Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 31 yfír til Kalla og Binnu, en það eru um 15 metrar á milli bæja. Þá ræddi Kalli um lífið og tilveruna og sagði: „Jæja, greyið mitt, þetta lagast allt.“ Og viti menn, það lag- aðist. Hann var mjög fróður og vel les- inn og því var gaman að spjalla við hann um heima og geima. Kettir voru í sérstöku uppáhaldi hjá Kalla og var hann gjarnan með þá í fang- inu og strauk þeim á meðan hann spjallaði. Hann var hjálpsamur og sérstaklega við þá sem minna máttu sín í lífinu. Mér finnst viðeigandi að enda á þessu erindi úr kvæðinu Svefnljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sem Kalli hafði svo gaman af og var það í einu skiptin sem ég heyrði hann syngja er platan með M.A. kvartettinum frá Akur- eyri var sett á: Lullu lullu bía, og látu það ekki sjá, hvað augun þín eru yndisleg og blá, því mikil eru völd þess, og myrk er þess þrá. Blessuð sé minning þín. Asdís frænka. Kvaddur er í dag vinur kær og frændi, hann Kalli á Hrauni. Enda þótt þungbær veikindi síðustu mán- uða settu mark sitt á dagfar hans verður hann ávallt í hugskoti mínu þessi góði frændi, glettinn og knár, sem öðrum fremur umvafði ástríki og alúð ódæla þriggja ára stelpu- hnyðru, sem í skjóli móður sinnar kom til ársdvalar á heimili ömmu á Hrauni í stríðsbyijun. Minnisstæðar eru þær stundir, er hann sat og las, sagði sögur eða gerði mér góðlátlegar brellur. Þrátt fyrir erilsöm bústörf á stóru heim- ili virtist hann alltaf hafa tíma til að sinna áhugamálum litlu frænku ekki síður en strjúka kettinum. Karl hafði lokið námi í Héraðs- skólanum á Laugarvatni, fullur Nú er elsku amma min farin til Guðs. Hún amma, sem hugsaði svo mikið um mig eftir að ég flutti til Keflavíkur fyrir fjórum árum. Elsku amma mín, ég veit að þú vakir nú yfir mér og ég veit líka að við hittumst aftur um síðir. Ég á alla ævi eftir að njóta þess alls sem þú gerðir fyrir mig, það vitum við tvö allra best. Guð geymi þig. Þinn, Erlingur. Dauðinn spyr ekki um heiti né heimilisfang og heldur ekki um kennitöluna nýju. Sumum þeim sem orðið er þungt um gang þykir hann sýna mikla nærgætni og hlýju. En líka í andrá snöggri svo óvænt fer að ungum lífsblómum, hvergi tjáir að mögla. Því hulin er dulargátan sem hann oss ber og heggur svo grimmt og títt að oss setur þögla. Ég veit að einhveiju sinni velur hann mig. Ég verð að tygja mig óðar án nokkurra tafa. 1 lífinu eitt er víst um þess örmjóa stíg að endalokin koma án minnsta vafa. Hvort tilbúinn verð ég kemur víst út á eitt þó ali ég um það svolitla von í barmi. Mér verður svo ósköp lítið til batnaðar breytt, en ber mig vel, þó glitri á dögg á hvarmi. (Helgi Seljan) Með þessúm línum kveðjum við ástkæra systur, mágkonu og frænku, Þóru Aldísi Hjelm. Elsku Svenni, Valur, Linda, Bjössi og barnabörn, við hugsum til ykkar á þessum erfiðu stundum og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Elsku Dísa, megi minning þín lifa. Sigmar, Inga, Dagný, Einar, Jakobina og Aðalsteinn. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar þel getur snúist um atlot eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Ben.) áhuga um allt það er laut að þjóð- málum og heimsmálum yfirleitt. Hann reyndi hvenær sem færi gafst að ná fréttum af stríðinu og stikaði víglínur Evrópu með títuprjónum og tvinnaspotta inn á landakortið eftir því sem fréttir bárust blandað- ar truflunum og skruðningum úr gamla viðtækinu. Framundan var stangur vinnu- dagur bóndans á Hrauni, sem með dugnaði, árvekni og forsjálni náði að nýta landsins gæði til hins ýtr- asta. En áhugamálum sinnti hann engu að síður, en það var lestur góðra bóka um sögu, heimsmál og landafræði. Það var okkur mikil ánægja er við nú fyrir nokkrum árum gátum látið honum gamlan draum rætast, en það var viku ferðalag um sunn- anvert Þýskaland og Austurríki, á slóðir þeirra hamfara, er hann gjör- þekkti. Hápunktur þeirrar ferðar var viðkoma í Arnarhreiðrinu, höf- uðvígi forsprakka Þriðja ríkisins. Sem hann stóð þar á miðju gólfí viðhafnarstofunnar og virti fyrir sér auðan vegginn yfir arninum varð honum að orði: „Ja, hér vantar ekk- ert annað en höfðingjann!" Þessa ferð hafði hann greinilega undirbúið með athugun korta, því stað- og ratvísi hans var með ólík- indum, honum var lagin sú list að tengja land og sögu, hvar