Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 21 LISTIR STÚLKUMYND Cézannes, t.v. hefur verið ein af eftirlætismyndum safngesta í breska þjóðarlista- safninu sem vonast til að geta keypt hana á næstu árum. Til hægri er Les Poseuses eftir Serat en hún er metin á um þrjá milljarða ísl kr. Hugað að listaverkakaupum BRESKA þjóðarlistasafnið hyggst kaupa sjö síð-impres- sjónistísk málverk fyrir sem svarar til 10 milljarða ísl. kr. Verður það stærsta fjárfesting safnsins, svo og nokkurs annars bresks safns á síðustu fimmtíu árum. Fimm verkanna eru eftir Cezanne og tvö eftir Seurat. Hefur safnið haft þau að láni frá listaverkasafnaranum Heinz Berggruen, sem vill ólmur selja verkin. Til að eiga fyrir verkun- um mun safnið efna til fjársöfn- unar í haust en búist er við að stærstur hluti upphæðarinnar Rammar daglegs lífs MYNDLIST Gallerí Grcip BLÖNDUÐ TÆKNI Þorvaldur Þorsteinsson Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 10. september. Aðgangur ókeypis Þorvaldur Þorsteinsson VIRKNI listamanna er sjaldnast algildur mælikvarði á gildi þeirra, þar serrt magn og gæði þurfa ekki að fara saman, eins og alkunna er. í myndlistinni telja sumir það mest- an löst að listmenn sýni oft og mikið, og telja það ótvíræðan vitnis- burð um útþynningu listarinnar, einkum ef fátt nýtt er á ferðinni. Slíkt er hins vegar van- hugsað; þeir sem sýna sjaldan geta allt eins verið að endurtaka sig í sífellu, og þeir sem koma víða við geta stöðugt verið að koma fram með nýjum hætti, þannig að helst mætti líkja því við að fleiri en einn listamaður væru að verki. Þorvaidur Þorsteins- son er í hópi þeirra sem hafa komið víða við á undanförnum árum, bæði hvað varð- ar framlag í ólíkum miðlum listanna, sem og þeim sýningaíjölda, sem verk hans hafa tengst. Frá 1993 hafa myndverk hans fyllt sex einkasýning- ar og verið valin til þátttöku á a.m.k. níu samsýningum; á sama tíma hefur hann unnið myndbönd og samið tvö verk fyrir leiksvið, m.a. eitt vinsæl- asta barnaleikrit síðari ára, Skila- boðaskjóðuna. Aðeins nú í sumar hefur Þorvaldur átt verk á einum fimm sýningum, svo segja má að sýningin í Gailerí Greip sé aðeins nýjasti þátturinn í kraftmikilli sögu hjá frjóum listamanni. Sýningu sinni hér hefur listamað- urinn gefið yfirskriftina „Myndir í römmum". Við fyrstu sýn virðast þessi rúmlega tuttugu myndverk eiga fátt annað sameiginlegt en að vera í römmum; hér er ýmist um að ræða gamlar ljósmyndir, prent- myndir eða aðrar kunnuglegar ímyndir, þ.e. fundin verk sem lista- maðurinn hefur síðan breytt lítillega eða gefið nýjan titil, sem breytir fáist frá breska lottóinu. Verða verkin keypt eitt og eitt eftir því sem fjármagn leyfir og er búist við að kaupin taki þrjú til fimm ár. Þekktasta verkið er líklega „Les Poseuses" eftir Seurat, sem metið er á 3 millj- arða. Nýtt starfs- ár Mótettu- kórsins MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er nú að hefja 14. starfsár sitt. Verk- efni vetrarins verða fjölbreytt. Kór- inn flytur, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, þijár fyrstu kantöturnar úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag. Á föstunni mun kórinn flytja verk eftir Jón Nordal, Langlais o.fl., jafn- framt upptöku á þeirn verkum til útgáfu á hljómdiskum. í maí stefnir kórinn aðþátttöku í alþjóðlegri kóra- keppni á Irlandi, þar sem fjöldi kóra víðs vegar að mun spreyta sig. Mótettukórinn æfir á þriðjudags- kvöldum og annan hvern laugardag. Hann kemur fram í messum a.m.k. einu sinni í mánuði, svo og á hátíðum kirkjunnar. Kórfélagar eru um sextíu að tölu. Nú eru laus sæti fyrir fáeina söngvara, fimm í sópran, einn í tenór og þijá í