Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIG URBJÖRG GRÍMSDÓTTIR + Sigurbjörg Grímsdóttir fæddist á Neðra- Apavatni í Gríms- nesi 29. nóvember 1944. Hún andaðist í Reykjavík 29. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Grímur Ásmundsson bóndi á Neðra-Apavatni (d. 1978) og Ingi- björg Ebba Magnús- dóttir húsfreyja. Foreldrar Gríms voru hjónin Guðrún Jónsdóttir hreppsljóra í Skógar- koti í Þingvallasveit Kristjáns- sonar og Ásmundur Eiríksson bóndi og oddviti á Neðra-Apa- vatni, sonur Eiríks Grímssonar frá Nesjum í Þingvallasveit, bónda á Gjábakka í sömu sveit. Foreldrar Ingibjargar Ebbu voru Magnús Helgi Jónsson prentari í Lambhól við Skeija- fjörð af Eyleifs ætt stóra og kona hans Sigurlína Ebenez- ersdóttir breiðfir- skrar og borg- firskrar ættar. Systkini Sigur- bjargar eru: Magn- ús kennari við Ar- múlaskóla og bóndi á Neðra-Apavatni, f. 1946, Guðrún Ása handritasagnf ræð- ingur á Árnastofn- un, f. 1948, hennar sonur er Magnús Helgi, faðir hans er Jón A. Jóhannsson læknir í Keflavík, Sigurlín bóndi og myndlistarmaður á Votumýri á Skeiðum, f. 1954, gift Benedikt Kolbeinssyni bónda og eru dæt- ur þeirra Þórunn Selma og Ingi- björg Ebba. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. SIGURBJÖRG fæddist nær aðventu á lýðveldisári Islands og lifði meðan draumar landsins rættust. Að morgni y nýliðins höfuðdags skildi hún við, þá geisuðu stríð víðsvegar um jörðina okkar og evrópskir landsfeður hér og þar og misjafnt sett útsvör þeirra, atkvæði og kaupendur unnu sem óðast að útrýmingu íslenskra bænda og sjómanna; þeim mannstofni sem hún var sjálf runnin af, stofninum sem menntaði afkomendur sína með æmum kostnaði til þess að gera dráuma landsins að veruleika. Skjót- höggt krabbamein lagði hana að velli eins og svo marga meðbræður hennar. — „Hann bjargaði lífi mínu“ sagði hún um skáldlækninn sem skar hana upp á Borgarspítalanum um það bil fjórtán dögum áður en hún andaðist. Skurðarverk hans varð til þess að gefa henni og okkur sem unnum henni skammvinna von um að líf hennar yrði lengra og létta henni dauðann. Sem er kannski líf blómálfs á blástjömu. Hver veit. En í tilvitnuðu orðunum birtist ævilangt hugarfar Sigurbjargar, sem var að virða það sem vel er gert, og reyna sjálf að gera vel, hvort sem það leiddi til bata eða einskis. Ljós var sú lífs- stefna hennar þegar hún dag eftir dag, ár eftir ár, las upphátt fréttir og leiðara framsóknarblaðsins fyrir föður sinn, þá blindan mann. Á ■>. stangli mátti sjá hvítblómgaðan vall- humal teygja sig á stuttum haustlegg uppúr grasflötum í borginni þann síðsumardag þegar hún var alfarin úr þessum heimi, rósir af útlendu kyni stóðu og í sínum rauða blóma við garðstígana, í morgunsárið var skýrof og mannhjálp á Borgarspítal- anum; innflutt velferðarkerfi hafði létt hennar helstríð. Lýðveldið hjálp- aði henni til þess að lifa og deyja; til þess hafði réttláta frelsisvini dreymt allt frá Fjölnismönnum til Vilmundar. Sigurbjörg fæddist og ólst upp á Neðra-Apavatni í Grímsnesi og nam þar umhyggju fyrir mönnum og skepnum og jarðargróðri. í æsku var henni haldbest návist við Guðlaug föðurbróður sinn, en með þeim var einkar kært. Með föður sínum og systrum deildi hún áhuga á hestum, en faðir okkar átti jafnan góða hesta og sá til þess að einhver þeirra væri við hennar hæfí. Síðustu árin gerði yngri systir Sigurbjargar henni oft glaðan dag á hestbaki, ýmist undir Lyngdalsheiði eða á Þjórsárbökkum. Þá lyftust lokkamir hennar brúnu frá vöngum í golunni og hún brosti við glampandi sól sem skein yfír Heklu. Rætur hennar eru á Apavatni austanundir