingu Rússa í öðrum löndum Sovétríkjanna sálugu og blóðsúthellingunum í Tsjetsjníju. Lebed var þó enn þyngri á brún þegar talið barst að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og loftárásun- um á Bosníu-Serba. „Nú þegar Sovétríkin eru ekki lengur til steytir NATO hnefann framan í Rússá, vegna þess að annar óvinur er ekki fyrir hendi,“ sagði hann. „Sú ástríða NATO að þenjast út og einoka ör- yggismál alls heimsins getur að- eins leitt til eins - að Rússar taki sig til, einhvern tíma þegar fram líða stundir, og rifti öllum fyrri samningum og taki upp þá stefnu að halda NATO í skefjum." Lofsamaði Pinochet Lebed tók þátt í stríðinu í Afgan- istan og varð landsþekktur þegar hann stjórnaði hersveitum Rússa í Moldovu árið 1992. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar á málefnum Rússlands og olli uppnámi innan hersins þegar hann lofsamaði Aug- usto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra Chile, fyrir að „þagga niður í hávaðaseggjum" og koma á lögum og reglu í landinu. Lebed var vinsæll meðal hermanna sinna og óragur við að gagnrýna yfirstjóm hersins og Jeltsín forseta, einkum vegna hernaðaraðgerðanna í Tsjetsjníju. Hann sagði af sér í vor þegar herinn ákVað að skerða völd hans. Nánast allir flokkar Rússlands státa nú af hershöfðingjum en enginn þeirra er jafn þekktur og Lebed. Talið er að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum á næsta ári og samkvæmt nýlegum könnunum er hann vinsælli en aðrir líklegir fram- bjóðendur. Þegar fólk var spurt í einni könnuninni um helstu kosti Lebeds var viðkvæðið: „Hann getur komið reglu á hlutina." Lebed hefur hins vegar litla reynslu af stjórnmálum og mörgum Rússum hrýs hugur við karl- mennskudýrkun hans og hermann- legri framgöngu. HLUTHAFAFUNDUR í HLUTABRÉFASJÓÐI VÍB HF. Hluthafafundur verður haldinn í Hlutabréfasjóði VÍB hf. þriðjudaginn 10. október nk. og hefst hann kl. 16:00. Fundarstaður: Hótel Saga, Ársalur, 2. hæð. Dagskrá: l.Tillaga um samruna félagsins við Hlutabréfasjóðinn hf. Samrunaáætlun ásamt þeim gögnum sem um getur í 5. mgr. 124 gr. hlutafélagalaganna liggja frammi á skrifstofu félagsins að Ármúla 13a, Reykjavík. Stjómin VlB VFRÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ártnúla I ia, 155 Reykjavik. Simi: 560-8900. Mytidsendir: 560-8910. HLUTHAFAFUNDUR í HLUTABRÉFASJÓÐNUM HF. Hluthafafundur verður haldinn í Hlutabréfasjóðnum hf. þriðjudaginn 10. október nk. og hefst hann kl. 17:00. Fundarstaður: Hótel Saga, Ársalur, 2. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga um samruna Hlutabréfasjóðs VIB hf. og félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Kosning nýrrar stjórnar. Samrunaáœtlun ásamt þeim gögnum sem um getur í 5. mgr. 124 gr. hlutafélagalaganna og tillögur til breytinga á samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skólavörðustig 12, Reykjavík. Lagt er til að ákvœði samþykkta félagsins um heimilisfang þess breytist og að upp i samþykktir verði tekin ákvæði um kosningu 2ja varamanna i stjóm félagsins. Stjómin Hlutabréfasjóðurinn hf. Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík. Sími: 552-1677. Myndsendir: 552-1033. Ber sakir á Alsírsher Brussel. Reuter. KUNNUR, franskur lögfræðingur, Jacques Verges, sakaði í gær herinn í Alsír um að standa að baki sprengjutilræðunum í Frakklandi að undanförnu. Verges er einn af veijendum alsírsks öfgatrúar- manns, sem nú er fyrir rétti í Belg- íu. „Ég tel, að sérsveitir alsírska hersins eigi'sök á sprengjutilræð- unum,“ sagði Verges þegar hann talaði máli skjólstæðings síns, Ahmeds Zaouis, en hann er sakaður um að hafa sprengiefni í fórum sín- um. Zaoui er einn af 13 sakborning- um, sem allir eru taldir félagar í GIA, samtökum bókstafstrúar- manna í Alsír. Berjast þau blóugri baráttu gegn stjórnvöldum í landinu og eru grunuð um að bera ábyrgð á hermdárverkunum í Frakklandi að undanförnu. ■ wHsr fimmtud. -sunnud. TÁÁHuirieistari: Borðapantaninr í síma 568 9686 Snyrtilegur klæðnaður. vwvvvwv v v y y yyyyyyyyyy yyyyyy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.