Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 1
WtmcgmM^ib Tákn frelsisins/2 Úr djúpi þjáningarinnar/4 Heimur Pavarottis/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 & KINVERSKI myndlistarmaðurinn Lu Hong sýnir um þessar mundir blek- og vatnslitamyndir í Gallerí Fold. Hún er fædd í Peking og sýndi snemma hæfileika í myndlist og lærði undir leiðsögn eins virtasta núlifandi málara Kín- verja í hefðbundnum stíl. Eftir það nám fór hún í Kínverska listaháskólann í Peking en þar eru inntökuskilyrði afar ströng. Þaðan lauk Lu námi árið 1985, fyrst kvenna en hún hefur einnig lært japanska málara- tækni. „Þegar ég sótti um að komast í Kínverska listaháskólann var ég í hópi 1.000 um- sækjenda og að lokum voru aðeins þeir sex hæfustu sem fengu inn- göngu," sagði Lu við blaða- mann Morg- unblaðsins þegar hann leit inn á sýn- inguna „og þar á meðal var ég." í listahá- skólanum er hægt að fást við ýmsar teg- undir mynd- listar. Dýra- myndir, myndir af fólki og vatns- og fjalla- myndir, Sansui, sem Lu er sérhæfð í.„ Fyrstu þrjú árin sækir maður tíma í öllum greinunum en eftir það tekur sérhæfingin við. Ég valdi landslagið, fjöll og vatn." Lu sagði eina ástæðu þess að hún hafi verið fyrsta konan til að útskrifast vera þá að þessi grein væri talin erfið fyrir konur. Þjóðfélags- aðstæður í Kína í gegnum tíðina væru einnig orsök kvennafæðar í greininni. ' Myndirnar í Gallerí Fold eru unnar bæði með kínverskri og japanskri tækni. Munur- Morgunblaðið/Ásdís LU Hong sýnir landslagsmálverk í Gallerí Fold. Leyndarmál vatnslitanna inn á kínverskri vatnslitatækni og hefðbund- inni vestrænni tækni felst að sögn Lu í því að liturinn, pappírinn og penslarnir eru allir kínverskir og kúnstin felst í því að ná að þekkja verkfærin og efnin nógu vel og finna. sinn eiginn einstaklingsbundna hátt á að vinna með þeim. Pappírinn er handunninn úr bambus samkvæmt 2000 ára gamalli hefð og sérhvert blað hefur sinn sérstaka eiginleika. Lu segir að listamennirnir velji sér sjálfir pensla og liti. „Þetta verður því ennþá per- sónulegra og aðferð hvers listmanns er al- gjört leyndar- mál." Iðandi líi' En vinnur Lu myndir sínar al- gjörlega á staðn- um? Hún tekur mynd af Skógar- fossi sem dæmi. „Ég fór þangað og vann mjög hratt með penna í u.þ.b. tvær klukkustundir og reyndi að ná aðal- atriðunum og hreyfingu foss- ins, sem er aðal- galdurinn. Síðan fer ég heim með myndina og þar ákveð ég hvernig búning ég set fossinn í." Aðspurð hver munurinn á kín- versku og ís- lensku landslagi væri sagði hún að fyrst hefði sér þótt fjöllin frekar róleg, líflaus og eyðileg, sérstaklega miðað við fjöll í Kína sem væru gróðursæl og lífræn, en þegar hún fór að kynnast landslaginu hér frekar sá hún að það iðaði af lífi en á allt annan hátt og í dag þykir henni geysilega vænt um landið og fólkið hér. Hún er íslenskur ríkisborgari og býr hér með íslenskum eigin- manni sínum. Sýningin stendur til 17. september. Pabloen enginn Picasso? ERFINGJAR Pablos Picass- os verja höfundarrétt hins látna meistara af hörku og á mörgum víjrstöðvum. Þeir hafa að undanf örnu staðið í stappi við kvikmyndafram- leiðendurna Merchant og Ivory vegna nýjustu mynd- ar þeirra „Surviving Pic as so" og hafa lagt bann við því að nokkurt verka Pic- assos sjáist í myndinni. Þá hef ur þeim tekist að koma í veg fyrir umfangsmikla framleiðslu á vörum með eftirprentunum á verkum eftir meistarann. Að því er fram kemur í New Yorker óskuðu Merc- hant og Ivory eftir leyfi til að birta endurprentanir á verkum Picassos í kvik- mynd sem tökur eiga að hefjast á í París í þessum mánuði. Samkvæmt frönsk- um lögum skiptir engu máli hver á myndirnar, hðfund- arrétturinn er í höndum erfingja Picassos. Ruth Prawer Jhabvala, sem saniið hefur fjölda kvikmyndahandrita fyrir Merchant og Ivory, bygjrir handritið að kvikmyndinni á lýsingu Francoise Gilot á þeim tíu árum sem hún átti með Picasso, en bók Gilots nefndist „Líf með Picasso". Claude, sonur Picassos hef- ur brugðist æfur við hand- ritinu sem hann segir „samtöl tekin úr bók móður minnar sem hefur verið rað- að saman á ótrúlegan hátt. Hlutirnir verða skrumskæl- ing á því sem átti sér raun- verulega stað." PICASSO með syni sínuin Claude, á meðan