Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó er fyrst kvikmyndahúsa í heiminum til að frumsýna banda- rísku ævintýramyndina Víkingasögu, sem tekin var hér á landi í fyrravor. Fjölmargir íslenskir leikarar koma við sögu í myndinni. Leikstjóri er kvikmyndatökumaðurinn heims- kunni Michael Chapman en í aðalhlutverkum eru Ralph Moeller, Sven-Ole Thorsen, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hinrik Olafsson og Rúrik Haraldsson. Kjartan og Guðrún í Hollywood ANDSTÆÐINGAR Kjartans kemba ekki hærurnar. GUÐRÚN og Kjartan eiga innilegar stundir í óspilltri ís- lenskri náttúru. Ef að er gáð sést að Ralph Moeller gætir sið- semi í klæðaburði fyrir framan kvikmyndavélarnar. HINIR bandarísku framleið- endur Víkingasögu segja í kynningum að myndin sé byggð á íslendingasögunum. Myndin gerist á íslandi og nöfn söguhetj- anna láta kunnuglega í eyrum. Þær heita Kjartan, Guðrún og Bolli; Ketill, og Hrútur. Þar eru líka Mörður og Valgarður, Aust- maður sem heitir Gunnar og lög- sögumaður sem heitir Magnús. En það er ljóst að íslendingasög- umar hafa ekki hrokkið til að svala þeim metnaði kvikmynda- gerðarmannanna að segja rómantíska og spennandi sögu um ástir, örlög og blóðhefndir. Þess vegna hafa þeir sjálfir bætt um betur - eða þannig. Útkoman verður eins konar sýnishornasafn úr íslendingasögunum (The Best of the Sagas!). Handrit myndar- innar hefur Paul R. Gurian skrif- að eftir frumsamdri sögu leik- stjórans Michael Chapmans. Sagan gerist á íslandi árið 900 og hefst þegar Kjartan, allra manna vænstur og fríðastur, (Ralph Moeller) hlúir að særðum föður sínum, Valgarði, alvaldi íslands. Valgarður hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir Katli (Hinrik Ólafsson) sem hefur handtekið feðgana og undirbýr nú aftöku þeirra. Valgarður fær ekki umflúið örlög sín en Kjartan nær að bjarga sér með því að renna sér fótskriðu og stökkva í skjól á þann hátt að Kári og Skarphéðinn hefðu verið full- sæmdir af. Hann hefur með sér á flóttanum sverð Valgarðs, annálað vopn og kynngimagnað. Kjartan sver þess dýran eið að hefna föður síns. Jafnframt skal að þvi stefnt að frelsa þjóðina undan erlendu valdi sem á hana hetjar. Eftir miklar hrakningar á sjó er Kjartan nær dauða en lífí þeg- ar hann rekur á fjörur Magnúsar lagabætis (Rúrik Haraldsson). Magnús fer með piltinn heim til sín og hlúir þar að honum. Þar vaknar Kjartan til lífsins á ný og sér fyrsta allra Guðrúnu (Ingi- björg Stefánsdóttir), 18 ára dótt- ur Magnúsar. Guðrún var kvenna vænst er upp óxu á íslandi en Ketill hefur nú látið þau feðgin sæta afarkostum og þess vegna er Guðrún nauðug í þann veginn að ganga að eiga Mörð, frænda Ketils. Kjartan sækir brúðkaupið á laun og skorar brúðgumann á hólm. Hörðum bardaga virðist í þann veginn að Ijúka með ósigri Kjartans þegar hinn mikli kappi Gunnar Austmaður er kynntur til sögunnar. Hann birtist eins og þjófur á nóttu og bjargar lífí Kjartans. Mörður liggur dauður eftir en Kjartan og Gunnar leggja á flótta. Uppgjörið við Ketil er óumflýjanlegt en Kjartan og Guðrún fella hugi saman og taka upp samband á laun. Aðstandendur Víkingasögu eru margreyndir kvikmynda- gerðarmenn úr Hollywood en myndin verður þó seint talin í flokki stórmynda á þeim bæ þótt hún sé dýrust kvikmynda sem teknar hafa verið upp hér á landi. Hins vegar er ekki ólíklegt að hún öðlist orðspor í þeim vaxandi hópi sem er áhugasamur um gjörvallt litróf kvikmyndaheims- ins, allt frá Ed Wood til Martin Scorsese. Leikstjórinn Michael Chapman hefur áður leikstýrt myndunum All the Right Moves með Tom Cruise og The Clan of the Cave Bear með Darryl Hannah í aðal- hlutverki. Hann er hins vegar í essinu sínu sem frábær kvik- myndatökumaður og þrautreynd- ur og eftirsóttur samstarfsmaður leikstjóra á borð Martin Scorsese. Chapman stýrði myndatökum í Taxi Driver og Raging Bull. Fyrir þátt sinn í þeirri síðar- nefndu var hann tilnefndur til óskarsverðlauna og einnig í hitt- eðfyrra fyrir myndatökuna í The Fugitive, þar sem Harrison Ford og Tommy Lee Jones voru í aðal- hlutverkum. Chapman komst að sögn í kynni við íslendingasögurnar á unga aldri og hefur víst lengi gengið með þann draum að búa til kvikmynd sem byggi á þeim. Hann var alitaf þeirrar skoðunar að í íslendingasögunum byggi frábært efni í spennandi þasar- mynd sem væri trú anda íslend- ingasagna án þess að vera bund- in á klafa reikuls söguþráðar þeirra, eins og listamaðurinn hef- ur sjálfur komist að orði. Ghapman er höfundur hins frumsamda söguþráðar í Vík- ingasögu en Paul R. Gurian, sem jafnframt er framleiðandi mynd- arinnar er skráður höfundur handritsins. Gurian mun vera höfundur sögunnar sem mynd