Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Af hveiju ertu alltaf að öskra á Ja, ég er ekki viss um að ég Það er það sem ég geri... mig? geti gert að því... þannig er ég... BREF TJL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Viltu fá Morgnn blaðið ókeypis? Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni: AUÐVITAÐ svara 70% núverandi áskrifenda Morgunblaðsins ját- andi. Alveg eins og tæp 70% þeirra sem núna borga afnotagjald af Ríkisútvarpinu svara samskonar spumingu játandi í nýrri könnun Gallups. Líklega mundi játandi svörum íjölga, ef menn væru spurð- ir hvort þeir vilji áfram fá alla opin- bera þjónustu og borga helmingi Jón Ásgeir lægri skatta. Eg Signrðsson er handviss um það, að ef gerð væri skoðanakönn- un í dag, mundu 95% landsmanna vilja lækka skatta um helming að öllu öðru óbreyttu. Spurning Gall- ups um skylduáskrift (ekki afnota- gjald) að Ríkisútvarpinu er leiðandi og einfeldnisleg, hún hefur ekkert pólitískt gildi. Það á ekki að taka mark á henni sem raunverulegri viljayfirlýsingu. Ekki frekar en yfirlýsingum áskrifenda Morgun- blaðsins um að þeir vilji fá blaðið ókeypis heim í hús, eða könnun sem sýnir að landsmenn vilji borga lága skatta en halda áfram full- komnu heilbrigðiskerfi, skólakerfi, vegakerfi, og svo framvegis. Fyrir skattpeninga er veitt al- mannaþjónusta, ríkisvaldið fer ekki í manngreinarálit, það eiga allir rétt á opinberri þjónustu. Rík- isútvarpið er sama eðlis, það er almannaútvarp, allir landsmenn eiga rétt á þjónustu Ríkisútvarps- ins. Samkvæmt lögum nær dreifi- kerfí Ríkisútvarpsins til allra sem eiga viðtæki. Þetta jafnast á við það, að Morgunblaðið færi undan- tekningalaust innum allar bréfal- úgur í landinu. En það hvfla engar slíkar lagalegar kvaðir um út- breiðslu á Morgunblaðinu. Ríkisútvarpið er almannaútvarp sem á að ná til allra landsmanna. Arðsemikröfur hafa engin áhrif á það, hversu víðfeðmt dreifikerfi Ríkisútvarpsins er. Dagskrár Ríkisútvarpsins eru einn af hom- steinum íslenskrar menningar, þær eiga að þjóna öllum og ná til allra. Ef það á að vera til almannaút- varp, þarf að fjármagna það með einhveijum hætti. Ef Ríkisútvarp- inu er gert að ná til allra, fara inn um allar bréfalúgur, þarf peninga til þess að tryggja ótruflaða starf- semi þess. Það er hægt að gera með því að innheimta afnotagjald hjá þeim sem eiga viðtæki og það er hægt að gera með beinum ríkis- framlögum. Kosturinn við afnota- gjald er einfaldlega sá að það tryggir sjálfstæði Ríkisútvarpsins gagnvart hagsmunaaðilum og stjórnmálaöflum mun betur en beinar fjárveitingar á fjárlögum. Eigendur einkafjölmiðla gagn- rýna að Ríkisútvarpið skuli birta auglýsingar og álíta vísast að það taki auglýsingafé frá þeirra eigin fyrirtækjum. Málið snýst hinsveg- ar ekki um það, hvort Ríkisútvarp- ið birtir auglýsingar eður ei. Þetta er spurning um skynsemi. Auglýs- endur leggja auðvitað kalt og yfír- vegað mat á það, hvar sé best að ná til sem flestra. Ríkisútvarpið nær ekki einungis víða með um- fangsmiklu dreifikerfí, fjölmargar kannanir sýna að langflestir lands- menn hlusta og horfa á ríkisfjöl- miðlana fremur en aðra ljósvaka- miðla. Auk þess er Ríkisútvarpinu treyst mun betur en öðrum fjöl- miðlum. Af þeim ástæðum er það ákjósanlegur' auglýsingavettvang- ur fyrir skynsama auglýsendur. Einhveijir leggja vafalaust til að Ríkisútvarpið fái fé á fjárlögum í stað afnotagjalds. En þarmeð væri stjómmálamönnum veittur beinn aðgangur að Ríkisútvarpinu og möguleiki opnaður fyrir því að leggja á það pólitískar kvaðir. Það er alltaf hægt að lækka ríkisfram- lagið, eða bara hóta að lækka það. Ef Ríkisútvarpið á aðeins að ná til þeirra sem ákveða sjálfir að borga áskrift, þarf að trufla út- sendingarmerkið og nota viðtöku- lykla (fyrir sjónvarp og hljóðvarp). Og þar með hverfa tilvistarrök Ríkisútvarps eins og dögg fyrir sólu. Ef Ríkisútvarpið á ekki að vera almannaútvarp og ná til allra landsmanna, er engin ástæða til þess að halda rekstri þess áfram. JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON, dagskrárgerðarmaður. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISVAL-3GRGA r\lf HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK- SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.