Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 27 ' rannsakaðar Ráðstefna Samtaka um vestræna samvinnu myndinni má sjá að rennsli í Hverfisfljóti hefur aukist mikið. Einnig alsvert. Lónið er með rauðum og grænum Iit á neðri myndinni. Hrauiféyjar Valna/jöll Héila* Kirkjubæjar- : klaustur • -• Hvolsvöllur* Þársmörki isandur Vestmannaeyjar ® Mælingastaöur TUTTUGU speglum hefur verið komið fyrir á rannsóknasvæðinu á Suðurlandi. Mikilvægt er að ferðamenn láti speglana í friði því að minnsta hreyfing á þeim spillir fyrir rannsóknunum. virkjum frá yfirvofandi náttúruham- förum. Við komum til með að skoða sérstaklega allar breytingar sem verða á Heklu, Kötlu og Grímsvötnum og umhverfi þessara eldfjalla," sagði Bettína Muschen, sem starfar með Munzer að rannsóknum, en hún ann- ast m.a. samskiptin við gervihnettina. Muschen sagði að radartæknin væri mikill fengur fyrir þá sem vinna að kortagerð. Með henni væri hægt að gera nákvæmari landakort og einn- ig væri kostnaðurinn við kortagerðina mun minni með radartækni en þegar hefðbundnum aðferðum er beitt. 20 speglum komið fyrir á Suðurlandi Sérstökum speglum hefur verið komið fyrir á rannsóknarsvæðinu á Suðurlandi, en með þeim verður hægt að staðsetja allar mælingar sem gerð- ar verða með mikilli nákvæmni. Spegl- arnir eru 20 og er þeim komið fyrir á tíu stöðum. Tíu snúa til vesturs og tíu snúa i austur, en þeir taka við og endursenda geisla til gervihnáttanna. Staðsetja þarf speglana af mikill ná- kvæmni. Ekki má skeika nema innan við einum sentimetra. Við staðsetn- inguna er notuð GPS-staðsetningar- tækni. Speglarnir 20 eru smíðaðir af Ag- ústi Hálfdanarsyni í Glertækni hf. Upphaflega átti að byggja speglana eftir spegli sem byggður var í Þýska- landi, en menn urðu fljótlega sam- mála um að sá spegill herf" fyrir íslenskar aðstæður. Ágúst hann- aði því nýja gerð af speglum, sem eru mun sterkari en upphaflega gerðin. Múnzer sagðist vera afskaplega ánægður með vinnu Glertækni. Ágúst hefði á skömmum tima hannað og smiðað sterka og traustbyggða spegla. Hann sagði mjög mikilvægt að speglarnir þyldu íslenskt veður á meðan rannsóknirnar stæðu yfir. Speglarnir mættu ekki hreyfast því þá yrðu niðurstöðurnar rangar. Til að tryggja nákvæmni í mælingum yrði staðsetning speglanna endurmæld með GSP-tækni á þriggja mánaða fresti. Rannsóknirnar eru íjármagnaðar af rannsóknarsjóðum á vegum Evr- ópusambaúdsins, en meginhluti fjár- magnsins kemur frá Þýskalandi. Gagnlegt fyrir ísland Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, sagði mikil- vægt að fá vísindamenn, sem ráða yfir þessari nýju tækni, til að gera rannsóknir hér á landi. Rannsóknirnar ættu án efa eftir að koma Landmæl- ingum Islands að góðum notum. Stofnunin fengi í hendur gífurlega mikið af alls kyns gögnum sem hægt yrði að vinna úr mikið magn af upplýs- ingum. Ágúst sagði mikilvægt að halda rannsóknunum áfram þegar þessu þriggja ára rannsóknarverkefni lyki. Þessi nýja tækni ætti eftir að breyta miklu í sambandi við vöktun-lands. