Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 23 AÐSEIMDAR GREINAR ÞVÍ ER haldið fram, að helgasti réttur þegna í lýðræðisríki sé að fá að greiða atkvæði í kosningum. Það virðist þó vera lengi hægt að fá fólk til þess að sætta sig við mismun- asndi aðferðir við atkvæðagreiðsl- una og þá við mismunandi gerðir lýðræðis, bara ef það fær að mæta á kjörstað og kjósa. Allt frá því að hafa bara einn lista í Iqori, eins og það var hjá Ulbricht og Honnecker, eða binda atkvæðisréttinn við búsetu eins og hjá þeim Davíð og Halldóri. Fái fólk að fará á kjörstað undir flöggum og lúðrablæstri þá er það til þess að gera ánægt meðan það hefur brauð og leiki. Það verða auðvitað alltaf ein- hveijir kverúlantar á kreiki. Fólk sem nennir ekki endilega að vera að þrasa við stjórnvöld eða leið- toga. Það dregur sínar ályktanir af fortíð og nútíð og metur framtíð- ina fýrir sig. Síðan greiðir fólkið atkvæði með fótunum eins og það var kallað hjá þeim Ulbricht. Menn annaðhvort fóru eða vóru. Hjá þeim Ulla og Honna lýsti þetta sér í því, að svo stór hluti fólksins greiddi atkvæði með fótun- um, að til landauðnar horfði. Þeir brugðust við með því að reisa Ber- línarmúrinn til þess að halda óæski- legum áhrifum kapítalismans utan hins kommúníska hreinleika, eða svo sögðu þeir. Já, mikið var nú annars veröldin einfaldari í den tid. Þá voru menn annaðhvort vondir og andlýðræðissinnaðir eða öfugt. Nú veit maður ekkert hver er góður og hver ekki, eins og í Bosníu. Líka hér Ég las í blaði í gær, að íslending- ar væru farnir að greiða atkvæði með fótunum. Það koma 50 fyrir- spurnir til eins skipafélags um bú- slóðaflutninga á viku. Skýrslur sýna að það er straumur fólks úr þessu landi okkar. Er fólk líka farið að greiða atkvæði með fótunum hjá þeim Davíð og Hall- dóri? Guðmundur J. segir að það sé rnikið at- vinnuleysi á íslandi um þessar mundir. Hann kvíðir vetri fyrir sína menn. Margir telja að atvinna aukist líklega ekki nema að utanað- komandi fjármagn komi til landsins. Og þá í formi stóriðju fremur en lánsfjár. Við íslendingar eigum núna ein 100 mega- wött í afgang af 900 virkjuðum, sem enginn hefur viljað kaupa ennþá, hveiju svo sem um er að kenna. Þeir í Venezúela eru að virkja 27.000 ódýr megavött til þess að selja stór- iðju. Það er eins gott að strætó sé ekki farinn hjá okkur. Margir telja að laun séu nú lægri á íslandi en annars staðar og margt er furðulegt. Á meðan framboðið kaup í fiskvinnslu á íslandi nemur 300 krónum, þá bjóða danskir í Hansholm og Hirtshals 700 kr. fyr- ir sömu vinnu. Og selja vöruna á sama markaði og íslenzka vinnslan. Frá vinnslunni okkar hafa hins veg- ar komið tillögur um gengisfall til að bæta afkomuna. Þrátt fýrir að hún kaupi fiskinn á fijálsum upp- boðsmarkaði og skuldi flest í er- lendri mynt. Hátt taxtakaup gagnar víst lítið eitt og sér ef enga vinnu er að fá. Útlendingar virðast þó standa í bið- röðum eftir að fá vinnuna hjá okk- ur og sætta sig við framboðið kaup. Það hljóta því að vera gæði vinnu- aflsins sem ráða því að þeir atvinnu- lausu hjá okkur vilja ekki selja það til okkar fiskvinnslu. Við getum verið stoltir íslending- ar af löylum okkar sem gera garð- in frægan á erlendri grund. Það er rosalega gaman og góð landkynn- ing, að það skuli vera okkar land sem elur af sér svo eftirsótt vinnu- afl um allan heim. Það er líka ef til vill ják- vætt að lækka atvinnu- leysið í landinu og rík- issjóðshallann á þenn- an hátt. Þingsætum mun þó sem betur fer ekki fækka þó kjósend- unum fækki.. Hugur og hendur Á tyllidögum er mik- ið treyst á hug og hönd þjóðarinnar. Grannt skoðað á hún fátt ann- að. En það er til lítils að kvelja lág- launakennarana okkar til þess að efla hug og hönd unga fólksins ef