Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 27 GAGNRÝNI JELTSÍNS STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKOMULAG UM BOSNÍU? RÁÐABIRGÐASAMKOMU- lag það um framtíð Bosníu, sem undirritað var í Genf í fyrradag vekur vissar vonir um, að friður geti verið í sjónmáli en er hins vegar engin trygging fyrir því, að svo verði. Þrennt vekur athygli í þessu s.am- bandi: í fyrsta lagi að samkomulagið er gert eftir að harðar loftárásir Atlantshafsbandalagsins á stöðvar Bosníu-Serba hófust. Það er vísbend- ing um, að þessi valdbeiting hafí knúið þá til samninga. í öðru lagi vekur þáttur Bandaríkjamanna at- hygli. Samkomulagið er gert, eftir tíð fundahöld Richard Holbrooke, fulltrúa Bandaríkjastjórnar með full- trúum hinna ýmsu deiluaðila og að loknum viðræðum, sem hann stjórn- aði í Genf. Forysta Bandaríkjamanna segir sína sögu og er jafnframt til marks um veikleika Evrópuríkjanna, sem virðast ekki hafa getað stillt saman strengi sína í þessari alvar- legu deilu. f þriðja lagi er eftirtektar- vert, að bráðabirgðasamkomulagið er gert skömmu eftir víðtækar hern- aðaraðgerðir Króata, sem margir töldu, að mundu auðvelda samninga. Það má færa rök fyrir því, að hemaðaraðgerðir bæði á landi og úr lofti svo og íhlutun öflugasta stór- veldis heims, hafí knúið deiluaðila til samninga. Ef það er rétt má spyija, hvers vegna ekki hafí fyrr verið grip- ið til svo harkalegra aðgerða, sem hugsanlega hefðu komið í veg fyrir miklar hörmungar, sem dunið hafa yfír þetta fólk á undanfömum mán- uðum. Um það má svo vafalaust deila endalaust hvort forsendur hafí verið fyrir slíkum aðgerðum fyrr. Bráðabirgðasamkomulagið trygg- ir ekki frið í Bosníu en það leggur ákveðinn grundvöll að frekari við- HELEN • Vendler pró- fessor við Harvard- háskóla segir m.a. i athyglisverðri grein í The New York Boðk Review um almennan ljóðaflutning í tilefni af útgáfu sýnisbókar Bill Moyers, The Language of Life, en þessi fræga sjónvarpsstjama hefur gert til- raunir með slíkt efni vestur í Bandaríkjunum og er það vel: „Ljóðlistin er tungumál, sem notað er á sérstakan hátt — ekki aðeins til að tjá tilfinningar, miðla upplýsingum, auðvelda samræður eða taka saman niðurstöðurnar i rökræðum manna í milli. Hún er tungumál, sem beitt er með það í huga sérstaklega að tengja saman setningar með innri skírskotunum einum saman. Þessar skírskotanir verða að byggjast á tilfinningum, rökhyggju og hrynjandi málsins, á táknrænum, hljóðfræðilegum og setningafræðilegum þáttum; á öllu í senn eða nokkrum atriðum sam- an. Það er af þessum ástæðum sem tungumál góðra ljóða er svo miklu hljómfegurra (og hnitmiðaðra) en daglegt mál eða venjulegur blaða: mannastíll svo dæmi séu tekin: í ljóðunum eru samtímis að verki mörg mynstur, sem skara hvert annað. Ef fólki er kennt að meta þessa beitingu tungumálsins, þá er líka verið að kenna því að njóta ljóðlistar; gera það meðvitað um þessi mynstur — sem fínna má í allri góðri ljóðlist, hvortsem er í ræðum og samningum. Hernaðarað- gerðir Atlantshafsbandalagsins hljóta að vera ákveðin vísbending til Bosníu-Serba um, að þeir geti ekki unnið þetta stríð. Ur því að bandalag- ið hefur loks gripið til svo víðtækra aðgerða verður að ætla, að það sé tilbúið til að halda þeim áfram. Því lengur, sem Bosníu-Serbar þráast