Lyngdalsheiði, forgam- y: alli dyngju vaxinni mosabreiðum, lyngi, víði og eini, efst á heiðinni tróna Þrasaborgir, og eru leifar af gíg þeim sem hraunið á heiðinni rann úr í fyrndinni. Þjóðsögur segja ör- nefnið tilkomið af ófriði bænda þeirra sem land áttu að Borgunum. Þangað fórum við Sigurbjörg systir mín ríð- andi fyrir löngu einn góðan sumar- dag með föður okkar á horfnum góðhestum, það var hans hinsta ferð út í heiði. Við sáumst um af Þrasa- borgum, létum tölta heim og jörðin glumdi undir. Hún systir mín var friðarmaður alit sitt líf, sætti og sef- aði hvar sem ólga var undir, kannski þjóðsögunni hafi orðið rórra við komu hennar upp á Borgir. Á heimleið blasti við okkur fjallahringurinn vest- an frá Hengli og Súlnafjöllum, í norðri og austri eru öræfi landsins, jöklar og bláfjöll, og þar sem landinu sleppir til suðurs er út á haf að sjá. Innan þessa forkunnarfagra hrings, á góðri íjáijörð undir lyngheiði við silungavatn, var æska hennar mótuð. Þaðan hefír henni líklega komið fjar- lægðarþráin, sumar eftir sumar fór hún utan, oftast með móður okkar sem haldin er sömu þrá, því áttu þær mæðgur vel saman og samleið að sjá útlönd og njóta menningarinnar sem þeim heyrir til. Tóku þannig þátt í því að gera hámenninguna einhvers virði fyrir markaðinn, og um leið fyrir sjálfar sig. Sigurbjörg fór og ferðir um landið sitt og hafði yndi af, ekki síst þegar henni auðnaðist að komast á bifreiðum á afskekkta staði þar sem ríkir fegurð og kyrrð. Á þeim ferðum var hún oftast í fylgd bróður síns og systursonar, þeir frændur voru hennar félagar og einkavinir. Frá fæðingu var Sigurbjörg ekki heilfætt, þurfti sérsmíðaða skó og allajafna aðstoð til þess að komast leiðar sinnar. Því var hún ung lang- tímum á Reykjalundi í Mosfellssveit til þjálfunar, naut góðrar umönnunar og eignaðist þar sína traustu vini sem hvergi brugðust. Hjálparlaust vildi hún komast alla vegu sem hún réð við ein. Og hún var óttalaus og tókst það. Drottinn hélt sinni almáttugu verndarhendi yfir henni hvert fótmál á jörðu uns hann kallaði hana til sín. Vilji hennar var sterkur. Það vissu vinir hennar, skyldir sem óskyldir, og leituðu þess vegna til hennar og höfðu fyrir henni allt sitt mas. Hún hlustaði. Kunni það. Lagði fátt til. En hlustaði. Og því var hún metin og skilin og ástfólgin þeim sem til hennar þekktu og þörfnuðust henn- ar. Og þeir gerðu hennar vilja að sínum, þótt ekki færi sá vilji hátt, var hann til góðs. Hún var af því tagi fólks sem ekki hefír þörf fyrir að gera allt að sínu eigin; henni var ekki í mun að búa sér til vígi úr veggjum og gleri með þaki og strompi og fyila af holdi sínu og blóði eftir fyrirmælum Mósebókar og markaðarins eða kenningum reistum á dagdómum; hennar líf var að vera þeim hol! og trygg sem til hennar leituðu. Hún lifði án þess krefjast, án þess það væri sjálfsögð skylda hennar að veita; hún var góð án þess að eiga, sterk án þess að sýn- ast. Á sinn hljóðláta hátt bjó hún skyldmennum sínum og vinum þann heim sem enginn fyllir nema hún ein. Sigurbjörg lærði í Héraðsskólanum á Laugarvatni, síðar í Menntaskóian- um á Laugarvatni og brautskráðist þaðan stúdent vorið 1975. Eftir það skipti hún um heimili, flutti undan heiðinni heima í Hátún í Reykjavík og hóf störf við Þjónustumiðstöð bókasafna og hélt því starfí nokkur ár. Þar ávann hún sér virðingu og vináttu samstarfsmanna. Breytingar á starfsemi fyrirtækisins buðu henni starfslok, og eftir það einbeitti hún sér að því ná tökum á tölvuundrinu og tókst það með láði. Að því búnu, í ársbytjun 1992, hóf hún sitt háskóla- nám sem var hennar bjarti vegur til