Morgunblaðið - 08.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 08.09.1995, Page 1
LÆQSTA-VE RÐ ABYRGÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 Innifalið i verðl er: kaskotryqging, laekkun s|alfsóbyraðar, trygging g. stuldi og allir staðbunanir skattar. 011 verð eru i Islonskum kronum og eru vikuverð.Florida: ótakmarkaður aíutur og kaskó. 588 35 35 Oplð món-fós 9-18 lou 10-14 Morgunblaðið/Kristinn BLOMAMYNSTRUÐ húsgagnaáklæði og gluggatjaldaefni eftir bandaríska listamanninn Gary Bukovni skipa stóran sess á sýningunni í Epal. Ný hönnun í Epal í TILEFNI tuttugu ára afmælis Epals hf. hefst sýning í verslun- inni í dag 8. september. Á sýning- unni eru húsgögn, lampar, gluggatjaldaefni og áklæði. Að sögn Eyjólfs Pálssonar, frarnkvæmdastjóra Epals, eru ýmsar nýjungar í hönnun til sýnis í fyrsta sinn hérlendis. Til dæmis blómamynstruð húsgagnaáklæði og gluggatjaldaefni, sem danska vefnaðarfyrirtækið Kvadrat hefur nýverið hafið framleiðslu á. Mynstrin eru eftir bandaríska listamanninn Gary Bukovnik, sem einkum er frægur fyrir blóma- myndir. Myndir Bukovniks prýða veggi safna víðsvegar í Bandaríkj- unum, m.a. The Metropolitan Museum of Artí New York og The Smithsonian Institution. í tengslum við sýninguna í Ep- al, sem er samstarfsverkefni verslunarinnar, danska sendiráðs- ins, Norræna hússins og Dansk- íslenska félagsins heldur Katte Bonlykke Andersen, lektor við háskólann í Árósum, fyrirlestur um danska húsgagnahönnun í Norræna húsinu, laugardaginn 9. september kl. 16. Að fyrirlestrin- um loknum verður sýnd kvik- myndin „Den Magiske orden“, sem fjallar um danska hönnun. Sýningunni í Epal lýkur 30. september. Jólastjarna sem er með níu líf JÓLASTJÖRNUR eru sjaldnast í fullum blóma hjá fólki á sumrin. Reyndar er venj- an sú að þessi blóm skreyti híbýli fólks yfir jólatímann, en lifi víðast hvar ekki mikið fram yfir áramót. Jólastjarna Guðmundu Ólafsdóttur á Akranesi slær líklega flest met. Guðmunda fékk jólastjörnuna að gjöf í nóvember 1992. Hún segir að í upphafi hafi þar virst vera ósköp venjuleg planta á ferð, en fljótlega hafi farið að bera á fádæma lífsvilja. Eftir jól hafi rauðu blöðin nefnilega ekki fallið af eins og venjulegt er, heldur orðið fallega dökkgræn og jurtin stækkað óðum. Síðan gerðist það í marsmánuði 1993 að blöðin tóku að roðna aftur og um páskaleytið var „jóla“stjarnan öll orðin rauð. Guðmunda segir að sama ferlið hafi síð- an endurtekið sig, blöðin grænka og roðna á víxl. Nú er stjarnan blóðrauð og bústin, orðin um einn metri á hæð og annað eins í þvermál. Guðmunda segist ekki eiga neina leyniuppskrift, plantan sé staðsett í sólstofu þar sem er mjög heitt og bjart á sumrin, en kalt yfir vetrartímann. Þá vöknar hún plöntuna vel. ■ UM FIMMTÁN þúsund íslending- ar eiga bókað sæti í helgarferðir til stórborga í Evrópu í haust og fram að jólum. Rúmlega fimmtán hundruð manns bókuðu sæti til Baltimore í Bandaríkjunum á mánudag og þriðjudag í þessari viku en Flugleiðir bjóða nú tvö sæti á verði eins farseðils til borgarinnar. Rúmlega 7.000 sæti hafa selst í helgarferðir til áfangastaða Flug- leiða í Evrópu og Bandaríkjunum. Glasgow er þeirra vinsælastur en þangað hafa selst um 3.000 sæti. Flugleiðir bjóða 10 þúsund króna afslátt af öllum pakkaferðum til London í október og nóvember en síðasti söludagur er 12. septem- ber. Rúmlega 1.400 sæti hafa selst á tilboðinu. Um 1.500 sæti hafa selst til Amsterdam. Dublln mjög vlnsæl Dublin á írlandi er borga vin- sælust^ en þangað hafa rúmlega 4.000 íslendingar bókað far. Sam- vinnuferðir-Landsýn bjóða beint leiguflug og hafa bókanirnar þangað aukist um 60-70% frá í fyrra. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa Samvinnu- ferða-Landsýnar, er meira um að stórir hópar fólks taki sig saman og bóki í ferðir en áður og jafnvel Æ Fimmtan Þusund Islendingar halda utan í haust með töluverðum fyrirvara. Þá segir hann að greinilegt sé að ferðamynstur Islendinga sé að breytast. Fólk fari nú í styttri sólarlanda- ferðir en var og helgarferðir verði sífellt vinsælli. Ekkl bara verslunarferðlr í sama steng tekur Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslu- stjóri Urvals-Utsýnar, en ferðaskrifstofan býður beint flug til Edinborgar. Liðlega 2000 manns eiga bókað sæti þangað og er t.d. fullbókað í allar þijár vélarnar sem fljúga beint frá Akureyri. Guðrún segir að fólk sé ekki eingöngu að fara í verslunarferðir heldur einnig í skoðunarferðir t.d. um skosku hálöndin og í viskíverksmiðjur. Fólk þreytt á rlgnlngunn! Ferðaskrifstofan Alís býður beint leiguferð til Newcastle fjórða árið í röð. Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Alís, segir að ferðirnar verði æ vinsælli og að nú þegar séu um 1.400 sæti bókuð. Hún segir að fólk sé orðið þreytt á endalausum rigningum og vilji því fara utan þar sem veður er betra. Hún segist sjá að áherslur fólks séu að breytast og að helgarferð- irnar séu ekki lengur einungis verslunarferðir þó vissulega sé gott að versla í Newcastle. Fólk fari nú í lengri ferðir en áður og noti tímann m.a. til skoðanaferða. Laufey nefndi sem dæmi að al- gengt væri að fólk færi í skoðunar- ferðir til Duram sem er háskóla- bær ekki langt frá Newcastle. Dómkirkjan í Durham er ein elsta kirkja á Englandi, um níu hundruð ára gömul. Heimsferðir bjóða beint leigu- flug til London tvisvar í viku í október og nóvember og segir Guðbjörg Sandholt, sölustjóri Heimsferða að um 1.250 manns eigi bókað far þangað. g ss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.