Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 C 5 TASLIMA Nasrin heldur fyrirlestur MÁRTA Tikkanen les úr verkum sínum og tekur þátt í umræðum um Islam og les úr verkum sínum. um bókmenntir og raunveruleika. BÓKMENNTA- HÁTÍÐ1995 Bókmenntahátíð 1995 verður sett á morgun. Þröstur Helgason segir frá dagskrá hennar og þátttakendum. HATT A þriðja tug erlendra rithöfunda sækja bók- menntahátíðina að þessu sinni, sextán frá Norðurlönd- um og ellefu frá öðrum heimshornum. Þessir höfundar taka þátt í hinni skipulögðu dagskrá ásamt íslenskum starfssystkinum sínum. Pallborðsum- ræður verða flesta daga hátíðarinnar í Norræna húsinu og bókmenntaupp- lestrar verða að kvöldlagi í Þjóðleik- húskjkallaranum. Hátíðin mun bera einkunnarorðin „skáldskapur og sannfræði". Með orðinu sannfræði er vísað til texta sem ekki teljast skáldskapur í þrengsta skilningi - t.d. heimspeki, sagnfræði, bókmenntafræði og fé- lagsvísindi - en glíma við sömu við- fangsefni og skáldskapur. Þessu þema hátíðarinnar verða gerð skil í pallborðsumræðum sem m.a. munu fjalla um ljóðlist, að glíma við sögu- legar staðreyndir í skáldsöguformi, heimsmynd nútímans, heimspeki og ferðasögur. Að þessu sinni er einnig lögð sér- stök áhersla á bókaútgáfu og bók- menntakynningu og eru tveir dag- skrárliðir sérstaklega helgaðir þess- um efnum. Annars vegar verður pall- borðsumræða um afdrif bókmennta í nútíma útgáfustarfsemi þar sem þátt- takendur eru nokkrir af áhrifamestu útgáfumönnum heims. Hins vegar verður staðið fyrir umræðu um mögu- leika norrænna bókmennta á alþjóða- markaði. Þátttakendur í henni koma m.a. frá bókmenntakynningarstofum Danmerkur og Hollands en Hollend- ingar hafa á undanfömum árum náð langt í kynningu á bókmenntum sín- um um allan heim. Þar mun einnig taka þátt dr. Alastair Niven, formað- ur Arts Council of England, en hann hefur greitt götu íslenskra bókmennta í hinum enskumælandi heimi. Þátttakendur hátíðarinnar Eins og áður sagði koma þátttak- endur hátíðarinnar víða að enda er það eitt meginhlutverk hennar að kynna íslenskum almenningi hið áhugaverðasta í erlendum bókmennt- um samtímans. Norðmenn eru fjölmennastir er- lendra gesta að þessu sinni. Kjell Askildsen (1929) er mikilvirkur norskur höfundur sem hefur sent frá sér smásögur og skáldsögur um ára- tuga skeið. Nýjasta bók Askildsen er smásagnasafnið Et stort ede landskap (1991). Hann mun taka þátt í palí- borðsumræðu um bókmenntir og raunveruleika á fimmtudag og lesa upp úr verkum sínum á þriðjudags- kvöld. Frá Noregi kemur einnig Jostein Gaarder, höfundur einnar vinsælustu skáldsögu síðari ára, Sofies verden (1991), sem þýdd hefur verið á yfir 30 tungumál, m.a. íslensku. Hann mun taka þátt í samræðu um heim- speki ásamt Páli Skúlasyni, prófessor í Háskóla Islands. Einnig koma frá Noregi Thorvald Steen (1954), sem er skáld og formaður norska rithöf- undasambandsins, og Knud 0degárd (1945) sem þekktastur er fyrir ljóðabækur sínar en nýjasta bók hans er Buktale (1994). Steen og 0degárd munu báðir taka þátt í pallborðsum- ræðum og upplestrum. Þrír sænskir rithöfundar koma á hátíðina, Lennart Hagerfors, Sigrid Combuchen og Ulf Peter Hallberg. Hagerfors (1946) hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna. Hann vinnur oft úr sögulegu efni í skáldsögum sínum, s.s. í þeirri bók sem hlotið hefur mesta útbreiðslu og jafnframt þeirri einu sem hefur verið þýdd á íslensku, Hvalirnir í Tangenyikavatni. Hagerfors tekur þátt í umræðum um það að glíma við sögulegar