lífsins uns það endaði snöggt og óvænt. Hún nam bókmenntafræði við Háskóla íslands á árunum 1992-1995 og hafði lokið góðum prófum sem leiddu hana langleiðina að loka- áfanga. Heilshugar og af virðingu fyrir lærimeisturum sínum stundaði hún nám sitt, las af kappi og ein- lægri þörf til þess að fræðast og skilja þann óræða heim sem var henni svo oft, oft í skugga og órafjarska. Skáld- skapur hlaut að vera henni lykill að heimsskilningi, því valdi hún víst bók- menntir sem lærdómsgrein. Sagn- fræði var henni þó allteins hugleikin, en sjálfsnám kannski heilladrýgst þar. Til þess að henni væri hægt að stunda háskólanám naut hún aðstoðar Ferðaþjónustu fatlaðra, og verður seint fullþakkað þeim mannvinum sem stuðluðu helst að því að sú sjálf- sagða þjónusta komst á í íslenska lýðveldinu. Frá barnæsku heillaði ritað mál Sigurbjörgu, sjálf hafði hún afbragðs gott vald á því að skrifa en langaði ekki flíka skoðunum sínum eða visku. Góð bók með ljóðum, sögum, sagna- fræði eða heimslýsingum var ævin- lega í höndum hennar í fásinni heima á Apavatni og þá var grasið gott hinum óðu og andstætt böðlinum og tók saman við ævafornan þröskuld- inn og himinn og jörð voru lifandi, eins og góðskáldið Sigfús Daðason segir í bók sinni Fá ein ljóð. Og borg- in Reykjavík breytti ekki iðju henn- ar; heimsmenningin í sínum æðstu ínáanlegu birtingarformum: bók- menntum, tónum og myndum, var hamingja hennar Sigurbjargar. Og að listamönnum sem skópu þann heim sem hún heillaðist af var hún elsk, þótt veröld þeirra væri víðs- Ijarri henni í sínu hulstri. Með íhygli nam hún lífsgildi úr heimahögum sínum og af ómældum sjóði heims- menningarinnar, þau lífsgildi gaf hún vinum sem til hennar leituðu og hún hlustaði á, róleg, þolinmóð og þraut- seig; hún var sterk og stór í sinni mannlegu smæð og gaf meira en sagt verður. Sigurbjörg systir mín var kannski hjálpar þurfí í augum heimsins, en ekki er ég þó frá því að mörgum manni hefði verið þörf á hljóðlátum lífsskilningi hennar, geðró og styrk. Þeirra er missirinn sem þekktu hana og héldu við hana tryggð uns yfir lauk. Hvíl í friði, systir góð. Guðrún Ása Grímsdóttir. Elsku systir mín. Nú ertu farin frá okkur, til annarr- ar tilveru. Ég sakna þín sárt, en veit að það sem veldur sorginni var gleði okkar. Við ólumst upp saman, og ég vil þakka þér alla þá tryggð og umburð- arlyndi sem þú sýndir mér þegar mig, krakkann, vantaði félagsskap og leikfélaga á löngum vetrarkvöld- um. Allir okkar leikir snerust um hesta. Við áttum okkar eigið stóð, sem föðurbróðir okkar hafði listilega sagað út úr masonít. Við slökktum ljósin og þeystum út í nóttina, þú á Litla-Skratta og ég á Skjóna. Þetta eru góðar minningar. Lífið er sam- sett úr minningum. Þrautseigja þín og viljafesta til þess að hefja langskólanám var ein- stök. Við áttum samleið einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Aldrei nokkurn tíma skiptir þú skapi gagnvart mér og umbarst ungæði mitt með jafnaðargeði sem einkenndi skaphöfn þína alla tíð. Ég vildi þú vissir hve stolt ég var af þér, þegar þú laukst stúdentsprófi og aftur síð- ar þegar þú hófst nám í Háskólanum. Fróðleiksfýsn þín var mikil og ógrynni bóka sem þú hafðir lesið. Ferðalög hérlendis og utanlands veittu þér mikla ánægju og þið mamma ferðuðust oft saman. Ekki voruð þið fyrr komnar heim en næsta ferð var skipulögð. Seint gleymist okkur Ingibjörgu dóttur minni ferða- lag síðasta sumars þegar þú og móð- ir okkar buðuð okkur ti! Spánar. Þú varst sannur vinur og gladdist yfir ánægju annarra, tókst þátt í smásigrum hversdagsleikans og naust þess að vera í félagsskap þeirra