það notar svo fæturna til þess að fara með hvorutveggja úr landi. Þá má spyija: Ber einhver ábyrgð á þessu? Bar einhver ábyrgð á hall- ærum í landinu á fyrri tíð? Dönsk stjórnvöld eða íslendingar sjálfir? Geta stjórnvöld okkar nú borið ein- hvetja ábyrgð á þessu? Eða skipta þau minna máli en hitastig og haf- straumar? Hefur eitthvað breyst þótt Ólafur Ragnar og Jón Baldvin séu nú ekki lengur ráðherrar? Myndu stjórnvöld á hveijum tíma ekki skaffa sólskin í sveitir og þorsk á miðin ef þau gætu? Ætlumst við ekki til of mikils af svokölluðum ráðamönnum til þess að hafa afsök- un fyrir því að gera minni kröfur til okkar sjálfra? Heimurinn okkar er sífellt að minnka. Samgöngur greiðast og samkeppni eykst. Upplýsingar ber- ast leifturhratt milli landa. Fólk er upplýstara. Þegar maður nú heyrir sífellt meira um það, að það sé orð- ið svo erfitt og dýrt að lifa á þessu landi, þá verður maður að taka mark á því. Fólk segir að það sé raunverulega grænna hinum megin. Og 50 fjölskyldur á viku greiða þess- Alls staðar annars stað- ar kosta hlutirnir minna en hér, segir Halldór Jónsson, en samt eru nýbúar fljótir að komast í álnir. Getum við ekki af þeim lært? ari skoðun atkvæði með fótunum. Umræðan í þjóðfélaginu snýst þó mest um aðra hluti en þetta. Það er til dæmis deilt um það hvort Islendingar eigi að ganga í þetta Evrópusamband, þó það sé í raun ekki á dagskrá. Samt tökum við fagnandi á móti öllum paragröffum þaðan, til dæmis um agúrkubeygjur og ökurita. En með ökuritum, sem nú er skylda að setja í alla vörubíla (til að byija með?), er hægt að sekta menn fyrir ofhraða aftur í tímann. Allt eflir þetta eftirlitsiðnaðinn, sem er einn blómlegasti kvistur á þjóðar- meiðnum um þessar mundir. Fyrir annað almennt atferli Evr- ópuþjóða í daglegu lífi og viðskipta- frelsi virðast vera of miklar sérað- stæður á íslandi til þess að við mætti búa. íslenzk blöð mega ekki birta tóbaks- og vínauglýsingar, þó selja megi erlend tímarit með mörg- um blaðsíðum þess kyns. ÁTVR er ómissandi stofnun og ein til þess bær að selja okkur áfengi. Samt megum við enn fara til útlanda þar sem brennivín er selt bílstjórum á hverri benzínstöð. Lögvísi og þrætubók virðast vera okkur hugleikari en hugleiðingar um atvinnumál ef marka má fjöl- miðla. Og við, sem flúðum lög og reglur Haraldar hárfagra (og misst- um þar með af oh'ugróðanum), snú- um nú aftur til Noregs til að fá vinnu. Enda var Gamla sáttmála aldrei sagt upp formlega og Norð- menn okkur svo vinsamlegir, utan Smugu og Svalbarða, að taka fagn- andi við okkar ágæta vinnuafli og borga því tvöfalt kaup. Þeir sem eftir sitja heima virðast meira uppteknir við reglugerðasmíð- ar og vaxtaútreikning en að leita að rótum vandans. Hann hlýtur að liggja\í skorti á framleiðni, sem aft- ur kann að skýrast af skorti á af- kastahvetjandi launakerfum, þ.e. samkeppni vinnuaflsins. Alls staðar annars staðar kosta hlutirnir minna en hjá okkur. Nýbú- ar virðast samt vera fljótir að kom- ast í álnir á íslandi jafnframt því sem þeir hafa snarlækkað verð á veitingahúsum með samkeppninni. Gætum við hin ekki lært eitthvað af þeim hvað varðar ráðdeild og sparsemi? Einn vinur minn sagði mér um daginn, að um þessar mundir ríkti meiri miðstýring á íslandi en nokkru sinni fyrr. „Þú mátt ekki háfa lunda án þess að kaupa veiði- kort, ekki veiða fisk í læk, ekki tjalda, ekki tína ber, ekki róa til fiskjar, þú mátt ekki heyja, ala kvikfé eða mjólka kýr. Til alls þarf nú leyfi, kvóta og gjald til þeirra sem eiga eitthvað, sem þú átt ekki. Flest lífsbjargarréttindi til lands og sjávar eru orðin séreign. Þetta hef- ur gerst undir grunnfánum at- hafnafrelsis einstaklinganna á rústum sósíalismans í heiminum. Og þetta kýstu“ hnussaði í