staðreyn- ir í skáldsagnaformi og les úr verkum sínum á sunnudagskvöld. Sigrid Combuchen (1942) er fædd í þýskalandi en flutti til Svíþjóðar strax og heimsstyijöldinni síðari lauk. í fyrstu bók sinni, skáldsögunni Et rumsrent sállskap, sem hún sendi frá sér átján ára gömul, vinnur hún úr þeirri reynslu. Ulf Peter Haliberg er mikilvirkur þýðandi og hefur m.a. gefið út skáldverk um Þýskaland nútímans þar sem hann býr, Flanör- ens blick (1993). Sigrid og Uif Peter munu bæði taka þátt í umræðum og upplestrum. Frá Danmörku koma einnig þrír höfundar, Solvej Balle, Poul Vad og CEES Nooteboom tekur þátt í um- PATRICK Chamoiseau heldur fyrirlestur um Kreólamenningn á ræðum og les úr verkum sínum. Martiníkk og les úr verkum sínum. Tor Norretranders. Sólvej Balle (1963) hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér sess meðal athyglisverð- ustu höfunda Danmerkur. Hún hefur sent frá sér þrjár bækur og vakti sú síðasta, Ifelge loven (1993), mikla athygli í Danmörku og hlaut góðar viðtökur. Balle mun taka þátt í pall- borðsumræðu um bókmenntir og raunveruleika og lesa úr verkum sín- um á Sunnudagskvöld. Paul Vad (1927) hefur sent frá sér fjölda skáld- sagna og fræðirita en nýjasta bók hans er Nord fer Vatnajokel (1994) sem er nokkurs konar ferðasaga sprottin af upplifun skáldsins af Hrafnkels sögu Freysgoða og íslensk- um óbyggðum. Paul les úr verkum sínum og verður með í pallborðs- umræðum um íslenskan arf erlendis. Tor Norretranders (1955) starfar sem vísindablaðamaður auk rithöfundar- starfa og hefur í verkum sínum m.a. fjallað um manninn í ljósi kenninga um náttúruvísindi. Hann mun eiga samræður við Þorstein Vilhjálmsson prófessor um heimsmynd nútímans - hina vísindalegu sýn, í hádeginu á fimmtudag og lesa úr verkum sínum á þriðjudagskvöld. Frá Finnlandi koma Mártha Tikk- anen, Juice Leskinen og Arto Mel- leri. Tikkanen (1935) er finnlands- sænsk og hefur um langt skeið skrif- að og ljallað um finnskar kvennabók- menntir. Hún hlaut Norrænu kvenna- bókmenntaverðlaunin árið 1979 fyrir bók sína Árhundradets kárlekssaga en hún hefur verið þýdd á íslensku. Nýjasta bók hennar er Arnaia kastad i havet (1994). Hún les úr verkum sínum og tekur þátt í umræðum um bókmenntir og raunveruleika. Leskin- en er ljóðskáld og rokktónlistarmað- ur. Nýjasta bók hans er Aeti (Mamma, 1994) en fyrir hana var hann útnefndur Skáld ársins í Finn- landi árið 1994. Arto Melleri er skáld og leikari. Hann hlaut Finlandia-bók- menntaverðlaunin árið 1992. Leskin- en og Melleri taka þátt í umræðum og upplestrum. Frá Færeyjum kemur Tóroddur Poulsen (1957) en hann hlaut M.A. Jacobsen-verðlaunin árið 1992. Hann verður með í umræðum um ljóðlist og les úr verkum sínum á þriðjudags- kvöld. Frá Bretlandseyjum koma Eng- lendingurinn Martin Amis og írinn Desmond O’Grady. Martin Amis (1949) er fæddur í Oxford og mennt- aður í enskum fræðum við háskóla í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Spáni. Hann hefur starfað sem aðstoðarrit- stjóri Times Literary Supplement, bókmenntaritstjóri New Statesman og dálkahöfundur hjá dagblaðinu Observer. Hann vakti strax mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Rachel Papers (1973), sem færði honum Somerset Maugham bók- menntaverðlaunin aðeins 22 ára gömlum. Síðan hefur Martin Amis þótt með eftirtektarverðustu rithöf- undum sinnar kynslóðar. Auk skáld- sagna hefur Amis sent frá sér smá- sagnasafnið Einstein 's Monsters (1986) og ritgerðasafn um Ameríku nútímans, The Moronic