Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Um helgina Knattspyrna Laugardagur 1. deild karla: KR-völlur: KR-ÍBV..............14 Grindav.: Grindav. - Valur.....14 Kaplakriki: FH - Keflavík......14 Ólafsfj.: Leiftur - Breiðablik.16 3. deild: Dalvík: Dalvík - Völsungur.....14 Egilsstaðir: Höttur - Selfoss..14 ísaflörður: BÍ - Fjölnir.......14 Leiknisvöllur: Leiknir - Haukar.14 Eyrarbakki: Ægir - Þróttur N...14 4. deild: Úrslitaleikur Ásvellir: Grótta - Reynir......16 Leikur um 3. - 4. sætið Valbj.völlur: Sindri - KS......16 Sunnudagur: Seinni leikurinn um laust sæti í 1. deild kvenna: Vestm.eyjar: ÍBV - Sindri......14 2. deild karla: Akureyri: Þór A. - Víðir....13.30 Borgames: Skallagr. - KA.......14 iR-völlur: ÍR - Víkingur.......14 Kópav.: HK - Stjarnan..........14 Þróttarv.: Þróttur - Fylkir....14 3. flokkur karla: Úrsiitaleikur íslandsmótsins Valbj.v.: Keflavík - Fram......14 Æfingaleikur Kvennalandsliðið keppir við lið sem Ragnheiður Víkingsdóttir og Smária Guðjónsson velja á Stjömuvelli kl. 14. Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið í karlaflokki: Laugardagur Laugardalshöll: Breiðablik - Grótta.........10.30 13.30 15.00 Austurberg: KR-KA 12.30 14.00 KA-Fylkir 15.30 BÍ-KR 17.00 Seljaskóli: 10.30 fR-HK 12.00 Stjarnan - Selfoss 13.30 ÍBV - UMFA 15.00 Stjarnan - Fram 16.30 Sunnudagur Laugardalshöll: Leikir í milliriðlum verða klukkan 10.00, 11.30, 13.00, 14.30, 15.00 og 16.30. Leikur um þriðja sætið byrjar síðan klukkan 20.00 en úr- slitaleikurinn 21.30. Hafnarfjar ðarmót: Hauka í kvennaflokki: Iþróttahúsinu við Strandgötu Laugardagur ÍBV - Valur.................10.00 FH-KR.......................11.30 Stjaman- Valur............13.30 Haukar- KR................15.00 Sunnudagur Leikur um 5. - 6. sæti....11.00 Leikurum 3. - 4. sæti.......12.30 Leikurum 1. - 2. sæti.....14.00 Körfuknattleikur Reykjanesmótið: Sunnudagur Keflavík: Keflavík - UMFN......20 Mánudagur Grindavík: UMFG - Haukar.....20 Opna Reykjavíkurmótið: Laugardagur Hlíðarendi: Valur-IS.........14 Smárinn: Breiðabl. - ÍR......16 Sunnudagur: Nesið: KR - Valur..............20 Austurberg: Leiknir - Breiðabl.20 Mánudagur: Kennaraskóli: ÍS - KR........20 SeljaskólkÍR - Leiknir.......20 Frjálsíþróttir Seinni hluti Meistaramóts íslands fyrir 15 - 22 ára fer fram á Laugar- dalsvellinum í dag. Fyrsta grein hefst 11.00 og sú síðasta 12.30. Rall Alþjóðarallið heldur áfram í dag og lýkur á morgun. ÚRSLIT Handknattleikur Reykjavíkurmótið: Valur-FH....................30:24 UMFA-ÍR.....................37:25 KR - Haukar.................23:28 ÍH - Breiðabl...............23:19 KA-Bl.......................38:24 HK-lBV......................25:28 Grótta - FH.................23:28 Fyikir - Haukar.............23:33 Fram - Selfoss..............21:22 Þýskaland Þýska deiidin hófst í gær: Hameln - Niederwurzbach.....27:24 Minden - Grosswallstatd.....22:22 Knattspyrna Þýskaland 1. deildin: Köln - Uerdingen..............0:0 Bremen- 1860Munchen...........2:0 2. deildin: Bochum - Meppen...............4:1 Duisburg - Herta Berlín.......2:0 RALL