Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D *raniifrl*feife STOFNAÐ 1913 204. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter FRANSKIR lögreglumenn kanna innihald tösku ferða- manns í lestastöðinni Gare de L'Est í París. Hermenn á götum Parísar París. Reuter. FRANSKIR hermenn, vopnaðir rifflum, stóðu vörð undir Eiffel- turninum, við Sigurbogann og þyrluflugvöllinn í Issy-les-Mou- linaux í París í gær. Þetta er lið- ur í neyðaráætlun um viðamikla öryggisgæslu hersins vegna sprengjutilræðanna í París og Lyon síðustu vikur. Jean-Louis Debre innanríkis- ráðherra sagði að í áætluninni væri gert ráð fyrir 1.800 her- mönnum og þeir yrðu aðallega sendir til staða við landamærin, lestastöðva og flugvalla. Öryggisráðstafanir við skóla Óttast er að hryðjuverkamenn- irnir láti næst til skarar skríða í skólum landsins og stjórnin setti því algjört bann við því að leggja bifreiðum við innganga skóla. Ennfremur hefur verið mælst til þess að nemendur fari ekki allir í einu úr skólunum til að koma í veg fyrir örtröð við dyrnar. Bráðabirgðasamkomulag um framtíð Bosníu Lýst sem mikil- vægum áfanga Genf, Washúijrton, Sarqjevo, Pale. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bosn- íu, Króatíu og Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) samþykktu nokkur grundvallaratriði um hvern- ig koma ætti á friði í Bosníu á tíma- mótafundi í Genf í gær. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, kvaðst líta á samkomulagið sem mikilvægt „fyrsta skref í átt að friði" þótt mörg deilumál væru enn óleyst. Samkomulagið, sem er munnlegt og óundirritað, náðist eftir að frið- arviðræður ríkjanna höfðu legið niðri í rúmt ár. Talsmaður Atlantshafs- bandalagsins sagði að loftárásunum á víghreiður Bosníu-Serba yrði hald- ið áfram þrátt fyrir samkomulagið. Bandaríski sáttasemjarinn Rich- ard Holbrooke, sem stjórnaði fund- inum, fagnaði samkomulaginu sem „mikilvægum áfanga" í tilraunum til að koma á friði í Bosníu. í sam- komulaginu felst að Bosnía verður eitt sjálfstætt ríki með óbreytt landa- mæri. Ríkið skiptist í tvo hluta - sambandslýðveldi múslima og Kró- ata og serbneskt lýðveldi. Gert er ráð fyrir því að Serbar fái 49% landsins og múslimar og Króatar afganginn, en hlutföllunum má breyta ef um það næst „gagnkvæmt samkomulag". Báðir hlutar ríkisins öðlast rétt til að koma á „sérstökum tengslum" við nágrannaríki, þ.e. Króatíu og Serbíu, svo fremi sem staðið verður við ákvæðið um óbreytt landamæri Bosníu. í samkomulaginu felst ennfrem- ur loforð um að efna til lýðræðis- legra kosninga undir eftirliti alþjóð- legrar nefndar í báðum hlutum Bosníu og að virða mannréttindi. Kveðið er á um ferðafrelsi milli hlut- anna og að flóttafólk geti annað- hvort snúið aftur til fyrri heim- kynna sinna eða fengið skaðabætur. Holbrooke sagði orðalagið þannig að samkomulagið jafngilti því í raun að Serbía og Króatía viðurkenndu sjálfstæði Bosníu. Stjómvöld í Belgrad og Zagreb eiga þó enn eft- ir að viðurkenna ríkið formlega. Mörg deilumál óleyst Holbrooke sagði að því færi fjarri að hörmungarnar á Balkanskaga væru á enda, því mikilvæg deilumál væru enn óleyst. Fréttaskýrendur sögðu að erfitt yrði að ná samkomulagi um hvernig skipta ætti landsvæðunum í Bosníu. Þeir bentu ennfremur á að enn væri ósamið um framtíð Austur-Slavoníu, héraðs sem tilheyrði Króatíu en hef- ur verið á valdi Serba frá árinu 1991. Stjórnarerindrekar sögðu þá deilu mikilvæga, þar sem samkomu- lag um framtíð héraðsins hefði greitt fyrir formlegri og gagnkvæmri viðurkenningu ríkja gömlu Júgó- slavíu. Allir fagna sigri Fulltrúar landanna þriggja lýstu allir yfir sigri. Muhamed Sacirbey, utanríkisráðherra Bosníu, sagði samkomulagið tryggja að Serbar gætu ekki látið drauminn um „Stór- Serbíu" rætast. