Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 29 SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigurlaug Kristjánsdóttir var fædd á Björg- um í Suður-Þin- geyjarsýslu 18. febrúar árið 1899. Hún lést 21. ágúst síðastliðinn á Drop- laugarstöðum. For- eldrar Sigurlaugar voru hjónin Sigur- björg Sigurbjarn- ardóttir, fædd á Akureyri 27. apríl 1872, dáin 31. desember 1965, og Kristján Kristjáns- son, fæddur á Knútsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 13. júlí 1853, dáinn 22. mars 1922. Sig- urbjörg og Kristján bjuggu á Björgum í sömu sýslu 1898- 1900. Þau fluttu vestur á Skagaströnd og bjuggu á Bakka 1903-1907 og á Asbúð- um 1907 til 1911 er þau fluttu aftur að Bakka. Sigurbjörg og Kristján eignuðust 12 börn. Tvö dóu í æsku, en tíu komust til fullorðinsára: Hólmfriður Björg, f. 1897, Sigurlaug, f. 1899, Lára, f. 1901, Henry, f. 1903, Karl, f. 1904, Sigurbjöm, f. 1906, Eðvarðsina, f. 1908, Lúðvík, f. 1910, Elísabet, f. 1912, Kári f. 1914. Systkinin em öll látin nema Lúðvík sem býr á Skagaströnd. Sigurlaug giftist 7. apríl árið 1925 Oddi Oddssyni trésmið, fæddur 22. júli 1894 í Engidal á Úlfsdölum. Foreldrar hans vom hjónin Guðrún Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Oddur Jó- hannsson hárkarla- skipstjóri. Sigur- laug og Oddur bjuggu ýmist á Siglunesi eða í kaupstaðnum uns þau fluttu tfl Reykjavíkur. Odd- ur andaðist 3. mars árið 1981. Böra þeirra em fjögur: 1) Oddur Jóhanns- son Oddsson, f. 24. maí 1925, kvæntur Ragnhildi Stefáns- dóttur frá Siglu- firði og eiga þau 3 böm og 5 bamabörn. Fyrir átti Oddur einn son. 2) Guðrún Ingibjörg, f. 8. ágúst 1928, gift Ólafi Jóns- syni frá Fossi í Hrútafirði. Þau eiga tvær dætur. 3) Hrafnhild- ur Lorelei, f. 22. júlí 1936, gift Ragnari Agústssyni frá Sval- barða á Vatnsnesi. Þau eiga 4 böm og 4 bamabörn. Áður átti Hrafnhildur Sigurlaugu Oddnýju Bjömsdóttur, f. 22. mai 1954, sem var alin upp hjá ömmu sinni og afa. Eiginmaður Sigurlaugar er Guðmundur Karl Þorleifsson og eiga þau þijú böra. 4) Sæunn Hafdís Oddsdóttir, f. 16. desember 1940, gjft Kjartani Sigutjóns- syni frá Rútsstöðum í Svínad- al. Þau eiga 4 böra og 9 barna- böm. Sigurlaug var jarðsett frá Fossvogskapellu 31. ágúst sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. GUÐRUN GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist á Kaldrana- nesi 7. september 1902. Hún lést á Elliheimilinu Gmnd 31. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar vom Anna Jóhannsdóttir, f. 11. júni 1875, og Guð- mundur Torfason, lengst af búandi á Drangsnesi í Kaldr- ananeshreppi. Guð- rún var elst sex systkina, sem öll SIGURLAUG tengdamóðir mín var af hinni kunnu og kraftmiklu Nikulásar Buckætt, en um hana segir í Ættum Þingeyinga: „Meðal niðja hans hafa viðhaldist ýmis sterk ættareinkenni, svo sem frá- bær orka, þrek og hagleikur ... margir þessara ættmenna hafa náð háum aldri.