Hörkuslagur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FLUGIN voru ófá hjá keppendum í Norðdekk flokknum, sem er flokkur ódýrarl bíla. Hér má sjá hvar þeir svífa Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson hátt á loft í slagnum, sem var mikill í gær. Meistaramir féllu úr keppni ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metró hafa rúm- lega tveggja mínútna forskot á Steingrfm Ingason og Pál Kára Pálsson á Nissan eftir fyrsta dag alþjóðarallsins. Keppnin hófst við Perluna ígær, en lýkur kl. 15.15 á morgun á Austurvelii. Bretarn- ir, David Mann og Alan Cathers á Toyota, er í þriðja sæti, sex sekúndum á undan Baldri Jóns- syni og Geir Óskari Hjartarsyni á Mazda. í flokki Norðdekk bílar eru Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson fyrstir á Toyota Co- rolla. Erfíðasti dagur keppninnar er í dag. Þá aka keppendur m.a. um Kaldadal, Dómadal og Gunnarsholt. Í ■■■■■■ gær féllu fjórir bílar Gunnlaugur af 28, sem lögðu af Rögnvaldsson stað, úr leik. Meðal skrilar þeirra voru báðir bíl- arnir sem voru efstir að stigum til íslandsmeistara. Gír- kassi brotnaði í Mazda-bíl Óskars Ól- afssonar og Jóhannesar Jóhannesson- ar og feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson urðu að hætta eftir að spindill brotnaði í Mazda-bíl þeirra á ísólfsskála. „Ég er tiltölulega sáttur þótt við höfum fallið úr keppni. Við náðum að veita Metró-bílnum veru- lega keppni á meðan við hengum inni,“ sagði'Rúnar í samtali við Morgunblað- ið. „Fyrst héldum við að það hefði sprungið að framan, stöðvuðum bílinn og sáum að dekkið var laust. Þá reynd- um við að halda af stað að nýju, en öxull dróst út og við vorum búnir að vera. Þar sem Oskar féll líka úr leik erum við líklega búnir að tryggja okk- ur Islandsmeistaratitilinn. Tölfræði- lega eiga keppendur í Norðdekk flokknum möguleika, en ég held að sá möguleiki sé frekar lítill," sagði Rúnar. Hörð keppni var í Norðdekk flokknum, sem er fyrir ódýra keppnisbíla. Hjört- ur P. Jónsson reyndist fljótastur í gær, var í sjötta sæti yfír heildina. „Það er slegist um hvetja sekúndu, en við erum komnir með 19 sekúndna forskot á Magnús Ómar Jóhannsson og Guðmund T. Gíslason", sagði Hjörtur. „Við verðum að aka stíft það sem eftir er, fara hratt yfir Kaldadal Staðan skoðuð HJÖRTUR P. Jónsson og Isak Guðjónsson höfðu í gær forystu í Norðdekk flokknum, sem er fyrir ódýra keppnisbíla. Þeir bera hér saman bækur sínar vlð við einn keppinaut sinn, Þorstein P. Sverrisson. Þessir kappar geta nú bætt stöðu sína verulega f íslandsmeistaramótinu, þar sem tveir helstu keppinautar þeirra eru fallnir úr leik. til að halda forskotinu. Miðað við hrað- ann á keppendum í þessum flokki er ég hissa á að enginn skuli enn dottinn úr leik. Það verður greinilega nóg að gera við stýrið, þar til við komum í endamark/ bætti hann við. Á toppn- um voru Ásgeir og Bragi komnir með þægilegt forskot, 2,07 mínútur. „Stað- an er vænleg og við getum leyft okk- ur að slaka örlítið á, eftir slaginn við Rúnar og Jón. En við megum ekki sofna undir stýri. Eins og Jón Ragn- arsson hefur oft sagt; rall er ekki búið fyrr