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra flytur ávarp sitt á fundi Samtaka um vestræna samvinnu. At- hygli vakti hugmynd Björns um að íslendingar gerðust atkvæðameiri í vörnum landsins. Líflegar umræður um vamarsveitir BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra lagði í gær fram þá hugmynd að stofn- aður yrði her eða heima- varnarlið á íslandi. Hugmynd þessi var til umræðu innan Sjálfstæðis- flokksins á árum áður, en hefur ekki borið á góma undanfarin ár. Ráðherr- ann sagði að það kynni að virðast þverstæða að leggja til stofnun varn- arsveita þegar kalda stríðinu væri lokið, en hins vegar horfði alls ekki friðlega í heiminum um þessar mund- ir og átökin í Bosníu bæru því vitni. Björn sagði í upphafi þriggja daga ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu, sem ber yfirskriftina Ör- yggis- og umhverfismál á Norður-Atl- antshafssvæðinu, að eins og sakir stæðu væri ekki útlit fyrir að Banda- ríkjaher myndi hverfa brott frá ís- landi. Hins vegar væru nú uppi kröf- ur í Bandaríkjunum um að draga úr framlögum til hermála og erfitt væri að réttlæta rekstur herstöðva erlend- is. Ekki væri óhugsandi að þar að kæmi að herstöðin í Keflavík yrði skilin eftir í höndum íslendinga og þá kæmi sér vel að geta varið hernað- armannvirki þar til liðsauki bærist. „Án bandarísks herafla á íslandi og án öryggistryggingar varnarsátt- málans frá 1951 stæði þetta land berskjaldað fyrir vopnuðum hópum glæpamanna, málaliða og hersveita, sem kynnu að vilja ráðast á eða leggja ísland undir sig,“ sagði Björn og bætti við að þá fylgdi legu landsins engu meira öryggi en þegar alsírskir sjóræningjar gerðu hér strandhögg á sautjándu öld. Ýmsir gripu hugmynd Björns á lofti. Pauli Járvenpáá, aðstoðarráðu- neytisstjóri í finnska varnarmálaráðu- neytinu, spurði hvort til greina kæmi að þessar „herdeildir" tækju þátt í friðargæslustörfum og bætti við að það yrði hægðarleikur fyrir íslend- inga að taka þátt í friðargæslustarfi Norðurlanda. Islenskar friðargæslusveitir? Björn svaraði Járvenpáá því að Is- lendingum hefðu borist óskir um þátt- töku í friðargæslustarfi. „Þetta verð- um við að geta gert til að geta verið trúverðugir félagar í samfélagi þjóð- anna,“ sagði Björn. Albert Jónsson, deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu, sagði að íslending- ar hefðu sent fólk til að taka þátt í heilsugæslu í Bosníu og því hefði verið vel tekið innan Atlantshafs- bandalagsins, þótt ekki hefði hópur- inn verið fjölmennur. Albert kvaðst ekki geta sagt fyrir um það hvernig hugmynd af þessu tagi yrði tekið fyrr en vitað væri hvað hún fæli í sér, en Bandaríkjamenn myndu senni- Fjörlegar umræður urðu á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu þeg- ar lögð var fram hug- mynd um að stofnaðar yrðu íslenskar gæslu- sveitir. Karl Blöndal sat ráðstefnuna. lega fagna henni. „Siíku framlagi yrði sennilega vel tekið á tímum nið- urskurðar," sagði Albert og gagn- rýndi þánn hugsunarhátt að Island hefði enga þá hagsmuni, sem gerðu varnir nauðsynlegar. Erik Ianke, herforingi í norska hernum, kvaðst „hissa á að íslending- ar hefðu ekki stofnað her fyrir löngu". Hann sagði tilkostnað við að stofna heimavarnarlið lítinn. „Það er hægt að æfa heimavarnar- lið á sex mánuðum,“ sagði Ianke. „Eftir það þyrfti aðeins að kveðja Iið- ið saman til æfinga í viku á ári. Það er hins vegar eitt að ætla sér að verj- ast heima fyrir. Eigi að láta að sér kveða erlendis og taka þátt í friðar- gæslustörfum flækist málið.