sem far- ið var. Sama máli gegndi í ferðum hans hér innan lands að því er fylgd- arfólk hans hefur hermt og er skemmst að minnast er hann nú nýlega, langt leiddur 'af banvænum sjúkdómi, spurði ýtarlega um ferð okkar um Norðurstrandir. Hann virtist kunna góð skil á bæjum og staðháttum án þess að hafa þá nokkru sinni augum litið. Síðustu mánuðir hafa verið þung- bær reynsla eftir að sjúkdómur sá er nú hefur hann að velli lagt greindist og ljóst var að læknisráð stoðuðu lítt. Hann gekk þess ekki dulinn að hveiju stefndi en hélt þó andlegri reisn og var hagur þeirra Þessar ljóðlínur komu_oft upp í huga minn þegar mér varð hugsað til hennar Dísu. Þær lýsa hennar innri manni svo vel. Þóra Aldís eða Dísa eins og hún var ávallt nefnd af vinum og kunningjum, kom fyrst til fundar við mig fyrir níu árum. Erindið var að falast eftir afleysingavinnu við Dvalarheimili aldraðra, Hlévang í Keflavík. Ég hafði engin kynni haft af henni, né séð hana fyrr. Mér leist undir- eins vel á þessa góðlegu og bros- mildu konu. Hún var traustvekj- andi og hlý ásýndum. Undirstaðan á góðum vinnustað er að hafa traust, gott og samviskusamt starfsfólk. Ég varð ekki fyrir von- brigðum með hana. Að öðrum ólöstuðum sem hafa gegnt afleys- ingum tel ég Dísu hvað besta. Hún var ávallt boðin og búin að mæta til vinnu. Oft -var fyrirvarinn stutt- ur, en það var sama hvort heldur var að degi eða nóttu. Alltaf kom Dísa brosandi og ánægð og smit- aði aðra bæði heimilisfólk og sam- heijana í vinnunni með glaðværð sinni. Maður verður ríkari af að þekkja svona manneskju. Ekki voru kynni okkar búin að vara lengi er ég frétti það að Dísa gengi ekki heil til skógar. Hún bar það ekki með sér, hlífði sér aldrei né kvartaði, það var ekki til í fari hennar. En hún var ætíð tilbúin að líkna og hressa þá sem þess þurftu með. Það mun hafa verið fyrir 14 árum sem Dísa greindist með illkynja sjúkdóm. Fékk hún dágóðan bata í nokkur ár. Henni létti alltaf mikið er hún hafði fengið góða skoðun, skilja þeir það best sem reynt hafa slíkt sjálfir, en fyrir um fjórum árum eftir að hún kom úr venjulegu eftirliti hjá lækni, syrti í álinn. Ég man þegar hún kom til mín og sagði mér þær fréttir að mein- ið hefði tekið sig upp á ný annars- staðar. Hún var þá fastráðin í vinnu og var vinnan henni mikils virði. Hún horfði brosandi á mig MINNINGAR er eftir lifa hans aðaláhyggjuefni. Við ferðalok verður efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið um- hyggju, gestrisni, heilræða og hnyttinna athugasemda þessa lífs- reynda en hógværa eljumanns. Brynhildi og fjölskyldu votta ég dýpstu samúð. Halla. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Karls Þorlákssonar bónda á Hrauni í Ölfusi, sem lést 1. sept- ember síðastliðinn. Kalli, eins og hann var venjulega kallaður, greindist með krabba- mein síðastliðið sumar. Líkamleg heilsa hans var því misgóð síðasta árið, andlegt atgervi hans var hins vegar með ólíkindum gott. En gott skap og létt lund hafði alltaf verið aðalsmerki hans. Samskiptaörðug- leikar við annað fólk var með öllu óþekkt vandamál hjá Kalla. Hvort sem um var að ræða börn, ungl- inga eða eldra fólk hafði hann ein- stakt lag á því að ná góðu sam- bandi við fólk. Sá timi er ég var í sveit á Hrauni er mjög minnisstæður og eftir á að hyggja mjög lærdómsríkur. Mann- margt var jafnan á Hrauni og þá sérstaklega um helgar, enda hefur það jafnan verið vinsælt hjá vinum og ættingjum að skreppa austur og heilsa upp á Hraunsfólkið, enda alltaf von á góðum viðtökum og viðurgjörningi. Brynhildur Ey- steinsdóttir, eða Binna eins hún hefur alltaf verið kölluð, hefur alla tíð annast heimilið af miklum mynd- arbrag sem hefur einkennst af elju og dugnaði. Skemmtilegar sögur, fijótt hug- myndaflug, frásagnarhæfileikar og hnyttin tilsvör Kalla er nokkuð sem maður á eftir að sakna þegar mað- ur kemur að Hrauni í framtíðinni, en minningin um einstakan per- sónuleika Kalla á eftir að lifa um ókomna tíð. Blessuð sé minning Kalla. Þorgeir Jóhannsson. og bað um að fá að vinna eins þengi og kraftar hennar leyfðu. Ég brosti líka þó að mér væri fremur grátur í hug við þessi vá- legu tíðindi, kvað hana velkomna í vinnu svo lengi sem hún vildi sjálf. Og Dísa var ótrúleg. Hún var svo sterkur persónuleiki og vel gerð kona. Hvílíkt þrek og dugnaður sem hún