Inferno (1986). Nýjasta skáldsaga Amis er The Information (1995). Hann mun eiga spjall um eigið höfundarverk við Einar Kárason rithöfund á þriðjudag og koma fram á upplestrarkvöldi á miðvikudag. Desmond O’Grady hefur gefið út fimmtán ljóðabækur auk þýðinga og skrifa um bókmenntir og listir. O’Grady hefur verið persónulegur vin- ur margra þekktustu skálda aldarinn- ar, m.a. Ezra Pound og Samuel Bec- kett og sjást merki þess kunnings- skapar í verkum hans. Hann tekur þátt í pallborðsumræðu um ljóðlist og les úr verkum sínum á fimmtu- dagskvöld. Frá Bandaríkjunum koma og tveir gestir, William Styron og Jason Ep- stein. Um Styron er fjallað ítarlega neðar á opnunni en hann hefur verið talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á þessari öld. Styron mun lesa úr verkum sínum á fimmtu- dagskvöid en á laugardaginn mun hann ræða um verk sín við Thor Vil- hjálmsson rithöfund. Epstein er einn virtasti bókmenntamaður Bandaríkj- anna. Hann var áður útgáfustjóri Random House en er nú bókmennta- legur ráðgjafi forlagsins. Epstein mun halda fyrirlestur um útgáfumál á fimmtudag og taka þátt í pallborðs- umræðum um afdrif bókmennta í nútíma útgáfustarfsemi á laugardag. Frá Þýskalandi koma Sten Nadolny og Michael Kriiger. Sten Nadolny (1942) gaf út sína vinsælustu skáld- sögu til þessa árið 1983, Die endtdeck- ung der Langsamkeit, en hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Fyrir skáldsögur sínar hefur hann hlotið ýmis virt bókmenntaverðlaun, m.a. Ingeborg-Bachmann-verðlaunin. N a- dolny tekur þátt í umræðum og upp- lestri. Michael Kruger (1943) er út- gáfustjóri og rithöfundur og mun lesa úr verkum sínum og taka þátt í um- ræðum um útgáfustarfsemi. Collett Fayard (1938) er lektor í frönsku við Háskóla íslands og rithöf- undur. Hún hefur ritað vísindaskáld- sögur. Nýjasta skáldsaga hennar er La seconde nature (1994). Hún tekur- ur þátt í umræðum og upplestri. Patrick Chamoiseau (1953) er fæddur á eyjunni Martiníkk í Karab- íahafinu og er lögfræðingur og fé- lagsfræðingur að mennt. Chamoiseau nýtur virðingar og vinsælda í hinum frönskumælandi heimi þrátt fyrir nokkuð djörf efnistök og stíl. Hann hlaut m.a. eftirsóttustu bókmennta- verðlaun Frakka, Concourt-verðlaun- in, fyrir skáldsöguna Texaco sem nú hefur verið þýdd á fjölmargar þjóðt- ungur. Chamoiseau heldur fyrirlestur um Kreóla-menningu Martiníkk og les úr verkum sínum á fimmtudagskvöld. Cees Nooteboom (1933) er meðal þekktustu og vinsælustu höfunda Hollands. Vinsælustu bækur No- oteboom hafa verið þýddar á ýmis tungumál en enginn hefur þó borist eins víða og nýjasta bók hans, Het volgende verhaal (Sagan sem hér fer á eftir), en fyrir hana hlaut hann Evrópsku bókmenntaverðlaunin 1993. Nooteboom tekur þátt í pallborðsum- ræðu um ferðabækur, skáldskap og sannindi og les úr verkum sínum á miðvikudagskvöld. Taslima Nasrin er 33 ára læknir frá Bangladesh. Bækur hennar hafa lengi verið vinsælar í heimalandi hennar, einkum meðal kvenna, enda er hún þekktust fyrir skrif sín um réttleysi kvenna þar. Taslima sætti ofsóknum í heimalandi sínu fyrir gagnrýni á karlrembulega túlkun á Kóraninum og þurfti að flýja þaðan árið 1994. Hún er nú búsett í Sví- þjóð. Nýjasta bók hennar er sögulega skáldsagan Lajja (Skömmin, 1993) sem færði höfundi sínum m.a. Tuchol- sky-verðlaun PEN-klúbbsins. Taslima heldur fyrirlestur um Islam og les úr verkum sínum á mánudagskvöld. Frá Kanada kemur William Val- gardsson sem er rithöfundur af ís- lenskum ættum. William