“ Þesi lýsing finnst mér hafa átt einkar vel við Sigurlaugu. Ennfremur segir svo um Kristján Kristjánsson föður hennar í sama riti: „Hann var lengi í vistum, eftir- sóttur verkmaður, mikill atorku- maður." Kristján var frábær veggjahleðslumaður, sem var sér fag á þeim tíma og sjást enn merki þess á Bakka, æskuheimili Sigur- Íaugar. Hins vegar hvíldi mest á herðum Sigurbjargar húsfreyju bamaupp- eldi og bústjórn. Eftir lát Kristjáns flutti hún frá Bakka inn í Kaup- staðinn og stjórnaði sínu búi af rausn og skömngsskap. Með þetta veganesti hleypti Sig- urlaug heimdraganum og var í kaupavinnu og í vistum á ýmsum stöðum; Höfnum á Skaga, Efra- Núpi í Miðfírði, Núpufelli í Eyja- firði og á Akureyri. Þetta var yndis- legur tími í augum Sigurlaugar. Sigurlaug var ættfróð og frænd- rækin, umtalsfróm og átti því hvar- vetna vinum að fagna. Síðustu 20-30 árin var heimili hennar að Langholtsvegi 1 uns hún flutti á Droplaugarstaði árið 1989, þá þrot- in að kröftum og heilsu. Eftir 40 ára viðkynningu er mér efst í huga hjálpsemi og hlýtt við- mót og fyrir það þakka ég nú að leiðarlokum. Ólafur Jónsson. Það mun hafa verið árið 1960 að ég kom fyrst á Langholtsveg 1. Til dyra kom rúmlega miðaldra kona með glaðan góðlegan svip. Yfir öxl hennar gæðist yngsta dótt- ir hennar og sagði „þetta er til mín mamma“. Konan brosti við, blikkaði auga og hélt til verka sinna. Þannig bar fundum okkar fyrst saman. Ég kom oft á Lang- holtsveginn eftir þetta og var ætíð vel tekið, ekki síst hin síðari ár. Sigurlaug Kristjánsdóttir hafði mjög fastmótaðar skoðanir á sam- skiptum fólks. Hún taldi afkomuna skipta meira máli en eitthvert ástarhjal. Hún tók óslítanlegri tryggð við sumt fólk bæði sem var henni nákomið svo og vini sem hún mat mikils. Það stóð enginn einn sem átti vináttu hennar. Henni þótti mjög vænt um húsið sitt og heimili. Það var aðdáunar- vert hvað hún var natin við að mála glugga og grindverk og jafn- vel þakið meðan kraftar entust. Ekkert var henni betur gert en að rétta henni hjálparhönd til viðhalds eða endurbóta á húsinu, - þá var hitað gott kaffí og steiktar lummur. Sigurlaug hafði gott minni og einstaka frásagnargleði. Hún sagði skilmerkilega frá og var ótrúlega minnug á ártöl og atburði sem hún færði í lifandi búning með greinar- góðri frásögn og smá .eftirhermum þegar vel lá á henni. Sigurlaug var greind kona og glaðlynd. Hún fór ekki alltaf varðaða veginn, en villtist þó aldrei af leið. Hún lærði að trúa' á mátt sinn og megin, og manndómsins þroskaskeið. Að leiðarlokum, þegar ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti, bið ég þann sem öllu ræður að skipa henni þann sess sem henni ber í hirðsveit himnaföðurins. Kjartan Siguijónsson. Mig langar að minnast ömmu minnar Sigurlaugar Kristjánsdótt- ur sem lést á Droplaugarstöðum 2T. ágúst sl. 96 ára að aldri. Amma var komin vel yfír sex- tugt þegar ég kynntist henni og var í mínum huga lengst af aldurs- laus, þ.e.a.s hún leit alltaf eins út. Amma var falleg kona. Hár hennar var liðað og fallega grátt og húð hennar hvít og silkimjúk. Ekki var það þó vegna notkunar á fegrunarmeðulum því að amma notaði aldrei annað en sápu og júg- ursmyrsl. Ég minnist ömmu, klædd sloppi og gjarnan með belti eða band um mittið. Hún vissi nákvæm- lega hvemig fatnað hún vildi og hafði ákveðnar skoðanir hvað varð- aði snið og sídd. Það