Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Hraðlestin Mjðdd- Keflavíkurflugvöllur Hraðlest milli Reykjavíkui og Keflavíkurflugvallar9 Á HVERJUM degi fara um fimm þúsund bílar og rútur milli Kefla- víkur og Reykjavíkur. Farþega- fjöldinn hefur verið áætlaður á bilinu 15-20 þúsund. Ef einhvers staðar _er hægt að reka farþega- lest á íslandi, ætti það að vera á þessari leið. Hugmyndin hefur verið rædd áður en nú er í fyrsta sinn verið að reikna út hag- kvæmni hennar. Fjórir nemendur í verkfræði við Háskóla íslands fengu í sumar styrk úr Nýsköpun- arsjóði til að vinna að arðsemislík- ani af brautarlagninu og rekstri lestar. Sveinn Stefán Hannesson, Guð- jón Ásmundsson, Pétur Örn Ric- hter og Reynir Leví Guðmundsson eru allir á þriðja ári í vélaverk- fræði. Þeir höfðu öðru hveiju ver- ið að ræða lestir og notagildi þeirra á íslandi og datt í hug að sækja um styrk „frekar^ en að blaðra bara út í loftið“. Áður en vinnan hófst, voru þeir ekki, frekar en aðrir íslendingar, fróðir um lestir Starfandi konur Undanfarna áratugi hefur hlutur útivinnandi kvenna f iðnvæddum rfkjum heims farið vaxandi f kjðlfar betri atvinnutækifæra. I mörgum þróunarríkjum er hins vegar enn litið svo á að konur framleiði ekkert með vinnu sinni þar sem hún er að langmestu leyti helguð því að draga björg í bú á heimilum þar sem laun karlmannsins duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. í þessum löndum er vinnuframlag kvenna stórlega vanmetið. IM Ríki Hlutf. kvenna af vinnuafli 1993 1975 Hlutf.l. breyt. Rússland 54% Eistland 49% Litháen 49% Búlgarfa If 47% Finnland W 47% Lettland 47% Mozambique 47% Rúmenía 47% Rúanda -~47% Víetnam ^»47% Jamaica w46% Norður-Kórea 46% Pólland 46% Mið-Afríka 45% Danmörk 45% Ungverjaland 45% Svíþjóð Thailand Kína ísland Lesotho Albanía Noregur Bandaríkin Austurrfki Kanada Frakkland Þýskaiand Úganda Bretland Zaire Ghana Kenýa 45% 44% 43% X. 43% J ■ 43% 41% 41% 41% 40% 40% 40% 40% 40% 39% 39% 39% 39% Madagascar 39% Senegal 39% Angola 38% Ástralía 38% Japan 38% Sómalía 38% Swaziland 38% Taiwan f|38% Kambódía - U37% Eþíópía "'37% Kýpur 36% Suður Afríka 36% Malaysía 35% Nýja-Sjáland 35% Hong Kong 34% ísrael 34% Suður-Kórea 34% Tyrkland ftalía 32% Indónesía ./ 31% Filippseyjar 31% Singapore 31% Brasilía 28% 50% 50% 46% 45% 50% 50% 45% 50% 48% 45% 45% 45% 49% 40% 42% 40% 47% 42% 38% 47% 40% 35% 39% 40% 36% 38% 41% 43% 37% 40% 42% 42% 41% 41% 41% 34% 38% 41% 42% 41% 40% 34% 34% 33% 32% 35% 32% 33% 37% 30% 31% 33% 31% 24% -2% -2% +2% +4% -6% -6% +4% -6% -2% +2% +2% +2% -8% +13% +7% +13% -6% +2% +13% -9% +3% +17% +5% 0 +11% +5% -2% -7% +5% -3% -7% -7% -5% -5% -7% +12% 0 -7% -10% -10% -8% +6% +6% +6% +9% -3% +6% +3% -8% +7% 0 -6% 0 +17% og lagningu brautarteina. „Við höfum meðal annars leitað upplýs- inga á Internetinu því hér á landi er ekki til neitt nýlegt efni um lestir.“ Þeir hafa nú sent fyrirspurnir til jámbrautarfyrirtækja í Þýska- landi og Danmörku um kostnað af lagningu teina og kaup á lest. En þeir hafa þegar gert sér hug- myndir um fyrirkomulagið. „Lest- in verður að vera hraðskreið, helst ekki meira en 20 mínútur á leið- inni. Brautin þarf að vera tvöföld og best væri að önnur stöðin væri við Keflavíkurflugvöll en hin í Mjóddinni.