við, þeim mun meiri hörmungar eiga eftir að dynja yfír þá og þeirra fólk. Reynslan sýnir hins vegar að það er ekki auðvelt að skipta landi á milli fólks af ólíku þjóðemi. í bráða- birgðasamkomulaginu felst að bosn- íska lýðveldið fái í sinn hlut 51% lands en Bosníu-Serbar 49%. Hvem- ig á þessi skipting að fara fram? Hvar verða mörkin dregin? Það verð- ur ekki hlaupið að því að ná samning- um um þá skiptingu. í bráðabirgðasamkomulaginu felst líka, að i Bosníu verði tvær sjálfstæð- ar einingar en ekki tvö sjálfstæð ríki. Hvað felst í því? Hver stjómar og hvar og með hvaða hætti? Hvernig verða samskipti þessara tveggja sjálfstæðu eininga? Það er augljós- lega löng vegferð fyrir höndum áður en endanlegt samkomulag er í höfn. Það skiptir auðvitað verulegu máli, að takast megi að stöðva hemaðará- tök á meðan viðræður standa yfír. Loftárásir Atlantshafsbandalagsins stuðla að því. Það er lítið vit í því fyrir Bosníu-Serba að halda þannig á málum, að loftárásimar haldi áfram. En jafnframt kemur í ljós hvort hug- ur fylgi máli hjá Serbum. Væntanlega hafa Bosníu-Serbar verið að beijast með vopnum, sem þeir fá frá Serbum. Stöðvist þær vopnasendingar dregur úr hemaðarmætti Bosníu-Serba og möguleikum þeirra til að halda hem- aðaraðgerðum áfram. munnlegum flutningi eða prentuðum texta, fomum skáldskap eða nýjum — og gera því kleift að skilja hafrana frá sauðun- um. í skólunum er ekki um að ræða neina fastmótaða menningar- kennslu og því má spyija hvort nokkur leið finnist til að koma ljóð- listinni á framfæri við nemendur einsog Bill Moyers vill. Það er þó ástæðulaust að reyna það ekki, einsog Moyers gerði líka með sjón- varpsefni eða -myndum um sam- tímaskáld. Við skulum þó ekki fara með skáldin einsog fólk sem átt hefur illa ævi eða þjáist af ólækn- andi sjúkdómi, heldur sem sérfræð- inga í hugmyndaflugi, meðferð tungunnar og bókmenntum. Við skulum spyija þau — og sýna svart á hvítu — hvaða skáldlegum mynd- um sé brugðið á Ioft í Ijóðunum og hvérsvegna og hvemig þessi ummyndun á veruleikanum sé til- komin. Við skulum spyija þau — og styðjast við filmubúta — hvaða þætti eða blæbrigði tungumálsins þau noti til að ná fram auknum áhrifum og vegna hvers. Könnum hvaða rithöfundar og skáld, á ýmsum tímum, hafí haft áhrif á þau og fjöllum lítillega um hvert og eitt, í nokkrar mfnútur til dæm- is um Neruda og aðeins lengur um Bjólfskviðu. Hugum að því hvaða listgreinar aðrar séu skáldunum mikilvægar BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi hugmyndir og áform um stækkun Atlantshafs- bandalagsins til austurs harkalega á blaðamannafundi í Moskvu í fyrra- dag. Rússlandsforseti taldi, að stækkun bandalagsins gæti leitt til þess, að Evrópa öll logaði í ófriði. Það eru skiptar skoðanir innan Atlantshafsbandalagsríkjanna um stækkun. Sumir vilja hlusta á þær röksemdir rússneskra stjómmála- manna, að stækkun bandalagsins efli öfgafulla þjóðemissinna í Rúss- landi og leiði þá til valda. Aðrir horfa á hagsmuni fyrrum leppríkja kommúnista í Austur-Evrópu og vilja grípa tækifærið á meðan það gefst til að tryggja öryggi þeirra. Forystumönnum þessara ríkja er að sjálfsögðu mjög í mun að komast í það skjól, sem Atlantshafsbandalag- ið getur veitt. Rússland er stórveldi, sem er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var, þegar