Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Árni Reynt við lúðuna Á ÞESSIJM árstíma eru trillu- karlar í Stykkishólmi farnir að leggja haukalóðir. Hér áður fyrr var veiði oft góð og margir trillukarlar, sem stunduðu lúðu- veiðar frá Hólminum, enda víða nálæg góð lúðumið. Á siðustu árum hefur veiðin hins vegar minnkað mikið og er orðin tilvilj- un ef lúða fæst á haukalóð. Ekki eru menn á eitt sáttir um hver ástæðan er fyrir minnkandi lúðuveiði. Samt eru þeir nokkrir sem Ieggja sínar haukalóðir í von um að fá væna lúðuá línuna. Á myndinni eru þeir Ágúst Bjart- mars og Kristján Lárentíusson á Rúnu SH 33 að draga haukalóð austan við Þórishólma við Stykk- ishólm. Sjávarútvegur Ráðstefnaum viðskipti ís- lands o g Japans RÁÐSTEFNA um sjávarútvegsmál í Japan og á Islandi og viðskipti þjóðanna á því sviði verður haldin í Reykjavík næstkomandi þriðju- dag. Ráðstefnan er haldin í tengsl- um við heimsókn Samtaka innflytj- enda á sjávarafurðum í Japan (JMPIA) hingað til lands dagana 10. til 14. september. Ráðstefnan er haldin með stuðn- ingi utanríkis- og viðskiptaráðu- neytis Japans, opinberra aðila á íslandi og Útflutningsráðs íslands, sem jafnframt annast skipulagn- ingu ráðstefnunnar hér á landi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu og stendur hún frá 9.00 árdeg- is til 17.00 síðdegis. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst hún með ávörpum stjómarformanns JMPLA, ráðherra alþjóðaviðskipta og iðnað- ar í Japan, sendiherra Japans í Noregi og fulltrúa íslenzka sjávar- útvegsráðuneytinsins. Almennir fyrirlestrar verða um efnahagsástand á íslandi, efna- hagsleg samskipti íslands og Jap- ans, þróun fískveiða á íslandi, fisk- veiðistjórnun á íslandi, útflutningur sjávarafurða frá íslandi til Japans, innflutningur Japana á sjávaraf- urðum og þróun innflutnings ís- lenzkra sjávarafurða til Japans. Ráðstefnunni lýkur með samantekt stjórnarformanns JMPIA. Svo gæti farið að Evrókratar yrðu í framtíðinni látnir fylgjast með fljúgandi furðuhlutum. Brunavarnir og björgun á J Miðvikudagsblaöi Morgunblaðsins, 20. september nk., fylgir blaðauki sem heitir Brunavarnir og björgun og er gefinn út í tengslum við norrænt brunatækniþing, sem haldið er hér á landi 20.-22. september nk. í þessum blaðauka er fjölþætt starfsemi Slökkviliðs Reykjavíkur kynnt. Einnig verða í blaðaukanum mannleg viðtöl og reynslusögur slökkviliðsmanna og gagnlegar upplýsingar um fyrstuhjálp, slysavarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og hvernig bregðast eigi við eldi o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 föstudaginn 15. september. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 569 1100 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! Evrópuþingið rannsakar fljúg- andi furðuhluti EVRÓPUÞINGIÐ hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á þríhyrnt- um fljúgandi furðuhlut sem sást á hraðflugi yfir Ermarssundi fyrir fjórum árum. Breskur aðmíráll hef- ur staðfest að hluturinn sást á flugi. „Það leikur enginn vafi á því að eitthvað gerðist. Belgíska varn- armálaráðuneytið er að kanna mál- ið. Fylgst var með hlutnum í gegn- um ratsjá. Þetta er mjög sannfær- andi frásögn," sagði Hill-Norton lávarður, aðmíráll í breska flotanum um helgina. í nýlegri skýrslu á vegum nefnd- ar þingsins er lagt til að Evrópu- sambandið fjármagni miðstöð er fylgist með fljúgandi furðuhlutum. Atburðurinn átti sér stað þann 31. mars 1991 og sáu hermenn hlut fljúga á rúmlega 1600 kíló- metra hraða yfir Belgíu. Tvær F-16 orrustuþotur voru sendar á loftur en þær voru ekki nógu hraðfleygar og misstu af furðuhlutnum í um átta kílómetra fjarlægð frá Dover í Bretlandi. Á næsta ári verður gefín út bók eftir sagnfræðinginn Derek Sheffí- eld þar sem því er haldið fram að breska varnarmálaráðuneytið hafi leynt mikilvægum upplýsingum um málið. Hill Norton, sem er fyrrver- andi formaður hermálanefndar Atl- antshafsbandalagsins, íhugar að rita inngang að bókinni. Furðuhlutafjall Það er spænskur embættismað- ur, Gabriel Sanchez, sem leggur til að ESB setji á laggirnar eftirlits- stöð. „Fólk vill að þetta verði rann- sakað vísindalega. Sumir er hlynntir en aðrir andvígir,“ segir hann. Fréttir af þessum áformum hafa komið mörgum í opna skjöldu. Teddy Taylor, einn helsti Evrópu- andstæðingur breskra íhalds- manna, sakar Frakka um að vilja fá enn eina ESB-stofnunina inn í iand sitt. „Ef einhver raunveruleg þörf væri á því að fylgjast með fljúgandi diskum væri Evrópuþingið versti hugsanlegi aðilinn til að standa fyrir því. Við sæjum líklega uppi með fljúgandi furðuhluta-fjall að Iokum,“ segir Taylor. Deilt um evrópska sjónvarpsmenningu BruSsel. Reuter. UMRÆÐA á vettvangi ESB um menningarmál munu það sem eftir er þessa árs að mestu snúast um endurskoðun á reglugerð ESB um „sjónvarp án landamæra" frá 1989. Starfsmenn menningarmálaskrif- stofu ráðherraráðsins eru nú undir það búnir að þurfa að veija endur- skoðunartillögur sínar fyrir hörðum árásum á Evrópuþinginu. Reiknað er með að menningar- málanefnd EÞ taki sér góðan tíma í umfjöllun um málið, svo að af afgreiðslu þess á þinginu getur í fyrsta lagi orðið í nóvember. Búizt er við að fulltrúar margra ríkja setji sig upp á móti þeim hluta tillagnanna, sem lúta að því að takmarka íjölda þeirra erlendu sjónvarpsstöðva sem sjónvarpsnot- endur í ESB-löndum eiga að geta séð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.