Francis Ford Coppolas, Peggy Sué Got Married, var gerð eftir. íslenskar kvikmyndastjömur eru eins og fyrr sagði í mörgum stærstu hlutverkum myndarinn- ar. Ingibjörg Stefánsdóttir fer með þriðja stærsta hlutverkið í myndinni og leikur Guðrúnu. Hinrik Ólafsson leikur Ketil. Rú- rik Haraldsson leikur Magnús, föður Guðrúnar. Meðal annarra íslendinga sem fara með hlutverk í myndinni má nefna Egil Ólafs- son, Magnús Ólafsson, Gunnar, Eyjólfsson, Magnús Jónsson og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Kunnastur leikara myndarinn- ar utan íslands er Sven-Ole Thorsen, danskur vaxtarræktar- meistari, kraftlyftingamaður með svarta beltið í karate. Á ferli sínum hefur hann ellefu sinnum fallið fyrir hendi Arnold Schwarzenegger í kvikmyndum á borð við Conan the Barbarian og Red Heat. Að auki hefur hann leikið smáhlutverk í Lethal We- apon, The Hunt for Red October og fleiri myndum. Hlutverk Gunnars Austmanns í Víkinga- sögu er líklega stærsta kvik- myndahlutverk Danans til þessa. í aðalhlutverkinu er annað vöðvafjall, Þjóðveijinn Ralph Moeller, tvöfaldur heimsmeistari í vaxtarrækt og fyrrverandi hr. alheimur. Hann lék m.a. smáhlut- verk í mynd Jean Claude Van Damme, Universal Soldier. Aðal- hlutverkið í Víkingasögu er lang- stærsta hlutverk Moellers til þessa. Kvikmyndatökur fóru fram í fyrravor og fyrrasumar og stóðu m.a. í einar átta vikur yfír hér á landi, bæði í Reykjavík og í grennd við Vík í Mýrdal þar sem hópurinn bjó. Þess vegna eru það ekki aðeins íslenskir leikarar og „endurbættar“ íslendingasögur sem gegna stóru hlutverki í Vík- ingasögu heldur ekki síður óspillt íslenskt landslag og veðurfar. „Best of“ Islend- ingasagnanna VÍKINGASAGA, ný víkinga- mynd í leikstjórn Micha- els Chapmans sem tekin var við Vík í Mýrdal, var frumsýnd í Laugarásbíói síðastliðinn föstu- dag. Hinrik Ólafsson leikur stórt hlutverk í myndinni. Blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans og forvitn- aðist um hlut hans í þessari bandarísku mynd. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í Víkingasögu? „Ég var kallaður í prufu og átti að visu að leika lítið hlut- verk, en þeir buðu mér stærra hlutverk, sem ég að sjálfsögðu þáði. Ég leik Ketil, semmá segja að sé vondi maðurinn I myndinni," segir Hinrik. Hinrik segir það hafa verið gífurlega lífsreynslu að leika í myndinni þar sem aðstæðurnar og umbúnaðurinn hafí ekki ver- ið líkt því sem íslenskir leikarar eigi að venjast. Það hafí verið tvær til þijár myndavélar á tökustað. Þetta séu aðstæður sem alla leikara dreymi um að vinna við. „Svo er líka stórkost- legt að vinna með þessum frá- bæru mönnum, eins og Chap- man. Hann hefur unnið með öllum helstu kvikmyndamógúl- um heimsins og er nyög fær,“ segir Hinrik. Leikarar myndar- innar eru frá öllum heimshorn- um og „margt nyög fært fólk“. „Munurinn á að leika í þess- ari mynd og islenskum mynd- um er gríðarlega mikill. Þetta er annars vegar eins og að vinna í verksmiðju og hins veg- ar í litlu fyrirtæki. Þetta er KETILL (Hinrik Ólafsson) kemur aftan að Kjartani (Richard Moeller) með sverðið brugðið. miklu meiri iðnaður þarna úti og maður finnur fyrir því.“ Er myndinni dreift víða? „Ég veit að Japanir hafa mikinn áhuga á henni, enda er þetta svona harakiri-mynd. Einnig veit ég að henni verður dreift um Þýskaland, auk þess sem hún fer væntanlega á mynd- bandamarkaðinn í Bandaríkj- unum.“ Egill bróðir þinn leikur í myndinni. Eruð þið eitthvað í sömu atriðunum? „Nei. Hann leikur lika skúrk. Við erum í bandalagi. Ég leik eiganda helmings íslands sem á í valda- baráttu við góða manninn í myndinni. Egill leikur útsend- ara sem sendur er út til að njósna um góða manninn. Hann hlýtur vond ðrlög þegar hann kemur að góða manninum í samförum við unga stúlku. Hann fær exi í hausinn að göml- um víkingasið." Er myndin sambærileg vík- ingamyndum íslenskra leik- stjóra á borð við Hrafn Gunn- laugsson? „Nei, þetta er meira á ameríska vegu. Ég held að íslendingar komi til með að hlæja á hádramatískum augna- blikum í myndinni. Það má eig- inlega segja að þetta sé vestri í nýjum búningi, eins konar „best of“ íslendingasagnanna. Sérhannað fyrir Ameríkana sem nenna ekki að lesa allar sögurnar. En það er merkilegt með Michael Chapman að hann hef- ur kynnt sér íslendingasögurn- ar mjög vel og eflaust betur en flestir aðrir Bandarikja- menn. Hann sótti fyrirlestra um íslendingasögurnar til margra ára í háskóla f Kaliforníu. Það hefur alla tíð vcrið draumur hans að gera mynd upp úr þeim,“ segir Hinrik, sem ekki hafði íslendingasögu i endan- legri mynd þegar viðtalið var tekið síðastliðinn fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.