Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðmund Guðjónsson EYJÓLFUR er fæddur í Reykjavík 27. júní 1946. Ættir á hann að rekja til Skagastrandar og Héraðs. Hann var í sveit hjá afa sínum og ömmu á Melum á Fljótsdal í tíu sumur og enn í dag gætir hann þess eins og sjáaldra augna sinna að sú taug slitni ekki. Fer austur að minnsta kosti tvisvar á ári, hin seinni ár ævinlega til að taka þátt í göngum og réttum. „Það er leitað allt inn að Snæfelli. Það er þreyt- andi, en hjálpar manni andlega. Menn hafa svo sem lent í svaðilför- um í leitum, en ég hef verið hepp- inn,“ segir Eyjólfur. Eini íslendingurinn Eyjólfur er lærður húsgagna- smiður frá Iðnskólanum í Reykja- vík og að því námi loknu lá leiðin til Danmerkur þar sem hann þreytti inntökupróf í þann þekkta hönnunarskóla Kunsthándverk- skolen í Kaupmannahöfn. Var hann einn 50 umsækjenda sem tóku prófið og vissan um að aðeins 12 myndu sjá gæfuhjólið snúast sér í hag var ekki til að auka á bjartsýni. En Eyjólfur reyndist vera einn þeirra 12 sem setu fengu í skólanum. Hann lauk námi frá skólanum árið 1970. „Það voru uppgangstímar á þeim árum og allir fengu vinnu. Menn voru jafnvel búnir að tryggja sér góða vinnu áður en þeir út- skrifuðust og ég fór ásamt dönsk- um skólabróður að vinna hjá arki- tekt sem heitir Kay Korbing. Það var skemmtileg vinna, en Korbing fékkst einkum við að hanna inn í skemmtiferðaskip. Þama ílentist ég í tvö ár, en kom þá heim og fór að vinna hjá Gunnari Ingibergs- syni og síðar hjá arkitektunum Hróbjarti Hróbjartssyni og Geir- harði Þorsteinssyni. Hjá þeim var ég í sex ár. Og það var á meðan ég vann hjá þeim að ég stofnaði fyrirtækið Epal. Það má því segja að ég sé ekki einn af elstu starfs- mönnum fyrirtækisins þó ég hafi stofnað það og átt frá upphafi," segir Eyjólfur. Söknuður Hvað vakti fyrir Eyjólfí með stofnun fyrirtækisins Epal og um hvað snérist það? „Það vita það ekki margir, en nafnið Epal tengist upphafsstöfum mínum, Eyjólfur Pálsson - Epal, það var frændi minn Helgi H. Jóns- son fréttamaður sem á heiðurinn að nafninu. En Epal var í fyrstu verslun með húsgögn og húsbúnað. Hugsunin var ofur einföld. Mér fannst vanta margt af þeim góðu og vönduðu hlutum sem ég hafði séð erlendis, gluggatjöldum, ljós- um, húsgögnum. Ég hreinlega saknaði þeirra og fór því út í að flytja margt af því inn. Strax í byrjun var margt af því flutt inn frá Danmörku. Síðar fór ég að vinna með ýmsum innlendum hönnuðum og hjálpaði þeim að koma vinnu sinni á framfæri. Það er traffík sem fer í báðar áttir, það er mikið leitað til mín og auk þess reyni ég að fylgjast sem best með því sem er að gérast í hönnun hér á landi sem og erlendis og ef ég sé eitthvað sem ég tel að geti geng- ið, eða að vekji athygli, þá situr ekki á mér að eiga frumkvæðið að samvinnu. Sumt af því hefur gengið ákaflega vel og get ég nefnt sem dæmi gluggatjaldamunstur eftir Jónu S. Jónsdóttur. Það var þrykkt í fjórum mismunandi litatil- brigðum og það seldust af því þús- undir metra,“ segir Eyjólfur. Og hann er beðinn að nefna fleira: „Ja, það hefur ýmislegt verið gert og sumt kostað meira heldur en það skilaði af sér. Og öfugt. Mér dettur sitthvað í hug. Við átt- um til dæmis samvinnu við Sigrúnu Guðmundsdóttur textílkonu sem hannaði fatnað úr ýmsum efnum sem ég var með. Það var til þess að sýna fram á að nota má efni í margt annað en það sem