er talinn meðal fremstu höfunda Kanada og hafa fimm af sögum hans verið kvik- myndaðar. Nýjasta verk hans er barnabókin Thor (1995). William les úr verkum sínum og ræðir um íslensk- an arf erlendis. Frá Samalandi kemur Synnove Persen (1950) sem er ljóðskáld og myndlistarkona. Hún hefur vakið at- hygli í Noregi og víðar með ljóðatón- leikum þar sem ljóðum, söng, hljóð- færaleik og samísku joiki er blandað saman. Synnove flytur ljóð sín og tekur þátt í umræðu um ljóðlist. Ulla-Lena Lundberg (1947) er fædd á Álandseyjum og tengjast verk hennar þeim sterklega. Nýjasta bók hennar er ferðasagan Siberia (1993). Hún tekur þátt í umræðu um ferðabækur, skáldskap og sannindi og les úr bókum sínum á sunnudags- kvöld. Fimm íslenskir höfundar munu lesa úr verkum sínum á hátíðinni, Einar Már Guðmundsson, Friðrik Erlings- son, Ólafur Jóhann Ólafsson, Stein- unn Sigurðardóttir og Vigdís Gríms- dóttir. Auk þeirra munu fjölmargir íslendingar taka þátt í pallborðsum- ræðum og samræðum. Setning hátiðarinnar Hátíðin verður sett á morgun, sunnudag, kl. 17 í Norræna húsinu. Þar munu flytja ávörp: Torben Ras- mussen, forstjóri Norræna hússins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, sem mun setja hátíðina. Strengjakvartett mun leika verk eftir Rautavaara og íslenskt þjóðlag í út- setningu Hróðmars Inga Sigurbjörns- sonar. Eftir setningarathöfnina verð- ur opnuð í andyri Norræna hússins sýningin Besta kápan mín en þar munu ungir listamenn sýna valdar bókakápur. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt daglega í Morgunblaðinu Útgáfa í til- efni af bók- menntahá- tíðinni í TILEFNI af bókmenntahátíðinni verða gefnar út fjórar þýðingar á verkum eftir jafnmarga erlenda gesti hennar. Hjá Máli og menningu koma út tvær skáldsögur og eitt smásagna- safn. f ritröðinni Syrtlur kemur út smásagnasafn norska höf- undarins Kjell Askildsen sem heit- ir því langa nafni Síðustu minnis- blöð Tómasar F. handa almenn- ingi. Bókin kom fyrst út árið 1983 og hlaut góða dóma í heimalandi höfundar, sem var m.a. sæmdur norsku gagnrýnendaverðlaunun- um fyrir hana. Hannes Sigfússon þýðir. Eftir þýska höfundinn Sten Nadolny kemur út skáldsagan Göngulag tímans sem fjallar um enska sæfarann og landkönnuðinn John Franklin. Arthúr Björgvin Bollason þýðir. Einnig kemur út heimildaskáldsagan Skömmin eft- ir Taslimu Nasrin. Þessi bók hefur kostað höfund sinn útlegð frá heimalandi sínu, Bangladesh, en í henni er dregin upp ljóslifandi mynd af því hvernig múslimir þar hafa niðst á hindúíska minnihlut- anum áratugum saman en um leið er bókin ákall um umburðarlyndi og mannúð. Sijja Aðalsteinsdóttir þýðir. Hjá Vöku-Helgafelli kemur út skáldsagan Sagan sem hérferá eftir eftir Hollendinginn Cees Nooteboom. Hann hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin fyrir bók- ina. Sagan hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál og hefur hlotið góða dóma. Marcel Reich-Ranicki, sem varð frægur fyrir það á dög- unum að rífa nýjustu bók Giinters Grass á forsíðu Spiegel, sagði í umsögn sinni um Nooteboom og sögu hans: „Einn merkasti rithöf- undur Evrópu og kannski ein merkasta bók sem ég hef lesið á þessu ári.