Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 23 LISTIR LÚÐRASVETIN Svanur Gítargleði Svanur að hefja 66. starfsárið LÚÐRASVEITIN Svanur var stofnuð 16. nóvember 1930 og er því að hefja sitt 66. starfsár. Hijómsveitin hefur á að skipa um 30 hljóðfæraleikurum sem flestir eru í tónlistarnámi. Stjórnandi er Haraldur Á. Haraldsson. Fram til áramóta mun hljóm- sveitin halda a.m.k. tvenna tón- leika, eina utan Reykjavíkur og síðan afmælistónleika fyrsta sunnudag í aðventu í Langholts- kirkju. Lúðrasveitin æfir á mánudög- um og miðvikudögum í sal að Lindargötu 48 og eru nýir hljóð- færaleikarar boðnir velkomnir mánudaginn 11. september kl. 20.30. Mál Paso- linis tekið fyrir á ný Feneyjum. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja að nýju rannsókn á morðinu á ítalska kvikmyndagerðar- manninum Pier Paolo Pasolini en tæp tuttugu ár eru frá því að hann fannst látinn. Hafði hann verið barinn til ólífis. Tilkynnt var um þetta í kjöl- far sýningar á mynd Marco Tullios Giordana, „Pasolini: Italskur glæpur" sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum. Sagði lögfræðingurinn að ný gögn hefðu komið fram í málinu en lögreglumaður á eftirlaunum, sem tók þátt í rannsókn málsins á sínum tíma, hyggst nú gefa upp hvaða stjórnmálamenn og lög- reglumenn hindruðu rann- sóknina. Fjöldi tilgátna hefur verið settur fram um hverjir hafi myrt Pasolini og hefur ítalska leynilögreglan verið nefnd. TONLIST J a z /, RÚREK ’95 Philip Catherine og hljómsveit Björns Thoroddsen. Philip Catherine gitar, Björn Thoroddsen gitar, Gunn- ar Hrafnsson kontrabassi, Gunnlaug- ur Briem trommur. Leikliúskjallar- inn, 6. september 1995. TÓNLEIKA belgíska gítarsnillings- ins Philip Catherine, sem hefur verið líkt við Django Reinhardt, var beðið með eftirvæntingu á RúRek djasshá- tíðinni en nú eru nálægt 17 ár síðan hann lék með tríói Niels Hennings- 0rsted Pedersen í Háskólabíói sællar minningar. Þar kveikti Catherine djassneista í bijóstum margra, þar á meðal Björns Thoroddsen sem lék með goðinu í Leikhúskjallaranum sl. miðvikudagskvöld ásamt Gunnari Hrafnssyni og Gunnlaugi Briem. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeirri breytingu sem orðið hef- ur í djasslífi landsmanna á þessum tæplega tveimur áratugum frá því Catherine kom hingað fyrst til lands. Nú er með glans hægt að manna kvartett, jafnvel þótt það væri kvint- ett eða enn stærri hljómsveit, með íslenskum spilurum þegar stóru nöfnin reka á fjörur íslensks djass- heims. Hefði það verið hægt 1978? Þetta hefur verið stór stund fyrir Björn sem þarna lék með átrúnaðar- goðinu. Catherine lék á rafmagnsg- ítar en Björn á rafmagnaðan kassag- ítar og voru samleikskaflar þeirra með því magnaðra sem heyrst hef- ur, ekki síst í gullfallegu flamingo- kenndu lagi Chick Corea, Spain, þar sem spænskættaður tónninn úr hljóðfæri Björns naut sín til fulls. Catherine kannaði hins vegar þanþol melódíunnar í óhemju hugmyndarík- um spuna. Gunnar lék snyrtilega allt kvöldið og Gunnlaugur virðist skynja framvindu í tónlist öðrum trommuleikurum betur. Einkenni gítarleiks Catherine er ef til vill skipuleg ákefð og sífelldar hljómstyrksbreytingar. Goodbye