“ Þeir gera sér ekki vonir um að gróði yrði af fyrirtæk- inu en að heildaráhrifin væru hag- stæð. „Hagkvæmnin felst til dæm- is í gjaldeyrissparnaði, því lestin yrði knúin rafmagni. í framtíðinni á það eftir að skipta enn meira máli en nú því olíuverðið hlýtur að hækka eftir því sem gengur á heimsbirgðirnar. Einnig sparast kostaður við breikkun Reykjanes- brautar, en hún er talin kosta fimmtíu milljónir á hvern kíló- metra. Lestin yrði stórt spor í þá . átt að gera Suðurnes og Reykja- vík að einu atvinnusvæði.“ Fjórmenningamir ætla að gera mismunandi útreikninga, miðað við ýmsar óvissar forsendur. „Það hefur til dæmis verið rætt að flytja allt farþegaflug frá Reykjavíkur- flugvelli af öryggisástæðum og þá yrði umferðin til Keflavíkurflug- vallar enn meiri.“ Þegar hugsað er til þeirra loft- kastala sem áður hafa verið byggðir kringum járnbrautarlagn- ingu á íslandi, er varla annað hægt en að spyija hvort þeim Guðjóni, Sveini, Reyni og Pétri sé full alvara með fyrirætlanir sínar, eða hvort þetta sé tómt grín og vitleysa. „Okkur er full alvara. En verkefnið hefur óneitanlega skemmtigildi.“ ■ HÞ REYNIR Leví Guðmundsson, Pétur Öm Richter, Sveinn Stefán Hannesson og Guðjón Ásmundsson. Fornebu flugvfillur býfiur heim bjöfum NORÐMENN eru ekki par ánægðir með flugvöllinn sinn í Osló, Fomebu. Eða öllu heldur, þeir em ekki ánægð- ir með hversu greiða leið þjófar hafa átt inn á völlinn og í flugvélar sem þar standa næturlangt. Tvær nætur í röð í lok ágúst gerð- ist það að þjófar skriðu að næturlagi í gegnum stór göt á netinu sem girð- ir af þennan stærsta flugvöll Norð- manna. Líkur em að því leiddar að þjófamir hafí verið fíklar í lyfjaleit þar sem ummerki innbrotanna var meðal annars að fínna í sjúkraköss- um flugvélanna sem þeir rótuðu í. Flugvélamar vom í eigu SAS, Braat- hens Safe og Aeroflot. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem þjófa verður vart á Fomebu, en þeir em á bak og burt þegar til þeirra spyrst. Girðingin í kringum flugvöll- inn er í slæmu ástandi og gámngam- ir vilji meina að þar sé um nokkurs konar „táknræna“ hindrun að ræða frekar en alvöra. En nú þykir Norðmönnum komið nóg. Að þessu sinni vom líklegast á ferð „saklausir“ fíkniefnaneytendur í leit að dópi, en hvað ef þarna hefði verið um að ræða harðsnúna hryðju- verkamenn sem hefðu fengið að valsa um flugvöllinn að vild og koma fyrir sprengjum þar sem þá lysti? Yfírmaður flugvallarins, Ove NORÐMENN eru áhyggjufullir vegna lélegs eftirlits með stærsta flugvelli landsins, Fornebu, sem er í Osló. Liavaag, segir í samtali við norska dagblaðið Aftenposten að hann taki fréttirnar um innbrotin alvarlega og hann heitir því að girðingin verði bætt og eftirlit hert. Það virðist enda hjákátlegt að vera með að því er virðist pottþétt eftirlit með far- þegum og farangri ef utanaðkom- andi aðilar geta rölt upp að og inn í vélarnar, bara að það sé gert að nóttu til. Fornebu flugvöllur er einn dýr- asti flugvöllur