Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ y Vitundarvígsla manns og sólar / fjallar um launhelgaheimspeki af meiri nákvæmni en áður hefur verið fram sett í riti fyrir hinn almenna lesanda. Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni 8 Ahugamenn um þróunarbeimspeki Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 79763. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags BMW M3, ARG r-'í Til sölu BMW M3, árg. 1987, ek. 109.000 km., leðuráklæði, 200 hö, aksturstölva, check- tölva, rafdrifnar rúður, sóllúga, BMW hljómflutningskerfi, sportálfelgur, low profile dekk, centrallaesingar, M-Technic sportfjöðrun, M-Technic gírkassi, vökvastýri, ABS-hemlakerfi, rafdrifnir speglar og m.fl. Einstök bifreið og sú eina sinnar tegundar á íslandi. Verð kr. 1.690.000, ath. ódýrari. Bílasala Reykjavíkur, sími 588 8888 (Guðmundur). NÚ BJÓÐUM VIÐ UPP í &OSÍ& NÝ NÁMSKEIÐ SEM HEFJAST Á HAUSTÖNN BARNADANSAR GÖMLUDANSARNIR SUÐURAMERÍSKIRDANSAR SAMKVÆMISDANSAR KENNT l FRAMHALDS OG BYRJENDAFLOKKUM. EINNIG ER BOÐIÐ UPP Á EINKATfMA. INNRITUN DAGLEGA FRÁ KL. 13 - 19. KENNSLA HEFST LAUGARDAGINN 16 9 95. nvi Dwxmm REYKJAVlKURVEGI 72 HAFNARFIRÐI SÍMI565 2285 NÝI DANSSKÓLINN SKILAR BETRI ÁRANGRI. Dagskrá RúRek 1995 Laugardagur 9. september Kl. 21.30 Ingólfstorg: Blá-endi fíúfíek Blackman & Alwayz in Axion. Blackman trommur, Carsten Dahl pfanó, Lennart Ginman bassa, Eyih Adjavon og Keith Maarble rappsöngur. Kl. 23.00 Jazzbarinn: Ein ósk Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson, píanó og hljómborð, Hilmar Jensson gítar og Einar Valur Scheving trommur. Laugardagur 23. september Kl. 17.00 Hallgrímskirkja: Fimm ára afmælistónleikar Rúfíek Officium Jan Garbarek & The Hilliard Ensemble. Jan Garbarek sópran- og tenórsaxófón, David James kontratenór, Rogers Covery-Crump tenór, John Potter tenór og Gordon Jones barítón. Verðkr. 2.500 og 1.900. Erlent súkkulaði KONA í Reykjavík hringdi og vildi lýsa yfir undrun sinni yfír fréttum frá fundi Framsóknarflokksins sl. miðvikudagskvöld. Þar var mikið sýnt frá því er fólk var með erlendan súkkul- aðipakka í hendinni og kom mynd af honum í nærmynd a.m.k. tvisvar sinnum. Þótti konunni þetta undarlegt og vera eins og auglýsing fyrir er- lenda súkkulaðiframleið- endur þegar nær væri að auglýsa íslenskar vörur og hafa þær í forgrunni. Ekki síst fyrir hönd íslenskra bænda, þar sem hráefnið í þessar vörur, s.s. smjör og mjólk, er framleitt af bændum. Tapað/fundið Myndavél fannst MYNDAVÉL fannst á veg- inum milli Þingvallavegar- ins og Hvalfjarðar, stutt frá Vindáshlíð, á vegamót- unum þar sem liggur vegur að Meðalfellsvatni. Uppl. í síma 561-1356. Úr tapaðist KVENMANNSÚR tapað- ist við Laugardalsvöll á bikarleik Fram og KR. Úrið heitir Christian Bern- ard og er gyllt og mjög fínlegt. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 587-1082. Mosfellsbæingar! DÖKKGRÆN, 45 ára gömul barnakerra hvarf úr hjólageymslu við Mið- holt seinnipart sumars. Þessi kerra hefur mikið tii- fmningalegt gildi fyrir eig- andann sem hefur mikið leitað hennar. Ef einhver veit eitthvað um kerruna vinsamlegast hringið í síma 567-5343 eða 566-6175. Eigandanum er mjög í mun um að fá kerr- una til baka sama í hvaða ástandi hún er. Sundbolur tapaðist SVARTUR O’Neiil sund- bolur með áberandi hvít- um saumum tapaðist í Laugardalslauginni föstudaginn 1. september sl. Finnandi vinsamlegast skili sundbolnum til af- greiðslu Laugardalslaug- arinnar eða hafi samband við Heiðu í síma 552-3736. Skólataska tapaðist HÚN HREFNA Björk sem er sex ára tapaði nýju skól- atöskunni sinni á gæslu- vellinum við Njálsgötuna (aftan við Rauða krossinn) á miðvikudaginn sl. Task- an (sem er fjólublá og græn með gulum endur- skinsröndum) er gjöf frá ömmu hennar Hrefnu og er mjög sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um töskuna vinsamlegast hafi samband í síma 551-1543. Gæludýr Hvolpur fæst gefins 10 MÁNAÐA hvolpur (tík), blanda af Golden retriever og Irish setter fæst gefins á gott heimili. Uppl. í síma 568-4148. Kettlingur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR lítill kettlingur, læða, er í óskil- um í Reykjavík. Uppl. í síma 557-5290. Hver fann kisuna mína? AUGLÝST