sem unnu þér. Þú varst ævinlega jákvæð og bjartsýn til hinstu stund- ar. Missir móður okkar er mikill, þið elskuðuð hvor aðra skilyrðislaust og aldrei bar skugga á milli. Við systkin- in munum sakna þín sárt, þú varst hluti af tilveru okkar, þar lifa nú minningar einar þín í stað. Ég mun geyma minningu þína í hjarta mér, eisku systir mín, og þakka þér fyrir árin okkar saman. Sigurlín Grímsdóttir. Elskuleg vinkona mín Sigurbjörg er látin, tæplega 51 árs að aldri. Langri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið og dapurleikinn er mikill hjá þeim sem eftir lifa. Dapur tími er framundan, tómleiki sem myndast þegar einhver sem manni þykir vænt um deyr. Sigga ólst upp í Grímsnes- inu á Neðra-Apavatni hjá foreldrum sínum og systkinum sínum þremur. Sigga gekk í skóla á Laugarvatni, bæði héraðsskólann og menntaskól- ann. I ársbyijun 1994 greindist Sigga með krabbamein sem varð til þess að hún þurfti að vera lengi á spítala. Hún fór í alls þijár aðgerðir sem reyndu mjög á hana bæði andlega og líkamlega. Allan þann tíma sem hún lá á spítalanum heimsótti ég hana og reyndi að hjálpa henni og styðja hana og áttum við oft góðan tíma saman, en líka erfiðan sem reyndi oft á okkur báðar. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg get ég ekki annað en dáðst að því hve hún var dugleg og þolinmóð. Hún hafði einstaka sálarró og aldrei heyrði ég hana barma sér á nokkurn hátt. Hún hafði mjög gaman af bókum og átti gott bókasafn sem hún hafði yndi af og nýtti hvert tækifæri sem gafst til lestrar. Ferðalög voru stór þáttur í lífi hennar og fór hún_ víða, bæði erlendis og hérlendis. Ég vjssi til þess að hún ætlaði að fara til írlands núna í sumar með móður sinni en komst ekki vegna veikinda sinna. Ljúft skap hennar og lífsgleði varð upphafið að langri vináttu sem entist í alls 27 ár. Unga fólkið átti stóran sess í hjarta Siggu. Það fengu synir mínir tveir að reyna, hún gaf sér alltaf góðan tíma fyrir þá. Hátún 12 var annað heimili Siggu og hafði hún litla íbúð þar til afnota á 5. hæð og þangað kom ég oft og var þá glatt á hjalla hjá okkur við rabb og kaffi- sopa. Fjölskylda Siggu reyndist henni vel í veikindum hennar og lét sér annt um hana. Hún gætti þess vel að Sigga hefði það ætíð sem best og vakti yfir sjúkrabeði hennar þar til yfír lauk. Starfsfólk á deild 4a á Borgarspítalanum hugsaði frábær- lega vel um hana og var hún þakk- lát fyrir það. Um leið og ég kveð kæra vinkonu með miklum söknuði þakka ég fyrir yndislega vináttu og vona að guð geymi hana um ókomin ár. Guð blessi ástvini hennar og lýsi þeim á erfíðum tímum og huggi þá í sorg þeirra. Friður sé með þér. Takk fyrir allt og allt. Guðbjörg Björnsdóttir. Hún er farin í annað og lengra ferðalag en hún ætlaði sér í sumar. Til írlands var ferðinni heitið í júlí og búið að planleggja allt og borga ferðina. En 10. júlílagðist Sigurbjörg inn á Borgarspítalann og átti þaðan ekki afturkvæmt. í vor lá hún þar í um mánuð í góðri umönnun starfs- fólksins. Heima í sveitinni sinni var hún um miðsumarið hjá fólkinu sínu. Þá fór hún í stuttar ferðir og naut þess að horfa á náttúruna í sumarskrúða. Hvað hún hafði gaman af að ferð- ast hún Sigurbjörg, þær fóru mörg sumur í utanlandsferðir hún og Ebba mamma hennar. Til Norðurlandanna, Mið-Evrópu, suður til Spánar og til Bandaríkjanna. Að hafa svo góðan ferðafélaga sem mamma hennar var, var Sigurbjörgu ómetanlegt, því að vissan stuðning þurfti hún vegna líkamlegs vanmáttar, sem hún hafði frá fæðingu. En hugurinn var stór og löngunin til að læra var mikil. Komin yfír tvítugt settist hún á bekk í Menntaskólanum