Evrópu þar sem flug- félög borga óvíða hærri lendingar- gjöld og önnur gjöld. Það er því eðlileg krafa þessara flugfélaga að eftirlit og almennar öryggisráðstaf- anir verði hertar til muna. Það er ógerlegt að lofa 100% öryggi á flug- völlum, það hefur reynslan sýnt. En á Fornebu á áreynslulítið að vera hægt að gera mun betur. ■ Þýtt og endursagt úr Scandinavian Boarding/hkf | UM HELGINA | Ferðafélag íslands Föstudag 8. sept. er lagt af stað í tvær helgarferðir. Annars vegar Laugar-Hrafntinnusker-Álftavatn með ökuferð um Friðland að fjalla- baki. Leiðin liggur um Hrafntinnu- sker og síðan að Álftavatni við syðri fjallabaksleið. Gist verður í Laugum og Álftavatni. Einnig verður farið í gönguferð um Laug- ar-Hrafntinnusker-Laufafeli. 9.-10 sept. verður farið í Þórs- merkurferð. Gist verður í Skag- fjörðsskála. Laugardag kl. 9 verður farið í óvissuferð. Daginn eftir verður farið kl. 9 að Hlöðufelli. Kl. 13 verður fjölskylduferð í Bláfjalla- hella. Útlvist Um helgina verða tvær dagsferðir '< á vegum Útivistar. Laugardag 9. september verður farið frá bensín- sölu BSÍ kl. 9 og gengið á Skarðs- heiði. Sunnudag 10. september verður gengið um Svínaskarð sem er milli Móskarðshnúka og Skála- fells. Þá verður farin jeppaferð á vegum Útivistar dagana 8.-10. septem- ber. Gist verður að Hvannagili og ekið um fjallabaksleið nyrðri og syðri. ■ Grænlandsfarar mikil- vægir í Keflavík FJÖLDI ferðamanna sem gistir ís- land á leið til eða frá Grænlandi er að meðaltali um 25 á viku, að sögn Ólafs M. Bertelssonar, starfs- manns Gronlandsfly A/S. Þar er hann að miða við ársgrundvöll, en að jafnaði er fjöldinn meiri yfir vetrartímann. „Heildarfjöldi far- þega til og frá Græn- landi sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll er að meðaltali um 40 á viku. Þar af fer ákveðinn hluti beint áfram í tengiflug án þess að gista hér á landi,“ sagði Ólafur. Feriolangor milli staóa ó Grænlandi gista í Keflavík Hann sagði ennfremur að hluti þeirra farþega sem gistu hér á l.andi í tengslum við Grænlandsflug væru farþegar á leið milli staða í Græn- landi, til dæmis á leið til og frá Scoresbysundi. All- ar flugsamgöngur þangað væm í gegnum ísland, hvort heldur þær væm frá öðrum löndum eða öðrum stöðum á Grænlandi. Að sögn Ólafs gista þeir ferðamenn sem stoppa hér á landi í tengslum við Grænlandsferð- ir venjulega í Keflavík, á hótelum eða gistiheimilum. Steinþór Júlíus- son, hótelstjóri á Flug Hótel í Kefla- KALAALLIT NUNAAT (GRÆNLAND) ‘.Scoresbysund |r3yðri fstraumfjörður NUUK Narsséirssuaq ÍSLAND Keflavík s. \ Til/frá EVRÓPU Farþegi sem æt/ar frá t.d. Scoresby- sundi til vesturstrandar Grænlands <•j verður að millilenda og gista á íslandi y1 til að komast leiðar sinnar vík tekur undir að Grænlandsfar- arnir séu mjög mikilvægir við- skiptavinir þeirra sem selja gistingu í Keflavík. Hann sagðist geta skot- ið á að vikulegt meðaltal þeirra sem gistu Flug Hótel væri í kringum tuttugu, en tók fram að þar teldi hann með áhöfn Grenlandsfly A/S og fleiri sem störfuðu í tengslum við- flugið. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.