hefðbund- ið er og almennt er talið. Við unn- um einnig með Evu Vilhelmsdóttur Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson YMSIR ERU KLARARIENEG VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Eyjólfur Pálsson stofnsetti húsbúnaðarverslunina Epal fyrir tuttugu árum. Það hefur gengið á ýmsu á þessum tíma og gengi fyrirtækisins sveiflast til og frá, ekki síst eftir efnahagsástandinu. Starfsemi Epals hefur auk þess verið stökkpallur Eyjólfs í ýmis önnur hönnunartengd störf. fatahönnuði sem hannaði fatnað úr leðri sem við sýndum á frægri sýningu á Hótel Borg. Guðrún Margrét og Oddgeir Þórðarson hönnuðu stóra og mikla sófa sem Tolli skreytti síðan með málverk- um. Þeir seldust kannski ekki mik- ið, en vöktu geysilega athygli. Það væri raunar hundleiðinlegt að standa í þessu ef ég hefði ekki haft þessa hliðarbúgrein, að fitja upp á einhverju nýju og óvenju- legu,“ segir Eyjólfur. Hönnunarsinnaðir landsmenn Hvernig taka íslendingar hönn- unartengdum uppátækjum þínum? „Það er skemmst frá að segja að hér hefur reynst vera gífurlegur áhugi á slíku og því djóst að þörf fyrir svona starfsemi var ríkulega fyrir hendi. Ég hef reynsluna til að staðfesta það, búinn að vera í þessu í rúm 20 ár.“ Og þú telur að þú og þitt fyrir- tæki hafi verið farsæl? „Það hefur margt verið reynt og tekist misvel. Þá hafa verið sveiflur í þessu í gegn um tíðina, en ég tel að í heild hafi tekist vel til og ég hef verið afar heppinn með starfsfólk. Ég get svo sem bent á ýmsar viðurkenningar til staðfestingar á því að ég er ekki einn um þá skoðun að Epal vinni vei. Fyrir tveimur árum fóru 3 af 5 viðurkenningum á hönnunardegi á vegum Form ísland til okkar, m.a. fyrir lampa sem Pálmar Krist- mundsson hannaði og fyrir sófa sem Guðrún Margrét og Oddgeir hönnuðu. Þá má nefna að Danir eru búnir að sjá hvað ég er að gera héma úpp frá og árið 1986 fékk Epal viðurkenninguna „Landsforening- ens Dansk arbeijdes diplom og Prins Henriks æres medalie" sem er veitt um heim allan til þeirra sem þykja standa sig vel í að fram- leiða eða selja danska hönnun. Epal var aðeins þriðji aðilinn hér á landi sem hefur fengið orðu þessa.“ En er ekki erfitt að vera sífellt frjór og velja sífellt rétt? „Ég hef nú aldrei sagt að ég hafi sífellt valið rétt, en það er mikil vinna fólgin í því að fylgjast vel með því sem er að gerast í hönnun hér á landi og víðar. Ég hefði meira að segja ekkert á móti því að geta sett búðina í hendur einhvers góðs samstarfsaðila og gefið mig allan í yfirleguna og hönnunarþáttinn. Það er nefnilega ^ afar gefandi að geta hjálpað ein- * staklingum að koma sér og hönnun sinni á framfæri. En þú spurðir hvernig það væri að vera sífellt fijór. Nú er það svo að það eru ekki allir sammála um að Epal hafi verið ýkja frjótt síðustu árin, að einhver stöðnun hafi verið. Hvort sem eitthvað er til í því eða ekki skal ég kannski síðastur . manna dæma um, en ef svona orð- rómur kemst á kreik væri fráleitt | annað en að gefa honum gaum. Því er það sem ég hef ákveðið ,að standa fyrir mikilli áherslubreyt- ingu,“ segir Eyjólfur og glottir lítil- lega. I hveiju er sú áherslubreyting fólgin? „Ég get nefnt sem dæmi, að við erum að byija að kynna bandaríska hönnun í gluggatjaldaáklæðum frá dönskum framleiðanda. Það eru ® einnig húsgögn, lampar og áklæði 9 sem ekki hafa sést hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.