Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Um Drottins óvissan tíma Frá Torfa Ólafssyni: OKKUR er sagt að tíminn sé blekk- ing, tíminn sé ekki í raun og veru, hann sé að minnsta kosti ekki til hjá Guði. Því sé einn dagur hjá hon- um sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, eins og Matthías undir- strikaði í þjóðsöngnum okkar. Nú vil ég ekki halda því fram að hjá Pósti og síma gildi sami skilningur og hjá þeirri stofnun. Samt gæti þetta bent til þess að hún sé á þróunarleið og geti með tímanum (sem ekki er til) öðlast hinn himneska skilning, endurfæðst til fulls í andlegum heimi, þar sem ekki er verið að rekast í smámunum sem ekki hafa neina þýðingu, að minnsta kosti enga þýðingu fyrir sáluhjálpina. Ástæðan til þess að ég fer að hafa orð á þessu er að venjulega tekur það ekki nema tvo til þrjá daga, stundum minna, fyrir sendi- bréf að komast frá Akureyri til Reykjavíkur. En nú hefur verið sett nýtt met á þeirri leið, að vísu met niður á við, sem er ekki venjulegt, en þó met. Það byggist á því að dóttir mín, þá búsett á Akureyri, skrifaði dóttur sinni hér í Reykjavík bréf 27. júlí sl. (rétt er að taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að það var á þessu ári) og fól það téðri stofnun til flutnings. Svo leið og beið, móðirin hringdi í dótturina og spurði hvort hún hefði ekki feng- ið bréf frá sér, en dóttirin svaraði með grátstafinn í kverkunum að hún hefði ekki fengið neitt bréf og það gæti ekki merkt annað en hún hefði ekki skrifað, hún elskaði sig ekki lengur og hefði ekki neitt að skrifa og væri svo að reyna að ljúga sig út úr þessu. Móðirin fór líka að gráta og sór og sárt við lagði að hún elskaði dóttur sína ennþá og bað hana blessaða að koma sem fyrst norður svo hún gæti sýnt henni að ást sín til hennar hefði síður en svo kólnað. ■ Dóttirin gérði það og komst á fullur skilningur milli þeirra mæðgna og leið nú enn og beið. Þá gerist það undur 30. ágúst sl. að umræddu bréfi er laumað inn um bréfarifuna á húsi því sem dótt- irin hafði dvalið í þegar hið grát- þrungna viðtal fór fram, og var nú hringt norður til að láta þær mæðg- ur vita að nú væri bréfið loksins komið til skila. Þetta var eins og í sögunni um glataða soninn, það varð meiri gleði yfir umræddu bréfi en yfir tuttugu öðrum sem höfðu farið milli þeirra mæðgna og kysst- ust þær innilega þessu til staðfest- ingar. Undirritaður fullvissaði þær um að þetta væri alls ekki met í sila- gangi, því þegar hann var þénandi í Landsbankanum við Austurstræti TiLtetnn' LAUGAVEGI20 • SIMI 552-5040 FÁKAFENI52 • SÍMI 568-3919 KIBKJUVEG110 • VESTM • SÍMI 481-3373 forðurn daga var eitt sinn sent í pósti bréf frá Bæjarskrifstofunum, sem þá voru í Reykjavíkurapóteki, til Landsbankans, sem sé þvert yfir götuna og þó lítið eitt á ská. Þetta bréf tók viku að komast á áfanga- stað og voru menn helst á þeirri skoðun að útburður hefði verið lát- inn fara með bréfið, en þeir gengu, samkvæmt þjóðsögunum, á öðrum olnboganum og öðru hnénu, svo jafnvel þessi leið hefði verið seinfar- in fyrir þá. En að hún hefði tekið viku, kemur þó alls ekki til greina. Nú dettur mér helst í hug með bréfið að norðan, að menn hafi sent iandpóst með það upp á gamla móðinn og hann hafi komið við á hvetjum bæ til að þiggja kaffi og segja fréttir. Þó finnst mér hann varla hafa þurft allan þennan tíma til að komast suður, nema hann hafi líka sofið hjá heimasætunni á hveijum bæ. Þá gæti þetta vel kom- ið heim og saman. Og kannske hefur verið svo gaman að gista á sumum bæjunum að hann hefur freistast til að koma tvisvar á sama bæinn og gert sér þá upp minnis- leysi. Það hefur svo sem komið fyr- ir áður að menn hafi gert sér upp minnisleysi varðandi atburði sem þeir vilja koma sér hjá að ræða, og komist upp með það. En þar sem bréfið góða að norð- an er nú komið til skila og allir sáttir, ætla ég mér ekki að gera neina rekistefnu út af þessu, heldur vona að ekkert þessu líkt komi fyr- ir ef einhver stúlka skyldi svara bónorði bréflega. TORFI ÓLAFSSON, ritstjóri Merkis krossins, tímarits kaþólskra leikmanna. