Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ljósmynd/Helena Stefánsdóttir STÖLLURNAR Lína langsokkur og Astrid Lindgren fögnuðu saman á fimmtugsafmæli Línu sem haldið var upp á í skemmtigarðinum Astrid Lindgrens VÁrld í júní síðastliðnum. Aðrir afmælisgestir fögnuðu líka með Astrid Lindgren. Lína langsokkur hét Lóa í framhaldssögu í Morgunblaðinu fyrir fimmtíu árum í HAUST verður grallarastelpan Lína langsokkur fímmtug, en það var haustið 1945 sem fyrsta bókin um Línu kom út í Svíþjóð. Astrid Lingren sem er orðin 87 ára göm- ul, er sögð ekki ýkja hrifin af því að halda upp á þessi merku tíma- mót þar sem hún telur að Lína sé alltaf níu ára og verði aldrei fullorð- in. Hún lét sig þó hafa það að koma til fimmtugsafmælisveislu Línu nú í júní síðastliðnum sem haldin var í skemmtigarðinum Astrid Lind- grens VÁrid í Vimmerby í Smálönd- um. Kom hún þangað með dóttur sinni, Karin og leikkonunni Inger Nilsson sem flestir þekkja úr sjón- varpsþáttunum um Línu. í skemmtigarðinum eru að finna kastala og bæi úr sögum Astrid Lindgren þar sem börn og fullorðn- ir geta hitt sögupersónur og séð leikþætti. Lína sem háði eltingarleik við innbrotsþjófana og frökenina sem vildi fá hana til að ganga í skóla gaf sér tíma til að bregða sér út fyrir hús sitt Sjónarhól og bjóða afmælisgestum upp á 20 metra langa ijómatertu í tilefni dagsins. Nokkrum mánuðum eftir að fyrsta bókin um Línu var birt í Svíþjóð birtist framhaldssaga um Lóu langsokk i Bamalesbók Morg- unblaðsins, eða í marsmánuði 1946. Tveimur árum síðar fær hún'sitt endanlega nafn þegar bókin um Línu langsokk var gefín út af Fé- lagsprentsmiðjunni á Akureyri árið 1948 í þýðingu Jakobs Ó. Péturs- sonar. Ari síðar eða 1949 kom út bókin Lína langsokkur ætlar til sjós og 1950 Lína langsokkur í Suður- höfum, einnig í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar. Hugmyndin að Línu langsokk verður til Hugmyndin og nafnið á Línu varð til hjá dóttur Astrid Lingren, Karin. Hún var þá lítil stúlka og var rúm- liggjandi vegna lungnabólgu og reyndi móðir hennar að stytta henni stundir með sögum. Þegar Astrid var komin í þrot með sögur, þá gall í telpunni; „segðu mér sögu um Línu langsokk." Astrid segir sjálf að hún hafí ekki haft hugmynd um hver persónan var, en hún hafí reynt að spinna upp allskonar uppátæki stúlkunnar. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar sem Astrid skrif- ar bókina um Línu, en þá var hún sjálf rúmliggjandi vegna fótbrots. Hún sendi svo bókina til bókafor- lagsins Bonniers, en þeir vildu ekki gefa hana út þar sem þeim fannst Lína of villt og gefa slæmt for- dæmi. Það ver ekki fyrr en Astrid hafði fengið bamabókaverðlaun fyr- ir bókina Britt Marie lattar sitt hjarta að þeir gáfu hana út. Á svörtum markaði í Kína Lína er ein þekktasta barnasögu- hetja heims og höfðar til barna og fullorðinna allra landa. Hún er jafn- vinsæl hvort sem er á Norðurlönd- unum, í Frakklandi, Kína eða Rúss- landi. Hún er jafnvel dáð hjá mú- slímum. Sjóræningjaútgáfur af henni ganga kaupum og sölum í fyrmm Sovétríkjunum og í Kína er loksins farið að gefa hana út á lög- legan hátt, en áður hefur hún að- eins fengist þar á svörtum markaði. Um 1960 sóttist Disneyfyrirtæk- ið eftir Línu í fjölskyldu sína en Astrid Lindgren afþakkaði boðið. Tíu árum síðar gerði kvikmyndafyr- irtækjð Columbia Pictures bíómynd um Línu, en sú mynd heppnaðist Koffínið fylgir okkur frá vöggu til grafar Fitusnauður og freistandi ís NÚ ER búið að finna aðferð til að skerpa bragðið af fituskert- um mjólkurvörum, svo sem ís, en mörgum þykir þær heldur bragðdaufar. Galdurinn er að setja sykurinn, sem á að fara í matvöruna, í blönduna á undan bragðefnunum. Þannig fæst vara sem inniheldur jafnmargar hitaeiningar og samsvarandi vara framleidd á hefðbundinn hátt en mun bragðmeiri. Það var prófessor í matvæla- fræði við Fylkisháskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um sem gerði þessa