er eftir manni sem fann svartan kött, sem keyrt hafði verið yfír, á bílastæðinu bakvið Hag- kaup á Laugavegi. Eigandi kattarins er eldri kona sem vill endilega komast í sam- band við þann sem fann kisuna hennar. Ef einhver veit eitthvað um þetta mál, vinsamleg- ast hringið í Kattholt í síma 567-2909. Farsi „ Bg get fuLh/issot þg um, c*.k uii höfum aJdrei fímgib kuörburv " SKAK Umsjón Margeir Pctursson • b e d • | HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í lands- keppni íslendinga og Færey- inga á Akureyri í ágúst. Sig- uijón Sigurbjörnsson (1.960) hafði hvítt og átti leik, en Pétur Sumberg var með svart. 16. Hxd7!! (Upphafíð á langri og glæsilegri fléttu) 16. - Rxd7 17. Bxe6! - Rde5 (17. — fxe6 er auðvit- að svarað með 18. Dg6+ o.s.frv.) 18. Rxe5 — Rxe5 19. Rd5! — fxe6 (Lagleg- ustu lokin hefðu verið 19. — Dc5 20. Bxe5! - Dxc2 21. Rxe7+ — Kh7 22. Bf5+ og vinnur drottninguna tii baka með miklum yfir- burðum í liði) 20. Bxe5 - Hf7 21. Dg6+ - Kf8 22. Dxh6+ - Ke8 23. Rc7+ og svartur gafst upp. Skákfélag Akur- eyrar tefldi fyrir ís- lands hðnd gegn Fær- eyingum og sigraði með yfírburðum 18-2. Færeyingar sigruðu hins vegar í síðustu keppni árið 1993, en sendu nú ekki sitt sterkasta lið. Þeir kepptu einnig við Skáksamband Austurlands í atskák og hraðskák og báru Færeyingar nauman sigur úr býtum í þeim viðureign- um. Þessar keppnir hafa far- ið fram á tveggja ára fresti frá 1978. Frí er á Friðriksmótinu í dag. 7. umferðin er á morg- un kl. 14. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur á undanföm- um misserum reglulega verið í samskiptum við Norðmenn og hefur þá fiskveiðideila íslands og Noregs í Barentshafi nær undan- tekningarlaust borist í tal. Undantekningarlaust hefur komið í ljós að hinir norsku viðmæ- lendur hafa nokkurn skilning á sjónarmiðum íslendinga og að þeir telja leiðinlegt að til deilunnar hafí komið. Kunningjafólk Víkverja, sem nýlega ferðaðist um Noreg, hefur einnig þá sögu að segja að alls staðar hafí því verið vel tekið sem íslendingum og hvergi hafi fisk- veiðideilan valdið þeim minnstu vandræðum. Þó að erfítt sé að alhæfa út frá reynslusögum sem þessum vonar Víkverji þó að þær gefí rétta mynd af ástæðinu og að Smugudeilurnar undanfarin ár hafi engin áhrif haft á vináttu þessara tveggja þjóða. xxx ENN hafa kjarnorkutilraunir Frakka í Kyrrahafi lítil sem engin áhrif haft á innkaupamynst- ur íslendinga. Fólk úr veitinga- húsarekstri hefur hins vegar tjáð Víkveija að það hafí orðið merkj- anlega vart við að útlendingar, sem hér eru á ferð, sniðgangi frönsk vín á vínseðlum veitingahúsa. Af- staða íslendinga til franskra af- urða sé enn óbreytt en dæmi séu um að íslensk fyrirtæki, sem bjóði útlendingahópum í mat, biðji um að frönsku veigunum sé skipt út fyrir t.d. ítalskar eða ástralskar. XXX EGAR íslendingar leggja land undir fót og vitja annarra þjóða er oft brýnt fyrir þeim að gæta nú að sér í útlendu stórborg- unum þar sem hættumar séu við hvert fótmál. Það er líka rétt, að aldrei er of varlega farið en maður málkunnugur Víkvetja og nýkom- inn frá Róm og Kaupmannahöfn kvaðst hafa furðað sig á rólegheit- unum á þessum stöðum báðum. Aldrei kvaðst hann hafa orðið var við neitt, sem honum stóð stuggur af, og honum fannst eftirtektar- vert hvað ítalskir verslunareigend- ur eru óþjófhræddir. Þeir stilli vör- um sínum út á götu, jafnvel langt fram á kvöld, og búist augljóslega ekki við, að neinu verði stolið. í Kaupmannahöfn hættu þau hjónin sér niður í miðbæ seint á laugar- dagskvöldi en þar reyndist ástand- ið friðsælla en á Fríkirkjuveginum í miðri viku. Að sjálfsögðu segir þetta ekki allt um ástandið í erlend- um stórborgum en kunningi Vík- veija sagðist einu sinni hafa átt leið um miðbæinn í Reykjavík um helgi og hafa prísað sig sælan að komast þaðan óáreittur. XXX FAGURT haustveðrið leikur nú við borgarbúa. Þetta er hins vegar einnig sá tími sem geitungar hrella helst Víkvetja og fjölskyldu hans. Má varla opna glugga þessa dagana án þess að nokkrir slíkir séu famir að sveima um íbúðina og hefja verður aðgerðir er gefa árásum NATO í Bosníu lítið eftir. Víkveiji bíður því spenntur eftir næturfrosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.