“ Ur djúpi þj áningarinnar RIÐ 1990 gaf William Styron út bók um þunglyndi, Dark- ness Visible. A Memoir of Madness, sem er byggð á hans eigin reynslu. í bókinni rekur Styron þunglyndi sitt til ættgengrar sinnisveiki og móðurmissis í æsku. Skyndilegt ofumæmi hans fyrir áfengi telur hann hins vegar hafa dregið sjúkdóminn úr sálardjúpunum og upp á yfirborðið. Árið 1986 var svo komið að hann gat ekki lengur leitað á náðir áfengisins til að sefa kvíðann og nagandi angistina, hann leitaði sér því læknishjálpar. Styron telur að móðurmissir geti kveikt með barni sjálfstortímingar- hvöt, einkum ef því er ekki gefið tóm til að syrgja. Sorgin er eins konar geðhreinsun, segir Styron, hún sefar reiðina og sektarkenndina sem magnleysið gagnvart dauðanum vek- ur. Sjálfur segist hann hafa verið haldinn sjálfsmorðslöngun á árum þunglyndisins. Um tíma varð sjálfs- morðið að miðpunkti lífs hans, dauðakenndin gegnsýrði tilvist hans. Styron segist ekki hafa leitt hug- ann mjög að hlutverki hins ómeðvit- aða í skáldskap sínum fyrr en eftir að hann hlaut bata af veikindunum. Þá fyrst sá hann að þunglyndið hafði löngum marað undir yfirborði texta hans, sjálfsmorðið hafði t.d. verið WiIIiam Styron er einn þeirra góðu gesta sem koma á Bókmenntahá- tíðina í Reykjavík 1995. Hann er meðal fremstu o g umtöluðustu rithöf- unda aldarinnar í Banda- ríkjunum en kunnastur er hann af skáldsögun- um The Confessions of Nat Turnerog Sophie’s Choice sem hefur verið kvikmynduð. Þröstur Helgason fjallar um helstu verk hans hér, við- tökur þeirra og viðhorf höfundarins til skáld- skaparins. honum hugleikið yrkisefni. Við end- urlestur á verkum sínum segir hann það einnig hafa komið sér á óvart hversu vel sér hefði tekist að lýsa þunglyndi persóna sinna. Svo ná- kvæmar lýsingar hefðu ekki verið mögulegar nema vegna þess að sjúk- dómurinn leyndist í undirmeðvitund hans sjálfs. Þunglyndið var því ekki framandi gestur er það helltist yfir, segir Styron, það hafði verið að berja dyra um langt skeið. í bókinni heldur Styron því fram að þunglyndið hafi verið uppspretta skáldskapar hans, þarfarinnar til að skrifa. Þannig mætti líta á skrif hans sem eins konar geðlausn eða jafnvel sem tilraun til að yfirvinna dauðann, sjálfstortímingarhvötina. Skáldskapurinn er leiðin til lífsins. Upphafið William Styron er fæddur árið 1925 í bænum Newport News í Virginíu. Faðir hans, sem var skipa- verkfræðingur, talaði um að dreng- urinn hefði snemma fengið áhuga á orðmennt. Hann missti móður sína þrettán ára. í kjölfar þess tapaði hann áttum um tíma, varð óstýrilát- ur í skóla og uppreisnargjarn. Hon- um þótti að sér þrengt í heirriabæ sínum og létti því mjög þegar hann var sendur burt í einkarekinn drengjaskóla, Christ- church Preparatory School í Middlesex- sýslu, til undirbún- ings fyrir háskóla- nám. Þar fékkst hann í fyrsta skipti við skriftir, ritaði greinar í skólablaðið. Þessi ár stefndi hugurinn hins vegar ekki að ritstörfum í framtíð- inni heldur að verk- eða tæknifræðinámi. Árið 1942 hóf hann nám í David- son College í Norð- ur-Karólínu og ári síðar gekk hann í Duke University. Þar kviknaði áhugi hans á skrifum fyr- ir alvöru. Að tilst- uðlan enskukenn- ara síns skrifaði hann nokkrar smá- sögur í bókmennta- tímarit skólans en árið 1945 voru þær endurprentaðar í bók sem innihélt úrval af skáldskap eftir nem- endur skólans í tutt- ugu ár. Greinilegt er af þessum sögum að Faulkner og Hem- ingway höfðu haft mikil áhrif á Styr- on. Sögurnar eru einfaldar að gerð og ófrumlegar en bera glögg merki hins ljóðræna stíls sem síðar átti eftir að verða aðal- einkennismerki höfundarins. Að loknu B.A.