Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 30
^30 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KARL ÞORLÁKSSON -4- Karl Þorláksson * fæddist að Hrauni í Ölfusi 20. janúar 1915. Hann lést í Landspítalan- um 1. september sl. Foreldrar hans voru hjónin Þorlák- ur Jónsson frá Hrauni í Ölfusi, f. 26. desember 1872, d. 11. maí 1915 og Vigdís Sæmunds- dóttir frá_ Vind- heimum í Ölfusi, f. 23. desember 1877, d. 5. október 1965. Karl var yngstur í hópi sex systkina. Elstur var Sæmundur, f. 1903, er látinn; Elín, f. 1904; Guðrún, f. 1906, er látin; Þorlák- ur Axel, f. 1907, lést í æsku; og Ólafur, f. 1913. Kona Karls er Brynhildur Eysteinsdóttir, f. 4. febrúar 1918 í Meðalheimi á Asum í Húnavatnssýslu. Bryn- hildur var dóttir hjónanna Ey- steins Bjömssonar, f. 17. júlí 1895, d. 2. maí 1978 og Guðrún- ar Gestsdóttur, f. 11. desember 1892, d. 30. ágúst 1970. Karl og Brynhildur giftust 25. maí 1946 «« ojg bjuggu alla tið á Hrauni í Ölfusi. Þau eignuðust sex böm: 1) Gunnar Steinn, f. 18. mars 1943. Hann á fjögur böm, þau KARL Þorláksson kvaddi þennan heim 1. september síðastliðinn. Kallið kom ekki á óvart, en Karl hafði barist við illvígan sjúkdóm í meira en eitt ár. Hann barðist hetju- lega, eins og hans var von og vísa, en hann vissi að rimman við mann- inn með ljáinn yrði erfið og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Karl fæddist að Hrauni í Ölfusi hinn 20. janúar 1915 og var því á áttugasta og fyrsta aldursári er Brynhildi, Hilmar, Jón Gunnar og Daníel Þór. Dóttir Brynhildar Gunn- arsdóttur er Step- hanie Inga. Kona Gunnars er Ingunn Guðmundsdóttir. 2) Vigdís, f. 27. maí 1948. Maður hennar er Gunnar Ingi Birgisson og eiga þau tvær dætur, þær Brynhildi og Auðbjörgu Agnesi. 3) Hrafnkell, f. 10. júlí 1949. Kona hans er Sigríður Gestsdóttir og eiga þau þrjár dætur, þær Steinunni, Kolbrúnu og Brynju. 4) Guð- mundur Ingi, f. 6. janúar 1952. Hann á fjögur böm, þau Karl, Magneu Þóm, Elínu og Araar Inga. 5) Þorlákur, f. 2. júlí 1954. Hann á þrjá syni, þá Davíð, Karl og Skúla. Kona hans er Kristjana Skúladóttir. 6) Inga Þóra, f. 27. febrúar 1960. Maður hennar er Garðar Gestsson og eiga þau þijú böm, þau Vigni Má, Hafdísi Ösp og Kára. Útför Karls fer fram í dag frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður I Hjallakirkju- garði. hann lést. Hann bjó alla tíð á Hrauni og stundaði þar búskap, þar til hins síðasta. Karl ólst upp í faðmi móður sinn- ar og systkina en hann missti föður sinn þegar hann var ungbam í vöggu. Lífsbaráttan var hörð í þá daga og hann lifði í þeim anda og veitti sjálfum sér lítið í gegnum líf- ið. Hann var vinnuharður við sjálfan sig sem og aðra og var lítið gefinn fyrir værukærð og dund. Hann t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Innra-Hólmi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 8. september. Jónfna Sigurrós Gunnarsdóttir og börn hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU PÉTURSDÓTTUR, Efstasundi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnar- búða fyrir góða umönnun. Elí B. Einarsson, Pétur R.B. Einarsson, Aðalsteinn Einarsson, Marfa Einarsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Theresa Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Margrét Erla Einarsdóttir, Guðriður Hansdóttir, Kristjana Þorgilsdóttir, Ragnar