áhrif Sovétríkj- anna voru sem mest. Rússar hafa sem stendur ekki efnahagslegan styrk til þess að halda uppi miklu og öflugu herveldi. Þeir geta hins vegar byggt þann styrk upp á ný á næstu áratugum. Reynsla Evrópuríkja af því að ganga of hart að evrópskum stór- veldum, þegar þau eru veik fyrir er slæm eins og friðarsamningarnir eftir heimsstyijöldina fyrri em glöggt dæmi um. Með þeim var lagð- ur grundvöllur að heimsstyrjöldinni síðari vegna þess, að friðarsamning- arnir vom ekki bara ósanngjarnir heldur ranglátir gagnvart íjóðveij- um. Adolf Hitler notfærði sér það. Rússar hafa ekki styrk í dag til þess að koma í veg fyrir stækkun Atlantshafsbandalagsins. Það gæti hins vegar haft alvarlegar afleiðing- ar síðar meir, ef ráðizt yrði í þá stækkun í harðri andstöðu við þá. Á móti kemur sú siðferðilega spurn- ing, sem hlýtur að vega þungt hjá. Vesturlandaþjóðum, hvort þær eigi öðm sinni á hálfri öld að bregðast þjóðunum í Mið- og Austur-Evrópu. Þess vegna hljóta aðildarríki Átl- antshafsbandalagsins að leggja áherzlu á að sýna Rússum fram á, að stækkun bandalagsins auki ekki stríðshættu í Evrópu heldur séu það hagsmunir Rússa sjálfra að tryggja með þeim hætti stöðugleika í Evr- ópu. — höggmyndalist, djass, skreytilist eða annað — og sýnum um það dæmi með myndum. Vísindamenn era spurðir um vísindi og kennslu í þeirri grein og við skulum spyija þessa sérfróðu menn, skáldin, um íjóðlistina fyrrognú og hvernig þau telji, að kennslu í henni skuli hag- að. Látum þau gagnrýna val á ljóð- um í núverandi kennslubókum, fáum þau til að segja frá ástandinu í ljóðaútgáfu í Bandaríkjunum nú. Slúður er ekki ljóðlist; sjálfsævi- sögubútar era ekki ljóðlist; uppá- koma er ekki ljóðlist. Ljóðlistin er eitt flóknasta menningarafrek sög- unnar og hún er ein þeirra list- greina, sem taka þátt í að móta Bandaríkin á okkar dögum. Þeir, sem miðla fólki Ijóðlist í sjónvarpi, blöðum og bókum, verða að vita og muna að fortíðin er bæði þáttur af samtíð og framtíð. Ef Moyers væri fær um að ræða um það, sem skilur á milli góðrar ljóðlistar og slæmrar — ákveðna hrynjandi, meistaralega uppbygg- ingu, ríkulegt myndmál, ögrun við sjálft tungumálið — væri kannski minni hætta á hann léti eftir sér það tillitsleysi að spyija Jane Keny- on í þaula, ekki aðeins um baráttu eiginmanns hennar, Donalds Hall, við krabbameinið, heldur um bar- áttu hennar við þann sama sjúk- dóm, og öll var þessi yfirheyrsla lymskulega dulbúin." Getum við ekki eitthvað af þessu lært? M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Beinir rikisstyrkir til mjólkur- og sauðfjár- búskapar nema 4,7 milljörðum króna sam- kvæmt fjárlögum líð- andi árs. Samt sem áður hefur mikið áunnizt í aðlögun búvörufram- leiðslunnar að innlendri eftirspum, einkum að því er varðar mjólkurvörar. Innvegin framleiðsla í sauðíjárbúskap hefur og fall- ið úr 15.300 tonnum árið 1978 í 8.800 tonn árið 1994 - eða um 43%. Þessi mikli samdráttur hefur að sjálfsögðu sagt til sín í verri afkomu sauðfjárbænda. Hann bitn- ar einnig óhjákvæmilega á þeim þéttbýlis- stöðum vítt og breitt um landið sem byggja stóran hluta afkomu og atvinnu íbúanna á úrvinnslu landbúnaðarhráefna og verzl- unar- og iðnaðarþjónustu við nærliggjandi sveitir. Skiljanlegt er, að þeir bændur, sem