Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÖLUHERFERÐIN“ er hafín, í tvennum skilningi þess orðs. Á næstu vikum mun Colin Powell; fyrrum hershöfðingi og yfírmað- ur herafla Bandaríkja- manna í Flóastríðinu við íraka árið 1991, fara sem logi um akur í Bandaríkjunum og kynna æviminningar sínar. Fyrir- framgreiðslan sem hljóðaði upp á sex milljónir dollara, eða um 420 milljón- ir ísl. kr., mun ábyggilega koma sér vel en meiri athygli hefur vakið hvernig ferð hershöfðingjans hefur verið skipulögð. Þar hefur Herfræði- leg nákvæmni ráðið ríkjum og mun hetjan birtast í minnst 23 borgum Bandaríkjanna. Innvígðir segja að „herferð" þessi minni mest á fram- boðsferð manns sem hyggi á frama í bandarískum stjómmálum. Og sú lýsing á trúlega við um Colin Pow- ell; margir telja að hann eigi mikinn frama vísan og þeim fer fjölgandi sem telja að hann verði í framboði í forsetakosningunum vestra á næsta ári. Fjölmiðlar bandarískir hyggjast sinna þessari söluherferð hershöfð- ingjans með sama hætti og væri hann í framboði. Skipulagningin og umgjörðin öll bendir til þess að Pow- ell hyggist með þessu líkja eftir því að hann væri þátttakandi í prófkjör- um flokka í Bandaríkjunum sem jafn- an fara fram fyrir forsetakosningar. Tímaritin Newsweek og Time háðu harða keppni um hvort yrði fyrst að birta kafla úr æviminningum Pow- ells, sem nefnast á frummálinu „My American Joumey" og menn bíða spenntir eftir því hvort sjónvarpskon- an smámælta, Barbara Walters, nái að kreista fram tár í einkaviðtali því sem hún hefur fengið við glæsimenn- ið þeldökka. Marshall, Eisenhower og MacArthur Bandaríkjamenn hafa löngum verið tilbúnir til að veita fyrrum herforingj- um og stríðshetjum brautargengi á vígvelli stjómmálanna. Dwight D. Eisenhower, fyrrum yfírmaður her- afla Bandaríkjanna í Evrópu var kjör- inn forseti 1952 og naut mikilla vin- sælda og virðingar. Gamlar stríðs- kempur hafa þótt styrkja ríkisstjómir líkt og George Marshall hershöfðingi (en við hann var Marshall-aðstoðin kennd) gerði er hann gegndi ráð- herraembættum í forsetatíð Harrys Truman. Og hershöfðinginn og þjóð- hetjan Douglas MacArthur þótti eiga glæstan pólitískan feril vísan er hann flutti magnað ávarp á Bandaríkja- þingi eftir að Truman forseti hafði vikið honum úr starfí sökum óhlýðni í Kóreustríðinu. Raunar fjaraði fljótt undan MacArthur en brottrekstur hans reyndist ein erfíðasta ákvörðun- in sem Truman forseti tók á ferli sín- um og voru þær þó nokkrar æði sögu- legar. Og þeim Ronald Reagan og George Bush þótti báðum styrkur af því að hafa Colin Powell í ríkisstjóm- um sínum. Af ýmsum ástæðum er freistandi að bera Colin Powell saman við Eisen- hower og stöðu hans í upphafí sjötta áratugarins. Þá líkt og nú var greini- legt að almenningur í Bandaríkjunum treysti því að ópólitísk hetja gæti komið þjóðfélaginu á réttan kjöl. Tmman forseti bar botnlausa virð- ingu fyrir Eisenhower og var tilbúinn til að hætta við framboð 1948 ef hann léti til leiðast að bjóða sig fram fyrir demókrata. Það gerði Eisen- hower ekki og Truman vann magn- aðasta sigur í bandarískri stjóm- málasögu á Thomas Déwey, ríkis- stjóra frá New York. En 1952 var fulljóst að Eisenhower gæti hreppt embættið, aðeins var spurt fyrir hvom flokkinn hann færi fram enda hafði hann engin afskipti haft af stjórnmálum. (Raunar var allt það sem kallast „daglegt líf“ Eisenhower framandi eftir langa herþjónustu. Hann kunni t.a.m. ekki á síma og hafði aldrei farið til óbreytts hár- skera). Truman til mikilla vonbrigða fór Eisenhower fram fyrir Repúblík- anaflokkinn og vann auðveldan sig- ur. Þrátt fyrir að Eisenhower verði seint talinn í hópi þungavigtarmanna á stjómmálasviðinu var hann endur- kjörinn án vandkvæða 1956. Óþekktar skoðanir Líkt og gilti um Eisenhower forð- um er mönnum í raun öldungis ókunnugt um stjómmálaskoðanir Stjórnmál í Bandaríkjunum COLIN Powell skýrir frá stýriflaugaárásum ^andaríkjahers á Baghdad, höfuðborg íraks. Frammistaða hans á blaðamannafundum í Persaflóastríðinu vakti mikla athygli. Powells. Hann hefur gætt þess vand- lega að gefa hvorki demókrötum né repúblíkönum undir fótinn og getum hefur verið leitt að því að hann gæti farið fram sem óháður frambjóð- andi. Líkt og Eisenhower nýtur hann mikillar virðingar enda hefur enginn blökkumaður náð jafn langt innan herafla Bandaríkjanna og