Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 15 Islensk tölvufyrirtæki Stofna markaðs- skrifstofu íBoston FIMM íslensk tölvufyrirtæki opn- uðu nýlega sameiginlega markaðs- og þjónustuskrifstofu í Boston í Massachusetts. Markmið hennar er útflutningur á íslenskum tölvuhug- búnaði og -þekkingu auk þjónustu við íslensk fyrirtæki. Að skrifstofunni standa eftirtald- ir aðilar. General Systems & Soft- ware á íslandi hf. (GSS), Hug- búnaður hf., Margmiðlun hf., Tákn hf., Tölvumyndir hf., og Iðnþró- unarsjóður. Guðmundur Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri GSS, sér um rekstur skrifstofunnar og segir hann að tilgangurinn sé að afla verkefna og finna samstarfsaðila fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki. „Höfuðmarkmiðið er útflutningur á íslenskum hugbúnaði og þekkingu. Auk þess er ætlunin að bjóða við- skiptavinum íslensku fyrirtækjanna betri og hraðari þjónustu en áður við útvegun hvers kyns tölvubúnað- ar héðan frá Bandaríkjunum. Við vonumst til að afla verkefna fyrir íslensk fyrirtæki hér og Intemetið gerir okkur kleift að vera í beinu sambandi hvenær sem er.“ Skrifstofan verður opin til reynslu fram að áramótum og að sögn Guðmundar verður þá metið hvort ástæða sé til að halda rekstr- inum áfram og jafnvel að auka við hann. ----» ♦ » Umboðsaðili Cargolux Hugar að byggingu vöru- afgreiðslu FLUGFLUTNINGAR hf., umboðs- aðili vöruflutningafélagsins Cargo- lux á íslandi, kannar nú hag- kvæmni þess að reisa hús á Kefla- víkurflugvelli undir vöruafgreiðslu félagsins. Ákvörðun um hvort ráðist verður í bygginguna verður vænt-' anlega tekin á næstu mánuðum. Cargolux hóf áætlunarflug til íslands síðastliðið haust og milli- lendir nú á Keflavíkurflugvelli tvisvar í viku á leiðinni milli New York og Luxemborgar. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Flugflutninga hf. segir að þessi flugleið hafi þegar sannað gildi sitt. „Viðtökur hafa verið góðar og ís- lenskir inn- og útflytjendur sýnt að þeir kunna því vel að fá raunveru- legan valkost í vöruflugi. Hingað til hafa Flugflutningar hf. leigt aðstöðu fyrir vöruafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli en nú stendur yfír forathugun á hagkvæmni þess að reisa sérstakt hús undir hana. Það er ljóst að þörfin er til staðar og Cargolux hefur raunverulegan áhuga á að festa sig í sessi sem þjónustuaðili á íslenskum flutninga- markaði." Þórarinn segir að málið sé ein- ungis á frumstigi og því sé ekki hægt að ræða um hugsanlega bygg- ingu í smáatriðum. Væntanlega yrði þó um að ræða nokkur hund- ruð fermetra hús með kæligeymsl- um fyrir fisk, grænmeti og annan viðkvæman vaming. Flugfreyjur auka við lífeyrisréttindi með stofnun séreignarsjóðs FLUGFREYJUFÉLAG íslands hefur valið séreignarlífeyrissjóðinn Einingu til að ávaxta greiðslur, sem félagið samdi um í kjarasamningum við Flugleiðir hf. í vor. Greiðslur Flug- leiða í sjóðinn nema 1-5% af launum flugfreyja 30 ára og eldri. Eins og kunnugt er var kveðið á um það í kjarasamningum Flug- freyjufélags íslands og Flugleiða hf., sem samþykktir voru í vor, að Flug- leiðir inntu af hendi mánaðarlegar greiðslur í séreignarlífeyrissjóð fyrir félaga í Flugfreyjufélaginu. Tilgang- urinn er sá að gera flugfreyjum og -þjónum kleift að fara fyrr á eftirla- un en ella og brúa þannig bilið á milli þeirra ára sem líða frá því að þau hætta störfum og lögbundins líf- eyrisaldurs. Hvert fara Lottó- milljónamœringamir á haustin? - vertu viðbúin(n) vinningi I aðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. FFÍ semur við Kaupþing Greiðslur Flugleiða í séreignar- sjóðinn hafa engin áhrif á lögbundn- ar greiðslur flugfreyja í Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Éftir sem áður greiða flugfreyjur 4% af launum sín- um þangað á móti 6% framlagi Flug- leiða. Fyrirtækið greiðir hins vegar aukalega í séreignarlífeyrissjóðinn og fer upphæðin stighækkandi eftir aldri flugfreyja. Greiðsla Flugleiða nemur frá 1% fyrir 30 ára og eldri og upp í rúm 5% fyrir flugfreyjur, sem eru komnar yfír sextugt. Ekki er um neinar viðbótargreiðslur að ræða fyrir flugfreyjur undir þrítugu. Flugfreyjufélagið hefur nú valið Lífeyrissjóðinn Einingu, sem Kaup- þing hf. rekur, til að ávaxta þessar greiðslur og hefur verið gengið frá samningum þar að lútandi. Hreiðar Már Sigurðsson, forstöðu- maður Lífeyrissjóðsins Einingar, segir að það færist í vöxt að vinnu- veitendur greiði í séreignarlífeyris- sjóði fyrir starfsmenn sína umfram lögbundið hámark. „Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir mikil- vægi góðra lífeyrisréttinda og leitast við að bæta þau. Fjölmargar ástæður liggja þar að baki en hærri meðalald- ur Islendinga og óvissa um framtíð velferðarkerfisins vega líklega þyngst. Við verðum einnig varir við auknar óskir fólks um að geta hætt störfum fyrr en tíðkast hefur. Samn- ingur Flugfreyjufélagsins og Flug- leiða er einn anginn af þessari þróun og verður án efa brautryðjandi fyrir aðrar stéttir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.