Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þettaer bara djass Wallace Roney, ein af stórstjörnum djass- heimsins, segir í viðtali við Guðjón Guð- mundsson að það hafí verið stærsta stund í sínu lífi þegar Miles Davis bað hann að spila með sér á Montreaux djasshátíðinni. Roney leikur á tónleikum ásamt hljómsveit sinni á RúRek á Hótel Sögu í kvöld. WALLA.CE Roney er 35 ára gamall, fæddur í Fíladelfíu og hefur verið atvinnudjassleik- ari í sautján ár, mestan hlutann í New York. „Það er gaman að vera á íslandi," sagði Roney skömmu eftir komuna til landsins og fýsti hann mest að vita hvar helsta trompetverslunin í Reykjavík væri. „Það er gaman að sjá hvað er á boðstólum. Eru þeir með Yamaha?“ Roney er með nýja hljómsveit sem nýlega sendi frá sér geislaplöt- una Misterious en 1993 gaf hann út Crunchin’ með Geri Allen, Anth- ony Hart, Ron Carter og Kenny Washington. Nýja hljómsveitin er skipuð bróður hans Antoine Roney á saxófóna, Carlos McKinney píanó, Clarence Seay bassa og Eric Allen trommur og hefur að undanförnu leikið í Village Vanguard djass- klúbbnum í New York, þar sem Roney býr ásamt eiginkonu og fimm ára gamalli fósturdóttur. Átrúnaðargoðið Miles „Sá fyrsti sem spilaði með var Philly Joe Jones 1976 en ég fór í mína fyrstu tónleikaferð með Dollar Brand þremur árum síðar. 1980 gekk ég í Stórsveit Arts Blakey og ári síðar í Art Blakey’s Jazz Mess- engers en á sama tíma spilaði ég með Chico Freeman, McCoy Tyner, Cedar Walton og fleirum. Svo kom tímabil þegar ekkert var að gera en skömmu síðar spiiaði ég inn á plötu með Tony Williams og hóf að starfa með honum. Það rakst dálit- ið á veru mína í Jazz Messengers," sagði Roney um upphaf djassferils síns. Margir hafa líkt Roney við átrún- aðargoð hans Miles Davis og þótt sem lærisveinninn hafí festst í stíl hans. „Hann var átrúnaðargoð mitt frá upphafí. Ég var alltaf hrifinn af listfengi hans því hann lék alltaf með mikilli tjáningardýpt. Seinna fór ég að hlusta á Clifford Brown en Miles var alltaf í mestu uppá- haldi hjá mér því hann var svo mikill listamaður. En ég hef líka orðið fyrir miklum áhrifum frá Chet Baker, Kenny Dorham og ég elska Dizzy Gillespie og Blue Mitchell.“ Djasstónlist sú sem Roney og hans kynslóð leikur hefur af sumum verið nefnd endurhvarfstónlist (ret- rospective) og mörgum þótt sem um of væri sótt í smiðju genginna kynslóða. „Ef þú hlustar á Misterio- us færðu aðra mynd af þessu. Þetta er bara djass og ég veit ekki hvað menn vilja kalla þetta. Ég er ekki að reyna að spila „retro-style“ tón- list heldur aðeins það sem Guð vill að ég spili. Ég spila aldrei gamalt LISTBR Morgunblaðið/Kristinn WALLACE Roney skoðar trompeta í hljóðfæraverslun í Reykjavík. efni og þótt ég leiki gamalt lag reyni ég að vera eins nútímalegur og ferskur og ég get,“ segir Roney. „Það eina sem var öðruvísi á Dis is Da Drum (ný geislaplata Herbie Hancock) var taktslagið en að öðru leyti spilaði ég eins og venjulega. Við tókum diskinn upp á þremur dögum og ég veit ekki hvaða parta Herbie notaði. Ég var ekki að votta virðingu mína sérstaklega í þetta sinn við Miles enda þótt ég kunni að hafa hljómað líkt og hann á Doo Bop.