Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 21 ERLENT Packwood segir af sér þing- mennsku Washington. Reuter. BOB Packwood, bandarískur öld- ungadeildarþingmaður frá Oregon, sagði af sér á fimmtudagskvöld og kemur því ekki til þess að þingdeild- in greiði atkvæði um að reka hann af þingi. Packwo- od hefur verið sakaður um kyn- ferðislega áreitni og spillingu; siða- nefnd þingdeild- arinnar sam- þykkti á miðviku- dag að mæla með brottrekstri. Ef Packwood hefði verið rekinn hefði hann misst eftirlaun sín og önnur fríðindi fyrrverandi þingfulltrúa. í rannsóknum þingnefndarinnar hefur komið fram að á tuttugu árum kvörtuðu 17 konur undan framferði Packwoods. „Mér er ljós sú hneisa sem ég á yfir höfði mér. Það er skylda mín að segja af mér,“ sagði þingmaðurinn í tilfinningaþrunginni ræðu á fundi í þingdeildinni í gær. Siðanefnd þingdeildarinnar mælti síðast með brottrekstri þingmanns árið 1982 en hann sagði einnig af sér áður en til atkvæðagreiðslu kom. Packwood hefur reynt að verja sig með því að hann hafi aðeins reynt að stela kossum og sé fórnar- lamb breytts tíðaranda. Varafor- maður siðanefndarinnar sagði að hegðun Packwoods hefði þótt „óveijandi um það leyti er Kristófer Kólumbus fann Ameríku". Fijálslyndur í félagsmálum Bob Packwood er 62 ára gamall repúblikani, af þekktum valdaætt- um í heimaríki sínu. Hann hefur setið á þingi frá 1968, þykir íhalds- samur í efnahagsmálum og hefur verið formaður fjárhagsnefndar öld- ungadeildarinnar sem er mjög valdamikið embætti. Á hinn bóginn hefur hann verið fijálslyndur i félag- málum og notið hylli ýmissa hópa er beijast fyrir réttindum kvenna en Packwood vill að konur ákveði sjálfar hvort þær fái fóstureyðingu. Packwood skildi við eiginkonu sína árið 1991 eftir 27 ára hjóna- band. Dagblaðið The Washington Post skýrði árið 1992 frá meintri áreitni þingmannsins við konur, m.a. í starfsliði hans. Fór Packwo- od, sem ávallt hefur kennt vínhneigð sinni um þessar uppákomur, þá í áfengismeðferð. 'K'OKVicAlC1 LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEG110 •VESTM » SÍMI481-3373 Reuter Hindúa- hátíð í Bombay STÓRT líkneski af Ganesh, guði hindúa, er ýtt út á haf á ströndinni við Bombay á Indlandi. Þar lauk í gær tíu daga Ganesh-hátíð en einn af hápunktum hennar er þegar eftirmynd guðsins með fíls- höfuð er dýft í vatn. Við tókum mppaland mm ÍKAFEN Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík Sími: 588 1717 & 581 3577 • Fax: 581 3152 Mw MIKLABRAUT : Munið að uppboðið hefst kl. 1 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.