F. Jónsson, Sigurður Árnason, t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA KRISTINS BJARNASONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Byggðarenda 13. Alúðar þakkir til starfsfólks á deild E6 Borgarspítalanum fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Björg Jakobsdóttir, Bjarni Árnason, Jakob Árnason, Kristinn R. Árnason, Arna Sif Kjærnested, Bjarni Örn Kristinsson. MINNINGAR byggði upp blómlegt bú með konu sinni og börnum. Hann dró þó sam- an búreksturinn eftir að kraftar fóru þverrandi og börnin fóru að heiman. Síðari hluta ævinnar bjó hann félagsbúi með Hrafnkeli syni sínum og famaðist þeim vel í sam- starfi. Aðalmarkmið Karls í lífinu var að búa fjölskyldu sinni gott heimili, búa börn sín vel fyrir lífið og hlúa að þeim með öllum ráðum. Karl giftist eftirlifandi konu sinni, Brynhildi Eysteinsdóttur. Sá sem þetta ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða tengdasonur þeirra hjóna. Hjá ungu fólki er kannski lífskúrsinn ekki alltaf á kláru. Hvað mig varðar, þá hlúðu þau hjón að ungum græðlingi og studdu hann þegar á móti blés. Fyrir það verð ég ævarandi þakklát- ur þeim hjónum báðum. Fleiri hafa sömu sögu að segja. Karl skildi það fljótt að hann yrði að treysta á sjálfan sig í lífinu og lifði samkvæmt þeirri lífsspeki. Fólk sem lifði vísvitandi á kerfinu var ekki í uppáhaldi hjá honum. Karl var stundum harður í horn að taka og lét engan ganga á hlut sinn óátalið. En þó mátti hann ekkert aumt sjá og rétti þeim hjálparhönd sem minna máttu sín í lífinu og gerði það á sinn hátt. Mikil gest- risni einkenndi heimili þeirra hjóna og var þar oft mjög gestkvæmt. Ekki var farið í manngreinarálit hver ætti í hlut. Karl hafði mjög ákveðnar skoð- anir í pólitík. Lífsviðhorf vinstri manna höfðuðu ekki til hans. Hann trúði á mátt einstaklingsins og hæfileika hans til að bjarga sér og lifði samkvæmt því. Hann var og mikill húmoristi og sá það spaugi- lega í lífinu og kunni frá mörgu að segja í þeim efnum. Gaman var að hlusta á frásagnir hans sem náðu allar götur til fyrstu áratuga aldarinnar. Karl var afar vel lesinn og vel að sér í sögu, landafræði, náttúru- fræði og veðurfræði, svo með ólík- indum var. Stálminnugur var hann svo og sjálfmenntaður. Hann rak margan fræðimanninn á gat í þeim efnum, hvort sem það snerti hluti innanlands sem utan. Hann hefði kosið að ganga menntaveginn, en fjárráð fjölskyldunnar leyfðu það ekki á þeim tíma. Mjög gaman var að ræða við hann um þessar fræði- greinar og leið þá tíminn fljótt. Karl var ekki allra. Hann var mikill vinur vina sinna. Hann var lítið gefinn fyrir óþarfa tal, vildi láta verkin tala. Hann trúði því að fjölskyldan væri homsteinn þjóðfé- lagsins og vildi að þar ríkti sam- heldni, sátt og samlyndi. Ég vil þakka Karli samfylgdina í þau tæp þrjátíu ár sem ég þekkti hann. Hann veitti mér þekkingu, þroska og styrk. Guð blessi minningu Karls Þor- lákssonar. Gunnar I. Birgisson. Afi minn, Karl Þorláksson bóndi á Hrauni, er látinn. Hann mun ávallt eiga stóran hlut í hjarta mínu. Það voru forréttindi að fá að alast upp hjá honum og ömmu minni á Hrauni. Afi hafði einstaklega góða nærveru.og það fylgdi honum jafn- an mikil yfirvegun og festa, og allt- af leið mér vel í návist hans. Þegar ég ólst upp á Hrauni tengdist ég afa mínum óijúfanleg- um böndum. Þar