Pork Pie Hat, sem Catherine lék með Charles Mingus á Three or Four Shades of Blue var í blúsuðum stíl en Monk vörumerkið Straight no Chaser óblandað og staðgott. Eftir hlé lék hljómsveitin án Cat- herine So What í Ronnie Jordan útsetningunni en náði því aldrei al- mennilega á flug. Þegar Catherine kom aftur á svið var komið að því að hellt yrði úr sálarkírnunni. Cat- herine er mikill tónsmiður eins og áheyrendur fengu að kynnast í 26. desember, sem reyndar var nokkuð sérstakt lag með löngu intrói þar sem nokkuð þunglyndislegar hljómapælingar og viðvæmnislegar hendingar skiptust á. Um miðbik lagsins var talið niður í nokkuð hefð- bundna sömbu en niðurlagið var á sömu nótum og upphafið. Gleði og sorg og geðrófið þar á milli í snilld- artilþrifum eins fremsta gítarleikara heims. Janet var ekki síður falleg ballaða með miklum hljómstyrks- breytingum. Catherine og Hljómsveit Björns Thoroddsen áttu salinn og sem upp- klappslag fluttu þeir In a Sentimen- tal Mood. Guðjón Guðmundsson. Tímarit um alþjóðleg málefni • ÚT er komið nýtt tímarit, Heimurinn - tímarit um alþjóð- legmálefni. Brú, félag áhuga- manna um þróunarlöndin, gefur ritið út og er því ætlað að upplýsa og skapa umræðíir um málefni þró- unarlandanna og önnur alþjóðamál. Meginefni fyrsta tölublaðs er breytt heimsmynd þar sem fjallað er um þær breytingar sem orðið hafa í heiminum eftir lok kalda stríðsins. Jón Ormur Halldórsson skrifar yfirlitsgrein um straumhvörf í al- þjóðastjórnmálum á síðustu árum, Ágúst Þór Ámason skrifar um mannréttindi og þróunaraðstoð, Hallfríður Þórarinsdóttir um þjóð- ernishyggju og þjóðernisátök und- anfarinna ára, Kristján Róbert Kristjánsson skrifar um átakaefni og framtíðarhorfur í Afríku og loks er grein eftir Jón Orm Halldórsson sem nefnist Af hveiju eru Samein- uðu þjóðirnar valdalaus stofnun? Þá eru í blaðinu greinar um ættleiðingar frá þróunarlöndum, um hjálparstörf ftjálsra félagasam- taka, kynþáttahyggju, þróunar- hjálp á Filipsseyjum og daglegt líf í Honduras. Auk þess era dálkar um bók- menntir, tónlist og myndlist, um umhverfísmál, málefni kvenna og barna og fleira. Skyggnst að baki Þessu nýja tímariti er, að sögn ritstjóra, ætlað að skyggnast að baki þeirra daglegu frétta sem fjölmiðlar flytja, varpa ljósi á orsak- ir og afleiðingar þeirrar þróunar sem á sér stað og upplýsa um strauma og stefnur í aþjóðamálum. Ritstjóri blaðsins er Gestur Hrólfsson og í ritnefnd eru þau Gréta Björk Guðmundsdóttir, Hall- fríður Þórarinsdóttir, Jón Ormur Halldórsson, Sigrún Björnsdóttir og Torfi Hjartarson. Ársákrift (tvö blöð) kostar 990 kr. UmþessarmundirfæstHeim- urinn íöllum helstu bókaverslunum á sérstöku kynhingarverði sem er 395 kr. Afmtelísdagar i Necessity 15% afmælisafsláttur af öllum haustvörum í heila viku Önnur íbœr tilboð í tilefni eins urs 'mœlis okkar Verðdæmi ;ðan birgðir endast): ngs kr. 1.390) lir kr. 990, ir kr. 990, ar kr. 990, o.fl., o.fl. Sendum í póstkröfu Sími: 588 4848 ko- . ^ '°»tín n í húsinu verður boðið upp á grill frá Goða, Pepsí verður drykkiurinn, Nói Sinus sér um eftirréttinn og að sjálfsögðu fá bömin blöðrur. BORGARKRINGLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.