Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 28
- - 28 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SVAVA O. FINSEN + Svava Ó. Fins- en var fædd á Akranesi 25. jan- úar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 3. september siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg ísleifs- dóttir frá Arnar- bæli í Ölfusi, f. 12. september 1872, d. 18. febrúar 1936, dóttir séra Isleifs Gíslasonar og Ka- rítasar Markús- dóttur, og Ólafur Finsen héraðslæknir á Akra- nesi, f. 17. september 1867, d. 10. október 1958, en hann var sonur Ole Peter Finsen póst- meistara og Hendrikke Bjerr- ing. Svava var þriðja yngst átta systkina en þau eru Ole Peter Finsen, f. 11. ágúst 1895, d. 11. ágúst 1917, Karítas Finsen, f. 14. september 1896, d. 25. ág- úst 1956, ísleifur Gísli Finsen, f. 25. ágúst 1898, d. lí. febrúar ^ v 1979, Hendrikka Andrea Fins- en, f. 18. júlí 1900, d. 4. septem- ber 1981, María Asa Finsen, f. 24. september 1902, Niels Ry- berg Finsen, f. 23. maí 1909, d. 30. september 1985, og Björn Finsen, f. 6. maí 1912, d. 9. maí 1915. Svava lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1926 og starfaði eftir það fyrst við verslunarstörf og síð- ar skrifstofustörf á Akranesi þar til hún giftist 6. nóvember 1937 Ingólfi Jóns- syni verslun- arsljóra, f. 5. sept- ember 1906, d. 29. mars 1977. Ingólf- ur var sonur Sig- ríðar Lárusdóttur Ottesen ljósmóður frá Ytra-Hólmi, Innri-Akran.hr., og Jóns Sigurðssonar trésmíðameistara frá Efstabæ í Skorradal. Svava hóf störf á skrif- stofu fyrirtækisins Haraldur Böðvars- son & Co. árið 1961 og starfaði þar fram yfir áttræðisaldur. Svava var ein af stofnendum Kvenfélags Akraness og í stjórn þess í 25 ár og síðar heiðursfélagi. Hún starfaði einnig um áratuga skeið í Kirkjunefnd Akraness, Slysa- varnafélagi Islands og var ein af stofnendum sjálfstæðis- kvennafélagsins Bárunnar á Akranesi. Svava og Ingólfur eignuðust eina dóttur, Ingu Svövu Ingólfsdóttur viðskipta- fræðing, starfsmannastjóra hjá Pósti og síma, f. 24. febrúar 1943, gifta Jóni Ólafssyni tann- lækni, f. 10. júlí 1938. Dóttir þeirra er Hildur Karítas há- skólanemi, f. 24. desember 1974. Útför Svövu fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudaginn 11. september, og hefst athöfnin klukkan 14. Mánudaginn 11. september nk. verður tengdamóðir mín Svava Ó. Finsen borin til grafar. Við hjóna- band er alltaf happdrætti hvernig tengdamóðir fylgir með í ráðahagn- um. í mínu tilviki fékk ég betri tengdamóður en nokkur getur kosið sér. Svava fæddist í húsinu sem faðir hennar lét reisa á Vesturgötu 40 á Akranesi og bjó þar allt til hún, þrotin heilsu, fluttist á Dvalarheim- ilið Höfða 85 ára. Þegar Svava gift- ist Ingólfi stækkuðu þau húsið og ásamt þeim bjuggu áfram í húsinu Karítas systir hennar og Ólafur faðir hennar uns þau létust. Niels bróðir hennar bjó þar einnig og fjöl- skylda hans þar til hann fluttist í eigið hús um 1948. Svava talaði oft um hversu mik- illar hamingju hún hefði orðið að- njótandi á langri ævi og hversu gæfan hefði leikið við sig. Hún nefndi aldrei hin ýmsu áföll er höfðu mætt henni á Iífsleiðinni. Hún hafði eignast tvö böm áður en hún eign- aðist Ingu Svövu. Annað kom liðið en fullburða í heiminn en hitt, drengur, lifði aðeins í fáeina daga. Svava hjúkraði systur sinni Karítas, í eins árs baráttu hennar við lungnakrabbamein, en Karítas lést eftir erfíða legu árið 1956. Hún t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför TORFA BRYNGEIRSSONAR frá Búastöðum, Vestmannaeyjum Erla Þorvarðardóttir, Njáll Torfason, Kristín Arsælsdóttir, Bryndís Torfadóttir, Hólmgrímur Þorsteinsson, Bryngeir Torfason, Sigrún S. Hreiðarsdóttir, Guðmundur H. Torfason, Björg Jakobína Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA BRYNJÓLFSSONAR klæðskerameistara, Ásenda14. Starfsfólki Borgarspítalans eru færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun í veikindum hans. Dóra Halldórsdóttir, Alda Bragadóttir, Björn Ingi Björnsson, Halldór Bragason, Þorbjörg Jónasdóttir, Eli'n Sigríður Bragadóttir, Guðmundur Konráðsson, Brynjólfur Bragason, Ásta M. Sívertsen, barnabörn