Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF eftirbreytni. Þeir höfðu einnig sitt- hvað við það að. athuga að ófaglært fólk ræki hárgreiðslustofu, þótt eng- in lög banni slíkt. Okkur hefur reynst happadtjúgt að sjá eingöngu um reksturinn og láta hárgreiðslumeist- ara hafa yfirumsjón með öllu sem lýtur að þeirra sérsviði." Halla Rut og Kjartan viðurkenna að ýmis fleiri ljón hafi verið í vegin- um. „Við vorum svo ung og óreynd, vissum í rauninni ekkert hvernig við ættum að stjórna öllu þessu fólki. Til að byija með komu upp ýmis samskiptavandamál. Smám saman lærðist okkur að við þyrftum ekki að vera með nefið ofan í öllu, heldur treysta fólki með því að fela því ákveðna ábyrgð. Núna eru sam- skipti mjög góð. Við reynum að umbuna starfsfólki, t.d. borgum við hærri laun en tíðkast á öðrum stof- um og hárgreiðslufólk hjá okkur er að hluta til á prósentum. TU þess að bæta starfsandann leigjum við stundum sal út í bæ og bjóðum starfsmönnum, vinum þeirra og föstum viðskiptavinum að þiggja veitingar og gera sér glaðan dag. Auk þess höldum við jólaböll, árshá- tíðir og sitthvað fleira. Allir kunna vel að meta viðleitnina og smám sam- an hafa tengsl starfsfólksins og okk- ar aukist innan vinnunnar og utan.“ Góðan anda á vinnustað telja Halla Rut og Kjartan afar mikilvæg- an. Viðskiptavinir finni slíkt fljótt, enda hljóti innbyrðis úlfúð að fæla frá. Núna gengur þeim flest í haginn en eru þó gröm út í Gróu á Leiti, segja að öfund hafi komið af stað sögusögnum um að velgengni þeirra sé ekki byggð á heiðarlegum grunni. Hugmyndaflug, kjarkur og þor „Sannleikurinn er sá að við höfum þrælað myrkranna á milli til að eign- ast fyrirtækin. Allt tal um að við séum á kafi í fíkniefnum er úr lausu lofti gripið og skaðar bæði mannorð okkar og viðskipti. Líklega þykir mörgum við hafa færst of mikið í fang og því hljótum við að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Við höf- um ekki leitað á náðir eins né neins, einungis hlotið eðlilega lánafyrirgre- iðslu í bönkum, haft hugmyndaflug, kjark og þor til að bijótast áfram af eigin rammleik." Halla Rut og Kjartan segjast lifa hratt og vinna hratt. Þau hafi svip- aðar hugmyndir og séu fljót að sjá út hvað henti tíðarandanum hveiju sinni. Gullna reglan þeirra er að haga seglum eftir vindi, þ.e. þjóðfé- laginu. Þau eru sammála um að allt sé breytingum háð og þótt upp úr sambúð þeirra hafi slitnað getur hvorugt hugsað sér betri vin og vinnufélaga. ■ vþj Ungt athafnafólk sem gerir út á hár og sól ÞAU KYNNTUST í mótorhjólabúð við Suðurgötu miðvikudag einn í ágúst fyrir fimm árum. Hún flutti inn til hans næsta laugardag. Hann var tutt- ugu og fjögurra, hún tuttugu og eins. Hann lærður kjötiðnaðarmaður, sem starfað hafði við iðnina í sjö ár, en vann þá og átti hlut í mótorhjólabúð. Hún nýorðin sólbaðsstofueigandi. Síðan þá hefur líf þeirra tekið miklum og hröðum breytingum. Halla Rut Bjarnadóttir og Kjartan Björgvinsson eru orðin umsvifamikil í atvinnulífinu. Þau eiga og reka tvær stórar hárgreiðslu- og sólbaðs- stofur í eigin húsnæði. Báðar heita Gullsól, önnur við Smiðjuveg í Kópa- vogi, hin í Mörkinni í Reykjavík. Þau segja þær bömin sín númer tvö og þrjú, því