Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUB í FYLGSNUM HUGANS Imaginary Crimes Stórkostleg kvikmynd um samband föður og dóttur í skugga myrkra leyndarmála. Eftir einn efnilegasta leikstjóra Bandaríkjanna. Aðalhlutverk: Harvey Keitel (The Piano), Faruza Balk og Kelly Lynch, (Curly Sue). Leikstjóri: Anthony Drazan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verðlaun: Bíómiðar og geislaplötur „Einkalíf". Sími 904 1065. Gamanmynd um ast og afbrýði- semi, glæpi, hjónaskilnaði, lamba steik, eiturlyf, sólbekki, kvik- myndagerð, kynlíf og aðra venju lega og hversdagslega hluti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Margar einstakar senur Einkalífs eru skemmtilegar og fyndnar enda hefur Þráinn auga fyrir hinu spaugilega í fari íslenska meðaljónsins og bardúsi hans. A.l. Mbl. En á móti kemur að mörg atriði eru sérstaklega fyndin og skemmtileg og í þeim falla margir gullmolar í vel heppnuðum orðaleikjum, persónur eru litríkar og lifandi.H.K. DV. Húmorinn í Einkalífi liggur einhverstaðar mitt á milli Nýs lífs og Magnúsar, ærslafullur og svartur. A.l. Mbl. Al&Carte fimmtud.-sunnud. Hópmat-seðill kr. 3.990 Leikhús-matseðill kr. 1.990 fimmtud. ^sunnud. Matreiðslumeistari Robert Scobie A A A A A A A A FRUMS YNINGARHELGI Bragðgóð uppsuða TÓNUST Flugfclagið Loftur ROCKY HORROR Tónlist og texti: Richard O’Brien. Þýðing: Veturliði Guðnason. Útsetn- ingar, stjóm upptöku, hljóðstjórn: Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Bassi: Eiður Amarson. mjómborð: Eyþór Gunnarsson. Trommur: Ólafur Hólm. Saxófónn: Óskar Guðjónsson. Staf- ræn hljóðsörpun: Máni Svavarsson. Gítar: Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Gítar í „Laugardagskvöld”: Sigutjón Kjartansson. Söngvíu-ar: Bjöm Ingi Hilmarsson, Bjöm Jörundur Frið- bjömsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helgi Bjömsson, Hilmir Snær Guðna- son, Magnús Ólafsson, Selma Bjöms- dóttir, Siguijón Kjartanson, Valgerður Guðnadóttir. ÞAÐ er mikið í fang færst að setja upp Rocky Horror og gefa út disk með lögunum aðeins fjórum árum eftir að diskur með flutningi Leikfélags MH á sama verki kom út. Til að síðari diskurinn eigi erindi á markaðinn þarf að koma til alger endurnýjun. Þetta tekst Þorvaidi Bjarna Þorvaldssyni frábærlega. „Vísindaspuni“ er fyrsta lagið, meistaralega sungið af Birni Jör- undi. Það sem einkennir lagið er skemmtilegur píanóleikur og saxa- fónn sem spinnur í kringum laglín- una. Bakraddirnar ríma svo einkar fallega við aðalsöngröddina. Björn Jörundur er í einu orði sagt frábær í öllum þeim lögum sem hann kemur nærri og hann á mikinn hlut í að gefa disknum rétta hryllingsblæinn. Halldóra Geirharðsdóttir leggur líka sitt af mörkum í sama skyni í mun minna hlutverki systur hans. Hilmir Snær Guðnason og Val- gerður Guðnadóttir syngja skötuhjú- in Brad og Janet. Hilmir Snær nær lögunum betur og leggur meira í þau á disknum en í hita leiksins á sviði. Valgerður, hins vegar, virðist ekki alveg hafa fundið sig í hlutverkinu þegar diskurinn er tekinn upp. Söng- ur hennar í „Komdu komdu við mig“ er þannig langt í frá að vera nóg í anda hinnar föllnu konu hér en atrið- ið er sjónkonfekt í sýningunni. Magnús Ólafsson kemur skemmti- lega á óvart í laginu „Bangsinn og Eddie“ en raddbeiting Selmu, með tilheyrandi skrækjum, verður leiði- gjörn til lengdar. Aðalsöngvarinn er auðvitað Helgi Björnsson og hann er pottþéttur, hvort sem er í raddhæð eða túlkun. Vandamálið er bara að eftir að mað- ur hefur einu sinni séð hann á sviði er það að hlusta á hann ekki eins mikil upplifun. Flutningur hans í disknum verður bara skugginn af leik hans og söng í sýningunni. Söngur Sigurjóns Kjartanssonar og útsetning Þorvalds í „Hoppum út um allan sal“ er hvort tveggja framúr- skarandi. Lagið verður í meðförum þeirra dauðarokksperla sem kemur í staðinn fyrir örþreytt rokkabillí. Undirleikurinn er iðulega mjög þéttur og frísklegur og skemmtilegar skreytingar ofnar inn í vefinn, t.d. rafmagnsgítarsóló af brúðkaups- marsinum leikið af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Það helsta sem ég hef út á þenn- an disk að setja er að hann er alltof stuttur. Hann er tíu mínútum styttri en MH-gerðin og töluvert styttri en bæði upphaflega söngleikjaútgáfan og kvikmyndagerðin. Tíðhnit (Re- mix) er bónus á annars stuttan disk og notar rödd Selmu Björnsdóttur sem á betur við hér í þessari dansút- gáfu. Lagið nær annars ekki flugi. Útkoma þessa disks gaf mér tæki- færi að grafa upp eldri útgáfurnar og bera þær allar saman. Það verður að segjast eins og er að þessi diskur sem er til umfjöllunar hér ber af. Hann nær því takmarki að end- uraýja tónlistina og tryggja að við siglum inn í nýja öld undir hljóm- bylgjum frá plánetunni fjarlægu og að við missum ekki niður hina bráð- nauðsynlegu tíðhnitsdanskunnáttu sem heldur liðamótunum í formi og býr okkur undir næsta stefnumót við geimverur á Miklubrautinni. Nanú-Nanú! Sveinn Haraldsson P Eruffl að kynna ý ju haucstlitina fr á Ckristian Dior P íost.udag og laugardag. rörðunarmcistari á staðnum H Y G E A ,/ nyrtivö r uverjl u n Aualuratræti 16 og Kringlan 8-12 ^Opiðíc«LknO--W^niiUO-J6^ Reuter Díana og Hanks ►DÍANA prinsessa heilsar hér Tom Hanks, aðalleikara myndar- innar „Apollo 13“ á sérstakri sýningu hennar í London á fimmtudaginn. Myndin segir sögu misheppnaðs Apollo-leið- angurs til tunglsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.