sýndi, það fannst okkur öllum sem unnum með henni. Ekki heyrðist æðruorð né gætti neins biturleika hjá henni yfir sínu hlutskipti. Hún lifði lífinu lifandi og naut þess sem í boði var hverju sinni. Oft var hún samt sárþjáð. Það var dásamlegt að hún skyldi geta komið með okkur í fyrra þegar við vinnufélagarnir fórum saman út að borða og gleðj- ast saman. Eins treysti hún sér til þess að mæta smá stund á okkar árlegu árshátíð í febrúar sl. Dísa var alltaf svo kát og sjálf- sögð á mannfögnuðum sem þess- um. Síðastliðið eitt og hálft til tvö ár hefur Disa gengið í gegn um margar og strangar meðferðir vegna veikinda sinna og mikið lið- ið. Hennar einstaki eiginmaður Sveinbjörn og einkadóttirin Linda hafa staðið í þessu stríði með henni styrk sem klettar, það er mjög mikils virði. Auðvitað hafa synir, barnabörn og fleiri korriið við sögu líka. Allir hafa viljað hjálpa og líkna. Ég sá Dísu 10 dögum fyrir andlátið er ég heim- sótti hana á Landspítalanum. Hún var að venju brosmild og hress í anda þó að hún væri fársjúk. Bað fyrir kveðjur til allra sem tengjast Hlévangi. Það má með sanni segja að hún hafi kvatt með reisn. Við vinnufélagar hennar þökkum fyrir allar ánægjustundirnar með henni. Biðjum Guð að styrkja alla aðstandendur hennar á þessari sorgarstund. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur öllum á Hlé- vangi. Minning hennar lifir. Auður Guðvinsdóttir. JÓHANN VILMUNDARSON + Jóhann Vil- mundarson fæddist í Vest- mannaeyjum 24. janúar 1921. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson, sem fæddur var 19. sept- ember 1883, dáinn 20. maí 1923, og Þuríður Pálína Páls- dóttir, sem fæddist 23. júlí 1890, lést 17. nóvember 1945. Systkini Jóhanns voru Karl, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983, Kristinn Eyjólfur, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945, Skarphéðinn, f. 25. janúar 1912, d. 1971, Laufey, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979, Fjóla, f. 13. janúar 1917, Unnur, f. 21, nóvember 1915, Ingibergur, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986, og Lilja, f. 21. mars 1922. Fósturforeldr- ar Jóhanns voru Jón Jónsson frá Hlíð, f. 21. október 1878, d. 23. september 1944, og Þórunn Snorra- dóttir frá Hlíð, f. 18. október 1878, d. 2. ágúst 1947. Jóhann bjó í Vest- mannaeyjum alla tíð og starfaði í Vinnslustöð Vestmannaeyja í rúm 40 ár sem verkamaður. Útför hans fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.00. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sirin látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mér finnast þessi orð passa vel, þegar ég hugsa til kveðjustundar sem ég átti með föðurbróður mín- um, Jóhanni Vilmundarsyni, sunnu- daginn 3. september. Var ég alveg viss um að það væri okkar síðasta kveðjustund í þessu lífi. Með þessum fátæklegu orðum langar mig örlítið að minnast Jóa. Ungur misti Jói föður sinn og ólst upp í Hlíð í Vestmannaeyjum. Hann var næst yngstur níu systkina sem upp komust. Eftir lifa þijár systur, Unnur, Fjóla og Lilja. Jói var ekki maður breytinganna. Hann vann lengst af í Vinnslustöðinni og bjó í verbúð þar. Hann kvæntist ekki og átti ekki böm. Jói minn, ég veit að þú vilt ekk- ert lof um þig, en ég vil þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég veit að þú ert kominn í góðar hendur þar sem þér mun líða vel. Vil ég ljúka þessum fátæklegu orðum, kæri frændi, með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigurður Einir Kristinsson. Móðir okkar, GUÐMUNDA KRISTÍN SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 50, Siglufirði, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtu- daginn 7. september. Hafdís Ólafsson, Júlíus Jónsson, JóhannJónsson, Jónina Kr. Jónsdóttir. ' t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar GUÐRÚNARJÓNASDÓTTUR frá Hallsbæ, Hellissandi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-4, Hrafnistu. Jónas Sigurðsson, Arnar Sigurðsson, Helena Guðmundsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Hörður Pálsson, Magnús Sigurðsson, Ragna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, BETTYAR ARINBJARNAR, Álftamýri 32, Reykjavík, færum við bestu þakkir. Reynir Arinbjarnar, Sofffa Arinbjarnar, Kristján Stefánsson, Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.