sonurinn Elís, tveggja og hálfs árs, kom fyrstur. Halla Rut og Kjartan vom um þriggja ára skeið saman í einu og öllu. Núna ém þau saman í næstum öllu. Þau slitu sam- búð fyrir tveimur árum, en reka fyr- irtækin áfram og ala soninn upp í sátt og samlyndi. Aukabúgrein og hárlubbi Þegar þau keyptu húsnæðið í Kópavogi ætluðu þau eingöngu að reka þar sólbaðsstofu með heitum pottum og gufuböðum, en sáu fljótt að vel mætti nýta 500 fm pláss fyr- ir annan rekstur samhliða. „Hárgreiðslan átti upphaflega að vera aukabúgrein, en er núna 40% af veltu fyrirtækisins og enn í sókn. Starfsmenn eru 35, þar af 20 í hár- greiðslu. Mörgum þykir skrýtið að við, sem aldrei höfðum komið nálægt hárgreiðslustörfum, skyldum fara út í slíkan rekstur. Eigendur ann- arra hárgreiðslustofa mótmæltu til- tækinu, trúlega smeykir við sam- keppni, enda brydduðum við upp á ýmsum nýjungum og buðum betri og íjölbreyttari þjónustu en þeir.“ Halla Rut og Kjartan segja hár- greiðslustofur hérlendis hafa verið reknar með svipuðu sniði í áraraðir og engum virst ástæða til breytinga í samræmi við tíðarandann. Hefð- bundinn opnunartíminn hafði lengi skapraunað Kjartani. Hann vildi vera snöggklipptur, en í dagsins önn og amstri hafði hann sjaldan tíma til að láta skera hár sitt á stofu, þar sem þær voru bara opnar frá níu til fimm. Hann segist oft hafa verið orðinn æði lubbalegur og lubbinn einkum verið sér til ama þegar hann fór út að skemmt-a sér og vildi vera fínn. Lubbavandamál Kjartans varð því óbeint til þess að þau hófu rekstur hárgreiðslustofunnar í Kópavogi. „Við vildum bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu og rýmri opnunartíma. Hingað getur fólk komið frá sjö á morgnana til miðnættis í ljós, heita potta og gufu.en frá tíu til tíu í hársnyrtingu alla daga vikunnar. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyr- ir. Við bjóðum upp á barnapössun í Mörkinni, en heimavinnandi fólki finnst líka þægilegt að koma og slappa af á kvöldin og um helgar og þeir sem eru útivinnandi þurfa ekki að taka sér frí úr vinnu til að fara í ljós, hársnyrtingu, nudd eða förðun." Hönnuðu allt sjálf Yfir Gullsólunum er svolítið ný- stárlegt yfirbragð, sem bendir til að ungt fólk ráði þar lögum og lofum. Þegar inn er komið blasa við kven- og karlmannaundirfatnaður, tísku- vamingur, spilakassar og sjoppa með gosdrykki, sælgæti og samlokur sem viðskiptavinir geta hitað sjálfír. Hátt er til lofts og vítt til veggja, litadýrð mikil og innréttingar og húsgögn nýtískuleg. Halla Rut og Kjartan hönnuðu stofurnar sjálf og harðneita að þær eigi sér erlendar fyrirmyndir. Oft segja þau að skapist skemmti- leg stemmning og mikið fjör á stof- unum um helgar þegar hópar komi áður en leiðin liggur út á lífið, á árshátíðir, skólaböll eða önnur mannamót. „Húsnæðið í Kópavogi var algjörlega hrátt; hvorki rafmagn né rennandi vatn. Hugmyndirnar fóru á flug og við unnum næstum allan sólarhringinn í fjóra mánuði og einn dag frá því við keyptum húsnæðið og þar til við opnuðum. Vinur okkar hjálpaði okkur mikið og síðustu vikuna fengum við tíu KJARTAN og Halla Rut í Gullsól í Mörkinni. Morgunblaðið/Þorkell Halla Rut og Kjartan hafa farið nýjar og óhefðbundnar