honum. Nýbúar greiddu víst flestir at- kvæði með fótunum gegn miðstýr- ingunni í heimalöndum sínum og komu hingað. Kannski munu stjórn- málaleg áhrif þeirra verða til þess að auka fólkinu víðsýni þegar tímar líða. Þá hefur þeirra för orðið enn betri. Hvað skyldi þeim annars raunverulega finnast um okkur og lífsstílinn? Það haustar. Byggingafram- kvæmdir eru að dragast saman. Verður atvinna í vetur? Fær inn- brotagengið að hafa áfram veiði- leyfið á hýbýli og reytur almúgans eða verður gert eitthvað fyrir þenn- an þrýstihóp? Verða verkföll? Minnkar ríkissjóðshallinn á næsta ári? Hafa menn einhver raunveruleg ráð? Eða tekur fólkið frekar til fót- anna? Höfundur er verkfræðingur. Fætur fólksins Halldór Jónsson Það er ekki gaman að vera svona EINHVERJU sinni var ég að hjálpa vini mínum fyrir norðan við að hirða hross. Hann er kominn yfír miðjan aldur, stirður og slitinn og átti erfitt með hreyf- ingar. Hvort sem það var því að kenna eða ekki bakkaði hann pall- bíl á hesthússtafn í stað þesss að hitta inn um dyrnar. Hvorki bíllinn né byggingin skemmd- ust verulega en mér er það minnisstætt þegar þessi vinur minn steig á eftir út úr bílnum og sagði mæðulega, „Æi, það er ekki gaman að vera svona.“ Mér hafa flogið í hug þessi orð hans við lestur Alþýðublaðsins og Vikublaðsins undanfarið þar sem leigupennar fara mikinn í krossferð- um sínum gegn kynþáttahatri Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Yfirleitt er pólitísk ritleikfími sem þessi ekki svara verð enda er meg- intilgangur hennar að rökstyðja fyr- ir höfundi fyrifram ákveðna for- dóma í garð einstakra manna eða þjóðfélagshópa. Rökfimi Iistamannsins Einn af vikapiltum Alþýðuflokks- ins íjallar um meinta afdala- mennsku og kynþáttahatur fram- sóknarmanna í grein i Morgunblað- inu 31. ágúst. Hallgrímur Helgason titlar sig rithöfund og myndlistar- mann og telur sig sennilega frjáls- lyndan. Tilefni greinar hans er orðalag félags- málaráðherra í kvöld- fréttum Ríkisútvarps- ins 21. ágúst, þar sem Páll Pétursson talaði um að rétt væri að bjóða þeim sem ganga hér um atvinnulausir þau störf sem losna áður en smalað væri inn skipsförmum af er- lendu vinnuafli. Orðin smölun og skipsfarmar verða Hallgrími tilefni mikiil- ar rökleiðslu þar sem hann gerir félagsmála- ráðherra miskunnarlaust upp hugs- anir. Þar koma fyrir atriði eins og kjötinnflutningar „á fæti“, ótíndir þrælar á lestarbotni og kynbætur á svínum og nautgripum. Listamað- urinn slær því föstu að félagsmála- ráðherra sjái útlendinga fyrir sér á svipuðum stalli og þræla og svín. Og það verður ekki betur séð en þessar hugsanir eigi að búa í höfð- inu á Páli Péturssyni vegna þess að hann er framsóknarmaður og bóndi og þar af leiðandi rasisti í huga Hallgríms Helgasonar. Það vita allir sem vilja, að umræð- an um að takmarka atvinnuleyfi til þeirra einstaklinga sem standa utan við 300 milljón manna atvinnumark- að EES, snýst ekki um rasisma eða kynþáttahatur. Hún snýst um það að við búum við úrelta löggjöf um atvinnuleysistryggingar, sem margt bendir til að sé misnotuð. Þörf umræða Það kom í ljós eftir að félagsmála- ráðherra hóf þessa umræðu, að vinnumiðlanir virðast ekki hafa virkað sem skyldi og upplýsinga- flæði þeirra á milli um laus störf er takmarkað. Atvinnurekendur virðast oft trassa að tilkynna laus störf til vinnumiðlana. Ásakanir hafa komið fram um mismunun eft- ir kynferði við ráðningu í fisk- vinnslu. Jafnframt hafa komið fram ásakanir um að til sé atvinnulaust fólk sem ekki vilji vinna í fiski og að atvinnurekendur bjóði erlendu starfsfólki (sem vel að merkja er flutt inn frá láglaunasvæðum í A- Evrópu og víðar en ekki frá þeim Evrópulöndum sem við gjarnan vilj- um bera okkur saman við) verri