var því ekk- ert einfalt mál að gefa ömmu föt, ef þau áttu ekki að hanga inni í skáp. Amma var af þeirri kynslóð þar sem ekki var bruðlað með hlutina. Hún sparaði því við sjálfa sig til þess að geta glatt aðra og stutt við bakið á þeim sem hún taldi þurfa þess með. Amma var sérstak- lega hlý, gjafmild og greiðvikin kona. Stóru jólapakkamir frá ömmu voru alltaf tilhlökkunarefni. Þeir hættu ekki að koma eftir að ég var orðin fullorðin. Þannig á ég enn sængurfatnað og púða sem amma gaf mér. Allir sem þekktu ömmu fengu að kynnast hlýju hennar og aldrei mátti hún aumt sjá á nokkram manni. Hún hélt tryggð við vini sína og gleymdi aldrei ef einhver hafði verið henni góður. Mannfagnaðir vora ömmu að skapi. Hún var hrókur alls fagnað- ar og færðist öll í aukana eftir því sem leið á nóttu, enda nátthrafn mikill. Eitt er víst, að það var aldr- ei lognmolla í kringum ömmu. Stórijölskyldan skipti ömmu miklu máli. Þannig hélt hún góðu sambandi við börn sín og Sigur- laugu nöfnu sína og fór reglulega í heimsóknir. Hún var ákaflega hrifin af tengdasonunum og tengdadóttur og var í góðu sam- bandi við barnaböm sín. Amma fylgdist vel með okkur systrunum og lét sér ekkert óvið- komandi. f heimsóknum sínum á Langholtsveg 170 gaf hún sér góð- an tíma og sat gjaman lengi inni hjá mér til að heyra hvemig Sísa sín hefði það. Áhugi hennar á skólamálum var einstakur. Það var því sjálfsagt mál að amma tæki þátt í merkisatburðum þar að lút- andi svo sem útskriftarathöfnum í menntaskóla og háskóla. Hún hafði oft setið inni hjá mér og skoðað námsbækumar og hlýtt mér yfir. Reyndar gekk það síðamefnda frekar hægt því amma vildi öðlast dýpri skilning á málunum með umræðum en ég réð við á þeim tíma. Amma skildi vel mikilvægi þess í nútíma samfélagi að hafa vald á erlendum tungumálum. Tíð námsferðalög mín erlendis voru því nokkuð sem amma setti sig vel inn í. Hún vildi gjama læra ensku og langt fram á níræðisaldur bað amma mig um að skrifa enska orðalista sem hún gæti lært heima. Á móti veitti amma mér innsýn inn í hvernig líf hennar hefði verið háttað þegar hún var ung. Þennan heim sem er nú óðum að hverfa. Já — hún var ekta amma. Það var margt skemmtilegt í fari ömmu. Hún hafði einstaka frá- sagnarhæfileika og gat bragðið sér í hin ýmsu gervi. Þannig fannst mér ég þekkja meira og minna allt það fólk sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Amma sagði mér að það væri mikilvægt að gamalmenni væra ekki feit og heimtaði að ég viktaði hana í hvert sinn sem hún kom í heimsókn. Amma var alla tíð ákveðin og með sjálfstæðar skoðanir. Hún stóð fast á sínu og lét engan bilbug á sér finna þó að aðrir væra annarr- ar skoðunar en hún sjálf. Hún var trú þeirri lífsskoðun að virða ætti rétt aldraðra til sjálfstæðrar bú- setu. Amma vildi standa á eigin fótum og sjá um sín mál eins og hún hafði áður gert, án afskipta annarra. Hún kenndi mér að bera virðingu fyrir öldruðu fólki. Mamma kenndi mér sem barn sálm sem amma hafði kennt henni og ég fór alltaf með áður en ég fór að sofa, sálm sem mun ganga til næstu kynslóða. Hennar útgáfa af bæninni var þessi. Láttu nú ljósið þitt