Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jeltsín óvenjuharðorður um Vesturlönd á fréttamannafundi Segir stækkun NATO geta kveikt ófrið í Evrópu Hótar beinum stuðningi við Serba verði loftárásum á þá ekki hætt Moskvu. Reuter. JELTSÍN var í miklum ham á fréttamannafundinum í gær og virð- ist vera búinn að jafna sig eftir hjartaáfallið fyrir tveim mánuðum. Yfirvöld banna fréttaþætti BBC Asakanir um hlut- drægni Búkarest. Reuter. OPINBER, rúmensk eftirlits- nefnd, CNA, sem fer með málefni fjölmiðla, hefur bann- að útsendingar á fréttaþátt- um með rúmensku tali frá BBC í Bretlandi. Útsending- amar hófust fyrir viku og önnuðust ríkissjónvarpið í Búkarest þær auk nokkurra smærri einkastöðva en nefnd- in sagði að starfsemin bryti gegn lögum landsins og al- þjóðalögum. Segjast fylgja reglunum Málgagn ríkisstjómarinn- ar, Vocea Romaniei, birti for- ystugrein á fímmtudag, dag- inn eftir ákvörðun CNA, og sakaði þar BBC um hlut- drægni í fréttum frá Rúmen- íu. Skoðanir sem hampað væri í útsendingunum væm augljóslega mjög í andstöðu við stefnu stjómvalda í Rúm- eníu. BBC birti yfírlýsingu þar sem sagði að í umræddum þáttum væri farið vandlega eftir reglum stofnunarinnar um fréttaflutning. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, herti í gær á gagnrýni sinni á loft- árásir NATO-flugvéla á stöðvar Serba í Bosníu og sagði jafnframt, að áætlanir bandalagsins um út- þenslu í austur myndu „kynda ófrið- areld" um alla Evrópu. Krafðist tals- maður hans þess, að hernaðurinn gegn Serbum yrði stöðvaður þegar í stað þar sem ekki væri víst, að þeir hefðu borið ábyrgð á árásunum á Sarajevo í síðustu viku. Efast um umboð NATO Jeltsín fór mikinn á fréttamanna- fundinum og virðist vera búinn að ná sér vel eftir hjartaáfallið fyrir tveimur mánuðum. „Hvers vegna er ég andvígur stækkun NATO? Loft- árásimar á Serba í Bosníu eru fyrsta merkið um það, sem gæti gerst þeg- ar NATO væri komið upp að landa- mærum Rússneska sambandslýð- veldisins," sagði Jeltsín. „Þeir, sem krefjast stækkunar bandalagsins, eru á alvarlegum villigötum. Öll Evrópa gæti logað í ófriði." Jeltsín lét að því liggja í fyrradag, að Rússar kynnu að hætta friðar- samstarfinu við NATO og í gær gaf hann í skyn, að stuðningur Rússa við Serba gæti brátt falist í öðru en sendingu hjálpargagna ef loftárás- imar héldu áfram. I yfírlýsingu, sem Sergei Medvedev, talsmaður Jeltsíns, gaf út að loknum fréttamannafundinum, sagði, að ástandið í Bosníu nú væri farið að hafa alvarleg áhrif á alþjóð- leg samskipti og dró í efa, að NATO hefði umboð til hemaðarins. Kvað hann nýjar upplýsingar um sprengjuárásina á Sarajevo í síðustu viku, sem varð 37 manns að bana, benda til, að hugsanlega hefðu aðrir en Serbar borið ábyrgð á henni. 250 flokkar í framboð Það þykir sýna óánægju Jeltsíns með áhrifaleysi Rússa í Bosníu, að hann kvaðst vera ósáttur við frammistöðu rússneska utanríkis- ráðuneytisins. Munu þau ummæli hans ekki bæta stöðu Andrei Koz- yrevs utanríkisráðherra en búist er við, að krafíst verði brottvikningar hans á aukafundi þingsins í dag. Jeltsín vék einnig að innanlands- málunum og sagði það fagnaðar- efni, að efnahagslífíð einkenndist af auknum stöðugleika. Mesta áhyggjuefnið sagði hann hins vegar vera upplausnina í rússneskum stjórnmálum; 250 pólitísk samtök ætluðu að bjóða fram í kosningunum í desember. Kvað hann enga sam- stöðu með flokkum lýðræðissinna og því myndi þessi staða gagnast öfgaflokkunum