-prófi frá Duke- háskóla árið 1947 fór Styron til New York og skráði sig þar í námskeið Hirams Hadyns í smásagnaritun í New School for Social Research. Ári síðar hóf hann að vinna að sinni fyrstu skáldsögu. WILLIAM Styron. Öngstræti sálarinnar Sama dag og Styron var kvaddur til að gegna herskyldu í Kóreustríð- inu árið 1950 skilaði hann handriti að fyrstu skáldsögu sinni, Lie Down in Darkness, til útgefanda. Þegar iiann sneri aftur heim að ári liðnu beið hans prentað eintak af bókinni. Verkið hlaut lofsamlega dóma gagn- rýnenda sem um þetta leyti gerðu víðtæka leit að verðugum arftaka fremsta rithöfundar suðurríkjanna á öldinni, William Faulkner. Styron virtist vera maðurinn sem bandarísk- ur bókmenntaheimur beið eftir. Frá- sagnarmáti hans og stíll þóttu minna mjög á Faulkner og að vissu leyti Hemingway einnig. Fyrir söguna, sem fjallar um upplausn fjölskyldu í suðurríkjunum og sjálfsmorð ungr- ar stúlku, hlaut hinn 26 ára gamli rithöfundur Rómarverðlaun banda- rísku lista- og bókmenntaakadem- íunnar. Styron reyndi lengi vel að afneita ímynd suðurríkjanna sem verk hans fengu á sig þegar í upphafi, hann hafnaði því að vera skilgreindur sem átthagaskáld og bar á móti því að hafa orðið fyrir áhrifum af Faulkner og öðrum suðurríkjahöfundum. Seinna meir bar hann mótmæli sín til baka þótt flestir gagnrýnendur hafi þá verið komnir á þá skoðun að hann hefði mótað sinn eigin frá- sagnarstíl þegar í fyrstu bók sinni. I þessari fyrstu bók er að finna vísi að grunnþemum höfundarverks Styrons, könnuninni á eðli samvisk- unnar og sektarinnar, hinu sundraða sjálfi, hinum myrku öngstrætum sál- arinnar. Hið barnslega sakleysi Sumir telja að önnur skáldsaga Styrons hafi liðið fyrir góðar viðtök- ur þeirrar fyrstu. Bók hans, Set This Ilouse on Fíre, sem kom út árið 1960 var hrópuð niður af gagn- rýnendum, ómaklega að mati margra síðari tíma lesenda. Umfjöllunarefni hennar er ekki síður viðkvæmt en þeirrar fyrstu, nauðgun, morð og sjálfsmorð. Þetta er ádeilusaga. Gagnrýnin beinist þó ekki að glæpn- um eða samfélaginu sem elur hann af sér heldur að hinu barnslega sak- leysi fórnarlambsins, grandalaus óvitinn getur sjálfum sér um kennt. Sakleysið er Styron hugleikið yrk- ..isefni. í þriðju skáldsögu hans, The Confessions of Nat Turner (1967), beinast spjótin að samfélagi hvítra í Bandaríkjunum sem Styron sakar um að hafa alið á fáfræði og sak- leysi svarta mannsins. Bókin vakti gríðarlega athygli. Ofsafengnar rit- deilur um kynþáttafordóma blossuðu upp í blöðum og tímaritum og stóðu í mörg ár - og standa jafnvel en- n. Nú þijátíu árum eftir út- komu ríkir a.m.k. engin sátt um bókina, hvorki í röðum gagnrýnenda né al- mennra lesenda. Hún fékk hins vegar geysi- góða dóma í meðan hann bíður dauðans rifjar hann upp ævi sína og reynir að graf- ast fyrir um hvað fór úrskeiðis í uppreisninni - en hana framdi hann á vegum guðs að eigin sögn. í áður- nefndri bók sinni, Darkness Visible segir Styron að hugmyndin að svið- setningu sögunnar sé sótt í bók franska skáldheimspekingsins Al- berts Camusar, L’Étranger. Nat Tumer og Meursault, söguhetja fyrstu og hlaut Styron Pulitzer-bók- menntaverðlaunin fyrir hana. Sagan er byggð á atburðum sem áttu sér stað í Southampton-sýslu í Virginíufylki árið 1831. Hún er lögð í munn svertingja sem dæmdur hefur verið til dauða fyrir að efna til blóð- ugrar uppreisnar á meðal þræla sem kostaði sextíu hvíta menn lífið. Á Camusar, eru skyldar per- sónur, segir Styron, þeir eru úti- lokaðir frá samfélagi sínu, dæmdir og yfirgefnir af guði og mönnum. Styron sagði bókina vera hugleið- ingu um sögu Bandaríkjanna og gaf þar kannski tóninn í umræðunni um hana sem snerist aðallega