allt lék í lyndi. FRANCOISE Gilot Lýsing Francoise Gilot á árunum með Picasso þykir heillandi. Hún var aðeins 21 árs er hún kynntist mál- aranum sem þá var 62 ára. Hún átti með honum tvö börn, Claude og Palomu. Að því er fram kemur í The Daily Telegraph þykir ljóst að Francoise og börnin hafi veitt málaranum innblástur til að mála mörg sinna bestu verka. En þegar Francoise yfirgaf hann og hugðist hagnast á birtingu endur- minninganna, hefndi Pic- asso sín grimmmilega. Hann reyndi að gera Claude og Palomu arflaus en mis- tókst. Hann leit þau hins vegar aldrei aftur augum. Oyóst er til hvaða ráða Merchant og Ivory grípa. Einn framleiðenda myndar- innar hefur gefið í skyn að gerðar verði myndir sem svipi mjög til mynda Picass- os án þess að um raunveru- legar eftirmyndir sé að ræða. Þá telur hann líklegft að einhverjar myndir meist- arans megi sýna. Sonur Pic- assos er á öðru máli og hót- ar að láta stöðva tökur á fyrsta degi, verði þessi raunin. Samið eftir tólf ár Samkomulag hefur náðst á milli erfingja Picassos og bandarísks fyrirtækis eftir tólf ára þref. Fyrirtækið, Museum Boutique Inter- continental, hefur birt eftir- prentanir af verkum Picass- os á allt frá bolum til eld- húsáhalda. Það fór hins vegar illa í erfingja Picassos og hefur fyrirtækið nú sæst á að hætta framleiðslu grip- anna og hefur fengið 18 mánuði til að sclja góssið með límmiðum sem á stend- ur: Þessi vara var ekki framleidd með samþykkti dánarbús Pablos Picassos. Sigurður Bragason og Bjarni Jónatansson á tónleikum í Buenos Aires íslensk sönglög standa jafnfætis erlendum SIGURÐUR Bragason baritónsöngvari og Bjarni Jónatansson píanóleikari efna til tvennra tónleika á þekktri listahátíð í Buen- os Aires í Argentínu í næstu viku. Á efnis- skránni verða að mestu sönglög eftir ís- lensk tónskáld. ' „Það er mikilsvert að fá tækifæri til að kynna íslenska tónlist í þessum ólíka menn- ingarheimi," segir Sigurður „en að okkar mati standa íslensk sönglög fyllilega jafn- fætis erlendum. Við bíðum því spenntir eftir viðbrögðum argentínskra gagnrýn- enda." Félagarnir fara utan í boði argentínska tónskáldsins Alizia Terzian, en hún heillað- ist af söng Sigurðar í Frakklandi fyrir tveim- ur árum. „Ég var að syngja með hljómsveit- inni í Grenoble undir stjórn dr. Guðmundar Emilssonar og fór síðan með henni í tónleika- ferð til Þýskalands. Á efnisskránni voru meðal annars verk eftir Terzian og hún fylgdi okkur eftir og hlustaði á alla tónleik- ana. Að ferðinni Iokinni bauð hún mér að syngja á hátíðinni," segir Sigurður. Fyrri tónleikarnir, sem eru jafnframt opnunartónleikar hátíðarinnar, verða í Te- atro La Scalade San Telmo á mánudag. Þar bjóða félagarnir upp á íslensk sönglög . í bland við erlend, en dagskrána kalla þeir Söngva ljóss og myrkurs. Meðal tónskálda sem eiga þar verk má nefna Jón Leifs, Mussorgsky, Atla Heimi Sveinsson, Sig- valda Kaldalóns, Donizetti og Verdi. Ólík sönglög Seinni tónleikamir á fimmtudag verða á hinn bóginn nær eingöngu helgaðir ís- lenskri tónlist. Verða þar flutt sönglög eft- SIGURÐUR Bragason og Bjarni Jónatansson. ir Jón Leifs, Jónas Tómasson, Þorkel Sigur- björnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Karl O. Runólfsson, Árna Björnsson, Ríkarð Örn Pálsson og Jón Ásgeirsson a.uk Alizia Terz- ian. Mörg laganna hafa aldrei verið flutt opinberlega áður. „Þetta er dagskrá sem heimamönnum á að líkindum eftir að finnast mjög spennandi, en íslensk og suð- ur-amerísk sönglög eru mjög ólík," segir Sigurður. Sigurður og Bjarni hafa um langt árabil verið virkir í íslensku tónlistarlífi. Sá fyrr- nefndi söng síðast í Maríuvesper eftir Monteverdi en Bjarni kom síðast fram á opnunartónleikum Óháðrar listahátíðar ásamt Ingveldi Ýr sópransöngkonu. Félagarnir hafa starfað saman frá árinu 1992 og efnt til fjölmargra tónleika innan- lands. Leiðir þeirra hafa hins. vegar ekki fyrr legið saman á erlendri grundu. Síðasta samstarfsverkefni Sigurðar og Bjarna yar útvarpsupptaka, meðal annars á Söngvum Sögusinfóníunnar eftir Jón Leifs. „Þetta er mjög spennandi dagskrá með óvenjulegum og stórglæsilegum söng- lögum sem við vitum ekki til að hafi verið flutt áður," segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.