“ Vildi bláan - fékk rauðan Það vakti gífurlega athygli á sín- um tíma þegar Miles Davis fékkst til að leika með stórsveit sem Quinc- ey Jones stjórnaði á Montreaux djasshátíðinni 1992, lög sem hann hafði leikið í útsetningum Gil Evans. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fékkst til að líta yfir farinn veg og sér til fulltingis hann Ron- ey. „Þetta er stærsta stund í mínu lífi því allt sem Miles stendur fyrir og allt sem ég hef dáðst mest af stóð þarna við hlið mér,“ sagði Roney. Fræg er sagan af því þegar Mi- les Davis gaf Roney einn af tromp- etum sínum. Svona segir Roney hana: „Þetta gerðist 1983 en þá hitti ég Miles í fyrsta sinn. Hann kom til mín eftir tónleika og hrós- aði mér og spurði mig um trompet- inn sem ég var með. Ég sagði að hann ætti vinur minn einn sem á hljóðfæraverslun. Miles bað mig að hringja í sig daginn eftir. Ég vakn- aði snemma og hafði loks þor í mér að hringja í hann á hádegi. Þá bjó hann hjá Cicely Tyson á 17. stræti. Miles tók fram lúðrana sína. Hann átti m.a. svartan,_ bláan og brún- rauðan trompet. Ég prófaði þann svarta og síðan þann bláa og sagði honum að ég vildi fá þann bláa. Þá sagði hann mér að prófa þann svarta aftur og ég kvaðst ennþá vilja þann bláa en þá gaf hann mér þann brúnrauða. Ég var að sjálf- sögðu glaður en innst inni vildi ég þann bláa frekar og hefði ég sagst vilja þann brúnrauða hefði hann lík- lega gefíð mér þann bláa,“ sagði Roney. Roney er af þeirri kynslóð djassleikara sem þykir tiltölulega laus við neyslu eiturlyfja ólíkt fyrri kynslóðum. „Ég nota ekki eiturlyf og veit ekki hvar hægt er að nálg- ast þau. Það er hins vegar einka- mál þeirra sem neyta þeirra svo lengi sem þeir iáta aðra í friði. Ég spyr fyrst að því hvort maðurinn sé góður náungi og ábyrgur þjóðfé- lagsþegn og á meðan svo er kæri ég mig kollóttan hvort hann neyti eiturlyfja eða áfengis." Biblían og bókmenntirnar Yanþekking framhalds- skólanema Á NÁMSKEIÐI Samtaka móður- málskennara með guðfræðingum í Skálholti dagana 14.-18. ágúst urðu móðurmálskennarar, sem aðallega voru framhaidsskólakennarar, á einu máli um að talsvert vanti á að ís- lenskir unglingar þekki texta Bibl- íunnar svo sem vert væri. í ályktun kennara segir m. a.: „Þar sem Biblían hefur öldum saman verið einn af homsteinum ís- lenskrar bókmenningar er þekking á texta hennar mjög oft forsenda fyrir skilningi á öðrum texturn." í viðtali Morgunblaðsins við Svein- björgu Sveinbjörnsdóttur formann Samtaka móðurmálskennara kom fram að erfíðara sé nú en áður að kenna bókmenntir vegna skelfílegrar vanþekkingar nemenda. „Það virðist hafa orðið breyting, að minnsta kosti sums staðar," sagði Sveinbjörg, „Biblian er ekki skyldunámsefni og nú er meira farið að kenna siðfræði og trúarbragðasögu." Sveinbjörg sagði að margar vísan- ir væru í Biblíuna í bókmenntunum og þess vegna endurskoðunar þörf í því skyni að leggja meiri áherslu á Biblíuna svo að nemendur gætu lesið og skilið betur samtímabókmenntir. Guðjón Bjarnason sýnir í Noregi Að túlka náttúruna SÝNING á verkum Guðjóns Bjarnasonar listmálara var opnuð fyrir skömmu í Drammen í Nor- egi. Þetta er boðssýning og haldin á vegum Drammen Kunstforen- ing. Guðjón, sem sýnt hefur hér heima og erlendis, einkum í New York, er nú að hasla sér völl í Noregi. Fyrst sýndi hann í Stavanger 1993 og kynntist þá þarlendum