á Laugarvatni meira af vilja en getu vegna sinnar fötlunar. En eftir fjögur árin gekk hún út úr skólanum með sína stúd- entshúfu og mjög góð próf í fartesk- inu. Hugurinn stefndi að Háskólan- um og þá í bókmenntir. Því að bæk- ur, góðar bækur, sem höfðu að geyma sögur og sagnir af mann- fólki, ferðalögum, náttúrulýsingum, fornsögum, dýrasögum og kvæði hafði hún unun af að lesa. En Háskól- inn beið. Hún dvaldist á Reykjalundi í nokkum tíma. Þar var líka hún Hanna og deildu þær saman her- bergi lengi vel. Innilegur vinskapur þeirra hefur haldist alla tíð síðan og um svipað leyti fluttust þær í Hátún- ið og fylgdust þar að. Ég var svo heppin að kynnast þeirra vináttu og fylgjast með þeim. Margar ferðirnar fórum við saman að Apavatni, þar sem Ebba tók á móti okkur með nýveiddan silung á borðum. Nú ferð- ast þær vinkonurnar saman í öðrum sveitum, því að Hanna okkar lést 25. apríl á þessu ári. I Hátúni bjó Sigurbjörg vel um sig og smám saman fóru bækumar henn- ar að hylja alla þá veggi sem við varð komið. Og hún las mikið. En það var líka mikið af vinum og kunn- ingjum, sem sóttu hana heim og deildu með henni lífsgátunni. Kynni hennar og Guggu voru afar náin og mat Sigurbjörg vináttu þeirra mjög mikils. Og það sýndi sig í veikindum Sigurbjargar hvað Gugga var traust og góð vinkona, því að dagana langa sat hún hjá Sigurbjörgu og styttust þá stundimar. Nú var kominn tími að hressa eitt- hvað upp á menntunina og Sigurbjörg fór í tölvunám auk fleiri greina þar sem hún og Gugga gengu í gegnum námsverkefnið með góðum árangri. Eftir það fékk Sigurbjörg vinnu hjá Þjónustumiðstöð bókasafna. Og það átti við hana að vera að handfjatla bækur. Hún var mjög ánægð með þessa vinnu og vinnufélagar hennar reyndust henni afar vel. Hún starfaði þar í nokkur ár eða þar til umsvif stofnunarinnar minnkuðu og fækka þurfti fólki. Enga vinnu var að fá. Og þá var ráðið að láta gamla draum- inn rætast. Að jnnrita sig í Háskólann í bókmenntir. I tvo vetur sótti Sigur- björg tíma í bókmenntum í Háskólan- um, og hún naut þess svo sannarlega allan tímann. í vor átti hún að taka tvö próf og annað prófíð tók hún sárlasin, en fékk mjög góða einkunn fyrir. Hitt prófíð ætlaði hún að geyma til haustsins, þegar hún byijaði aftur í skólanum. Nú fæ ég ekki fleiri símtöl, ekki fleiri fréttir af náminu, ekki fleiri frásagnir af bóklestri, ekki fleiri fréttir af leikhúsferðum. Já, þær fóru mikið saman í leikhús, hún og Guð- rún vinkona hennar. Og Sigurbjörgu fannst gott að deila með henni áhuga sínum á bókmenntum. Svo fæ ég ekki fleiri frásagnir af ferðalögum hér innanlands, sem hún fór svo mikið með fólkinu sínu. Þeir voru ólatir frændurnir á Apa- vatni að lyfta Sigurbjörgu upp í jepp- ann og aka svo af stað upp um fjöll eða út með sjó. Já, margar myndirn- ar eru til af öllum þeim ferðalögum sem Apavatnsfólkið fór saman í. Núna þegar Sigurbjörg hefur farið í sitt síðasta ferðalag héðan af jörð- unni veit ég að aðrir munu ferðast með henni um ókunna stigu. En það verður líklegast ekki ekið á jeppa eða snjósleða þeim sem Magnús Helgi frændi hennar ók henni á yfir ísilagt Apavatnið og upp í Heiði. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur' sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Elsku frænka mín og vinkona, ég kveð þig með miklum söknuði, þó að ég viti að þér líði nú vel. Ég bið góðan Guð að vera með þér. Megi hið eilífa ljós lýsa Sigur- björgu. Elsku systur minni, systkinum Sigurbjargar, systrabörnum og mági sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Helga Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.