en það er búið,“ sagði Ás- geir í gærkvöldi. Steingrímur kvaðst ætla að heija á forystumennina, þótt færið reyndist honum erfitt, vegirnir væru þurrir og harðir, sem gerði honum erfitt að beijast á afturdrifnum bílnum við Ijór- hjóladrifsbíl Ásgeirs. „Vélin er í góðu lagi, þótt við þyrftum að taka hana upp rétt fyrir keppni. Það er nokkuð langt í Ásgeir og við verðum að hafa vakandi auga með David Mann, sem er tæpum tveimur mínútum á eftir okkur. En ég ætla að slást af krafti, það er nóg eftir enn,“ sagði Steingrím- ur. Mann var sáttur við stöðuna eftir fyrsta dag. „Heimamenn þekktu leið- irnar á fyrsta degi vel, en ég held að leikurinn jafnist nokkuð núna. Ég keyri Kaldadal á fullu og sé hvort ég næ að saxa á keppinautana. Sérleið- irnar eru geysilega skemmtilegar og ég kemst vonandi á meiri skrið á morgun,“ sagði Mann. Staðan í gærkvöldi: 1. Ás- geir/Bragi, Metró 49,12 mínútur í refsingu, 2. Steingrímur/Páll, Nissan 44,19 , 3. Mann/Cathers, Toyota 46,16, 4. Baldur/Geir, Mazda 46,22, 5. Philip Walker/David Wilford Mazda 48,09. ■ DA VID MANN frá Bretlandi var í þriðja sæti eftir fyrsta dag. Hann sagði sérleiðina um Reykjanes hafa verið erfiða og hann væri að venjast Ieiðunum. Viðgerðarmenn hans höfðu eftir honum að honum fyndist hann keyra eins og gömul kona, það sem af væri. ■ MARGIR slepptu hjólum á þekktu stökki á Reykjanesi. Meira að segja stukku tveir af Land Rover-jeppun- um nokkurn spöl. Lengsta stökkið áttu þó Þorsteinn Páll Sverrisson og Ingvar Guðmundsson á Toyota. Voru þeir heppnir að hreinsa ekki undan bílnum, þar sem þeir lentu utanvejgar. ■ MJOG slök gæsla var á áhorfend- um á sérleiðinni við Öskjuhlíð. Fólk stóð víða mjög nálægt bílunum og sinnti ekki beiðni um að færa sig um set. Vantaði öflugri gæslu, til dæmis reyndra björgunarsveitarmanna og að hljóðmerki væru gefin þegar bílar nálguðust. ■ HÖRÐ barátta er í Norðdekk flokknum fyrir ódýra bíla. Magnús Jóhannsson og Guðmundur T. Gíslason sprengdu dekk á Isólfs- skálaleið, en luku leiðinni á sprungnu með tilheyrandi tímatapi. ■ HALLDÓR Blöndal samgöngu- inálaráðherra ók fyrstu tvær sérleiðir rallsins sem aðstoðarökumaður Ein- ars Þórs Daníelssonar. Á sérleið við Kleifarvatn fylltist bíll þeirra af ryki, þannig að þegar Halldór, sem var í hvítri skyrtu og með bindi, steig út var hann kolsvartur frá topi til táar. Einar kvað Halldór hafa skemmt sér vel og sá engin merki um hræðslu hjá kappanum, sem sat í rallbíl í fyrsta skipti. ■ LAND Rover-mönnunum Sig- hvati Sigurðssyni og Ulfar Ey- steinssyni gekk vel í gær. Þeir settu átta cylindra vél, sem er 170 hestöfl, í jeppann og eru fyrir framan Land Rover-jeppa breska hersins. Úlfar kvað miklar birgðir af kjötsúpu, sem þeir hafa meðferðis, tryggja þeim fyrsta sætið í jeppaflokknum. ■ HJÖRDÍS Arnadóttir íþróttaf- réttamaður á Ríkissjónvarpinu er að prófa rall í fyrsta sinn. Hún er aðstoðarökumaður hjá öðrum ljós- vakamanni, Þorfinni Ómarssyni sem á ekki langt að sækja hæfileik- ana í rallinu, en hann er sonur Om- ars Ragnarssonar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 D 