leiöir. í Gullsólunum er boðið upp ó hórsnyrtingu fró tíu til tíu alla daga vikunnar og hægt er að fara í I jós, heita potta og gufu fró sjö á morgnana til miðnættis. manns til aðstoðar. Rafmagns- og dúkalagnir voru eiginlega það eina sem við komum ekki nálægt. Við skipulögðum svæðið frá a til ö. Settum pappa á gólfið og teiknuðum hvar innréttingar, sófasett, afgreiðslu- borð og annað ætti að vera. Sama hátt höfðum við á þegar við keyptum í Mörkinni, þótt við hefðum ekki þurft að byija frá grunni, því þar hafði áður verið húsgagnaverslun." Tilviljanlr Halla Rut og Kjartan hafa á skömmum tíma fjárfest í stóru húsnæði og tækjum fyrir 100 milljónir og haf- ið atvinnurekstur af fullum krafti. Þegar þau kynntust benti fátt til þess að hárgreiðsla yrði lífsviðurværi þeirra. Eitt leiddi af öðru. Halla Rut var í Fjölbrauta- skóla Breiðholts, en lauk ekki námi. „Ég er fædd 1969,“ segir hún eins og það skýri uppgjöfina. Innt nánari skýringar bendir hún á að nemendur í sínum árgangi hafi ár eftir ár ver- ið fórnarlömb kennaraverkfalla. „Mig langaði alltaf að ganga menntaveginn; verða lögfræðingur eða sálfræðingur. Þegar ég gafst upp á skólanum fór ég til Spánar að vinna og í málaskóla. Þar var ég í fimm mánuði, kom heim, fékk fyrst vinnu við að selja föt víðsvegar um landið fyrir eina heildsölu og síðan aðra. Ég var mjög óheppin því bæði fyrirtækin sviku mig um laun. Þá hugsaði ég með mér að ekkert þýddi annað en vera sinn eigin herra og keypti litla sólbaðsstofu. Reksturinn gekk vel og um það leyti sem ég kynntist Kjartani var ég að fjárfesta í annarri." Kjartan var þá næstum búinn að eyða aleigunni, nýkomin heim frá Kanada þar sem hann keppti í mót- orhjólaakstri. Hann fýsti lítt í kjöt- vinnsluna aftur og hafði gengið til liðs við bróður sinn, sem átti og rak mótorhjólabúð. Mótorhjólaáhuginn leiddi þau saman, en áður voru þau, án þess að vita hvort af öðru, búin að bóka sig sama dag í stutta skemmtiferð til London skömmu síðar. Þar blómstraði ástin og þau ákváðu að búa saman og vinna saman. Um skeið ráku þau þijár sólbaðsstofur, allar í leiguhúsnæði, áður en þau létu til skarar skríða og keyptu fyrst húsnæði í Kópavogi og fyrir ári í Mörkinni." „Undanfarin ár höfum við lítið gert annað en að vinna. Við höfum siglt hratt, en ekki of geyst. Rekst- urinn gengur ótrúlega vel og við erum óðum að borga niður skuldir. Núna eigum við stofuna í Kópavogi og innbúið skuldlaust. Peningarnir fara allir í skuldir og rekstur. Við berumst ekki mikið á, búum bæði í foreldrahúsum og eini bíllinn sem við höfum til afnota, er lítill sendibíll. Byrjunarbasl Við lentum í ýmsum erfiðleikum í byijun. Gamalreyndir hárgreiðslu- meistarar hvöttu fólk til að vinna ekki hjá okkur og iðnskólar vöruðu fólk við að hefja nám á stofum okk- ar. Rýmri opnunartími fór einkum fyrir bijóstið á keppinautunum, þótt núna hafi margir sem harðast börð- ust á móti tekið fyrirkomulagið til Hjónaband í hávegum haft í Þýskalandi O ÞJOÐVERJAR hafa síður en SS svo snúið baki við hjónabandi aog fjölskyldunni. Næstum 80% Þjóðveija á aldrinum 30 til 65 Sára eru giftir og 82% hjóna á aldrinum 20 til 45 ára eru að ala upp eitt barn eða fleiri. 