lýsa við rúmið mitt. Verði þar sess og sæti signi mig Jesús mæti. Þakka þér amma mín fyrir sam- fylgdina. Minningin um þig mun ætíð lifa í hjarta mínu. Guð veri með þér. Sigríður Ólafsdóttir. em látin. Anð 1935 giftist Guð- rún Sigurgeir Jónssyni, frá Munaðarnesi, f. 5. febrúar 1903, hann lést 12. janúar 1981. Þeim fæddust ekki böra, en fyrir hjónaband átti hún eina dóttur, Friðbjörgu Ingibergs- dóttur, hennar eiginmaður er Eysteinn Amason. Útför Guðrúnar fór fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. september sl. ÞÓ SKÍRNARNAFN hennar væri Guðrún var hún af þeim sem ná- komnastir vora henni aldrei kölluð annað en Gunna. Hún ólst upp við sjávarsíðuna og tók snemma þátt í þeim störfum sem til féllu þar. Þeg- ar hún var unglingur var hún ráðin á nágrannabæ þar í sveitinni til að hjálpa til á heimilinu. Hún sagði frá því síðar að þar hefði sér ekki liðið vel og þegar hún fékk að skreppa til foreldranna hljóp hún spölinn heim eins hratt og hún gat, til að geta stoppað sem lengst í foreldra- húsum. Eftir giftingu Gunnu og Sigur- geirs flutti Gunna að Munaðarnesi, settu þau þar saman bú og við þann stað var hún jafnan kennd. Á þeim áram var þröngt setið á Munaðar- nesi og afkomumöguleikar ekki miklir við landbúnað, en Sigurgeir stundaði vinnu utan heimilis svo afkoma þeirra hjóna var bærileg, þó þar væri ekki auður í garði. Árið 1963 bregða þau búi og flytja sig um set innan sveitar, til Norðuríjarðar, þar sem Geiri, eins og hann var ávallt kallaður, gerðist starfsmaður Kaupfélags Stranda- manna á Norðurfirði. Þar verður til sá kapítuli í lífi þeirra sem ég þekki best, þar sem við Geiri voram sam- starfsmenn -í sextán ár. Þó Geiri hefði ekki skólamenntun að baki var hann mjög hneigður fyrir við skriftir og var reikningsglöggur. Störf sín leysti hann af hendi af mikilli trúmennsku og hann naut þess að hafa á fullorðinsaldri feng- ið að fást við það sem hugur hans hafði ávallt staðið til. Á þessum árum myndaðist trúnaður milli okk- ar Geira sem aldrei bar skugga á. Við fundum, sem nú urðum nýir nágrannar Gunnu, að hún kveið þeirri breytingu sem varð á högum þeirra við búferlaflutninginn þegar hún kom til Norðurfjarðar. Sá kvíði stóð þó ekki lengi því Gunna aðlag- aðist fljótt nýju umhverfi, enda var það svo að hún hafði góða aðlögun- arhæfileika og æðraðist ekki yfir því sem að höndum bar. Á Norður- firði nutu þau mikilla vinsælda meðal sveitunga sinna, þau vora gestrisin og alltaf átti Gunna nógar kökur með kaffinu. Ég veit að þeg- ar Gunna flytur nú síðasta spölinn þá fylgja henni hlýjar kveðjur frá gömlum sveitungum í Ámeshreppi með þakklæti fyrir gestrisni og al- úð. Þess er enn ógetið sem mér er hugstæðast á þessum tímamótum, en það er sú vinátta sem myndaðist milli Gunnu og fjölskyldu minnar. Gunna var mjög bamgóð og böm- um líkaði vel í návist hennar. Gunna var eiginleg uppeldisfræðingur í sér þó ekki flíkaði hún neinum prófum. Hún var söngelsk og væru lítil böm í návist hennar tók hún þau á hné sér og söng fyrir þau. Éinnig var hún einkar lagin að halda uppi léttu spjalli væra börn nærri. Þetta viðmót líkar börnum vel og