uppgötvun. Hann segir að til að hægt sé að þeyta fitusnauðar mjólkurvörur verði þær að innihalda mikið af ákveðnum próteinum. Um 70% af bragði geti hins vegar glatast vegna þess að bragðefnin festist við próteinin. I hefðbundnun mjólkurvörum eru bragðefnin aftur á móti lauslega bundin fituefnum. Þaðan geta þau losn- að og er það einmitt forsenda þess að bragð finnist. Akveðinn fjöldi svonefnda bindiseta er á hverju próteini og við þau festast bragðefnin. Sykur getur einnig bundist þeim og ef hann er settur út í blönd- una á undan bragðefnunum fyll- ast bindisetin. Þar með eru bragðefnin óbundin í vörunni. ■ KAFFINEYSLA hefur alla tíð verið umdeild. í enskum bæklingi frá sautjándu öld var varað við neyslu þessa „ómerki- lega, svarta, þykka, viðbjóðs- lega ramma, illa þefjandi, velgju- lega pollavatns" sem nefndist kaffí. En innreið kaffísins í drykkjarmenn- ingu araba, Evr- ópubúa og síðar alls heimsins var óstöðvandi. Nú er kaffi, næst á eftir olíu, það hrá- efni sem mest er verslað með í heim- inum. Kaffið „hressir, bætir og kæt- ir“, sé auglýsingum trúandi og áhrif- in má fyrst og fremst þakka koffín- inu sem það inniheldur. Stór hluti íslendinga á fullorðinsaldri er að meira eða minna leyti koffínfíklar. Sama gildir reyndar um mörg börn og unglinga, en þau svala fíkninni með kóladrykkjum, sem einnig inni- halda fíkniefnið. Ungbörn fara jafn- vel ekki varhluta af koffíninu. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt koffíninnihald í blóði nýfæddra barna sem svarar til neyslu nokk- urra kaffibolla. Það tekur þau nokkra nokkra daga að losna við efnið því Iifrin ræður á þessu stigi enn ekki við efnið. í kaffibolla getur verið allt frá 20 mg af koffíni og upp í 150 mg, eftir því hvernig kaffið er lagað. Algengast eru þó að koffínmagnið sé á bilinu 80-100 mg. í lítilli kóla- dós eru 40-50 mg af koffíni, í te- bolia um 60 mg og um 5 mg í bolla afíkakói. Efnið er einnig að finna í margs konar Iyfjum. Koffín er örvandi efni _sem eykur framleiðslu á adrenalíni. I grein eft- ir Eirík Orn Arnarson í tímaritinu Heilbrigðismálum er áhrifunum svo lýst: „Hjartað slær örar og blóð- þrýstingur hækkar, tíðni andardrátt- ar eykst. Samtímis byijar líkaminn að ganga á fitu og nota hana í bruna, maginn býr sig undir virkni með því að framleiða magasýrur, útskilnaður á þvagi eykst og hreyfingar maga og þarma aukast." Koffínið eykur afköst og nákvæmni i vinnu, sér- staklega ef að vinnubrögðin eru vel þjálfuð, eins og til dæmis í færi- bandavinnu. Með rannsóknum hefur verið reynt að tengja kaffidrykkju við yfír hundrað sjúkdóma og heilbrigð- isvandamál en erfiðlega hefur geng- ið að sýna fram á beint orsakasam- hengi þar á milli. Um kaffið virðist gilda það sama og flest önnur lífsins gæði, að allt er best í hófi. Að stjórna neyslunni Ekki eru til nein skýr mörk milli hóflegrar og óhóflegrar koffín- neyslu. Eiríkur Örn Arnarson, dós- ent í sálarfræði við læknadeild Há- skóla íslands, sem rannsakað hefur koffínneySlu og áhrif hennar hér á landi telur að neysla sem samsvarar meira en sex kaffíbollum á dag sé óhófleg. Of mikil neysla getur valdið tíðum þvaglátum, eirðarleysi,- skjálfta, spennu, vöðvakippum, vönkun, hröðum andardrætti, hröð- um hjartslætti, hjartsláttaróreglu, óþægindum í maga, linum hægðum, bijóstsviða og fleiri óskemmtilegum einkennum. Þeir sem ekki drekka koffíndrykki að staðaldri eru líklegri til að verða fyrir óþægindum heldur en „reyndir" neytendur. Til þess að nýta jákvæða eiginleika koffínsins en forðast þá neikvæðu er rétt að drekka ekki meira en 2-3 kaffibolla á dag eða samsvarandi magn af öðrum koffíndrykkjum. Agætt er að byija daginn á einum bolla. Áhrifin af koffíninu endast klukkutímum saman og ef meira er drukkið verð- ur það ekki til annars en að auka kvíða og spennu. Best er því að bíða með næsta bolla þangað til eftir Eiríkur Örn Arn- arsson, dósent í sálarfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.