bassa. Inntökupróf verður haldið í Hall- grímskirkju mánudaginn 11. septem- ber kl. 17-20. Þeim sem vilja taka þátt er bent á að skrá sig. Stjórn- andi Mótettukórs Hallgrímskirkju er Hörður Áskelsson. IHiSarkaðnr í KOLAPORTINU alla daga til 17. september 'WOpið virka daga kl. 12-18 LAUGARDAGA KL. 10-16 OG SUNNUDAGA KL. 11 -17 merkingu og samhengi myndefnisins gjörsamlega. Stakar sjálfstæðar teikningar fylla upp í þessa heild fundinna myndheima. Þessi vinnuaðferð er engan veginn ný af nálinni, oftast kennd við „re- ady-made“ eða „ready-made added“ (tilbúið eða tilbúið-endurbætt) og á rætur að rekja til letikasta Marcel Duchamp á öðrum áratugnum. Síðar varð algengt að taka væmna stofu- list (svonefnt kitsch) til endurskoð- unar með þessum hætti, t.d. staðlað fjallalandslag, báta í fjörunni, bað- aða í geislum kvöldsólarinnar, og veðurbarðar hetjur hafsins; allt er þetta að finna hér. Gildi slíkra verka felst því ekki lengur í frumleikanum, heldur í þeim ferskleika fram- setningarinnar, sem finna má þar hveiju sinni innan ramma hins daglega lífs, og hér má sjá ágæt tilþrif lista- mannsins á stundum hvað þetta varðar. Úr sjálfsmyndaröð (nr. 6, 20 og 22) má lesa drauma um glæsi- mennsku og ævintýr; á stundum er orðaleik- urinn eftirminnilegur og jafnvel nöturlegur (nr. 8, 9 - þar sem tileinkunin væri næg í sjálfu sér, 15 og 18), en barns- legu sakleysinu er haldið með sér- kennilegum hætti í öðrum myndum (nr. 3, 10 og 23). Þetta nægir þó ekki til að mynda hér þá eftirminnilegu heild, sem æskileg væri, þar sem önnur verk virka ekki jafn hnitmiðuð og þessar ímyndir. Hins vegar felst skemmti- leg viðbót í rekka af póstkortum, sem listamaðurinn hefur komið upp sem hluta sýningarinnar; þarna er að finna fimmtán verk sem hann hefur skapað á síðustu árum, og tengjast ýmsum sýningum hans á þessum tíma. Myndir eins og „Hús“, „Opnun“ og „Siökkviliðsmaður með dúkkur" eru í raun sjálfstæð mynd- verk og ágæt viðbót við það sem er á veggjum salarins, og er full ástæða fyrir Þorvald að halda slíkum verk- um fram, þar sem þau tengjast sýn- ingarhaldi hans sterkum böndum í hugum flestra. Eiríkur Þorláksson , Aukafsláttur __ „ OU ° ^ ALLA VIRKA DAGA — GnMRVCISLA ..adems opin í 4 daga í uidbót Hundruðir vörutegunda á róttu verði (með afsl.). Ti'l dæmis: Einnota rakvélar 5 stk. Kr. 34,-;»$ Klór 5.5 1 v Kr. 247,f A4 strikuð blöð 160 stk. Kr. 94,4 Gillette Sensor rakvél Kr. 189,4 AA-4 rafhlöður og rafhlöðuprófari Kr. 145,- - Skwlafwl á Tfekuhú<sið Herskvrtur HerjaRkar Hertöskur Skyrtur - vesti Gallabuxur Peysur-bolir Táningabolir. kr. 1500,- Táningakjólar kr. 1900,- Moher vesti kr. 1800,- Lagersala á nyjum Hrl690.®j Skór á börn, unglinga og fullorona. Hn 1690.® Kr 2490,= mih koHu“ vöruveislan ..komin aftur m*rki USA lija Uerdkr.1500.® KOLAPORTIÐ M'TU'miM!"— -kemur sífellt á óvart LYKILLINN AÐ RÉTTU VÖRUVERÐI Ulpur Nebraska. St. XS til XXXL. Frábært verð aðeins 4.990. Barnaúlpa La Plagne Nr. 4 til 12 Tilboðsverð aðeins 3.990. Forza innanhússkór. Nr. 28 tii 46. Verð aðeins 1.990. Puma Source körfuboltaskór inni og úti með púða í hæl Nr. 28 til 40. Vferð 3.990. Nr. 40 1/2 til 47.Verð 4.990. Puma Pace Körfubolta- og skólaskór Inni og úti með púða í hæl og tá. Nr. 28 til 40. Vbrð 4.990. Nr. 40 1/2 til 47. Vbrð 6.990. Le Caf oregon barnaleðurskór nr. 28 til 36. Vbrð 1.990 (ðður 2.990).] Puma Fortress körfuboltaskór með púða í hæl. Nr. 42 til 461/2. Verð aðeins 3.990 (áður 7.580). Reebok eróbikkskór nr. 37 til 42. Verð frá 5.490. Skórá mynd kr. 7.990. Póstsendum SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Opið laugardaga til ki. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.