um það hvort sagnfræðin í henni væri rétt, hvort. hún gæfi rétta mynd af tímum þrælahaldsins. Þeldökkir ritdómarar töldu svo ekki vera og gagnrýndu Styron auk þess fyrir að reyna að setja sig í spor svarts þræls á 19. öld. Styron sagði hins vegar leyfi skálds ótvírætt til að yrkja í eyður sögunnar; söguleg skáldsaga hlýtur ávallt að vera tilraun höfundar til að veita innsýn í hugsunarhátt tiltek- inna tíma en ekki þurr talning sagn- fræðilegra staðreynda. Tilurðarsaga skálds Allar bækur Styrons fjalla um kúgun á einn eða annan hátt, ekki aðeins kúgun eins kynþáttar á öðrum heldur um valdatengslin í mannlegu samfélagi al- mennt, um það hvernig fólk notar hvert annað og þvingar / til hlýðni í skjóli valds. Sögur / Styrons kenna okkur að á bak / við allar gjörðir mannsins býr / drottnunargirni, valdaþrá. Á f þetta hefur Styron sjálfur bent. Þetta þema er e.t.v. fyrirferðar- mest í sögunni af Nat Turner en Styron segir að líta megi á næstu bók sína, Sophie’s Choice, sem eins konar framhald af henni. Þar birtist kúgunin í útrýmingarbúðum nasista og í konunni sem komst lifandi úr þeim. Sagan af Sophie tengist reynd- ar fyrri verkum Styrons á annan hátt; eins og þeirra er viðfang henn- ar höfundurinn sjálfur og markmiðið að lýsa myrkvaða sali vitundarinnar, að grafa upp sjálfið. Sagan er lögð í munn ungs suður- ríkjamanns, Stingo, sem kemur til New York í upphafi sjötta áratugar- ins með höfuðið fullt af skáldagrill- um. Hann kynnist ungri konu, Soph- ie, sem hafði komist lífs af úr fanga- búðum nasista í Auschwitz og geð- klofa unnusta hennar, Nathan. Sag- an lýsir náinni en stormasamri vin- áttu þeirra þriggja sem afhjúpar þau smátt og smátt, lygar þeirra, sektar- kennd, sakleysi. Að sögn Styrons hóf hann ritun verksins með það fyrir augum að skrifa sjálfsævisögu en það tók að lokum á sig mynd skáldsögu. Stingo á þó ýmislegt skylt við Styron enda er sagan skrifuð sem endurminning- ar hans á fullorðins aldri. Gagnrýn- endur hafa reyndar bent á að öll verk Styrons einkennist af þeirri til- hneigingu hans að samsama sig per- sónum sínum, að verk hans séu þrot- laus sjálfsskoðun. Styron segir í hæðnistón að ástæða þessa sé senni- lega sú að persónur hans eru allar skáldskapur frá rótum. Sophie’s Choice mætti lesa sem ádeilu á voðaverk nasista í síðari heimstyijöld, sem sögu afleiðing- anna, sem sögu vitfirrts heims, sem sögu Sophie. Séð frá þessum sjónar- hóli töldu þó sumir gagnrýnendur að sagan hefði misheppnast, sögðu að ekki væri hægt að skrifa sögu Helfararinnar nema út frá sjónar- hóli gyðings - sem Sophie er ekki. Aðrir hafa hins vegar bent á að lesa mætti söguna út frá sjónarhóli Stin- gos. Meginumfjöllunarefni hennar sé ekki Auschwitz heldur það að upp- götva hið illa, grimmd heimsins. í því tilliti hafa sumir bent á að Sophi- e’s Choice hafi e.t.v. verið tilraun Styrons til að skrifa tilurðarsögu skálds. Hin ljóðræna skynjun Það er napur og ógnarlegur heim- ur sem verk Styrons lýsa. Það er enda trú hans að öll mikil list nærist á bölsýni. Þunglyndið, sektin, dauð- inn; allt eru þetta uppsprettur skáld- skapar að mati Styrons. Vafalaust er það rétt. Vonin er þó aldrei langt undan í verkum Styrons - en hana segir hann reyndar nærast á örvænt- ingunni - vonin um að finna lífsvisk- una í djúpi þjáningarinnar. Þjáningin er kjarninn í verkum Styrons, til hennar verður að rekja hina leitandi vitund þeirra, hinn ljúfs- ára tón, hina ljóðrænu skynjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.