verst hafa orðið úti og talsmenn þeirra haldi uppi harðri baráttu til þess að rétta hlut þeirra. En á þessu máli era margar hliðar, sem ástæða er til að víkja að. Þær snúa m.a. að skattgreiðendum en einnig að öðrum starfsstéttum, sem hafa staðið frammi fyrir svipuðum vandamálum og sauðfjárbændur nú. mmm^^^mmm breyttar Brpvttar neyzluvenjur ís- rsreyixar lendinga hafa bitn- neyzlu- að illa á sauðfjárbú- vpniur skapnum. Það sést *» bezt á því að þrátt fyrir 43% samdrátt innveginnar fram- leiðslu á árabilinu 1978-1994 hleðst upp kjötfjall, sem ekki gengur út. Sala á kinda- kjöti er komin niður fyrir 7.000 tonn á ári (var um 10.000 tonn árið 1985) og stefnir enn niður á við. í forystugrein Morgunblaðsins fyrir stuttu segir m.a. um þetta efni: „Alls er gert ráð fyrir að 2.000 tonn af dilkakjöti verði óseld þegar núverandi verðlagsári lýkur en kindakjötsframleiðsl- an á síðasta ári nam 8.800 tonnum. Það liggur því nærri að ekki hafí tekizt að selja fjórðung framleiðslunnar.“ Tæknin veldur því í Iandbúnaði, eins og annarri framleiðslu, að sífellt er hægt að framleiða meira og meira með færri og færri starfsmönnum. Sú staðreynd, en þó einkum minnkandi kindakjötsneyzla, hafa leitt til umframframleiðslu, sem talsmaður kúabænda kallaði nýlega „tímasprengju á kjötmarkaðinum". Yfír vötnunum svífur síðan líklegur innflutningur kjötvöra áður en langir tímar líða og erlend verðsam- keppni á íslenzkum neytendamarkaði. Allt þetta hefur knúið á og knýr á um hagræð- ingu til að styrkja markaðsstöðu fram- leiðslunnar. Af þessum sökum er talað um færri og stærri bú. Sauðfjárbændum hefur raunar fækkað um 390 á síðustu fjórum áram. Þeir era nú um 2.770 talsins. Þar af er tæpur helm- ingur, eða rúmlega 1.200, með 100 ær- gilda bú eða stærri. Þessi stærri bú hafa þegar um 5.100 tonna greiðslumark af þeim 7.400 tonnum, sem til úthlutunar era á þessu ári. Ekki standa líkur til að innlendur kinda- kjötsmarkaður stækki í næstu framtíð. Og markaðssetning íslenzks dilkakjöts er- lendis sem hreinnar náttúruafurðar er meiri í orði en á borði enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Flestum bændum er ljóst að þeir verða betur að bregðast við gjörbreyttum markaðsaðstæðum, bæði að því er varðar neyzluvenjur þjóðarinnar og erlenda samkeppni í fæðuframboði. Breytt viðhorf bænda koma meðal ann- ars fram í drögum að nýjum búvörasamn- ingi. Samkvæmt þeim verður kvótakerfi í sauðfjárrækt afnumið og verðlagning á kindakjöti gefin frjáls. Arnór Karlsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir um þessi drög, verði þau að samn- ingi, í viðtali við Morgunblaðið í vikunni: „Samkomulagið miðar að því að sauðfjárræktin verði sérstaklega stunduð - á sæmilega stórum búum þar sem mögu- leiki er að skapa viðunandi afkomu og fólk geti lifað af sauðfjárrækt. Þetta á að tryggja stöðu þeirra bænda sem ekki hafa aðstöðu til þess að afla sér annarra tekna og era með dágóð bú ...