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Baráttulausir Framarar og fall blasir við ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna áttu ekki í nokkrum vand- ræðum gegn Fram á Laugardalsvelli í gær þó svo lokatölur leiksins hafi orðið 1 :2. Skagamann léku margir hverjir á hálf- um hraða enda mikilvægur Evrópuleikur framundan. Engu að síður réðu meistararnir því sem þeir vildu ráða og brenndu sig ekki á því sama og í bikarleiknum gegn Fram, að tapa. spamonnunum Skúli Unnar Sveinsson skrifar Skagamenn hvíldu fjóra leik- menn sem venjulega eru í byijunarliðinu og leyfðu minni að reyna sig, ef hægt er að tala um minni spá- menn í Skagalið- inu. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru ekki með, Haraldur Ingólfsson var á bekkn- um og sömu sögu er að segja af Pálma Haraldssyni og því til við- bótar var Logi Ólafsson þjálfari farinn til Skotlands til að fylgjast með leik Raith Rovers og Celtic sem verður á morgun. Þetta kom ekki að sök. Skaga- menn voru miklu skárri og þurfu í rauninni aldrei að hafa áhyggj- ur. Framarar voru ragir, andlausir og baráttuna vantaði algjörlega, engu líkara en þeir séu búnir að sætta sig við að falla í 2. deild. Búast hefði mátt við að menn mættu ákveðnir til leiks gegn ÍA sem hafði í rauninni ekki að neinu að keppa, titillinn í höfn og Evr- ópuleikur eftir helgina. En það var öðru nær. Lítil barátta var og að- eins einn maður hafður í framlín- unni og liðið hafði aldrei 'burði til að ógna meisturunum. Ólafur Adólfsson átti skalla rétt fram hjá á 6. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Bjarki Pét- ursson en var réttilega dæmdur rangstæður. Alexander átti síðan laust skot yfir tómt markið úr þröngri stöðu áður en Ólafur Þórð- arson gerði fyrra markið á 30. mínútu. Sjö mínútum síðar áttu Framar- ar sitt fyrsta markskot þegar Haraldur með 114 deildarleiki í röd HARALDUR Ingólfsson lék ekki með Skagamönnum í gærkvöldi og þykir það tíðindum sæta. Hann hafði tekið þátt í 114 deildarleikj- um samfleytt þar til í gær og að sögn Skagamanna hafði hann verið með í um 150 leikjum í röð, þegar öll mót eru talin með. Þess má geta að Birkir Krist- insson, markvörður Fram, er sá leikmaður í deildinni sem hefur verið með í flestum leikjum sam- fleytt. Hann lék í gærkvöldi 196. deildarleik sinn í röð. Hann var með í öllum leikjum ÍA sumarið 1984 og hefur ekki misst úr leik síðan, hvorki með ÍA né Fram eftir að hann gekk til liðs við Safamýrarliðið. Hann hefur því staðið í markinu í alls 17.640 mínútur í röð í þessum deildar- leikjum. TENNIS Seles mætir Graf Bestu tenniskonur heims, Steffi Graf frá Þýskalandi og Júgó- slavinn Monica Seles, mætast í úr- slitaleik opna bandaríska meistara- mótsins í tennis í dag. Undanúr- slitaleikir í einliðaleik karla eru einnig á dagskrá i dag og úrslita- leikurinn á morgun. Steffí Graf sigraði Gabrielu Sa- batini í undanúrslitum í gær, 6:4, 7:6 (7:5), í frábærum leik sem stóð í eina klukkustund og 38 mínútur. „Ég átti ekki von á að komast í úrslitaleikinn þannig að ég komst við vegna sigursins," sagði Graf eftir leikinn, en hún hljóp grátandi