“ Aðild „án endurgjalds“? Björn varpaði því fram að íslend- ingar hefðu til þessa ekki þurft að borga_ fyrir varnir. Umræða um það hvað Islendingar hafa lagt til varnar- samstarfsins innan NATO og hvað þeir hafa borið úr býtum hefur aldrei verið hávær. Vangaveltur um þessi mál hafa hins vegar af og til skotið upp kollinum og má þar nefna grein Þjóðveijans Winfrieds Heinemanns um „Óvopnað land í NATO“. „ísland var og er eina aðildarríki NATO, sem ekki hefur eigin her,“ skrifaði Heinemann í greininni, sem birtist árið 1993 í tímaritinu Militár- geschichte undir heitinu „NATO og Island". „Varnarbandalag á borð við NATO hvílir hins vegar á gagnkvæm- um skyldum og réttindum. Einkum og sér í lagi getur land þá og því aðeins farið fram á tryggingu um varnir að það sé í grundvallaratriðum reiðubúið til þess að styðja varnir félaga sinna í bandalaginu. Var ís- landi í þessum skilningi veitt aðild að bandalaginu „án endurgjalds“?“ „Ekki einni krónu hefur verið varið í að efla varnir eða öryggi íslands, en á sama tíma hafa Norðurlönd eytt 2-3% þjóðarframleiðslu sinnar í Iand- varnir," sagði Björn. „Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að íslending- ar eigi að vera undanþegnir þeirri skyldu að taka þátt í kostnaði af eig- in varnarþörfum. í nýlegum viðræðum bandaríska varnarmálaráðuneytisins og varnar- liðsins á íslandi um að skera niður kostnað við sjó- og flugherstöðina í Keflavík var það almenn stefna utan- ríkisráðuneytisins að ræða aðgerðir til að spara fé, endurskipuleggja og hagræða, en ekki að taka þátt í að niðurgreiða veru Bandaríkjahers á íslandi með ríkisfé. Ég er fyllilega samþykkur þeirri afstöðu. Það mætti færa rök að því að greiðsla opinbers, íslensks fjár til að tryggja veru Bandaríkjahers á íslandi jafnaðist á við það að greiða erlendu ríki skatt fyrir að vera undir verndarvæng þess eða, sem væri verra, ættu í málaliða- viðskiptum." Björn sagði að á hinn bóginn væri það að deila kostnaði snar þáttur í sannri fjölþjóðahyggju og bætti við: „Æskilegast væri að stefna okkar sem sjálfstæð þjóð væri að gera sjálf- um okkur kleift að [veijast].“ Mannfæð ekki mótrök Björn sagði að sú röksemd að ís- lendingar væru það fáir að þeir hefðu ekki mannafla í hersveitir stæðist ekki. Hægt væri að kveðja 8-10% 270 þúsund manna þjóðar til herskyldu ef upp kæmi neyðarástand, eða milli 21 og 27 þúsund manns, sem væri svipað og í Lúxemborg, þar sem rek- inn er l.OOO manna her. „Nokkrir íslendingar undir vopn- um, eða milli 500 og 1.000, gætu annaðhvort sem sjálfboðaliðar eða í fullu starfi, séð um að þjálfa varalið án þess að skapa vanda á íslenskum vinnumarkaði," sagði Björn. „Sem meira er, þá myndi stofnun einhvers konar íslensks þjóðvarðliðs eða heimavarnarsveita annaðhvort sjálf- stætt eða samhliða Bandarikjaher í Keflavík veita íslenskum stjórnvöld- um sveigjanleika, sem ekki er fyrir hendi í dag, til að efla öryggi á lykil- stöðum á landinu án þess að kveðja þyrfti til liðsauka frá Bandaríkjunúm í stöðu, sem ekki flokkaðist undir hernaðarlegt neyðarástand, og gæti einnig styrkt þær almannavarnir, sem fyrir eru, og björgunaraðgerðir vegna náttúruhamfara." Menntamálaráðherra sagði að stofnun hers myndi neyða íslendinga til að hugsa um „varnir, sem nauðsyn- legt verkfæri til að viðhalda sjálf- stæði þjóðarinnar og nauðsyn þess að geta brugðist við ófyrirsjáanlegum hættum eins og allar sjálfstæðar þjóð- ir verða að gera eigi þær að lifa af í þgssum heimi, sem við búum í.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.