Morgunblaðið - 09.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 09.09.1995, Page 1
B L A Ð ALLR A LANDSMANNA 1995 ■ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER BLAD Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Stokkið til forystu FÉLAGARIMIR Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson hafa tveggja mínútna forskot í 16. alþjóðarallinu, sem hófst í gær og lýkur á sunnudag. Þeir óku grimmt á sérlelðum á Suðurnesjum í gær, en helstu keppinautar þeirra, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson féllu úr leik, eftir að framhjól brotnaði undan bíl þeirra. Kristín Rós setti tvö heimsmet KRISTÍN Rós Hákonardóttir setti í gær heims- met í 100 metra bringusundi í flokki hreyfihaml- aðra (S7) á Evrópumótinu í Frakklandi. Kristín Rós synti á 1.40,70 mín. Hún setti einnig heims- met á fimmtudaginn, þá í 100 m baksundi, synti á 1.28,64 mínútum og bætti sitt eigið met frá því í undanrásunum fyrr um daginn. Hún krækti sér einnig í verðlaun í 100 metra skriðsundi, varð önnur á 1.28,77, sem er íslandsmet í flokknum. Pálmar Guðmundsson varð Evrópumeistari í 100 m skriðsundi hreyfihamlaðra (S3) og setti nýtt Evrópumet er hann synti á 2.02,70. Þá hlaut Sigrún Huld Hrafnsdóttir silfur í 100 m skrið- sundi þroskaheftra, 1.14,25 og Bára B. Erlings- dóttir varð fjórða á 1.14,25. Birkir R. Gunnars- son sigraði í gær í 100 m flugsundi í flokki blindra, synti á 1.14,60 og hann varð þriðji í 100 m skriðsundi á fimmtudaginn, synti þá á 1.05,67. Rondey kemur til Njarðvíkinga RONDEY Robinson, sem leikið hefur með Njarð- víkingum undanfarin ár í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik kemur til landsins á morgun og mun leika meðíslandsmeisturunum á komandi leik- tið. Logi Úlfarsson, gjaldkeri körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði rætt við Rondey á fimmtudagskvöldið og þá hefði Rondey lofað að koma til landsins á sunnudaginn og hann tryði ekki öðru en hann stæði við það. Orðrómur hef- ur verið uppi um að Rondey kæmi ekki og að Njarðvíkingar væru farnir að leita að öðrum erlendum leikmanni, en Logi sagði það ekki rétt þvi menn byggjust við Rondey á sunnudag- inn og þvi væri ekki þörf á að leita að öðrum leikmanni. Vialli hættur með landsliðinu GIANLUCA Vialli, sem leikur með Juventus á Ítalíu, sagði í gær ekki leika framar með ítalska iandsliðinu í knattspyrnu. Arrigo Sacchi, lands- liðsþjálfari, lýsti þvi yfir fyrir nokkrum dögum að hann hefði kallað á Vialli í leikinn í Evrópu- keppninni á miðvikudaginn hefði hann verið í nógu góðri æfingu. Sacchi hefur einnig sagt að Vialli skemtni andan í liðinu og segist hafa rætt endurkomu hans í liðið við aðra leikmenn. „Mér hefði aldrei dottið í hug að það þyrfti að ræða við aðra leikmenn um hvort ég ætti að vera í landsliðinu eða ekki, ég hélt að það væri þjálfarans að ákveða það,“ sagði Vialli í gær. „Kanski er ég gunga, eða hetja, en eftir að hafa vakað heila nótt og hugsa málið hef ég ákveðið að leika ekki framar í landsliðinu. Mér líður ekki vel í svona andrúmslofti.“ KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/- áy Valsmenn íhuga að draga sig út úr Evrópukeppninni Bræður dæmdu og sáu um línuvörslu BRÆÐURNIR Bjarni, Sigurjón og Eiríkur hafa lengi verið miklir áhugamenn um knattspyrnu og tekið virkan þátt í starfi Ung- mennafélagsins Austra á Eski- firði. Bjarni var í mörg ár einn mesti markaskorari félagsins og á sín- um tíma meðal þeirra marka- hæstu í 2. deildinni. Þó þeir leiki ekki knattspyrnu lengur nema í flokki eldri borgara láta þeir ekki sitt eftir liggja í starfinu og á dögunum dæmdu þeir flesta leiki í Austurlandsriðli úrslitakeppni 3. flokks sem fram fór á Eskifirði. Leik Víkings og Austra dæmdi Sigurjón, en Bjarni og Eiríkur sáu um línuvörsluna. Ekki munu vera mörg dæmi um að bræður skipi heilt dómaratríó eins og þarna gerðist og í fleiri leikjum í þessari keppni. Með bræðrunum á mynd- inni eru Jóhanna R. Benediktsson fyrirliði Austra og Arnar Hrafn Jóhannsson fyrirliði Víkings. Valsmenn hafa í huga að draga sig jafnvel út úr Evrópukeppn- inni í handknattleik þar sem fyrir- séð er tap á þátttöku, um 1,5 millj- ónir á hveijum leik. Valsmenn dróg- ust á móti CSKA frá Moskvu í Rússlandi sem þýðir mikinn ferða- kostnað fyrir utan að möguleikar á tekjum í staðinn eru litlir. Fyrri leikurinn á að fara fram í Moskvu 4. október og hafa Vals- menn íhugað marga möguleika á að leysa málið, svo sem að spila leikinn í Danmörku eða Lúxemborg, þar sem margir íslendingar búa eða leigja flugvél til hópferðar leik- manna og stuðningsmanna. Ef þessir kostir reynast ekki vænlegir segir Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, að liðið muni draga sig út úr keppninni þar sem deildin mun ekki ætla sér að tapa á þátttöku. En það kostar líka peninga að hætta við þátttöku — sekt fyrir slíkt er um 165 þúsund en ef sú ákvörðun hefði verið tekin fyrr, hefði ekki orðið um neina sekt að ræða. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: AUKNIR PENIIMGAR í STIGAMÓTARÖÐIAAFIMÆSTA SUMAR / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.