fann ég ástúð og hlýju. Þetta var ómetanlegur tími sem ég átti með afa mínum á Hrauni, og á ég margar góðar minningar sem tengjast honum á einn eða annan hátt, sem koma nú upp í hugann. Afi var vanur að kalla mig Lillu sína og sem lítil telpa fylgdi ég honum hvert sem hann fór. Ef það þurfti að raka upp á túni, vatna, gefa rollunum eða fara niður á sand og tína rekavið, alltaf elti ég hann. Það var spenn- andi og lærdómsríkt fyrir litla telpu að fá að kynnast lífinu í sveitinni og yndislegt að vera í návist manns sem hafði svo mikla visku til að bera eins og hann afi minn hafði. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman og oft var ég sein fyrir og lengi að koma hádegis- matnum ofan í mig og var afa far- ið að lengja eftir mér. Þá hafði hann á orði, um leið og hann klapp- aði á kollinn á mér: „Lilla mín, reyndu nú að hnoða þessu í þig, greyið mitt.“ Hann var alltaf mjög hlýr við mig og skilningsríkur, og kímnin var aldrei langt undan. Hann kenndi mér mörg góð gildi í lífinu og miðlaði mér og vakti forvitni mína á ýmsum fróðleik. Ef ég þurfti að vita eitthvað þá spurði ég afa. Hann var mjög sterkur per- sónuleiki og fylginn sér og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Hann var heill fjársjóður af fróðleik og þau eru ógleymanleg kvöldin sem ég sat með afa, þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar. Það var alveg sama um hvað var rætt; söguna, landafræði, stjörnufræði eða jafnvel um uppruna tímans, alltaf hafði hann svör á reiðum höndum og alltaf var hann tilbúinn að velta fyrir sér hlutunum, spá og spekúlera. Víðlesnari manni hef ég aldrei kynnst. Þetta voru lærdóms- rík kvöld sem eru einstök í huga mínum eins og hann afí minn. Ég er þakklát afa mínum fyrir það veganesti sem hann gaf mér út í lífið og hversu góður hann var við mig. Ég bið Guð að geyma hann. Brynhildur Gunnarsdóttir. Nú hefur hann Kalli frændi kvatt þennan heim og er sárt að sjá á eftir svo hressum karli sem hann var. Ég man eiginlega fyrst eftir honum sex til sjö ára en þá kenndi hann mér að mjólka hana Dropu gömlu sem hafði svo litla spena. Þetta gekk svo vel að ég mjólkaði upp frá því og hélt að ég myndi aldrei sleppa framar við mjaltir. Þegar táningsárin komu lenti ég stundum í útistöðum við heimilis- fólkið á mínum bæ (við vorum sex systurnar) og hljóp ég þá gjarnan ÞÓRA ALDÍS HJELM Þóra Aldís Hjelm fædd- ist á Eskifirði 17. júní 1939. Hún lést á Landspítal- anum 1. sept- ember síðastlið- inn. Foreldrar hennar vom hjónin Aðalheið- ur Einarsdóttir og Svanberg Hjelm, sem bæði eru látin. Systk- ini hennar em Birgir, látinn, Marteinn, látinn, Ásgeir, Frímann, Silvia, látin, Vignir, Axel, Agnes, Heiðberg og Guðlaug. Hálfsystkini eru Gunnar, látinn, Brynjar og Sigmar. Þijú börn misstu hjón- in mjög ung. 30. nóvember 1968 giftist Þóra Aldís Svein- birni Eiríkssyni, f. 25.8. 1923, ÞANN 1.9. lést móðir mín eftir mikil og erfið veikindi. Það eru lið- in 14 ár síðan hún greindist fyrst með alvarlegan sjúkdóm. Á þessum 14 árum hefur gengið á ýmsu hjá mömmu. Hún hefur sýnt alveg ótrúlegt baráttuþrek og viljastyrk. Hún ætlaði sér aldrei að gefast upp og stóð svo sannarlega við það. En hún mamma stóð aldrei ein í þessari baráttu. Fóstri minn, Sveinbjörn Eiríksson, reyndist móður minni ætíð einstaklega vel. Ég hef oft hugsað um það þvílík gæfuspor það voru fyrir okkur mæðgurnar að koma hingað heim á Garðaveginn. Ég var aðeins 4 ára gömul og festi því fljótt rætur hér. Mamma hafði ung misst móð- ur sína úr sama sjúkdómi sem nú hefur sýnt vald sitt enn á ný. Eft- ir að móðir hennar lést varð líf mömmu mjög erfitt. Því þakka ég frá Sandgerði. Fyrir átti hún 2 börn. Þau eru 1) Þorsteinn Val- ur Baldvinsson, f. 25.8. 