beint til móður sinnar eftir sigur- inn. Graf hefur verið meidd á ökla og þurfti að fá meðhöndlun í gær á meðan á leik stóð. Hún hefur einn- ig verið fremur slæm í baki að undanförnu og til að bæta gráu ofan á svart er faðir hennar í fang- elsi í Þýskalandi vegna skattsvika. í gærkvöldi sigraði Monica Seles svo spænsku stúlkuna, Conchitu Martinez, mjög auðveldlega, 6-2 6-2 þannig að tennisáhugamenn fá úrslitaleikinn sem menn hafa beðið eftir í tvö ár: Seles gegn Graf. „Þetta er besti úrslitaleikur sem hugsast getur,“ sagði gamla kemp- an Martina Navratilova, sigursæl- asta tenniskona heims, eftir að ljóst var í gær hveijar færu í úrslit. „Þetta verður frábært.. . Báðar eru í hópi allra bestu tenniskvenna sög- unnar,“ sagði Navratilova. Graf og Seles hafa ekki mæst síðan Seles sigraði í þriggja setta úrslitaleik á opna ástralska árið 1993. Þremur mánuðum síðar var hún stungin með hnífi á móti í Hamborg og hún er nýfarin að keppa á ný. Bandaríkjamaðurinn Jim Couri- er, fyrrum besti tennisleikari heims, virðist vera að ná sér á strik á ný en hann sigraði landa sinn, Michael Chang, 7:6, 7:6 og 7:5, aðfaranótt föstudagsins og tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Þetta var 100. sigurleikur Couriers samtals á stórmótunum fjórum, en í dag mætir hann Pete Sampras í undan- úrslitum. Hin viðureignin er milli Þjóðveijans Boris Beckers og Bandaríkjamannsins Andres Ag- assis. Morgunblaðið/Kristinn STEFÁN Þórðarson skorar hér síðara mark Skagans í gær- kvöldi ðn þess að Bikir komi nokkrum vörnum viö. Steinar Guðgeirsson tók auka- spyrnu rétt utan við vinstra víta- teigshornið en Þórður Þórðarson varði. Skagamenn hófu sókn sem lyktaði með því að Stefán Þórðar- son skoraði annað mark ÍA og hann bætti öðru marki við rétt fyrir leikslok en dómarinn sá eitt- hvað athugavert við það og dæmdi markið af. Hvers vegna er erfítt að ímynda sér. Ríkharður Daðason átti í millitíðinni. gott skot utan teigs í varnarmann og yfir. Tveir reknir út af Síðari hálfleikur byijaði fjör- lega. Josip Dulic skoraði glæsilegt mark á 47. mínútu og síðan voru þeir Zoran Miljkovic og Þorbjörn Atli Sveinsson reknir af leikvelli. Svo virtist sem Þorbjörn Atli hafði Fram - IA 1:2 Laugardalsvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu karla, 1. deild, 16. umferð, föstudag- inn 8. september 1995. Aðstœður: Frábærar. Mark Fram: Josip Dulic (47.). N Mörk ÍA: Ólafur Þórðarson (30.), Stefán Þórðarson (38.). Gult spjald: Framararnir Þorbjöm Atli Sveinsson (28. fyrir tuð), Gauti Laxdal (75. brot), Atli Einarsson (78. brot) og Atli Helgason (83. brot). Rautt spjald: Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram (48. fékk sitt annað gula spjald fyrir að gera eitthvað við Zoran Miljkovic), Zoran Miljkovic, ÍA (48. fyrir að gefa mótheija olnbogasot.). Dómari: Ólafur Ragnarsson. Þokkalegur. Línuverðir: Egill Már Markússon og Sig- urður Friðjónsson. Áhorfendur: 1.467 greiddu aðgangseyri. Fram: Birkir Kristinsson - Steinar Guð- geirsson, Atli Helgason, Kristján Jónsson, Gauti Laxdal - Hólmsteinn Jónasson (Atli Einarsson 68.), Þórhallur