87% barna búa hjá foreldrum sínum A og % allra barna eiga systkini. Eftirfarandi upplýsingum var safnað í Þýskalandi árið 1994 í tilefni af alþjóðlegu ári fjölskyldunnar. Tæp 74% karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára búa enn heima. Aðeins 56% kvenna á sama aldri eru enn heima hjá pabba og mömmu. Ungt fólk í austurhluta Þýskalands fiytur fyrr að heiman en jafnaldrar þeirra í vesturhlutanum. Fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1972, voru 63% 24 ára Þjóð- veija þegar búnir að gifta sig. Nú ganga aðeins 26% í hjónaband á þessum aldri. Karlar eru nú að með- alaldri 28 ára þegar þeir ganga í hjónaband og konur 26 ára. Um 75% fólks á aldrinum 25 til 35 ára eru í hjónabandi. Aðeins 15% para kjósa að búa í óvígðri sambúð. 86% Þjóð- veija á aldrinum 35 til 55 ára eru í hjónabandi. Aðeins 4% para á þess- um aldri búa bara saman. Eitt barn af hundrað hjá einstæðu foreldri Tæplega helmingur þýskra hjóna á eitt barn, rúm 40% eiga tvö börn og á áttunda hveiju heimili búa þijú eða fleiri börn undir 18 ára aldri. Aðeins 36% hjóna með barn undir þriggja ára aldri vinna bæði úti. 90% barna undir sex ára aldri og 88% undir 18 ára aldri búa hjá báðum foreldrum sínum. Aðeins eitt barn af 100 býr hjá einstæðri móður eða föður. Þýskar konur eiga nú að meðal- tali 1,4 börn. Þær eru að meðalaldri 27 ára þegar þær eiga sitt fyrsta barn, 30% þýskra kvenna eru orðnar þrítugar eða eldri þegar þær eiga Næstum 80% Þióð- verja ó aldrinum 30 til 65 óra eru giftir. sitt fyrsta barn. Meðalaldur mæðra árið 1970 var 24 ár. 70% giftra kvenna í austurhluta Þýskaland vinna úti en aðeins 48% kvenna í vesturhlutanum. Árið 1972 unnu 48% kvenna á aldrinum 15 til 65 ára úti, nú eru það 60% í öllu Þýskalandi. í Svíþjóð vinna 80% kvenna úti, 79% í Danmörku og 71% í Noregi. 30% skilja 30% þýskra hjónabanda enda með skilnaði. Flestir skilja eftir 4 til 5 ára hjónaband. Sjötti hver íjóðveiji í vest- urhluta landsins og áttundi hver i austurhlutanum býr einn. í austur- hlutanum hafa 48% þeirra misst mak- ann, 30% aldri giftst og 20% skilið; í vesturhlutanum hafa 44% aldrei giftst, um þriðjungur hefur misst makann og 13% eru skilin. ■ a b Streita og vinnuhraði BRESKIR vísindamenn mældu hjart- slátt og blóðþrýsting hjá um fjörutíu miðaldra einstaklingum sem fengu í hendur verkefni til að leýsa. Sumir áttu að ljúka vinnu sinni fyrir vissan tíma en aðrir fengu fijálsar hendur. Fylgst var með hjartslætti og blóð- þrýstingi meðan á vinnu stóð. Í Tjós kom að þeir sem unnu undir tíma- pressu voru með hraðari hjartslátt og blóðþrýstingur hjá þeim hækkaði meira en hjá þeim sem fengu sjálfir að ráða hversu Jengi þeir voru með verkefnið. Frá þessu er greint í norska blað- inu Allers fyrir nokkru. Þar segir ennfremur að streitueinkennin hafi verið mest áberandi hjá þeim sem dags daglega vinna undir miklu álagi. ■ BLÁTT gler er nú í tísku. FRÁVIK frá „bláu“ reglunni. GRACE Kelly eða Jacky Kennedy stíll? Sólgleraugun eru stór eða lítil, dýr eða ódýr SÞÓ KOMIÐ sé fram á haust er enn töluvert í að íslendingar €#• leggi sólgleraugun á hilluna, |H| enda blessuð haustsólin oft vin- samieg við okkur hér á íslandi. Blaða- maður Daglegs lífs