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, sagði að samkomulagið gæti greitt fyrir friði og að umheim- urinn hefði nú viðurkennt lögmæti stjórnar Bosníu-Serba. „Margir fréttaskýrendur neyddust til að nefna „serbneska lýðveldið" í dag." Seðlabanki Japans Forvextir lækka um helming Tókýó. Reuter. SEÐLABANKI Japans lækkaði forvexti sína um helming í gær, niður í 0,5%, sem eru lægstu vextir í sögu bankans. Vaxtalækkunin varð til þess að gengi Bandaríkjadollars fór um tíma yfir 100 jen í fyrsta sinn frá því í janúar. Énnfremur hækkuðu hlutabréf um tæp 4% í kauphöllinni í Tókýó. Japanski seðlabankinn lækkaði forvextina síðast í apríl og þá niður í 1%. „Seðlabankinn gerir ráð fyrir að þessi ákvörðun leiði til frekari vaxtalækkana í öllu bankakerfinu og stuðli þannig að efnahagsbata með stöðugu verðlagi," sagði í yfir- lýsingu frá bankanum. Lífi blásið í efnahaginn Masayoshi Takemura fjármála- ráðherra sagði að vaxtalækkunin ætti að blása lífi í efnahaginn eft- ir nánast engan hagvöxt í tæp fjögur ár. Hagfræðingar í Tókýó voru á sama máli og sögðu að ákvörðunin ætti einnig að bæta stöðu einkabankanna, sem hafa átt undir högg að sækja síðustu misseri vegna afskrifaðra lána eft- ir verðhrun á eignum í byrjun ára- tugarins. Viðvörun um stríðvirt aðvettugi Borís Jeltsín segir stækkun NATO geta leitt til ófriðar í allri Evrópu Ráðstefnulok í rigningunni Reuter FÉL AGAR í hópi kínverskra kvendrumbuslagara, skýla sér fyrir rigningunni í Huariou í Kína í gær. Konurnar komu fram á lokahátíð óopinberu kvenna- ráðstefnunnar sem haldin var á Kuumba-leikvanginum. Um 30.000 konur sóttu ráðstefnuna og lýstu skipuleggjendur hennar því yfir að hún hefði heppnast vel. Einn skipuleggjenda, Sup- atra Masdit frá Tælandi, sá þó ástæðu til að hnýta í kínversk yfírvöld fyrir ofsóknir á hendur sumum þátttakenda og strangt eftirlit með þeim. ¦ Deiltumályktun/19 Bonn, Kíev. Reuter. VOLKER Riihe, varnarmálaráð- herra Þýskalands, mótmælti í gær viðvörun Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, þess efnis að fyrirhuguð stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs gæti kveikt „ófriðareld" um alla Evrópu. Nokkur fyrrverandi kommúnistaríki í Aust- ur-Evrópu sögðust ætla að virða við- vörun Jeltsíns að vettugi og stefna áfram að inngöngu í Atlantshafs- bandalagið. Jeltsín lét þessi orð falla á blaða- mannafundi í Moskvu og herti enn- fremur á gagnrýni sinni á loftárásir NATO á víghreiður Serba í Bosníu. Hann sagði árásirnar „fyrsta merkið um það, sem gæti gerst þegar NATO væri komið upp að landamærum Rússneska sambandslýðveldisins". Rúhe sagði að ummæli Jeltsíns mætti ef til vill skýra sem tilraun forsetans til að bæta eigin stöðu heima fyrir, vegna gagnrýni þjóðern- issinna á störf hans. „Þetta ófriðar- tal er ekki nauðsynlegt," sagði Ruhe. „Við í NATO og Evrópu einbeitum okkur að samvinnu en ekki hótun- um." „Hræðist ekki Rússa" Tékkar og Pólverjar, sem vilja aðild að NATO sem fyrst, tóku við- vörun Jeltsíns fálega. Lech Walesa, forseti Póllands, kvaðst ekki hræð- ast Rússa og viðvörun Jeltsíns breytti engu. Hörðust voru viðbrögðin í Litháen, Eistlandi og Lettlandi. Alibinas Jan- uska, aðstoðarutanríkisráðherra Lit- háens, sagði yfirlýsingu Jeltsíns styrkja Litháa í þeirri trú að aðild þeirra að NATO væri nauðsynleg. Ummæli Jeltsíns komu embætt- ismönnum í höfuðstöðvum NATO í Brussel á óvart. „Yfirlýsing Jeltsíns um að stækkun NATO geti leitt til ófriðar er forvitnileg vegna þess að bandalagið telur að hún .stuðli að auknum stöðugleika og friði í Evr- ópu," sagði einn embættismann- anna. ¦ Segir stækkun NATO/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.