1957, hans kona er Sigríður Björns- dóttir og eiga þau tvær dætur á lífi, Sædísi, f. 1984, og Snædísi, f. 1993, en misstu eina dóttur, Valdísi, f. 1992. 2) Berglind Ósk Sig- urðardóttir og á hún einn son, Erling Þor- steinsson, f. 1986, en missti dóttur, Aldísi, 1983. Þóra Aldís og Sveinbjörn tóku að sér fósturson, Björn Axelsson, f. 13.2. 1968 og á hann eina dóttur, Sveindísi, f. 1993. Útför Þóru Aldísar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. forsjóninni fyrir það að hún eignað- ist góðan mann og gott heimili. Það getur enginn sannfært mig um það að hún móðir mig hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir þessum sjúkdómi. Hún raunveru- lega sætti sig aldrei við veikindi sín en tók þeim með miklu æðru- leysi. Mér finnst hún standa uþpi sem mikill sigurvegari þrátt fyrir allt. Að halda reisn sinni og sál- arró, held ég að sé mesti sigur sem nokkrum manni geti hlotnast. And- legur styrkur móður minnar var þvílíkur að við hin vorum alltaf að læra af henni þótt við gerðum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Sorgin sem við stöndum nú frammi fyrir er nístandi. Tómarúmið er þvílíkt. Við verðum lengi að læra að lifa án hennar mömmu og ég á aldrei eftir að sætta mig við þessi endalok. Mér finnst þetta mikið óréttlæti að svona ung kona fari frá okkur. En það voru víst við mennirnir sem fundum upp réttlætið og skilgreinum það okkur í hag á ýmsan hátt. Ég er mjög þakklát skaparanum fyrir öll góðu árin sem við fengum saman, en ég hefði svo sannarlega viljað fá tækifæri til þess að semja um fleiri ár. Minningarnar eru óþijótandi og þær eru líka ómetan- leg auðæfi. Að hafa fengið að al- ast upp hjá góðum og traustum foreldrum og alla tíð búið víð gott heimilislíf eins og við systkinin gerðum er í mínum huga það dýr- mætasta af öllu. Ég kveð nú móður mína með ólýsanlegum söknuði. Ég vildi óska þess að ég hefði getað gert meira fyrir hana, en ég trúi því í ein- lægni að við eigum eftir að hittast aftur. Ég trúi því að hún sitji nú í faðmi guðs almáttugs og_ njóti velgjörða sinna á jörðinni. Ég vil þakka fóstra mínum Sveinbimi Eiríkssyni fyrir alveg einstaka umhyggju og ástúð í garð mömmu og okkar allra. Einnig vil ég þakka starfsfólkinu á Hlévangi fyrir alla þá ómetanlegu hjálp sem það veittu henni þegar hún átti orðið erfitt með vinnu. Án hugulsemi þess hefði hún aldrei getað verið svona lengi að störfum. Ollum ættingjum og vinum fjöl- skyldunar sem sýndu móður minni samhug og hlýju meðan á veikind- um hennar stóð færum við innileg- ustu þakkir. Henni þótti ómetan- lega vænt um þessa umhyggju í sinn garð. Að endingu vil ég þakka starfsfólki á deild 11-E á Landspít- alanum og starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurnesja fyrir mjög góðan hjúkrun og einlæga hlýju í garð okkar. Guð blessi ykkur öll og guð geymi þig, elsku mamma mín. Linda. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.