og barnabarnabarn. MINNIIMGAR sýndi henni tillitssemi og góðvild og þreyttist aldrei á að gera henni til góða. Faðir hennar, háaldraður og síðustu árin blindur, var einnig til heimilis hjá henni og sýndi hún honúm sömu umhyggjuna og systur sinni, en hann lést tveimur árum síðar. Frá fyrstu kynnum kom okkur Svövu ákaflega vel saman, hún tók mér sem syni sínum og við áttum margt sameiginlegt. Svava var eins og sannur Skagamaður áhugasöm um fótbolta og horfðum við á marga eftirminnilega leiki saman í sjónvarpinu. Margs er að minnast þau tuttugu og fjögur ár sem ég var samferðamaður Svövu. Strax frá því að ég kvæntist konu minni í desember 1971 var ég tíður gest- ur á heimili hennar og Ingólfs. Þar til við fluttum í okkar eigið hús- næði 1976 vörðum við flestum frí- stundum okkar á þeirra heimili, en þau voru samhent hjón og með afbrigðum gestrisin. Við ferðuð- umst nokkuð saman innanlands og eftir lát Ingólfs fór hún nokkrar ferðir með okkur til Bandaríkj- anna. Eftir að dóttir okkar fæddist varð hún sólargeislinn í lífi þeirra hjóna, en þau voru bæði ákaflega barngóð. Léku þær sér oft langtím- um saman Svava og Hildur enda átti Svava mjög létt með að hafa ofan af fyrir börnum með sögum sínum og leik. Svava varðveitti vel bamið í sjálfri sér, en það kom þó ekki í veg fyrir að hún gæti um- gengist alla aldurshópa. Hún hafði létta lund og átti auðvelt með að blanda geði við unga sem aldna og var virk í félagsstarfi svo lengi sem heilsan leyfði. Svava unni ferðalögum og ferð- aðist á efri árum víða um Evrópu með vinkonu sinni og grannkonu Röggu á Grund, allt þar til hún var komin nokkuð á níræðisaldur. Besta vinkona Svövu og jafnaldra, Lolla á Grund, bjó einnig handan götunn- ar. Eftir lát Ingólfs 1977 bjó Svava ein í húsi sínu, jafnvel lengur en heilsa hennar leyfði. Fylgdust þær Grundarsystur vel með henni. Fleiri voru henni stoð síðustu og erfíðustu árin í gamla húsinu og er þar helst að nefna Öldu Jóhannesdóttur sem gift er systursyni Svövu, en hún leit til hennar nær daglega og sýndi henni þá hugulsemi og hlýju sem fáum er gefín. Systurdóttir Svövu, Kristín, kom einnig til hennar dag- lega síðustu árin og sá til þess að Blömastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö ötl kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. hún tæki lyfin sín og vanhagaði ekki um neitt. Fyrir rúmum þremur árum kom að því að Svava varð að yfírgefa gamla húsið sitt og flytjast á Dval- arheimilið á Höfða. Systir hennar, Ása sem er á 93. aldursári, var þar fyrir og naut Svava nú samneytis og návistar eldri systur sinnar. Svava var ótrúlega fljót að aðlagast breyttri búsetu, enda naut hún á nýja staðnum afar góðrar umönn- unar. Hún var vön að segja: „Allir eru góðir við mig og mér líður vel.“ Svava hafði frábært skopskyn og hélt hún því og sinni léttu lund til hins síðasta. Hildur dóttir okkar var ákaflega hænd að ömmu sinni og hringdi í hana daglega allt þar til að banalegunni kom. Hún heimsótti hana oft og var það þeirra besta skemmtun að syngja saman og sýna hvor annarri hlýju og blíðu. Svava sagði oft: „Ég á bara eitt barna- barn, en það er besta barnabarn í heimi." Svava yfírgaf þennan heim eftir nokkurra daga sjúkralegu að morgni sunnudagsins 3. september sl. þár sem dóttir og dótturdóttir leiddu hana yfir móðuna miklu. Þökk sé henni fyrir góða samferð. Jón Ólafsson. Minningar um liðnar stundir, góðar, stundir, eru eitthvað sem enginn getur tekið frá manni, sama á hveiju gengur. Þær minningar, sem fylltu hugann þegar fréttin um andlát Svövu frænku barst, sanna hversu ríkur maður er, því þær eru góðar. Þegar við systur vorum litlar voru heimsóknir í Læknishúsið há- punktur tilverunnar. Læknishúsið var heill heimur út af fyrir sig. Þar geyma veggirnir sögu margra, sögu sorgar og gleði. Þar var öðruvísi lykt en í öðrum húsum, þar ríkti ró og virðuleiki og þar bjó Svava frænka. Svava varðveitti bamið í sér svo vel að hún var alltaf boðin og búin að leika sér sem ekki er algengt að fullorðið fólk leyfi sér að gera. Við gleymum aldrei messuleiknum, en þá var Vigdís presturinn, Jón bróðir organistinn, Svava