“ Afkoma kúabænda hefur þrengst LANDSSAMBAND kúabænda hélt að- alfund í endaðan ágústmánuð. Þar kom fram að fram- leiðsla og neyzla mjólkurvara er í góðu jafnvægi. Neyzlan á síðustu 12 mánuðum nam um 100 milljónum lítra, sem er 0,5% aukning frá árinu á undan. Birgðir mjólkurvara era nú í lágmarki miðað við árstíma. Þannig námu smjörbirgðir í apríl síðastliðnum 70 tonnum en 470 tonnum á sama tíma í fyrra. Á hinn bóginn hefur afkoma kúabænda þrengst, ekkert síður en sauðfjárbænda. Skilaverð fyrir mjólk hefur lækkað um 20% og skilaverð fyrir nautakjöt hefur lækkað um 40% frá árinu 1983, að því er kom fram á fundinum. Guðmundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, hafði á aðalfundin- um uppi efasemdir um álagningu vemdar- tolla, GATT-tolla og sagði: „Það er umhugsunarvert hvort skyn- samlegt er að beita tollum eins og gert er nú, þar sem vitað er að ekki verður hægt að veijast innflutningi í framtíðinni. Spurningin er einfaldlega sú, hvort núver- andi ástand seinki ekki nauðsynlegri hag- ræðingu í mjólkuriðnaði sem aðalfundur Landssambands kúabænda hefur lagt áherzlu á að gangi eftir. Menn hugsa ein- faldlega sem svo að sú ógn, sem sögð var stafa af væntanlegum innflutningi, hafi ekki gengið eftir og því sé óhætt að halda áfram í óbreyttu formi.“ Kúabændur era nú um 1.400. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bændasamtak- anna, telur nauðsynlegt að kúabúum fækki og þau stækki. Þróunin er raunar í þá átt. Meðalkúabú hefur stækkað úr 15,8 kúm 1983 í 18,4 kýr 1995. Þéttbýli með bak- landí sveitum UM ALDAMÓTIN síðustu, þegar landsmenn töldust 78.400, þjuggu lan- gleiðina í þrír af hveijum fjóram ís- lendingum í stijál- býli. Nú búa níu af hveijum tíu í þéttbýli og reyndar rúmlega það. Þessi þróun er ekki séríslenzkt fyrir- bæri, þótt þéttbýlismyndun hafí verið seinni á ferð hér en í grannríkjum og geng- ið hraðar fyrir sig. Ný þekking og ný tækni hafa leitt til gjörbreyttra atvinnu- og þjóðlífshátta hérlendis sem erlendis. Ný ijarskipta- og samgöngutækni hefur og nánast fært álfur og lönd í „sambýli“ og Evrópa siglir hraðbyri í eina markaðs- heild. Sú byggðastefna, sem hér hefur ráðið ferð í um það bil hálfa öld, hefur ekki hægt á fólksstreymi úr sveitum í þéttbýli, af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis, þvert á móti. Hún hefur heldur ekki styrkt stöðu landbúnaðarins sem dæmin sanna. Nýir forystumenn samtaka í landbúnaði tala og á annan, ferskari og raunhæfari hátt en verið hefur - og meir í samræmi við þann veruleika í efnahags- og markaðs- málum sem við okkur blasir. Þéttbýlisfólk, margt hvert, lítur og vanda landbúnaðarins sanngjamari augum en til skamms tíma. Það gerir sér Ijóst að byggðaröskijn og samdráttur í landbúnaði bitnar einnig á þéttbýlisbúum. Margir þétt- býlisstaðir, vítt og breitt um landið, sækja veralegan hluta afkomu og atvinnu íbú anna til úrvinnslu landbúnaðarhráefna og iðnaðar- og verzlunarþjónustu við nær- liggjandi sveitir. Nefna má staði eins og Blönduós, Egils- staði, Hellu, Hveragerði, Hvolsvöll, Selfoss og Vík, svo einhver nöfn séu nefnd, sem byggja tilvera sína nær eingöngu á sveit- unum umhverfis. Nefna má staði eins og REYKJAVIKURBREF A . Laugardagur 9. september KINDUR hafa frá landnámstíð leitað skjóls við kletta í íslenzku landslagi eins og þessi fallega sumarmynd frá Barðaströnd sýnir. Morgunbiaðið/RAX Akureyri, Húsavík, Höfn og Sauðárkrók, svo áfram sé talið, sem byggja tilvera sína nokkuð jafnt á sjávarútvegi annars vegar og landbúnaði hins vegar, sem og verzlun og iðnaði tengdum þessum atvinnugrein- um. Lítum til tveggja þéttbýlisstaða á Norð- urlandi vestra. Fyrst