best. Jeltsín ítrekaði, að ekki kæmi til greina, að Tsjetsjníja segði sig úr rússneska sambandslýðveldinu en opnaði hins vegar dymar fyrir sátt- um við Rúslan Khasbúlatov, fyrrver- andi forseta rússneska þingsins og annan helsta forsprakka uppreisnar- innar fyrir tveimur árum. Sagði hann, að Khasbúlatov, sem er Tsjetsjeni, gæti haft hlutverki að gegna í landi sínu og enginn ástæða væri til að erfa gamlar syndir. Grunur um galla í hliðar- stýri Boeing 737-200 Ekki hefur tekist að upplýsa tvö flugslys í Bandaríkjunum þar sem flugvélar sömu gerðar komu við sögu. Þar sem ekki er hægt að útiloka galla í stýrisbúnaði Boeing 737-véla fóru bandarísk sijómvöld fram á breytingar á búnaðinum. TVÖ óupplýst flugslys í Bandaríkj- unum hafa vakið grunsemdir manna um að galli geti leynst í hliðarstýrisbúnaði Boeing 737-200 véla. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Newsweek. Á síðasta ári beindi bandaríska loftferðaeftirlitið þeim tilmælum til þarlendra flugfé- laga að breyta stýrisbúnaðinum vegna þessa gruns og bárust slík tilmæli einnig til Flugleiða, sem reka Boeing 737-400 vélar, að sögn Kristins Halldórssonar, tæknistjóra Flugleiða. Hafa þessar breytingar verið gerðar. Fyrra slysið varð í Colorado Springs árið 1991 en þá fórust 25 manns er vélin tók skyndilega krappa beygju og steyptist til jarð- ar. Engin skýring hefur fundist á slysinu. Hið síðara varð fyrir réttu ári en þá steyptist 737-300 vél USAir flugfélagsins til jarðar nærri Pittsburgh. Allir sem um borð voru, 132 menn, fórust. Það hefur valdið mörgum rann- sóknarmönnum flugslysa áhyggjum hversu margt er líkt með þessum óupplýstu slysum. Óttast menn að um galla geti verið að ræða í stýris- búnaði 737-vélanna þó að engar sannanir hafí fundist fyrir slíku. Algengasta þota heims Sé um það að ræða yrðu áhrifin gríðarleg, því Boeing 737-vélin, er algengasta þotan í farþegaflugi í heiminum. Jafnan eru um 700 Bo- eing-vélar á lofti i einu. Boeing- verksmiðjurnar benda á lága slysatíðni í 737-vélunum til sönnunar því að þotan sé örugg. „Ef um hönnunargalla væri að ræða, þá er undarlegt að hann stingi aðeins upp kollinum í eitt skipti af 10 milljónum," segir Mike Rioux fulltrúi samtaka flugfélaga (ATA) í samtali við Newsweek og yfírmaður bandaríska loftferðaeft- irlitsins (FAA), David Hinson segir engar sannanir fyrir því að Boeing 737-vélamar séu ekki fyllilega ör- uggar. Þeir eru þó margir sem telja að fullsnemmt sé að senda frá sér slík- ar yfírlýsingar. Áður en hægt er að segja til um orsök slysanna með vissu sé ekki hægt að bæta úr vand- anum né fullvissa almenning um að hann sé enginn. 200 sinnum í flughermi Eitt af því sem gert hefur rann- sóknina á síðara flugslysinu svo erfíða, er að „svarti kassinn" svo- kallaði reyndist stilltur þannig að hann skráði aðeins grunnupplýs- ingar. Nýir „svartir kassar" skrá allt að 100 mælitæki í flugi en kassinn í USAir skráði aðeins 11, skv. lágmarkskröfu FAA. Á næstu mánuðum tókst að útiloka margar UNNIÐ að rannsókn slyssins í Colorado Springs árið 1991. Slysatíðni nokkurra flugvélategunda f\ \JL Slys á hverja milljón flugferða * McDonnali Doualas DC-10 2.52 Airbus A320 og A321 1,73 McDonnall Douglas DC-9 1,21 Boeing 747-400 1,19 Boeing 737-100/200 1,15 Lockheed L1011 0,91 Boeing 737-300/400/500 0,62 McDonnali Douglas MD-80 0,51 *Slys þar sem flugvél ferst, þó ekki slys vegna skemmdarverka eða í hernaði. (Heimiid: Ðoeíng) skýringar, svo sem . að sprengju hefði verið komið fyrir, að fugl hefði flogið inn í hreyfílinn eða að vélin hefði lent í sviptivindi. Fljótlega beindu menn sjónum sínum að tveimur skýringum; bilun í hliðar- stýri eða að vélin hefði lent í loft- sveip í kjölfar annarrar flugvélar. Sérfræðingar NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, sögðu síðamefndu skýringuna afar ólík- lega. Þeir sem rannsakað hafa flug- slysið hafa sett það á svið um 200 sinnum í flughermi. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að það eina sem getur hafa orsakað það að vélin skyldi fara inn í krappa beygju og steypast niður sé að hliðarstýrið hafí skyndilega snúist eins langt og það komst í aðra hvora áttina. Við rannsókn á slysstað kom hins vegar í ljós að hliðarstýrið var í eðlilegri stöðu. Boeing-verksmiðjurnar fullyrða að engin gögn bendi til þess að hliðarstýrið hafí snúist svo skyndi- lega í vélum fyrirtækisins en í Newsweek segir að það sé ekkert leyndarmál að vandkvæði hafí verið með hliðarstýri í 737-vélunum, 30 slík dæmi hafi borist á borð banda- ríska loftferðaeftirlitsins frá árinu 1986, og 250 tilkynningar til Bo- eing-verksmiðjanna. Segir talsmað- ur Boeing að oft hafi verið um smávægileg atkvik að ræða og að flugmenn séu gjamir á að ýkja. Eitt dæmið er um flugstjóra hjá Continental Airlines sem háði harða baráttu í 18 mínútur við að rétta af Boeing 737-vél í 30.000 feta hæð eftir að hún beygði skyndilega. Bilunin í stillibúnaði Það sem talið er varpa einna skýmstu ljósi á málið er bilun er varð í 737-vél á O’Hare flugvelli í Chicago árið 1992. Flugmaður hennar gat ekki ýtt pedalanum fyr- ir hliðarstýrið í botn, hætti við flug- tak og bað um viðgerð. Við hana kom í ljós að bilunin var í stillibún- aði fyrir vökvakerfið. Væri búnað- urinn illa settur saman gat röð at- vika orðið til þess að hliðarstýrið fór i þveröfuga átt við það sem flug- maðurinn ætlaði. Vegna þessa ákvað loftferðaeft- irlitið bandaríska á síðasta ári að skipa flugfélögum að gera breyting- ar á stýrisbúnaðinum. Það hafði ekki verið gert í vélinni sem fórst við Pittsburgh en sérfræðingar Bo- eing fullyrða að í því tilfelli, og slys- inu 1991 hafi stillibúnaðurinn verið rétt samsettur og útilokað að hann hefði getað snúist við. Þeir hafa hins vegar sett fram þá kenningu að stillibúnaðurinn hafi getað fest á tveimur stöðum og hliðarstýrið hafí kastast til og farið í botn á báða bóga. Þeir hafí hins vegar aldrei séð þetta gerast. Starfsmenn bandaríska öryggiseftirlitsins í samgöngumálum segja að slíkt myndi sjást á búnaðinum og hafa útilokað þennan möguleika. Þeir hafa hins vegar lagt allt kapp á að fá bandaríska loftferða- eftirlitið til að kreíjast þess að sett- ir verði nákvæmari „svartir kassar" í vélar í farþegaflugi. Slíkt muni veita betri upplýsingar um orsakir flugslysa og á þann hátt verða til þess að bjarga fjölda mannslífa. Breytingar á vélum Flugleiða Kristinn Halldórsson, tæknistjóri hjá Flugleiðum, segir að framleið- andi flugvéla félagsins sendi allar upplýsingar er varði lofthæfi vél- anna til þess og að fyrirmæli fylgi frá bandarísku flugmálastjórninni, þyki ástæða til. Stýrisbúnaður Bo- eing 737 vélanna sé svipaður, þó að endurbætur hafí verið gerðar á nýrri gerðum, svo sem 737-400. Borist hafí fyrirmæli um breytingar á stýrisbúnaðinum þrátt fyrir að skýringin um galla í stillibúnaðinum þyki langsótt, þar sem að ekki sé hægt að útiloka hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.