kirkjukór- inn og Heiðrún söfnuðurinn. Það var blessað og beðið, sálmar sungn- ir hástöfum, allt gert eins og í al- vöru messu. í Læknishúsinu var dúkkuhús þar sem margar litlar sálir hafa gleymt stund og stað við leik. í sama herbergi var skápur þar sem Þegar andlát ber að hönJum fararetofa Kirkjugardanna Foeevogi Sfmi 551 1266 t Faðir okkar og afi, HJÁLMAR BALDURSSON, Hátúni 10A, lést á heimili sínu laugardaginn 2. sept- ember. Jarðarförin fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 11. september kl. 13.30. Þorbjörg Hjálmarsdóttir, Silvía Hjálmarsdóttir og barnabörn. Svava geymdi Cadbury’s-súkkulaði og það var stór stund þegar mola af því var stungið upp í litla munna. Eða plata af amerísku tyggjó, þetta var áður en allar verslanir fylltust af sælgæti. Svava og Ingólfur eignuðust sjónvarp löngu fyrir tíma íslenska sjónvarpsins og með lotningu klæddi maður sig upp í sín sunnu- dagaföt, kjól og hvíta sokka, og þrammaði á sunnudagssíðdegi nið- ur í Læknishús að horfa á Andrés Önd í kanasjónvarpinu. Svava hafði stórt og hlýtt hjarta og þó hún hafi fengið sinn skammt af mótbyr var alltaf stutt í gaman- ið og léttleikann. Alltaf jafngaman þegar hún kom t.d. í afmæli á Laug- arbrautina til ömmu og sló kveðju á viðstadda með orðunum: „Óska ykkur til hamingju með hana Hend- rikku.“ Í síðasta skiptið sem við systur heimsóttum Svövu í Læknis- húsið bauð hún okkur upp á sherrí. Þegar búið var að skála sagði hún og skellihló: „Hún amma ykkar ætti að sjá til mín núna, gefandi börnunum sherrí. Sú léti mig heyra það.“ Við systur vorum báðar orðn- ar þrítugar þá. Með þessum fáeinu línum langaði okkur að sýna þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samveru Svövu, þó að á seinni árum hafi heimshöf skilið á milli og samveru- stundirnar því verið færri. Inga Svava, Jón og Hildur Karit- as, við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Svövu Finsen. Vigdís og Heiðrún. Við fráfall Svövu hrannast upp minningar frá liðnum samveru- stundum. Við samstarfsfólk hennar hjá Haraldi Böðvarssyni minnumst hennar sérstaklega fyrir hversu traust, ljúf og létt hún var í allri umgengni. Hún var „Lady“ í þess orðs fyllstu merkingu en laus við allan hégóma, blátt áfram, hrein og bein. Hún var 55 ára gömul þegar hún hóf störf á skrifstofunni árið 1962 en þá hafði hún gegnt húsmóður- störfum í á þriðja áratug. Svava hafði ekki setið lengi á sínum „kont- ór“ þegar hún náði fullu valdi á öllum þeim störfum sem henni voru falin og þau urðu margvísleg - hún lærði tölvuvinnslu eftir sjötugt, þannig var hún sífellt að auka við sig og fannst það sjálfsagt. Svava hafði góðan bakgrunn, hafði fengið hagnýta menntun á unga aldri og áður en hún festi ráð sitt hafði hún unnið verslunar- og skrifstofustörf. í þá tíð hættu flest- ar konur útivinnu um leið og þær giftu sig. Hún giftist Ingólfi Jóns- syni verslunarstjóra á Akranesi 6. nóv. 1937. Hann var Akurnesingur eins og hún og þau höfðu þekkst lengi áður en þau festu ráð sitt. Þeirra hjónaband var einstaklega farsælt og vinátta og virðing ein- kenndi allt þeirra samlíf. Ingólfur lést í marsmánuði 1977. Þau eignuðust eina dóttur, Ingu Svövu viðskiptafræðing, starfs- mannastjóra hjá Pósti og síma í Reykjavík. Hún er gift Jóni Ólafs- syni tannlækni og þau eiga eina dóttur, Hildi Karitas, augasteinn ömmu sinnar. Okkur er enn í fersku minni hamingja Ingólfs þegar hann tilkynnti okkur um fæðingu barna- barnsins, en Ingólfur sá um verslun- arrekstur Haraldar Böðvarssonar um áratugaskeið og var einn af burðarstólpum fyrirtækisins. Svava var borin og barnfæddur Akumesingur, dóttir hjónanna Ingi- bjargar ísleifsdóttir og Ólafs Finsen héraðslæknis. Hún var fædd að Vesturgötu 40 og bjó þar þangað til að hún þurfti að flytja á Dvalar- heimilið Höfða á Akranesi fyrir fáum árum en þá var heilsan farin að bila. Nú þegar langri og gifturíkri ævi lýkur minnumst við hennar sem á sinn jákvæða hátt gerði hvern dag á vinnustað sínum auðugri og auð- veldari. Við sendum ástvinum henn- ar samúðarkveðjur. F.h. samstarfsfólks, Haraldur Sturlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.