Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1
 LÆQSTA-VERÐ ABYRGÐ Á BÍUVLEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 Morgunblaðið/Kristinn BLÓMAMYNSTRTJÐ húsgagnaáklæði og gluggatjaldaefni eftir bandaríska listamanninn Gary Bukovni skipa stóran sess á sýningunni í Epal. Ný hönnun í Epal ITILEFNI tuttugu ára afmælis Epals hf. hefst sýning í yerslun- inni í dag 8. september. Á sýning- unni eru húsgögn, lampar, gluggaljaldaefni og áklæði. Að sögn Eyjólfs Pálssonar, framkvæmdastjóra Epals, eru ýmsar nýjungar í hönnun til sýnis í fyrsta sinn hérlendis. Til dæmis blómamynstruð húsgagnaáklæði °g gluggatjaldaefni, sem danska vefnaðarfyrirtækið Kvadrat hefur nýverið hafið f ramleiðslu á. Mynstrin eru eftir bandaríska listamanninn Gary Bukovnik, sem einkum er frægur fyrir blóma- myndir. Myndir Bukovniks prýða veggi safna víðsvegar í Bandaríkj- unum, m.a. The Metropolitan Museum ofArtí New York og The Smithsonian Institution. í tengslum við sýninguna í Ep- al, sem er samstarfsverkefni verslunarinnar, danska sendiráðs- ins, Norræna hússins og Dansk- íslenska f élagsins heldur Kfitte Bonlykke Andersen, lektor við háskólann í Árósum, fyrirlestur um danska húsgagnahönnun í Norræna húsinu, laugardaginn 9. september kl. 16. Að fyrirlestrin- um loknum verður sýnd kvik- myndin „Den Magiske orden", sem fjallar um danska hönnun. Sýningunni í Epal lýkur 30. september. Jólastjarna sem er með níu líf JÓLASTJÖRNUR eru sjaldnast í fullum blóma hjá fólki á sumrin. Reyndar er venj- an sú að þessi blóm skreyti híbýli fólks yfir jólatímann, en lifi víðast hvar ekki mikið fram yfir áramót. Jólastjarna Guðmundu Ólafsdóttur á Akranesi slær líklega flest met. Guðmunda fékk jólastjörnuna að gjöf í nóvember 1992. Hún segir að í upphafi hafi þar virst vera ósköp venjuleg planta á ferð, en fljótlega hafí farið að bera á fádæma lífsvilja. Eftir jól hafi rauðu blöðin nefnilega ekki fallið af eins og venjulegt er, heldur orðið fallega dökkgræn og jurtin stækkað óðum. Síðan gerðist það í marsmánuði 1993 að blöðin tóku að roðna aftur og um páskaleytið var ,jóla"stjarnan öll orðin rauð. Guðmunda segir að sama ferlið hafi síð- an endurtekið sig, blöðin grænka og roðna á víxl. Nú er stjarnan blóðrauð og bústin, orðin um einn metri á hæð og annað eins í þvermál. Guðmunda segist ekki eiga neina leyniuppskrift, plantan sé staðsett í sólstofu þar sem er mjög heitt og bjart á sumrin, en kalt yfir vetrartímann. Þá vöknar hún plöntuna vel. ¦ UM FIMMTÁN þúsund Islending- ar eiga bókað sæti í helgarferðir til stórborga í Evrópu í haust og fram að jólum. Rúmlega fimmtán hundruð manns bókuðu sæti til Baltimore í Bandaríkjunum á mánudag og þriðjudag í þessari viku en Flugleiðir bjóða nú tvö sæti á verði eins farseðils til borgarinnar. Rúmlega 7.000 sæti hafa selst í helgarferðir til áfangastaða Flug- leiða í Evrópu og Bandaríkjunum. Glasgow er þeirra vinsælastur en þangað hafa selst um 3.000 sæti. Flugleiðir bjóða 10 þúsund króna afslátt af öllum pakkaferðum til London í október og nóvember en síðasti söludagur er 12. septem- ber. Rúmlega 1.400 sæti hafa selst á tilboðinu. Um 1.500 sæti hafa selst til Amsterdam. Dublln mjög vlnsæl Dublin á írlandi er borga vin- sælust^ en þangað hafa rúmlega 4.000 íslendingar bókað far. Sam- vinnuferðir-Landsýn bjóða beint leiguflug og hafa bókanirnar þangað aukist um 60-70% frá í fyrra. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa Samvinnu- ferða-Landsýnar, er meira um að stórir hópar fólks taki sig saman og bóki í ferðir en áður og jafnvel Fimmtán þúsund Islendingar halda utan í haust með töluverðum fyrirvara. Þá segir hann að greinilegt sé að ferðamynstur Islendinga sé að breytast. Fólk fari nú í styttri sólarlanda- * ferðir en var og helgarferðir verði sífellt vinsælli. Ekkl bara verslunarferölr í sama steng tekur Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslu- stjóri Urvals-Útsýnar, en ferðaskrifstofan býður beint flug til Edinborgar. Liðlega 2000 manns eiga bókað sæti þangað og er t.d. fullbókað í allar þrjár vélarnar sem fljúga beint frá Akureyri. Guðrún segir að fólk sé ekki eingöngu að fara í verslunarferðir heldur einnig í skoðunarferðir t.d. um skosku hálöndin og í viskíverksmiðjur. Fólk þreytt á rlgningunnl Ferðaskrifstofan Alís býður beint leiguferð til Newcastle fjórða árið í röð. Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Alís, segir að ferðirnar verði æ vinsælli og að nú þegar séu um 1.400 sæti bókuð. Hún segir að fólk sé orðið þreytt á endalausum rigningum og vilji því fara utan þar sem veður er betra. Hún segist sjá að áherslur fólks séu að breytast og að helgarferð- irnar séu ekki lengur einungis verslunarferðir þó vissulega sé gott að versla í Newcastle. Fólk fari nú í lengri ferðir en áður og noti tímann m.a. til skoðanaferða. Laufey nefndi sem dæmi að al- gengt væri að fólk færi í skoðunar- ferðir til Duram sem er háskóla- bær ekki langt frá Newcastle. Dómkirkjan í Durham er ein elsta kirkja á Englandi, um níu hundruð ára gömul. Heimsferðir bjóða beint leigu- flug til London tvisvar í viku í október og nóvember og segir Guðbjörg Sandholt, sölustjóri Heimsferða að um 1.250 manns eigi bókað far þangað. g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.