enginn var lagn- ari að hugga grátandi bam en Gunna. Þegar þau hjónin urðu ná- grannar okkar var elsti sonur okkar Jón fædd- ur og alls urðu bömin okkar fimm. Hún varð strax eins og amma^ bamanna okkar. Dag- lega leit hún inn á heimili okkar og alltaf var ljóst að erindið var til bamanna. Hún tók þau á hné sér og söng fyrir þau ef eitthvað bjátaði á. Hún tók þátt í uppeldi þeirra, svæfði þau á kvöldin og gætti þeirra þegar með þurfti. Allt var þetta ómetanlegt á erilsömu heimili. Og þegar bömin stækkuðu og fóra að heiman fylgdist hún með högum þeirra eins og um hennar eigin bamaböm væri að ræða. Þetta var gagnkvæmt, við hjónin voram bömunum okkar ævinlega þakklát fyrir hvað þau guldu vel „fóstur- launin". Það voru ekki bara bömin, einnig líka tengdaböm okkar og bamaböm, sem þótti sjálfsagt að til hennar væri hugsað sem einni úr fjölskyldunni. Það eitt er víst, að samband bamanna við Gunnu var þeim góður skóli. Einnig var það svo um böm sem vora í sumar- dvöl hjá okkur þessi ár, þau sóttu mikið til þeirra hjóna og minntust þeirra ávallt með hlýju. Árin liðu og árið 1979 er svo komið að Geiri gat ekki sinnt þeim^" störfum sem hann hafði haft með höndum. Aldurinn færðist yfir og þrekið minnkaði og þá varð það að ráði að þau fluttu á elliheimili í Hveragerði. Eins og við mátti búast fóra þau úr sínu umhverfi með nokkrum trega, en þama voru þau komin í gott húsnæði og iíkaði fljótt vel. Sigurgeir naut þess þó ekki lengi, því hann lést í janúar árið 1981. Þegar Gunna var orðin ekkja kviðum við að hún yrði einmana, en svo var ekki, því í nágrenni við þau var einhleyp kona, Bergþóra Pálsdóttur frá Veturhúsum. Milli þeirra varð mikil vinátta sem báðar nutu og höfðu jafnan styrk hvor af annarri. Ég veit að nú syrgir hun'%' vinkonu sína. Auk þess urðum við vör við að hún var vinsæl meðal vistfólks heimilisins. Það er ekki hægt að segja annað en Gunna hafi átt góða elli. Heilsan var lengst af góð og nú gat hún sinnt hugðarefnum sínum. Hún var bókhneigð og las mikið fram á síð- ustu ár. Handavinna allskyns var henni hugfólgin og við það sat hún löngum. Friðbjörg og maður hennar hugsuðu vel um móður sína. Vinir og kunningjar litu inn eftir því sem efni stóðu til og allir þáðu kaffi og kökur og þegar mest var haft við voru teknar fram kökurnar sem komu frá Norðurfirði um jólaleytið.. , Síðast sáum við Gunnu fyrir tæp- um hálfum mánuði, þá var ljóst að hveiju fór og við mundum ekki sjá hana aftur. Að vonum var ekki mikið umleikis í kringum rúm dauð- vona konu. Tvær myndir voru þar á veggjum, mynd af Friðbjörgu dóttur hennar og önnur mynd sem tekin var af henni og þremur börn- um Guðrúnar dóttur okkar hjóna. Gunna var ein af þeim sem gerði ekki miklar kröfur til annarra en var afar þakklát fyrir það sem fyr- ir hana var gert. Nú er Gunna öll. hún féll frá sátt við lífið og sam^” ferðamenn sína. Við Margrét kona mín og ijölskyldan sendum dóttur hennar og tengdasyni samúðar- kveðjur að leiðarlokum. Við erum þakklát fyrir að eiga minningar um þessa einlægu og þakklátu konu. Guð blessi minningu hennar. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.