Víkingsson, Nökkvi Sveinsson, Josip Dulic, Ríkharður Daðason - Þorbjörn Atli Sveinsson. ÍA: Þórður Þórðarson - Gunnlaugur Jóns- son, Ólafur Adolfsson, Zoran Miljkovic, Sig- ursteinn Gíslason - Bjarki Pétursson (Bjarni Guðjónsson 81.), Sigurður Jónsson, Álexander Högnason, Ólafur Þórðarson, Stefán Þórðarson (Jóhannes Harðarson 73.) - Dejan Stjoic. Fj. lelkja U J T Mörk Stig IA 16 14 1 1 41: 13 43 IBV 15 9 1 5 35: 19 28 KR 15 9 1 5 23: 16 28 LEIFTUR 15 6 3 6 26: 28 21 KEFLAVIK 15 5 6 4 20: 22 21 GRINDAVIK 15 6 2 7 18: 21 20 BREIÐABLIK 15 5 3 7 19: 19 18 VALUR 15 5 2 8 20: 28 17 FRAM 16 3 3 10 16: 34 12 FH 15 2 2 11 20: 38 8 gert eitthvað við Miljkovic sem svaraði með olnbogaskoti og fékk rautt fyrir vikið. Þorbjörn Atli fékk gult og hafði fengið annað í fyrri hálfleik þannig að hann varð líka að fara í sturtu. Þar með var fjörið í síðari hálf- leik á enda. Eftir þetta gerðist nær ekkert markvert. Ólafur Þórðar- son átti skalla rétt fram hjá og Ríkharður Daðason skaut fram hjá úr þröngu færi undir lok leiksins. Þar með lauk einum daprasta'síð- ari hálfleik sem sést hefur í deild- inni í sumar. Hjá Fram var fátt um fína drætti, Dulic skoraði þó glæsilegt mark og vann vel. Það vantaði reyndar menn í lið Fram. Valur Fannar Gíslason var í banni, Krist- inn Hafliðason er farinn til náms í Bandaríkjunum og Ágúst Ólafs- son var veikur. Hjá Skaganum var Ólafur Þórðarson sterkur, Stefán Þórðarson lék vel á vinstri vængn- um, Bjarki Pétursson barðist vel, bæði á hægri vængnum í fyrri hálfleik og frammi í þeim síðari og í vörninni átti Gunnlaugur Jónsson fínan leik. Öm <m Skaginn fékk auka- ■ I spyrnu rétt utan víta- teigs hægra megin á 30. mín- útu. Sigurður Jónsson skaut glæsilegu skoti sem stefndi efst í vinkilinn hægra megin en Birk- ir Kristinsson varði. Boltinn datt niður í markteiginn þar sem tveir Skagamann komu á ferð- inni og það kom S ffut Ólafs Þðrðarsonar að setja hann yfír h'nuna. Ólafur kom líka við sögu í síðara marki ÍA á 38. mínútu. Hann átti gull- fallega sendingu frá hægri yfír á markteigshornið vinstra meg- in. Þar kom Stefán Þórðarson, tók knöttinn niður og skoraði af öryggi. 0:2 1:2; lAðeins var liðin rúm imínúta af síðari hálf- leik er Fram minnkaði muninn. Josip Dulic vann knöttinn á miðjum velli, lék upp vinstri vænginn og aðeins inn á miðjuna og þegar hann var um 30 metra frá marki skaust hann föstu hnitmiðuðu skoti að marki og boltinn endaði alveg út við stöng hægra megin algjörlega óveij- andi. Stórglæsilegt niark. Josip Dulic, Fram. Gunnlaugur Jónsson, Stefán Þórðarson, Ólafur Þórðarson og Bjarki Pétursson, ÍA. STAÐAN Góður leikur! Leikmenn og stuðningsmenn Þróttar bjóða kollega sína úr Arbænum og aðra áhugamenn góðrar knattspyrnu velkomna í Sæviðarsundið á leikinn Þróttur - Fylkir sunnudag kl. 14.00 Það er Þróttur í þessum fyrirtækjum: ii p0^0 H.r. 6LOEROIN EGILL MULLAOMM»»ON Skandia ISLANDSBANKI og við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn í sumar. Köttararnir, stuðningsmenn Þróttar, leika við hvern sinn fingur. Lif...i Þróttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.