ákvað eftir að hafa séð hin fjölbreyttustu sólgler- augu í erlendum tískutímaritum að athuga hvort sólgleraugnaáhuginn sem þar endurspeglast hafi náð hing- að til lands. Markús Klinger optiker í Gler- augnasmiðjunni í Borgarkringlunni sagði að aukning væri í sölu á dýrari merkjum þó margir vildu ódýrari gerðir. Fólk virðist hafa hugann við varnir fyrir augun og gæði. Tískusólgleraugu eru sterkari og bila síður og einfalt að láta gera við þau. Sem dæmi um helstu breyting- amar á sólgleraugnasmekk fólks, virðist vera meiri eftirsókn í blátt gler í gleraugum og umgjarðir eru að lengjast og minnka. Sexkanta gler- augu era einnig mjög vinsæl. Þá er mikið keypt af fyrirferðamiklum og stórum sólgleraugum með plastum- gjörðum og umgjarðir eru nú mikið úr plast- og málmblöndum. Gunnar Þór Benjamínsson versl- unarstjóri og optiker í Auganu í Kringlunni sagði að áberandi sala væri í stórum og fyrirferðamiklum plastgleraugum sem minna á 6. ára- tuginn og eru stundum kölluð „Jackie Kennedy" gleraugu og er það helst yngra fólk sem kaupir þau. Einnig eru lítil gleraugu vinsæl sem eru glansandi og spegla svolítið. Þau eru í stíl mótorhjóla og hjólabretta. Bláa speglaglerið sækir á. Sigrún Bergsteinsdóttir hjá Lins- unni í Aðalstræti segir að mikil breidd ríki í sólgleraugnatísku. Lítil gleraugu séu vinsæl og eins stór gleraugu svip- uð þeim sem voru áberandi fyrir 20-30 árum. Hún segir að Diesel hafi markað mjög línuna í sólgleraug- um, en þau gleraugu séu oft mótor- hjólaleg, bogin og ná langt aftur. Hún telur að áberandi gleraugu eigi nú meiri vinsældum að fagna en áður og fólk leiti eftir ákveðnum „karakt- er“ einkennum í gleraugum. Eftir- spum er eftir í speglaglerinu og þá helst í blárri speglun. Sigrún segir öll merki þess að það verði í tísku næstu árin, en þau séu mjög vinsæl á tískusýningum í Evrópu nú. Óskar Guðmundsson optiker og gleraugnahönnuður í Gleraugnaversl- uninni í Mjódd segir að gleraugnatísk- Mikil breidd ríkir í sólgleraugna- tísku. Lítil gleraugu eru vinsæl og eins stór gleraugu svipuð þeim sem voru óberandi fyrir 20-30 órum Samkvæmt nýjustu tísku r þessi stúlka með sólgler- augu í einhvers konar mótor- stíl. Lennon“ sólgleraugum í einhvers konar Harley Davidson gleraugu í mótorhjólastíl. Einnig er hægt að sérpanta glerið. „Fólk er djarfara í Klassísken vali á sólgleraugum og velur frekar f ð.- stflinn stórar og áberandi umgjarðir." Sólgleraugu í gleraugnaverslunum kosta frá 3-4.000 kr.upp í rúmlega 20.000 kr. ■ an skiptist í tvo flokka. Karlmanna- tískan sé frekar stöðug en hjá konum er hún breytileg, einnig skiptir aldur miklu máli. Yngra fólk velur öðruvísi gleraugu en eldra fólk. Konur yfir þrítugu velji gjarnan stórar og efnis- miklar umgjarðir, en yngri vilja frek- ar litlar. Eins og fyrr kemur fram er bláa glerið alls ráðandi með eða án spegl- unar og telur Óskar fyrirmyndirnar vera sóttar til auglýsinga, kvikmynda og tónlistarmyndbanda. Hann segir bláa glerið ekki endilega þægilegra fyrir sjónina en annað gler og brúng- ult gler sé þægilegasti liturinn fyrir augun. Það er margt í gangi núna í gleraugnatískunni, allt frá „John

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.