Sauðárkróks, sem á gjöfult bakland í grónum sveitum og hefur vaxið umtalsvert frá lyktum síðari heims- styijaldar, að stóram hluta sem iðnaðar- og verzlunarmiðstöð blómlegra sveita Skagafjarðar. Síðan Siglufjarðar, sem á ekkert slíkt sveitabakland, og hefur sætt töluverðri íbúafækkun. í þessu sambandi er og skylt að geta þess að Siglufjörður, sem á fyrri hluta þessarar aldar var „höf- uðstaður síldariðnaðar" í landinu, varð öðrum sveitarfélögum verr úti þegar norsk-íslenzki síldarstofninn hrundi vegna fjölþjóðlegrar ofveiði. Jafnvel höfuðborgin, borg bændahallar- innar, langstærsta inn- og útflutningshöfn landsins, sækir ófá störf í þjónustu við landbúnaðinn, ef grannt er gáð. Atvinnugreinar og byggðahagsmunir skarast í mun ríkara mæli en margur hyggur. Brött brekka eftir FJÁRFRAMLÖG til landbúnaðarins vekja athygli og umræður og ekki að ástæðulausu. Aðrar atvinnugreinar á íslandi hafa orðið fyrir umtalsverðum áföllum vegna breyt: inga á aðstæðum og lífsháttum fólks. Nefna má sem dæmi kaupmanninn á hom- inu, sem er nánast horfínn vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í matvöraverzlun á undanförnum áratugum. Fjölmargir kaupmenn hafa orðið illa úti af þessum sökum án þess, að sérstök framlög hafí verið tekin upp á fjárlögum til að bæta þeim tjónið að einhveiju leyti. í sjgóli innflutningshafta frá stríðslok- um og fram undir 1960 byggðist upp alls konar smár verksmiðjuiðnaður. Þegar inn- flutningsfrelsi kom til sögunnar gátu þessi fyrirtæki ekki keppt við innflutninginn og lognuðust út af. Fjölmargir smáiðnrekend- ur fóra illa út úr þessum breytingum án þess, að framlög væra veitt á fjárlögum til að bæta þeim tjónið. Þegar ísland gerð- ist aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu árið 1970 var fyrirsjáanlegt, að fleiri iðn- fyrirtæki mundu hverfa vegna þess, að innflutningsvemd, sem þau höfðu notið heyrði sögunni til. Og það gerðist. Enginn talaði um nauðsyn þess að bæta þeim tjón- ið með framlögum á fjárlögum. Á undan- fömum áratugum hafa fjölmargir einstak- lingar orðið illa úti vegna breyttra að- stæðna og lífshátta án þess, að nokkur stjómmálamaður eða hagsmunasamtök hafi krafízt þess, að þeim yrði komið til hjálpar með peningagreiðslum úr vasa skattgreiðenda. Ef slíkar kröfur hefðu komið fram, hefði ekki verið á þær hlustað. Hvers vegna á annað við um landbúnað- inn, þegar hann stendur í grundvallaratrið- um frammi fyrir sömu vandamálum og atvinnurekendur í verzlun og iðnaði hafa áður staðið andspænis og eiga eftir að gera? Ein ástæðan fyrir því er sú, að land- búnaður er önnur tveggja atvinnugreina, sem hér hafa verið stundaðar öldum sam- an og var lengi höfuð atvinnuvegur lands- manna. Landbúnaðurinn stendur því mjög djúpum rótum í íslenzku samfélagi. Önnur ástæða er, að landbúnaðurinn hefur á mörgum áratugum byggt upp gífurlega öflug hagsmunasamtök, sem era sterkustu hagsmunasamtök í landinu ásamt Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna. Þriðja ástæða er sú staðreynd, að kjördæmaskip- an og átkvæðavægi hafa tryggt lands- byggðinni úrslitaáhrif á Alþingi áratugum saman og gera enn. Hvorki verzlun né iðnaður hafa haft eða hafa slík áhrif. Að auki er auðvitað ljóst, að bændur standa ekki einir í baráttu fyrir hagsmun- um sínum. í þessum umræðum