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 20. útdráttur 17. útdráttur 16. útdráttur 14. útdráttur 9. útdráttur 5. útdráttur 2. útdráttur 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 8. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKIAVÍK • SÍMI 569 6900 L A S K Ó L I N M I M I Peter Chadwick pÝSHA MISMUNANDI NAMSHRAÐI • 5 vikur •10 vikur FÁMENNIR NÁMSHÓPAR • Byrjendur • Framhaidshópar • Talmálshópar Ann Sigurjónsson spjenska HAGSTÆTT VERÐ!!! • Fjölskylduafsláttur • Aðildarfélagsafsláttur Kennsla hefst 19. september Innrítun þegar hafin Hilda Torres wum^Ml^llnn0m"'by>Ur Hraðnám:'æZ^^Þérárem Hfranska Stöðumat / upp wmsmmmMmrvmimvsm — Reiner Santuar MÁLASKÓLINN MÍMIR Bílamarkabunnn Smiðjuvegi46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Nissan Sunny SLX 4x4 station '92, blár, 5 g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum, dráttar- kúla o.fl. V. 1.030 þús. Cyi Nissan Sunny SLX 1,6 '91, sjálfsk. m/öllu, ek. 82 þ. km. V. 840 þús. Subaru 1800 GL 4x4 station '87, rauður, 5 g., ek. 125 þ. km. Óvenju gott eintak. V. 590 þús. Toyota 4Runner V-6 ’95, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu 31“ dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390 þús. Toyota Corolla GLi Hatschback '93, 5 dyra, rauðbrúnn, 5 g., ek. 40 þús. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Hyundai Pony SE '94, 4 dyra, rauður, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., spoiler, samlitir stuðarar o.fl. V. 890 þús. Ford F-250 XLT EX Cap 7.3 diesel m/húsi '90, sjálfsk., ek. 85 þ. km. Toppeintak. V. 1.950 þús. Subaru Justy J-12 '90, sjálfsk., ek. 57 þ. km. V. 590 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g. ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.’ V. 1.050 þús. Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk. ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.490 þús. Toyota Corolla Liftback '88, rauður, 5 g., ek. 107 þ. km., 2 dekkjag. o.fl. V. 550 þús. Daihatsu Charade 1,3 TX '94, ek. 25 þ km., rauður, rafm. í rúðum, samlæs. Tilboðsverð 890 þús. Ford Econoline 150 4x4 '84, innréttaður ferðabíll, 8 cyl. (351), sjálfsk., vél nýupp tekin. V. 1.080 þús. Skipti. MMC L-200 Double Cap T-diesel '93, 32" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. Sk. ód. MMC Colt EXE '91, svartur, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. M. Benz 190E '84, hvítur, 4 g., ek. 170 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 870 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam 16V '88, svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv 490 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, g., álfelgur o.fl., 170 ha. Gott eintak. V. 490 þús. Nissan 323 F GTi '90, ek. 76 þ. km., rauð ur, samlæs., rafm. í rúðum. V. 1.050 þús Sk. ód. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk. ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Fjöldi bifreiða á skrá og á staðnum. Verð og greiðslu- skilmálar við allra hæfi. Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 km. V. 1.020 þús. Suzuki Vitara JLX '90, 3ja dyra, sjálfsk ek. aðeins 59 þ. km. V. 1.190 þús. Toyota Hilux D. Cap '91, rauður, 5 g. ek. 62 þ. km, læstur aftan og framan 5:71 hlutföll, loftdæla, 35“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.890 þús. Hyundai Pony LS '93, grænn, 5 g., ek. 46 þ. km. V. 720 þús. Audi 100 CC '81, 5 dyra, grár, 4 g., góð vél. Ný skoðaður. V. 110 þús. Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. lémMmmémskólinn sími: 588 2299 -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.