hann. Powell barðist í Víetnam og starfaði einnig í Kóreu. ímynd Powells er sú að þar fari ekki sköpunarverk gróða- aflanna í bandarískum stjórnmálum heldur maður sem komist hefur áfram í krafti eigin verðleika og þrátt fyrir hörundslitinn, myndu margir bæta við. Nú er spurt hvort raunverulega sé runninn upp sátími að blökkumað- ur eigi möguleika á að hreppa æðsta embætti Bandaríkjanna. Margir þeirra sem fylgst hafa með banda- rískum stjómmálum munu vafalaust eiga í erfíðleikum með að svara þeirri spumingu játandi. Fyrir þeim hinum sömu mun á hinn bóginn vefjast að skilgreina þær aðstæður sem upp þurfa að koma í bandarísku samfé- lagi til að slíkt megi teljast mögulegt. Hins vegar eru aðstæður fyrir kosningamar á næsta ári um margt óvenjulegar og vert er að benda sér- staklega á að kannanir sýna ört. vax- andi fylgi við óháð framboð, „þriðja framboðið" sem einkennist ekki af meintri þreytu og spillingu rótgrónu aflanna þ.e. Demókrataflokksins og Repúblíkanaflokksins. Vísir að slíku framboði kom raunar fram í kosning- unum 1992 er málglaður sérvitringur og milljónamæringur, Ross Perot, hlaut mikið fylgi. Oháð framboð hafa á hinn bóginn oft komið fram áður í bandarískum stjómmálum og klofn- Líkur eru á að Colin Powell, þeldökkur hers- höfðingi og stríðshetja, verði í framboði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Mikil kynningarherferð hefur verið undirbúin. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér möguleikum Powells með skírskotun til stjómmálaþróunar í Bandaríkjunum eftir seinna stríð. ingsframboð hafa reynst afdrifarík t.a.m. í koSningunum sögu- legu 1948. Sáttur við stefnuna Colin Powell hefur reynslu af því að vinna með repúblíkönum. Upphefð sína hlaut hann í forsetatíð þeirra Ronalds Reagans og George Bush er hann starfaði sem öryggis- ráðgjafí Bandaríkj'afor- seta og var skipaður forsetr herráðs Banda- ríkjanna, sem er mesta upphefð sem atvinnu- hermaður getur hlotið vestra. Hann virðist í flestu hafa verið sáttur við stefnu pólitískra yfírboðara sinna þótt vitað sé að hann hafi m.a. deilt við ráðamenn í vamarmálaráðuneyt- inu í upphafi innrásar Iraka í Kú- veit. Mun Powell þar hafa haft á orði að póli- tísk markmið viðbragða ráðuneytismanna væru óljós. Þetta þarf þó ekki að gefa til kynna að Powell sé ósammála grundvallaratriðum þeirrar stefnu sem repúblíkanar hafa fylgt á sviði utanríkis- og öryggismála. Oðru nær. Sams konar efa- semdir lét Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra í ríkis- stjóm Reagans forseta, t.a.m. í ljós þegar ákveðið hafði verið að Bandaríkin hefðu afskipti af borgarastyijöldinni í Líbanon í byijun síðasta áratugar. Weinberger setti raunar fram nokkur grundvallarskilyrði sem uppfylla þyrfti til að rétt gæti talist að Banda- Colin Powell. ríkin hefðu afskipti af átökum og nýttu slagkraft heraflans. Þessi viðmið urðu þekkt og til þeirra er oft vitnað í umræðu um þessi mál í Bandaríkjunum. Powell virðist þvert á móti frekar vera hallur undir sjónarmið repúblík- ana í utanríkis- og öryggismálum. Hann hefur sjálfur skilgreint skilyrði afskipta - með eilítið öðrum hætti en Weinberger að vísu - , en Pow- ell telur að einungis megi beita her- afla Bandaríkjanna í tiltölulega stutt- an tíma og með skýr pólitísk og her- fræðileg markmið í huga. Akveði ráðamenn slíkt telur Powell hins veg- ar að beita beri öllum slagkrafti her- aflans af fullum þunga og hvergi draga undan. Powell er á hinn bóginn þeirrar skoðunar að hern- aðarafskipti séu nánast óafsakan- leg ef ekki megi heita tryggt að fullnaðarsigur vinnist. Hann telur líkt og margir aðrir, bæði her- menn og fræðimenn, að auðveld- ara sé að senda herafla til tiltek- ins lands erlendis en að koma honum þaðan. Því verði pólitísk markmið herfararinnar að vera skýr og greinileg og stefna beri að því að koma hersveitum jafnan burt hið fyrsta eftir að skilgreind- um markmiðum hefur verið náð. Þegar horft er til sögunnar munu margir vera tilbúnir til að álykta sem svo að þessa mótun pólitískra markmiða hafi á stundum skort í Bandaríkjunum. Má í því sambandi vísa til dýrkeyptra afskipta Banda- ríkjamanna af borgarastríðinu í Lí- banon, sem lauk með niðurlægingu og mislukkaðrar herfarar Bush for- seta til Sómalíu í nafni mannúðar á síðustu dögum hans í embætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.