gleymist á stundum að landbúnaður skapar beint og óbeint fjölda starfa í þéttbýli vítt og breitt um landið, eins og bent var á hér að framan. Hagsmunir þess fólks skipta auðvitað einnig máli. En þá má segja sem svo: Ef umframframleiðsla í landbúnaði heldur uppi heilu byggðarlögunum, eins og hægt er að færa viss rök fyrir, eru peningagreiðslur úr ríkissjóði til þess að halda uppi þessari óþarfa framleiðslu þá ekki um leið farvegur til að halda þessum þéttbýlissvæðum uppi og hvaða vit er í því? Bændur hafa síðustu árin sætt umtals- verðri framleiðsluþrengingu vegna þess, að þeir era að framleiða vöru, sem fólk af ýmsum ástæðum kaupir ekki lengur, alveg eins og fjölmargir iðnrekendut gerðu á árum áður. Þessar framleiðsluþrengingar eru hluti af aðlögun þeirra að breyttum neyzluvenjum og breyttu markaðsum- hverfí. Þeir hafa og, margir hveijir, gripið til nýrra bjargráða til að skapa sér störf og tekjur. Nefna má eftirtektarvert einka- framtak þeirra, bændagistingu, sem er gildur þáttur í ferðaiðnaði okkar. Það er samt sem áður brekka eftir - og hún brött - að jafnvægi í framleiðslu og eftirspurn búvöra í landinu. Hætt er við að þá brekku þurfi fjölmargir þéttbýlisbúar, sem atvinnu sækja beint og óbeint til landbúnaðar, að ganga með bændum. En með hvaða rökum er hægt að gera þá kröfu til skattgreið- enda í þessu landi að þeir greiði áram saman stórfé til þess að halda uppi fram- leiðslu, sem ekki er markaður fyrir? Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um lök kjör launafólks hér á landi í saman- burði við grannríki. Að sumu leyti eiga þau rætur að rekja til rangra fjárfestinga síðustu áratugi, sem ekki hafa skilað kostnaði sínum aftur til samfélagsins - og þaðan af síður arði til að bæta lífskjör- in. Og eftir standa skuldirnar, afborganirn- ar og vextirnir. En að öðra leyti er skýr- inga m.a. að leita í því að við höfum of lengi haldið uppi framleiðslu eins og sauð- fjárframleiðslu, sem enginn markaður er fyrir, hvorki hérlendis né erlendis. Við þá óarðbæru framleiðslu hefur unnið fólk, sem hugsanlega hefði ella unnið við arð- bærari störf og í því felst einnig ákveðið tekjutap fyrir þjóðarbúið. Aðalástæðan síð- ustu árin er þó auðvitað aflabrestur í þorskveiðum. Framundan eru nýjar ákvarðanir og stefnumörkun í málefnum landbúnaðarins og þá fyrst og fremst sauðfjárræktarinn- ar. Það er lofsvert og ánægjulegt, að for- ystumenn bænda tala af meira raunsæi um þessi mál en áður. Það fer heldur ekki á milli mála, að bændur sjálfír hafa tekið rækilega til hendi að breyta starfsháttum sínum og framleiðslu. Allt er þetta já- kvætt. En í þeim hugmyndum, sem til umræðu eru á milli samtaka bænda og stjórnvalda er augljóslega verið að ræða um áframhaldandi mikil fjárframlög til landbúnaðarins að vísu með skilyrðum um róttækar breytingar af þeirra hálfu. Þan- þol skattgreiðenda er hins vegar ekki ótak markað. Það er búið að reyna mikið á það á undanförnum árum og áratugum. Nú er kominn tími til, að það sé líka tekið tillit til hagsmuna þeirra. „Hvers vegna á annað við um landbúnaðinn, þegar hann stend- ur í grundvallar- atriðum frammi fyrir sömu vanda- málum og at- vinnurekendur í verzlun og iðnaði hafa áður staðið andspænis og eiga eftir að gera?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.