listamönnum, en á næsta ári heldur hann einkasýn- ingu og tekur þátt í samsýningu í Osló. Guðjón sagði á sýningunni væru 25 málverk öll frá þessu ári og hefðu ekki verið sýnd áður. Þau væru nokkurs konar fram- hald á stefi sem kom fram á sýn- ingu í Hafnarborg 1993. Nú hefði hann snúið sér nær eingöngu að málaralist og í verkunum væri hann að fjalla um erfiðleika þess að túlka náttúruna. Inntur eftir nánari skýringu, sagði hann: „Segja má að ég fjalli um erfið- Ieika málverksins sem tjáningar- miðils, í verkunum komi fram efa- semdir um málverkið." Sýning Guðjóns Bjarnasonar í Drammen stendur til 10. október. Hluti sýn- ingarinnar verður síðan í Sóloni íslandus og í Iceland Gallery í Haag. VERK eftir Guð- jón Bjarnason. VÍÐ OPNUN sýningar Guð- jóns Bjarnasonar í Drammen. Ostein Loge listfræðingur og safnstjóri; Eiður Guðnason sendiherra, sem flutti ávarp; Patrick Huse listmálari og Guðjón Bjarnason. Dagskrá RúRek DAGSKRÁ RúRek í dag föstu- dag, er eftirfarandi: STÓRTÓNLEIKAR verða á Hótel Sögu í kvöld kl. 22; Hljómsveit Tómasar R. og Ól- afíu Hrannar og Kvintett Wallace Roneys. Mr. Moon og Blackman & Alwayz in Axion verða á Tunglinu og á Jazzbarnum, Blúsband að hætti Jazzbarsins kl. 23. Munkasöng- ur vinsæll UM ÞRJÚ HUNDRUÐ að- göngumiðar voru í gær seldir og fráteknir á dagskrá RúRek- hátíðarinnar með norska saxó- fónleikaranum Jan Garbarek og Hillard Ensemble í Hall- grímskirkju síðar í haust. Einnig hefur verið mikil eftir- spurn eftir miðum á hljómleika Kvintetts Wallace Roneys á Hótel Sögu í kvöld. Að sögn Vernharðs Linnet sem er í forsvari fyrir djasshá- tíðina er víða áhugi á þeirri tegund tónlistar sem Jan Gar- barek og Hillard Ensemble flytja. Dagskráin er kynnt sem stærsti tónlistarviðburður Rú- Rek-hátíðarinnar frá upphafi. Vernharður sagði að svokall- aður munkasöngur eða gregó- rískur söngur væri í hávegum hafður og Hillard Ensemble þætti túlka miðalda- og endur- reisnartónlist öðrum sönghóp- um betur. Dönsk hönnun ARKITEKTINN Kátte Bonlokke Andersen lektor mun halda fyrirlestur í Nor- ræna húsinu laugardaginn 9. september kl. 16. Fyrirlestur- inn ber yfirskriftina „Dansk Mobel Design“. Mun hún fjalla um danska húsgagnahefð og hönnun. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku. Að fyrlestri loknum kl. 17.30 mun verða sýnd kvik- myndin „Den Magiske orden - en fílm om dansk design". Leikstjóri er prófessor Arne Carlsen og Claus Bohm, 1992. Sýningin tekur 38 mín. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Glermyndir o g speglar NÚ stendur yfir sýning Ingi- bjargar Hjartardóttur á gler- myndum og speglum í Þrastar- lundi. Þetta er fyrsta sýning hennar en hún hefur unnið í gler síðastliðin tíu ár. Þrastarlundur er opinn föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-23 til septemberloka. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Þorvaldar Þor- steinssonar „Myndir í römm- um“ í Gallerí Greip, lýkur sunnudaginn 10. september. Þorvaldur stundaði nám við Nýlistadeild MHÍ og Jan van Eyck Akademie í Hollandi á árunum 1983-1990. Hann sinnir jöfnum höndum mynd- list og ritstörfum og er skemmst að minnast upp- færslu Nemendaleikhússins í vor á leikriti hans „Maríusög- ur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.