kjör en hérlendu verkafólki almennt. Varðandi málefni flóttamanna er rétt að geta þess að ekki hefur stað- ið upp á félagsmálaráðherra í þeim efnum. Hann hefur þvert á móti rekið á eftir tillögum um flótta- mannakvóta. Þetta er nú allur rasisminn. Um- ræðan um atvinnumál og atvinnu- leysistryggingar er löngu tímabær og það verður bara að hafa það þótt sjálfskipaðir mannkynsfrelsarar verði fúlir. Margir hafa orðið til þess að benda á dæmi um fólk sem vinn- ur „svarta vinnu“, borgar ekki skatta af þeim tekjum en þiggur að auki atvinnuleysisbætur af samfélaginu. Ég veit ekki hvort Hallgrímur Helga- son borgar mikla skatta en hann mætti gjarnan hugleiða, að ef þessar Árni Gunnarsson Eina raunverulega „kynþáttahatrið“ í um- ræðunni er, að mati —7------------------- Arna Gunnarssonar, fordómar Hallgríms Helgasonar og félaga gagnvart framsóknar- mönnum, bændum og „afdalafólki“. ábendingar eru réttar fer hluti af sköttunum okkar í það að borga því fólki framfærslustyrki sem sjálft er að svíkja undan skatti. I öllu vopnaglamrinu og upphróp- unum um kynþáttahatur og rasisma vill gleymast sá hópur sem gengur um atvinnulaus, vill vinna en fær ekki vinnu. Þetta fólk á að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og aðstoð til þess að bjarga sér sjálft. Félags- málaráðherra hefur þegar sett af stað vinnu við að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar en und- anfarin ár hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregaðst við þeim breytingum í þjóðfélaginu sem hafa valdið fjölgun atvinnulausra. Að vera með stórt hjarta Eina raunverulega kynþáttahatr- ið, sem komið hefur upp í umræð- unni um atvinnuleyfi útlendinga, er hroki og fyrirlitning Hallgríms Helgasonar og skoðanabræðra hans í garð framsóknarmanna, bænda og þeirra sem hann kallar afdalamenn. Reyndar eru fleiri bændur en fram- sóknarmenn og öfugt. Til að ein- falda málið er horft fram hjá því og framsóknarmönnum, bændum og öðru óþurftarfólki steypt saman í einn hóp sem listamaðurinn getur talað niður til og sagt með fyrirlitn- ingu „Nú er nóg komið af þeirra heimóttarlegu og heimskulega barnalegu afdalamennsku sem við íslendingar í öðrum flokkum þurfum í sífellu að skammast okkar fyrir. Biðjið okkur almennilega íslendinga afsökunar!" Á hveiju eiga félagsmálaráðherra og aðrir framsóknarmenn að biðjast afsökunar? Á orðavalinu „skipsfarm- ar af útlendingum" og „smölun"? í allt sumar hafa skipsfarmar af út- lendingum gengið að og frá borði skemmtiferðaskipa í Reykjavíkur- höfn fyrir utangluggann hjá félags- málaráðherra. A hveiju sumri koma skipsfarmar af ferðamönnum með Norrænu til og frá Seyðisfirði. Ég veit ekki til þess að það hafi hingað til þótt sérstaklega skammarlegt að ferðast með skipi eða skipsfarmur þótt niðrandi orð. Þeir sem hafa unnið á vertíð vita sömu leiðis að í mörgum tilfellum er fólki smalað saman til þess að manna færiböndin. Orðið smölun er gamalgróið í málinu og ekkert óeðlilegt að nota það yfir tilraunir fiskvinnslunnartil að manna vertíðir utanlands og innan. Sá sem ætti að biðjast afsökunar er sjálfur listamaðurinn., Sjúklegar ímyndanir um þrælakistur og kyn- bætur svína og nautgripa, versus kynbætur á mönnum, minna meira á gerræðislegan hugsunarhátt ras- istanna en nokkurn tíma orðaval " Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra. Það væri sannarlega ekki gaman að vera svona eins og hann Hallgrímur en sennilega er þessi kratagláka eins og hver annar sjúk- dómur. Hann mætti þó gjarnan vera ögn nútímalegri í hugsun og passa sig á að láta ekki gamla fordóma í garð einstakra þjóðfélagshópa hlekkja svo sitt stóra hjarta að hann verki þegar það slær. Höfundur er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.